Morgunblaðið - 28.11.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.11.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1975 25 Frá umræðum á Alþingi:____________ Herskipaíhlutun Breta og neikvæður viðbúnaður st j órn ar an dstöðu — hafði áhrif á afstöðu mína til stuðnings við samkomulagið, sagði Steingrímur Hermannsson Guðmundur H. Garðarsson al- þingismaður. ekki að kljást við Breta og Þjóðverja samtimis í vörzlu landhelginnar, sem þannig verður virkari og árangursrikari. Helztu kostir samn- ingsins eru að mínu mati þessir: 0 1. Við höfum meira vald á veið- um Þjóðverja, eftir en áður. ^ 2. Samningurinn felur í sér viðurkenningu Þjóðverja á rétti okkar til samninga um veiðar innan 200 mílnanna 0 3. Verksmiðju- og frystitogarar Þjóðverja fara út fyrir 200 mílna mörkin. 0 4. Veiðimagn minnkar úr 91.700 lestum, sem Þjóðverjar náðu hér í óleyfi 1973 niður í 60.000 tonn Veiðar á þorski eru að mestu útilokaðar 0 5. Fjöldi togara V-Þjóðverja á Islandsmiðum minnkar verulega, bæði frá því sem nú er og fólst I tilboði Lúðvíks Jósepssonar til þeirra. Meðalaldur togaranna er rhjög hár, 26 af 40 byggðir fyrir 1961. Þessi skip verða naumast endurnýjuð Hér er þvi um að ræða sýnilegt skref V-Þjóðverja til að hætta með öllu sókn á íslandsmið í næstu framtið. 0 6. Við getum einbeitt landhelgis- vörzlu okkar gegn öðrum þjóðum, einkum Bretum. 0 7 Likur aukast á þvi að opna leiðir til hagstæðra viðskipta i Vest- ur-Evrópu. 0 8 Staða okkar á hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna verður betri, eftir en áður. 0 9 Liklegir ufsa- og karfamarkað- ir í Evrópu gera okkur óháðari mörk- uðum í Bandaríkjunum og Sovétríkj- unum 0 10 Þessir markaðir opna nýtt verksvið togaraflota okkar, sem þarf í vaxandi mæli að sækja í aðra stofna en þorskinn, einkum á viss- um árstimum, júli — september. Hætt er við að ella þurfi að leggja vissum togurum timaþundið tvo- þrjá mánuði á ári. 0 11. Samningarnir sem slikir leiða þvi ekki til atvinnuleysis, eins og látið er að liggja, heldur opna nýjar atvinnuleiðir, eða tryggja eldri leiðir betur en áður. Það er ekki nóg að veiða fisk, það þarf líka að selja hann, unninn eða ferskan Markaðs- erfiðleikar geta ekki síður skert lifs- kjör okkar en ýmis annar vandi Við megum ekki einangra okkur frá öðrum þjóðum. Við þurfum þvert á móti að styrkja aðstöðu okkar, bæði út á við og inn á við. Og síðast en ekki sizt að tryggja samstöðu gegn ofbeldisaðgerðum Breta. Að skipta þingi og þjóð i striðandi fylk- ingar nú, eins og viss öfl stefna að, þegar samstöðu er þörf, er rangt og hættulegt. Að nýta slik mál sem þetta í pólitiskum skollaleik innan- lands er þvi of langt gengið og í andstöðu við þá ábyrgðartilfinningu, sem jafnan áður hefur tryggt þjóðar- einingu undir hliðstæðum kringum- stæðum. AIÞMGI Á ÞINGSÍÐU Mbl í gær «r fram- söguræðum fulltrúa þingflokkanna um samningsdrögin við Vestur- Þjóðverja gerð nokkur skil í efnis- legri frásögn. Umræður urðu all- miklar og stóðu fram yfir kl. tvö í fyrrinótt. Hófust þær að nýju kl. tvö i gær. Hér á eftir verða nokkrar ræður þingmanna í þessum umræðum lauslega raktar. Ræður Guðmundar H Garðarssonar og Sigurlaugar Bjarnadóttur birtast að meginmáli á öðrum stað í blaðinu i dag. Ræða Þorvalds Garðars Kristjáns- sonar verður birt að meginmáli hér í blaðinu á morgun. Ekkert lengur til skiptanna. Jón Ármann Héðinsson (A). Til þessa hefur þjóðin borið gæfu til samstöðu á örlagastundum land- helgismálsins, sagði þingmaðurinn. Nú skiptist hún í tvær fylkingar Hvað hefur gerzt? Ofsókn á miðin, innlend og erlend, og síefld veiði- tækni hafa valdið því, að ekki er lengur neitt fyrir hendi til að semja um við aðra Þess vegna er ekki lengur hægt að hafa samstöðu um samninga, jafnvel þótt þeir hafi ein- hverja kosti. Það getur tekið þorsk- stofninn 10—20 ár að rétta við, ef ofveiði stuðlar að hruni i honum, líkt og átti sér stað með síldina í þessu efni megum við ekki ganga það langt, að erfitt eða ógjörlegt sé