Morgunblaðið - 28.11.1975, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1975
21
a, í útvarpsumræðum:
í setur sanngimi okkar en
5. Akvæði um leyfisveitingar til
veiða.
Við skulum kanna, hvernig
samkomulagið við Vestur-
Þjóðverja fullnægir þessum að-
ferðum og kröfum. Fyrst er
ástæða til að benda á, að sam-
komulagið tekur til alls haf-
svæðissins innan 200 mílna fisk-
veiðilögsögunnar og merkir því í
reynd viðurkenningu á stjórn Is-
lendinga á þessu hafsvæði, hvað
sem líður fyrirvara um að sam-
komulagið hafi ekki áhrif á af-
stöðu ríkisstjórna samningsaðila
til hafréttarmála, enda er í orð-
sendingaskiptum utanríkis-
ráðherra til sendiherra V-
Þýskalands gengið út frá þvi, að i
einu og öllu sé byggt á íslenskum
lögum og reglugerðum og siðari
ákvarðanir islenskra stjórnvalda
virtar. Ef farið er yfir samkomu-
lagið I einstaka atriðum, skal
eftirfarandi sem er í samræmi við
kröfur ísl. fiskifræðinga undir-
strikað.
1) I samkomulaginu eru ákvæði
um lágmarksstærð. Þýsk skip
skulu ekki veiða eða hirða fisk
undir því máli eða þyngd, sem
tilgreind eru í hlutaðeigandi regl-
um varðandi veiðar íslendinga.
2) t samkomulaginu eru lokuð
eða friðuð veiðisvæði, ýmist tfma-
bundið eða í gildi allan ársins
hring.
50 mílurnar, að stærð 216 þús.
fkm, eru lokaðar að undantekn-
um 25 þús. fkm, á 3 svæðum,
sem opin eru allt árið og einu
svæði, sem er opið hálft árið. Af
200 mílna svæðinu, 758 þús. fkm
að stærð, eru nær 500 þús. fkm
algerlega lokaðir. Innan hins al-
gerlega lokaða svæðis eru helstu
uppeldisstöðvar fisks við Norður-
og Austurland.
Ennfremur eru ákvæði I sam-
komulaginu, að þýskir togarar
stundi ekki þær veiðar, sem
íslenskum skipum eru bannaðar í
því skyni að vernda svæði, þar
sem mikið er af ungfiski eða
hrygningarfiski. Þjóðverjar
skuldbinda sig þannig til að hlýða
þeim friðunarsvæðum sem nú
eru í gildi eða ákveðin verða ein-
hliða á samkomulagstímabilinu,
af íslenskum stjórnvöldum.
3) í samkomulaginu er ákvæði
um hámarksafla vestur-þýskra
fiskiskipa, sem bundinn er
ákveðnum fisktegundum, og
skiptir þar okkur Islendinga
mestu máli, að aðaluppistaðan í
60 þús. tonna hámarksaflanum er
karfi og ufsi, en þorskaflinn er að
hámarki 5 þús. tonn. Þessi ákvæði
eru okkur þar af leiðandi sérstak-
lega hagkvæm, því að hvort
tveggja er að þorskstofninn er
mun veikari en karfinn og ufsinn
og karfi og ufsi okkur a.m.k.
helmingi verðminni en þorskur-
inn. Af þessu leiðir einnig að
þetta samkomulag við Vestur-
Þjóðverja skapar ekkert fordæmi
um samninga við Breta.
Þegar tekin er afstaða til 60
þús. tonna hámarksafla Vestur-
Þjóðverja, hljótum við að spyrja,
hve mikið geta Vestur-Þjóðverjar
veitt leyfislaust. Óshyggjan veitir
ekki raunhæft svar. Reynslan er
þar ólygnust.
Árið 1973 veiddu Vestur-
Þjóðverjar 91,7 þús. tonn, en þá
þurfti Landhelgisgæslan að verja
50 mílna fiskveiðilögsögu bæði
fyrir ágangi Breta og Þjóðverja.
Ef við gerum ekki það samkomu-
lag, sem hér er til umræðu, verð-
um við í baráttu við bá'ðar þessar
þjóðir og þvi er rökréttur saman-
burður við aflahámark samkomu-
lagsins 60 þús. tonn — afli Þjóð-
verja 1973 91,7 þús. tonn. Og ætti
ekki að vera spurning, hvort
okkur sé hagkvæmara.
4. 1 samkomulaginu eru ákvæði
um gerð veiðarfæra.
Þýsk skip skulu ekki nota net
með smærri möskvastærð en
íslensk.
