Morgunblaðið - 28.11.1975, Síða 28

Morgunblaðið - 28.11.1975, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1975 Safnrit af verk- um Guðmundar Böðvarssonar KOMIN ER út hjá Hörpuútgáf- unni á Akranesi fimmta bókin f safnriti af verkum Guðmundar Böðvarssonar. I þessu bindi eru bækurnar: Álfar kvöldsins, Undir Guðmundur Böðvarsson, skáld. óttunnar himni, Kristallinn f hylnum, Minn guð og þinn. I tímaritsgrein segir Halldór Kiljan Laxness m.a. um Guðmund Böðvarsson: „Skáldskapur hans er jafnnáttúrlegurogblátt áfram og grasið sem vex á jörðinni ... Hver sem blaðar í óði skáldsins á Kirkjubóli mun undrast hve ljós heimsins loga þar skært, þar búa flestir hlutir er mönnum hafa ver- ið hugstæðastir um sinn ...“ Á næsta ári mun væntanlega ljúka þessari heildarútgáfu á verkum Guðmundar Böðvarsson- ar, en þá er fyrirhugað að gefa út tvö lokabindin. Verkinu lýkur með síðustu ljóðabók höfundar, sem enn hefur ekki áður birst á prenti og heitir „Blað úr vetrar- skógi“. Þessi fimmta bók er 213 blaðsíð- ur. Prentuð í Prentverki Akra- ness hf. Bókband er unnið af Bókbindaranum hf. Káputeikn- ingu gerði Pétur Halldórsson. Haraldur Henrysson form. Dómarafélags Reykjavíkur AÐALFUNDUR Dómarafélags Reykjavíkur var haldinn hinn 13. nóvember s.l. Samkvæmt Iögum félagsins eiga aðild að þvf skip- aðir hæstaréttardómara, héraðs- dómarar f Reykjavík og við emb- ætti bæjarfógeta og sýslumanna, svo og rfkissaksóknari og hæsta- réttarritari. Á fundinum fóru fram venju- leg aðalfundarstörf. Auk þess föru fram úmræður um hags- muna- og kjaramál dómara. Fráfarandi formaður félagsins, Björn Þ. Guðmundsson borgar- dómari, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og voru honum þökk- uð mikil og góð störf í þágu fé- lagsins. Aðalstjórn félagsins skipa nú: Haraldur Henrysson sakadómari, formaður, Magnús Thoroddsen borgardómari, Már Pétursson héraðsdómari, Sigurð- ur M. Helgason borgarfógeti, og Sverrir Einarsson sakadómari. Húsfriðunar- ráðstefna í Reykjavík UM sl. helgi stóð Húsfriðunarráðstefna yffr f Reykjavfk. Hófst ráðstefnan á laugardag og lauk á sunnudag. Á annað hundrað manns voru skráðir til Ieiks. Myndin er tekin við setningu ráðstefnunnar. f fremstu röð má sjá Birgi Thorlacius, ráðu- neytisstjóra, Guðrúnu Jónsdóttur, arkitekt, Pál Líndal, borgar- lögmann, Birgi Isleif Gunnarsson, borgarstjóra, og forseta Is- lands, herra Kristján Eldjárn. „Leyndarmál LEYNDARMÁL 30 kvenna heitir bók skráð af Gunnari M. Magnúss sem Setberg er að senda frá sér. Eins og titill ber með sér skýra konur höfundi þar frá ýmiss kon- ar reynslu á lífsleiðinni sem ella hefði legið í þagnargildi. í for- mála Gunnars M. Magnúss segir svo: „Eg ákvað að dylja höfunda þessara frásagna á þann veg að rugla greinunum saman og birta þær nafnlausar. t bókinni eru þær birtar eftir heiti sagnanna í stafrófsröð. í kynningu eru nöfn kvenna. En ég er trúnaðarmaður þeirra og lengra fer það ekki ... Það má komast svo að orði að í þessari bók sé sálkönnun. Kon- 30 kvenna” urnar segja frá því sem ella hefði legið í þagnargildi, en í hverri frásögn er hugsun sem á djúpar rætur. í fullri einlægni eru rædd mál, sem snerta viðkvæma strengi en fylla jafnframt hug og hjarta yl og ástúð . ..