að snúa við JÁH vék að hugsanlegum samn- ingum við fleiri þjóðir í kjölfar um- rædds samnings. í því sambandi nefndi hann m a. Norðmenn. Þeir lékju nú gráan leik gagnvart íslend- ingum í Nígeriu, Portúgal og Brasi- liu með undirboðum á skreið og saltfiski, e.t.v. í skjóli oliugróða Þessi framkoma veldur okkur stór- tjóni. Kominn er timi til að segja við þessa bræðraþjóð: hingað og ekki lengra! Forkastanlegt væri að semja nú um heimildir innan 50 mílna mark- anna Samningar við Þjóðverja, sem einnig veiddu með flotvörpu gætu víða komið illa niður á einstökum byggðarlögum. Þingmaðurinn ræddi um niður- stöður Hafrannsóknastofnunar, þörf á skynsamlegri nýtingu fiskimið- anna, friðun og fiskvernd og ákvæði fyrirliggjandi samningsdraga Niður- staða máls hans var sú að ekki væri hægt að samþykkja samningsdrög- in, eins og þau lægju fyrir; þar væri samið um of mikið til of langs tíma Kostir og lestir samningsdraga Steingrímur Hermannsson (F) Steingrímur dró fram kosti og galla samningsdraganna — að hans mati Kostirnir væru einkum þeir, að frysti- og verksmiðjutogarar færu út fyrir 200 mílna mörkin. í því fælist viss viðurkenning og fordæmi til að neita samningum við þjóðir, sem einkum veiddu með slíkum skipum. Þá væri kostur að einkum væri mið- að við afla á ufsa og karfa en þorsk- stofninn, sem væri í mestri hættu, nær undanskilinn. Gallar væru að sínu mati: 1) Veiðimagn hefði átt að miðast við 50—55 þús. tonn. 2) Svæðin væru óþarflega stór, einkum fyrir Suð- austur- og Vesturlandi. 3) Ekki væri um beina viðurkenningu á útfærslu á ræða. 4) Ýmis ákvæði mættu vera skýrari. Ég var lengi óviss í afstöðu minni til samningsdraganna Að vel athug- uðu máli taldi ég þó kostina meiri, vega þyngra en gallana Að auki hefði neikvæður viðbúnaður stjórn- arandstöðu áhrif á afstöðu mína, en síðast en ekki sízt herskipaíhlutun Breta, sem við þurfum að geta mætt einhuga og með öllum okkar mætti. I Þingmaðurinn bar fram fyri r- spurnir til utanríkisráðherrá varð- andi: 1) fyrirkomulag eftirlits, sem virtist seinvirkt. Skýrslur þyrfti að berast til ræðismanna okkar í Þýzka- landi tafarlaust4 2) um hólfaskipan, en hólf 5A samræmdist ekki núgild- andi fiskveiðilögsögu okkar, 3) hvort veiði stöðvist sjálfkrafa, er 5000 tonna þorskafla væri náð, en hins- vegar ekki á karfa og ufsa, 4) hvort umræddur aðlögunartími Þjóðverja sé endanlegur, 5) hvort hugsanleg frestun á samningnum skv. bókun 6 þýði framlengingu hans, þ e. sem frestuninni nemur, 6) hver er af- staða sjávarútvegsráðherra, sem því miður er fjarverandi vegna veikinda, til samningsdraganna, 7) telja ráða- menn nokkurt svigrúm eftir til samn- inga við Breta, að þessum gjörðum. Fullkomið eftirlit. Einar Ágústsson, utanrikisráð- herra. Ráðherrann sagði að því yrði framfylgt að skýrslur bærust tafar- laust til íslenzkra ræðismanna Auk þess gætum við hvenær sem er farið um borð í þýzk veiðiskip til eftirlits, sbr. 8 lið. Veiðiskýrslur yrðu með þeim hætti að fullt öryggi yrði einn- ig varðandi veiðihólf, sem þingmað- ur hefði réttilega gert athugasemd við Ef hámarksafla á þorski yrði náð á undan ufsa og karfa — hættu Þjóðverjar veiðum Hér væri um endanlegan umþóttunartíma til Þjóðverja að ræða. Frestun á fram- kvæmd samnings þýddi ekki fram- lengingu hans. Samningurinn væri bundinn við tvö ár frá gildistöku hans Einar kvaðst ekki geta svarað fyrir sjávarútvegráðherra, sem væri fjarverandi. Samningar fyrr og nú. Guðlaugur Glslason (S). Guð- laugur rakti ítarlega aðdraganda og gang viðræðna og samningsgerðar bæði 1961 og 1973. Hann minnti á að þáverandi sjávarútvegsráð- herra, Lúðvík Jósepsson, og allt þinglið Alþýðubandalagsins hefði samþykkt 130 000 tonna veiði- heimild handa Bretum, tvö ár í röð, þar sem uppistaðan hefði aðallega verið þorskur Hann vitnaði i viðvar- anir tveggja fiskifræðinga frá þeim tíma um ofveiði þorsks og þá hættu, sem stofninn væri i, svo þá þegar hefði full vitneskja um þessa hættu verið fyrir hendi. Þingmaðurinn