5. t samkomulaginu eru ákvæði
um leyfisveitingar til veiða, þar
sem eingöngu 40 nafngreindir
togarar hafa heimild til veiða, en
togari, sem rofið hefur samkomu-
lagið, missir veiðileyfið og verður
strikaður út af listanum og fær þá
enginn togari leyfi í staðinn. Hér
er eingöngu um venjulega fsfisk-
togara að ræða, en hvorki verk-
smiðju- eða frystitogara, 26
þessara 40 togara eru byggðir
1961 eða fyrr og enginn er yngri
en frá 1965.
BÓKUN 6
Auk þess sem okkur er nauðsyn
að veiða og vinna fisk, þurfum við
að tryggja sölu sjávarafurða
okkar, og því er mikilvægt að bók-
un 6 í samningi okkar við Efna-
hagsbandalagið um tollalækkanir
á sjávarafurðum okkar komi til
framkvæmda. Þjóðverjar hafa
hingað til beitt neitunarvaldi sínu
gegn því, en heita nú „með hlið-
sjón af hinu nána sambandi, sem
er milli lausnar á fiskveiðideil-
unni og þess að bókun nr. 6 taki
gildi,“ eins og komist er að orði,
að beita sér fyrir að svo verði. Þvi
skal ekki að óreyndu trúað að
Bretar muni nú breyta afstöðu
sinni og beita neitunarvaldi, en ef
svo verður og bókun 6 kemur ekki
til framkvæmda innan 5 mánaða,
frestast framkvæmd samkomu-
lagsins við Vestur-Þjóðverja, og
hafa þeir þá enga heimild til
veiða innan 200 mílnanna.
AÐVÖRUN 1972
Eðlilegt er að skýrsla Hafrann-
sóknastofnunarinnar dags. 13.
okt. s.l., hafi mjög verið til um-
ræðu. Rétt er þvf að rifja upp, að
sú skýrsla var gerð og birt að
ákveðinni beiðni sjávarútv.rh. og
ríkisstjórnar. Hafrannsókna-
stofnunin hafði birt fyrr á árinu
tvær skýrslur, en ríkisstjórnin
taldi nauðsynlegt að Haf-
rannsóknastofnunin afmarkaði
nánar í tölum skoðanir sínar varð-
andi heístu fiskstofna, ekki síst til
að hafa glögg rök gagnvart
erlendum viðræðuaðilum.
Stjórnarandstaðan hefur látist
undrandi á hinu takmarkaða afla-
magni, er skýrslan gerir ráð fyrir,
en hafi menn lesið fyrri skýrslur,
ætti þessi ekki að koma mönnum
að óvörum.
Meira að segja fyrrverandi
Framhald á bls. 22
iunnars Thoroddsens:
miður á undanförnum árum ekki
gengið nægilega vel fram I þeim
efnum Þar þurfum við mjög að gæta
okkar sjálfra, setja strangari reglur og
fylgja þeim betur eftir varðandi lands-
menn sjálfa Með þv! að semja við
Vestur-Þjóðverja skapast miklu betri
tækifæri og möguleikar heldur en án
samninga til þess að vernda og friða
fiskimiðin. I samningnum er sérstakt
ákvæði um það, að Þjóðverjar skuld-
binda sig til þess að virða verndar- og
friðunarsvæði, og það á bæði við þau,
sem nú eru í gildi og þau, sem s!ðar
verða ákveðin. Ef ekki er samið,
mundu Vestur-Þjóðverjar væntanlega
fara s!nu fram Það er viðbúið, að þeir
myndu þá senda frystitogara á Islands-
mið, en samkv. þessum samnings-
drögum skuldbinda þeir sig til að gera
það ekki. Þeir mundu væntanlega
veiða meira af þorski og þeir mundu
ekki telja sig skuldbundna til þess að
virða þau verndar- og friðunarsvæði,
sem við ákveðum.
I umsögn Hafrannsóknastofnunar-
innar, sem Einar Ágústsson rakti hér,
er það m.a. sagt, að stofnunin telji
mjög mikilvægt, að Vestur-Þjóðverjar
muni virða lokun hrygningarsvæða eða
svæða, þar sem mikið er af ungfiski.
Útfærsla í
200 milur
Það er rétt, áður en lengra er haldið
að rekja með örfáum orðum aðdrag-
andann að útfærslunni! 200 mllurnar.
Nú eru rúm tvö ár liðin síðan þing-
flokkur sjálfstæðismanna varð fyrstur
stjórnmálaflokkanna til þess að taka
ákveðna afstöðu i þessu máli. Hann
gerði um það samþykkt síðari hluta
ágústmánaðar 1973. — og siðan
sameiginlegur fundur þingflokks og
miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins 30
ágúst 1973, — að lýsa yfir eindregn-
um stuðningi við 200 mllna fiskveiði-
lögsögu, en miðað verði við miðllnu
milli landa, þar sem vegalengd er
minni en 400 milur, og að þingflokkur
og miðstjórn telja rétt, að fiskveiðilög-
sagan verði færð út i 200 mtlur eigi
siðar en fyrir árslok 1974.