“ Meðal þeirra kvenna sem Gunn- ar hefur skráð frásagnir eftir eru Agnes Löve, Guðrún Á. Símonar, Gunnvör Braga, Jenna Jensdóttir, Jóhanna Kristjónsdóttir, Margrét Guðnadóttir Bríet Héðinsdóttir, Inga Birna Jónsdóttir og Þuríður Pálsdót'tir. Bókin er 200 bls. að stærð, Set- berg prentaði. Gurmar H.Hagnúss SETÖERG Guðjón og Þorvaldur eru efstir í undankeppninni UNDANKEPPNIN fyrir Reykjavíkurmót, í tvímenning sem jafnframt er undankeppni Islandsmóts hófst sl. þriðjudag og var þá spilaður fyrri hluti keppninnar. Spilað var í 4 14 para riðlum og er röð efstu para þessi: Guðjón Kristjánsson — Þorvaldur Matthíasson 199 Ásmundur Pálsson — Hjalti Elíasson 197 Gylfi Baldursson — Sveinn Helgason 192 Sigurður Sverrisson — Sverrir Ármannsson 191 Ólafur Jóhannesson — Þórhallur Þorsteinsson 185 Jón Ásbjörnsson — Sigtryggur Sigurðsson 184 Daniel Gunnarsson — Steinberg Ríkharðsson 184 Jóhann Jónsson — Þráinn Finnbogason 182 Guðlaugur Jóhannsson — örn Arnþórsson 180 Guðmundur Sveinsson — Þorgeir Eyjólfsson 180 Méðalskor 156 Síðari hluti keppninnar verð- ur spilaður á sunnudaginn kemur og hefst klukkan 13.30. Spilað er í Domus Medica. í þættinum sl. þriðjudag var sagt að Símon og Stefán væru íslandsmeistarar — það er ekki rétt það eru þeir félagar Karl Sigurhjartarson og Guðmundur Pétursson sem bera þann titil nú en aftur á móti eru Stefán og Símon Reykjavíkurmeistar- ar og þurfa þvi ekki að taka þátt í þessari undankeppni heldur fara beint í aðalkeppni Reykjavíkurtvimenningsins. Frá bridgedeild Húnvetningafélagsins Staðan að loknum þrem um- ferðum í 5 kvölda hraðsveita- keppni er þessi: Cýrus Hjartarson 1391 Kári Sigurjónsson 1346 Karl Gunnarsson 1335 Hrpinn Hjartarson 1322 Jakob Þorsteinsson 1301 Hermann Jónsson 1258 Sigurður Kristjánsson 1255 Zophanías Benediktsson 1236 Haraldur Snorrason 1220 Bridgefélag Kópavogs: Eftir þrjár umferðir í hrað- keppni sveita eru nú eftirtaldar sveitir efstar: Sigurður Sigurjónsson 945 Grimur Thorarenssen 923 Guðmundur Jakobsson 920 Bjarni Pétursson 916 Biarni Sveinsson 913 Bridgefélag kvenna: Eftir 27 umferðir af 33 eru nú eftirtaldar konur efstar í barometertvímenningskeppni félagsins: Sigríður Pálsdóttir — Ingibjörg Pálsdóttir 3974 Gunnþórunn Erlingsdóttir — Ingunn Bernburg 3913 Steinunn Snorradóttir — Þorgerður Þórarinsdó+tir 3866 Sigrún ísaksdóttir — Sigrún Ólafsdóttir 3861 Hugborg Hjartardóttir — Vigdís Guðjónsdóttir 3849 Kristín Þórðardóttir — Guðríður Guðmundsdóttir 3831 Laufey Arnalds — Ása Jóhannsdóttir 3687 Halla Bergþórsdóttir — Kristjana Steingrfmsdóttir 3687 Meðalskor: 3456 stig Næstu umferðir verða spilaðar í Domus Medica mánu- daginn 1. desember n.k. og kl. 20 stundvíslega eru spilakonur beðnar um að vera mættar. Frá bridgefélaginu Ásarnir í Kópavogi Urslit 1 sjöttu umferðinni í sveitakeppninni urðu þessi: Valdimars vann Jóns 20—0 Trausta vann Sigríðar 20—0 Ólafs vann Erlu 20—0 Júlfus vann Trausta 14—6 Magnúsar og Guðmundar gerðu jafntefli 10—10 Staðan eftir 6. umferð: Ólafs Lárussonar 108 Trausta Valssonar 87 Guðmundar Grétarssonar 81 Erlu Sigurjónsdóttur 71 Valdimars Þórðarsonar 69 Jóns Hermannssonar 53 Næsta umferð Verður spiluð á mánudaginn kemur og hefst klukkan 20. Spilað er í Félags- heimili Kópavogs. A.G.R.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.