sagðist hafa greitt atkvæði á móti samningunum 1973 Núverandi samningsdrög hefðu bæði kosti og galla, eins og fram hefði komið hér í umræðum. Kostirnir vægju meira öfugt við samninginn við Breta frá 1973, og hann myndi þvi fylgja þessum samningsdrögum Hinsvegar værum við óbundnir af samningstilboðinu til Breta, sem hefði verið hafnað af þeirra hálfu. Gegn ásókn og yfirgangi þeirra þyrfti þjóðin að standa einhuga og láta hvergi bugast Að leggjast undir vöndinn. Vilborg Harðardóttir (K). Vilborg vitnaði til ummæla þing- manna Vestfirðinga, þess efnis, að enginn gengi til samninga um veiði- heimildir erlendra ótilneyddur. Það kynni rétt að vera að ýmsir þing- menn stjórnarliðsins væru einmitt neyddir til þessa gjörnings, sem fyr- ir höndum væri Þeir yrðu að beygja sig undir vöndinn í þessu máli væri þvingunum beitt, sbr auglýsinga- bann í útvarpinu á útifund verka- lýðsfélaganna Landhelgismálið væri fyrst og frémst hagsmunamál sjó- manna og verkafólks I fiskiðnaði, aflarýrnun kæmi fram í skertum kjörum þess og jafnvel atvinnuleysi Þá ræddi hún sérstaklega um veiðiheimildir innan 50 mílna mark- anna Þaer kæmu illa við ýmis sjáv- arþorp, bæði eystra og vestra Minnti hún á veiðisvæðið úti af Vestfjörðum Þar væri að vísu Vikur- áll undanskilinn, enda i hávestur af sumarbústað sjávarútvegsráðherr- ans. Undirlægjuháttur stjórnarsinna væri jafnvel svo mikill að þeir töluðu um góða samninga. Þessir samning- ar væru vissulega góðir — en að- eins fyrir Þjóðverja Hótun eða samstarfsboð? Björn Jónsson (A). Björn Jóns- son vék að þrem þáttum í röksemd- um samningssinna Að erfitt væri að verja landhelgiha gegn báðum, Bret- um og Þjóðverjum, Að samningar vektu samhug með okkur á alþjóða- vettvangi Að skortur á samnings- vilja spilltu fyrir okkur á hafréttarráð- stefnu S.Þ — Allt væri þetta órök- stutt Við gætum varið landhelgina allt að 100%, það hefði reynslan sýnt, ef ekki kæmi til herskipaíhlut- un. Þjóðverjar myndu aldrei beita herskipaíhlutun á íslandsmiðum. Til þess væru minningar seinni heims- styrjaldarinnar of nálægar í tíma Bretar myndu og gefast fljótlega upp á veiðum undir herskipavernd Sú uppgjöf væri aðeins tímaspurs- mál Auk þess ættum við ýmis vopn á þá Slit stjórnmálasambands, lok- un varnarstöðvar á Keflavíkurflug- velli, viðskiptabann, hafnbann Verkalýðshreyfingin myndi huga að sínum hlut í þessum efnum Efnahagsleg og fiskifræðileg rök okkar væru þung á metum út á við —- Þyngst kæmu undanþágusamn- ingar niður á verkafólki til sjós og lands Þar af stafaði hin harða and- staða ASÍ Björn sagðist vilja vara ríkisstjórn- ina við öllum undansláttarsamning- um Slíkt myndi örva verkalýðs- hreyfinguna til gagnráðstafana, þ e. sjálfsvarnar Hins vegar væri ASÍ fúst til samstarfs við rikisstjórnina, ef samningum yrði hafnað, og verkalýðshreyfingin fús til að bera í bráð og lengd, þær byrðar, sem einarðleg afstaða myndi knýja þjóð- ina til að axla TollfríSindi. Ragnhildur Helgadóttir (S). Ragnhildur sagðist vilja vekja at- hygli á því að skiptar skoðanir væru um þessi samningsdrög innan verkalýðshreyfingarinnar Fáir for- ystumenn gætu naumast talað þar fyrir munn allra viðkomandi Starf- semi ASÍ væri heldur ekki hafin yfir alla gagnrýni fremur en annarra samtaka i landinu Mikilvægt væri að bókun 6 um tollfríðmdi íslenzkra sjávarafurða i EBE-ríkjum kæmi til framkvæmda Skýrt þyrfti að liggja fyrir, að Þjóð- verjar skuldbindu sig til að vinna að þessum þætti málsins, sem minnzt væri á, varðandi hugsanlega frest- um á framkvæmd samnings þess, er hér væri til umræðu Spurðist þing- maðurinn fyrir um, hvort ekki væri rétt að íslendingar áréttuðu þennan skilning sinn á skuldbindingu Þjóð- verja í sérstakri orðsendingu Einar Ágústsson utanríkisráð- herra sagði það rétt hjá þingmann- inum að Þjóðverjar hefðu tekið fram, að þeir myndu beita sér af alefli fyrir þessu atriði, og þegar yrði af okkar hálfu sent bréflega árétting á þessu efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.