Þegar Alþingi kom saman i október
sama ár lögðu sjálfstæðismenn fram
tillögu til þál. um útfærslu fiskveiði-
landhelgi (slands í 200 sjómllur miðað
við 31. des. 1 974. Fyrir þessari tillögu
var gerð ítarleg grein á Alþingi. Þvi
miður fann hún ekki þá náð fyrir aug-
um þáverandi stjórnarflokka og náði
ekki afgreiðslu Þegar rikisstjórnin var
mynduð haustið 1974, var þetta mál
að sjálfsögðu tekið upp. Vegna tregðu
ýmissa manna á þinginu 1973—74
var ekki hægt lengur að miða við þetta
timamark, árslok 1974. En það var
tekið upp I stjórnarsáttmálann, að land-
helgin skyldi færð út I 200 mílur á
árinu 1975, eins og gert hefur verið
Það er athyglisvert i þessu sam-
bandi, að sumir, sem nú telja sig
sérstaka boðbera og postuia þess að
ekki megi semja við neinn aðila um
neinar veiðiheimildir innan 200 mílna,
ekki einu sinni við frændur okkar og
vini, Færeyinga, þeir voru sumir harla
tregir i taumi, þegar 200 mílurnar
komu á dagskrá
Um svipað leyti og Sjálfstæðisflokk-
urinn tók upp 200 milna málið, þá átti
þingmaðurinn, sem slðast talaði, Lúð-
vik Jósepsson, viðtal við blaðið Þjóð-
viljann um 200 milurnar og komst svo
að orði með leyfi hæstv. forseta:
,,( dag stöndum við í baráttu um 50
milna landhelgi Þessi barátta skiptir
nú öllu máli. Hitt er allt annað mál,
hvort við íslendingar tökum okkur 200
milna landhelgi einhvern tima i fram-
tíðinni, þegar slikt er heimilt samkv
breyttum alþjóðalögum eða að lokinm
hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna "
Ekki var nú áhuginn meiri en þessi
þá, 1 sept. 1 973. Jú, við gætum fært
út í 200 milur einhvern tima i fram-
tiSinni, réttast væri nú að biða eftir
þvi að hafréttarrððstefnunni væri
lokið.
I rauninni kemur það enn fram hjá
málsvörum og talsmönnum Alþýðu-
bandalagsins, að hrifningin yfir 200
milunum og áhuginn á þeim er nú ekki
sérstaklega mikill. í forustugrein i Þjóð-
viljanum frá 26 okt s.l er skrifað um
för okkar Einars Ágústssonar til Lond-
on Þar er aftur og aftur talað um 50
milurnar. aldrei minnzt á 200 milur
Sá, sem les þennan leiðara, gæti
haldið, að 50 milurnar væru enn þá í
gildi og alls ekki væri búið að lögleiða
200 milur Þannig lifa þessir menn,
siðasti ræðumaður og hans nánustu, i
þeim heimi, að 50 mllurnar eru það
eina, sem máli skiptir.
( sambandi við útfærsluna i 50 milur
á sinum tima var það ákveðið af
Alþingi einróma, að leitað skyldi samn-
inga við aðrar þjóðir um umþóttunar-
eða aðlögunartlma Að sjálfsögðu var
það einnig ætlunin, þegar fært yrði út i
200 milur.
