Morgunblaðið - 28.11.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1975
29
Ný bók:
Draumar, sýn-
ir og dulræna
„Draumar, sýnir og dulræna“
heitir bók eftir Halldór Pjeturs-
son, sem komin er út á vegum
bókaútgáfunnar Skuggsjár.
Eins og nafnið bendir til fjallar
bókin um drauma og sýnir draum-
spakra manna og dulrænna. A
bókarkápu segir meðal annars:
„Meðal draumspakra manna,
sem hér segir frá, má nefna:
önnu Jakobínu Armannsdóttur
frá Snotrunesi, Svövu Jónsdóttur,
eiginkonu höfundarins, Ásmund
Geirmundsson í Holti í Hjalta-
staðaþinghá, Þórhildi Sveinsdótt-
ur í Borgarfirði eystra, Emil Jóns-
son frá Geitavík, Elías B. Hall-
dórsson listmálara, Sigurð Árness
og systur höfundarins Sigrúnu og
Guðnýju Pjetursdætur. ... At-
.hygli munu vekja frásagnir Sig-
urðar bónda Guðjónssonar í
Fögruhlíð og Bjarna Sveinssonar,
Melstað, og þá ekki siður hin sér-
stæða frásögn af miðilsfundinum
á Geirastöðum í Hróarstungu.
Ekki hvað sízt mun þó vekja at-
hygli hinn stórmerki þáttur um
Þórunni grasakonu Gísladóttur og
ættmenn hennar, en sonur Þór-
unnar var hinn landskunni grasa-
læknir Erlingur Filippusson.
Þakkir frá
Yestur-
íslendingum
NÝLEGA dvöldu hér nokkrir
þeirra Vestur-Islendinga, sem
báru hita og þunga af móttökum
íslendinga, sem fóru vestur um
haf f sumar. Þeir, sem dvöldu hér,
voru Olla og Stefán Stefánsson
frá Winnipeg, Marjorie og Ted
Arnason frá Gimli, Sigríður
Hjartarson frá Gimli, Jóhann H.
Jóhannsson frá Markervilli og
Robert J. Ásgeirsson frá Van-
couver. Við brottförina héðan
báðu Vestur-íslendingarnir fyrir
kveðju og innilegt þakklæti til
allra, sem greitt hafa götu þeirra
á Islandi og báðu þeir fyrir sér-
stakar þakkir til Þjóðræknis-
félagsins, forseta Islands, for-
sætisráðherra, menntamálaráð-
herra og allra annarra, sem hafa
stuðla að því að gera dvöl þeirra
hér ógleymanlega.
Höfundurinn Halldór Pjeturs-
son er frá Hallfreðarstaðahjá-
leigu f Norður-Múlasýslu. Hann
var um skeið kennari fyrir aust-
an, en fluttist síðan til höfuð-
borgarinnar. Hann starfaði hjá
Iðju, félagi verksmiðjufólks í
Reykjavik og síðar hjá bæjarsjóði
Kópavogs. Hann hefur stundað
ritstörf um skeið, meðal annars
skrifaða blaðagreinar, en fyrsta
bók hans, Saga Eyjaselsmóra,
kom út árið 1962.
Athugasemd
frá Eyjum
Halldór Pjetursson.
VFIRLÝSING vegna ummæla
bæjarstjórans í Vestmannaeyj-
um:
Vegna viðtals við bæjarstjórann
í Vestmannaeyjum sem birtist í
dagblaðinu Vísi 24. nóv. s.l. vill
nefndin, sem bæjarstjórn skipaði
til að kanna ásakanir minnihluta
bæjarstjórnar um misnotkun bæj-
arstjóra á fjármunum Vest-
mannaeyjabæjar, taka eftirfar-
andi fram: I. Þann 4. nóv. s.l.
barst bæjarstjóra í hendur launa-
greiðsluform ásamt áföstu afriti
af innleggsnótu f Útvegsbanka Is-
lands í Vestmannaeyjum sem
sýndu að laun bæjarstjóra fyrir
tfmabilið 1. ág.—31. okt. 1975
höfðu verið lögð á ávísanareikn-
ing bæjarstjóra við ofangreint
bankaútibú. 2. Þann 8. nóv. s.l.
hélt bæjarstjóri til Reykjavfkur I
erindum bæjarsjóðs Vestmanna-
eyja og dvaldist þar til 16. nóv. 3.
Þann 18. nóv. greiddi bæjarstjóri
kr. 600 þús. inn á viðskiptareikn-
ing sinn við bæjarsjóð. Að öðru
leyti vísast til sameiginlegs
nefndarálits um mál þetta þarsem
málinu er talið lokið.
Vestmannaeyjum 25. nóv. 1975.
Jóhann Pétur Andersen,
Arnar Sigurmundsson,
Jóhannes Kristinsson,
Sigurður Jónsson.
Sjálfkjörið
í stjórn Sjó-
mannafélagsins
Sjálfkjörið var að þessu sinni f
stjórn Sjómannafélags Reykja-
víkur. I fréttatilkynningu frá
félaginu segir, að þann 5. þ.m.
hafi trúnaðarmannaráð auglýst
eftir framboðslistum til stjórnar-
kjörs, er fram átti að fara á þessu
ári, og hefjast þann 25. nóvember
og var frestur til að skila listum
ásamt meðmælum 100 félags-
manna 15 dagar eða til kl. 22.00
þann 20. nóvember.
Aðeins listi trúnaðarmannaráðs
barst kjörstjórn og eru því þeir
menn sem hann skipa sjálfkjörnir
án atkvæðagreiðslu. Stjórnendur
félagsins næsta kjörtímabil sem
eru tvö ár eru þvf:
Formaður Hilmar Jónsson
Ægissíðu 127, varaform. Gunnar
Hallgrímsson Eikjuvogi 9, Ritari
Pétur Sigurðsson Goðheimum 20,
Gjaldkeri Guðm. Hallvarðss.
Gautlandi 13, Varagjaldk.
Guðmundur Haraldsson Dverga-
bakka 12.
Meðstjórnendur: Karl G. Karls-
son Fellsmúla 16, Sigurður
Eyjólfsson Hjarðarhaga 11.
Varamenn: Magnús Jónsson
Langhv. 162, Jón Helgason
Hörpugötu 7, Magnús Garðarsson
STORmnRKDÐUR
á horni Vesturlandsvegar og Höfðabakka er að rísa
og verður til leigu næsta sumar.
Við viljum komast í samband við aðila, einn eða fleiri,
sem þurfa húsrými fyrir verzlun, lager, skrifstofur,
iðnað og veitingarekstur.
Til ráðstöfunar eru eftirfarandi möguleikar:
2500 rrí sem hægt er að hluta niður að vild og leigja
í stórum og smáum verzlunareiningum
4500 m sem eru 2 salir tengdir með 500 m
innitorgi, sem á sama hátt er hægt að skipta|
2 ' mar9ar verzlanir
( 000 m 3 salir tengdir með innitorgi.
10000 m2 þ.e. allt húsið
Lofthæð er alls staðar 4,40 m, nema á torgi, sem er 500 m?
er lofthæð 9 m. Lóð í kring er 12.500 m, ca. 500 bílastæði
sem má fjölga.
Gjörið svo vel að hafa samband við undirritaðan.
Jón Hjartarson
Laugavegi 26 — Símar 28900 —21030