Samningurinn við
Breta 1973
Afleiðingin af þessari ákvörðun
Alþingis 1972 var m.a samningurinn
við Breta i nóv 1973 Vegna þess að
siðasti ræðumaður vill nú yfirleitt
skoða alla samninga um veiðheimildir i
samhengi, þá er rétt að staldra við
andartak Þessi þingmaður heldur þvi
fram, að tillögurnar sem nú liggja fyrir,
séu fjandsamlegar þjóðinni, þýði alvar-
lega kjaraskerðingu fyrir þjóðina og
hann skorar á stjórnina að taka þessar
tillögur til baka. Það, sem hér er um að
ræða, eru veiðiheimildir i tvö ár allt að
60 þús. lestum á ári. Það á að veiða
aðallega ufsa og karfa, en Þjóðverjar
ætla að hætta að stunda þorskveiðar
Hins vegar vita það allir, að viðbúið er,
að eitthvað af þorski komi i netin,
þegar verið er á öðrum veiðum, en
hámark er þó sett 5 þús tonn á ári
IVIeð þessum samningi við Breta frá
þvi i nóv. 1973 var það hins vegar
forsenda samninganna, að Bretar
mættu veiða á ári i tvö ár 130 þús
tonn Það er öllum vitanlegt, að það er
aðallega þorskur, sem Englendingar
afla, yfir 80%, þannig að með þessum
samningi var verið að semja um að láta
Bretum i té á ári a.m.k. 1 10 þús. tonn
Þó að skýrsla Hafrannsóknastofnunar
(slands frá siðasta mánuði lægi ekki
fyrir i nóv 1973, þá vissu það allir
menn, sem eitthvað fylgdust með, að
of nærri var gengið fiskstofnunum þá
þegar og ekki sizt þorskstofninum
Fjölmargir reyndir fiskimenn, skip-
stjórar, höfðu bent á þetta mjög greini-
lega Þetta fór ekki framhjá neinum
Þess vegna voru það ekki út af fyrir sig
nein ný tíðindi, er kæmu öllum að
óvörum, sem birtist í skýrslu
Hafrannsóknastofnunarinnar En sú
skýrsla var hins vegar visindaleg stað-
festing á þvi, sem marga hafði grunað
og raunar margir talið vist. Og þegar
maður heyrir nú þennan boðskap leið-
toga Alþýðubandalagsins, Lúðviks
Jósepssonar, að það stappi nærri land-
ráðum að semja um allt að 5 þús
tonnum af þorski á ári og heildarafla
60 þús tonn, þá verður mönnum á að
spyrja, hvar stóð þessi sami þing-
maður þegar samningarnir voru gerðir
við Breta um 1 30 þús tonn á ári, að
meginhluta þorskur? Það er skemmst
frá að segja, að allir þingmenn Alþýðu-
bandalagsins studdu þennan samning
Ég held, að ég hafi hérna nafnakallið
hjá mér Þeir, sem samþykktu þennan
samning voru m a með leyfi hæstv
forseta: Eðvarð Sigurðsson, Garðar
Sigurðsson, Geir Gunnarsson, Gils
Guðmundsson, Helgi Seljan, Jónas
Árnason. Magnús Kjartansson, Ragnar
Arnalds, Svava Jakobsdóttir og enn
fremur sagði Lúðvik Jósepsson já
Konungsríki
fyrir hest!
Það er eðlilegt, að menn spyrji,
hvernig á þessu stóð Það hét þá á fínu
máli frá Alþýðubandalagsmönnum, að
þeir vildu ekki fórna stjórnarsamstarf-
inu. Þetta heitir á hreinni islenzku, að
Lúðvik vildi ekki missa ráðherrastólinn
Shakespeare skrifaði einu sinni leikrit
um Rikharð III. konung Breta Þegar
hann í sinni siðustu orrustu var orðinn
aðþrengdur og hafði misst hestinn
sinn, þá kallaði hann Konungsrlki fyrir
hest.
Lúðvik Jósepsson bauð Bretum
væna sneið af þorskriki íslands fyrir
einn stól.
Þetta var það, sem gerðist i nóv
1973 En nú er það gagnrýnt af þess-
um þingmanni, fyrrv sjávarútvegsráð-
herra, að 60 þús. tonna afii til handa
Vestur-Þjóðverjum sé fásinna
Eftir að Alþýðubandalagsmenn
höfðu staðið að samningunum við
Breta, þá var þvi haldið áfram að reyna
að semja og þá við Þjóðverja Og i
marzmánuðí 1974 skrifaði sjávarút-
vegsráðherra Lúðvik Jósepsson. bréf
til utanrikisráðherra. Bréfið er dags.
19 marz 1974. Þar leggur hann fram
nýjar tillögur um veiðisvæði til handa
þýzkum togurum á íslandsmiðum.
Hann segir, að þessar nýju tillögur séu
gerðar á grundvelli þess, að samkomu-
lag takist um útilokun þýzkra frysti- og
verksmiðjuskipa, — sem nú hefur tek-
izt, — og siðan ægir „Gert er ráð
fyrir, að 48 þ-' KÍr togarar aðrir fái
veiðiheimildir og að árlegur hámarks-
fiskafli þeirra fari ekki fram úr 80 þús
tonnum " 19 marz 1974 lagði sjávar-
útvegsráðherra þvi til, að samið yrði
við Þjóðverja um 80 þús tonna afla á
ári
Nú á hann ekki nægilega sterk orð til
að hneykslast á þvi, að lagt sé til að
semja um 60 þús. tonn ( hans tillög-
um var ekki minnzt á þorskveiðar,
enginn hámarksafli varðandi þorsk, nú
Framhald á bls. 39
nir f iskimiðunum
9 við Þjóðverja færir okkur nær því marki