Morgunblaðið - 28.11.1975, Síða 31

Morgunblaðið - 28.11.1975, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NOVEMBER 1975 31 Sigurður Þórir Ágústsson flug- vélavirki Fæddur 7.12 1927 Dáinn 2.5 1975. En vindar hafa borgið margt visnað skógarblað um veginn, sem við gengum, því meðan hjörtun sofa, býst sorgin heiman að, og sorgin gleymir engum. Þetta erindi úr þjóðvisunni hans Tómasar Guðmundssonar kom mér í hug þegar ég frétti að ein besta vinkona okkar í Kven- félagi Bústaðasóknar, Oddrún Pálsdóttir, væri búin að missa Sigurð mann sinn. Hann fór heiman að frá sér 2. mai s.l. Ætlaði í lystireisu á bil sinum út í náttúruna, eins og hann hafði svo oft gert áður. Engan mun þá hafa grunað að hann ætti ekki aftur- kvæmt, en sú varð þó raunin. Dag eftir dag voru fjörur gengnar af leitarflokkum og vildarvinum hans. En þegar dagarnir voru orðnir að vikum og allt kom fyrir ekki, var talið vist að hann hefði hlotið vota gröf. Væri farinn veg -Minning allrar veraldrar. Laugardags- morguninn h. 23. ágúst s.l. var haldið kveðjustund um Sigurð i Bústaðakirkju. Var sú athöfn eins Iátlaus og einföld og hann hefði sjálfur frekast kosið. Sigurður var borinn og barn- fæddur Vestmanneyingur. Hann var sonur hjónanna Sigrúnar Jónsdóttur og Ágústs Ulfarssonar útvegsbónda í Eyjum og einka- barn þeirra. Er Sigrún ættuð und- an Eyjafjöllum en Ágúst úr Fljótshlíð. Fyrri maður Sigrúnar var Sigurður Hermannsson, einnig útvegsbóndi. Hann tók út af bát sinum og drukknaði. Það mun hafa verið um 1920, og var Sigurður Þórir heitinn eftir hon- um. Börn Sigrúnar af fyrra hjóna- bandi, eru Þórunn, ekkja, búsett í Eyjum, og Þorsteinn útgerðar- maður, sama stað. Að loknu gagn- fræðaprófi fer Sigurður Ágústs- son f smiðju að nema járnsmíði. Það átti eftir að koma að góðu haldi síðar. Á stríðsárunum leggur hann leið sina til Banda- Sigríður Þórðardóttir frá Hvestu - Minning F. 11. júníl901 D. 31. október 1975. I byrjun vetrar andaðist á Landspítalanum i Reykjavik frú Sigríður Þórðardóttir frá Hvestu í Arnarfirði. Sigríður var fædd að Litlu-Tungu í Holtum árið 1901, og var því rúmlega 74 ára þeg- arhún lést. Hún var elst af fjórum dætrum hjónanna Guðrúnar Ölafsdóttur og Þórðar Tómasson- ar. Tvær systur Sigríðar létust úr hvita dauðanum og voru báðar innan við tvitugt. Ein systirin lif- ir, Helga, en hún býr að Eystra- Hóli í Landeyjum. Þá átti hún einn hálfbróður, Þorkel Þórðar- son, sem býr I Reykjavík. Guðrún, móðir Sigríðar, var frá Sumarliðabæ og meðai systkina hennar voru bræðurnir Bogi Ólafsson yfirkennari við Mennta- skólann í Reykjavik og Jón Ólafs- son bankastjóri. Með foreldrum sínum flutti Sig- riður að Eystra-Hóli í Landeyjum, þar sem hún eyddi sinum ungl- ingsárum. Hún stundaði nám við unglingaskólann í Vík, en þaðan lá svo leið hennar til Reykjavikur til að stunda nám i Kennaraskól- anum. Ekki tókst Sigriði að ljúka námi, því eftir að hafa lokið við fyrsta bekk í skólanum veiktist hún og varð að hverfa frá frekara námi. Sigríður átti alla ævi sina við mikil veikindi að stríða og má þvi teljast mikið þrekvirki að hún skyldi þó hafa náð svo háum aldri, sem raun ber vitni. Mun þar hafa komið til hinn mikli vilja- styrkur og kjarkur sem hjálpuðu henni á lífsgöngu hennar. Sigríður stundaði um stuttan tíma farkennslu í Flóanum, en hélt siðan vestur f Arnarfjörð og starfaði þar við kennslu í nokkur ár. Við kennsluna lagði Sigrfður mjög hart að sér og fannst hún aldrei gera nógu mikið fyrir nem- endur sína. Sigríður var i eðli sínu mjög samviskusöm og segir það sig sjálft að manneskja sem aldrei gengur heil til skógar hlýt- ur oft að hafa gengið fram af sjálfri sér. Sigriður mun einnig hafa kennt eitthvað eftir að hún var komin með heimili, svo álagið hefur þá verið í meira lagi. Árið 1934 giftist hún eftirlif- andi manni sínum Friðrik Jóns- syni frá Hvestu i Ketildalahreppi i Arnarfirði, en sex áðum síðar eða árið 1940 hefja þau búskap í Hvestu, þar sem þau bjuggu þar til um haustið 1966 er þau fluttu tii Reykjavíkur. í Hvestu var oft mannmargt, því þar bar margan gest að garði, enda var Friðrik maður Sigríðar oddviti í Ketildalahreppi í um 20 ár. Sigríður var gestrisin mjög og hafði alla tíð gaman af að fá gesti í heimsókn. Naut sin þá vel sá hæfileiki hennar að halda uppi samræðum. Skipti ekki máli hvert umræðuefnið var né hverjir tóku þátt í umræðunum. Sigrfður og Friðrik eignuðust 6 börn, en þar af fæddust tvö börn- in andvana, bæði það fyrsta og siðasta. Fjögur börn þeirra kom- ust upp og eru þau: Kristin, gift Valdimar Hergeirssyni, Þórður, kvæntur Lilju Þórarinsdóttur, og tvíburasysturnar Sesselja og Guð- rún. Einnig ólu þau upp Eddu dótturdóttur sína, sem var auga- steinn ömmu sinnar. Edda er að- eins 13 ára gömul þegar hún miss- ir ömmu sína og hlýtur það að vera mikið áfall fyrir hana svo unga að missa ástkæra ömmu sina. Barnabörn Sigríðar og Frið- riks eru 10. Sigríði þekkti ég aðeins síðustu 6 árin sem hún lifði, en þann tfma bjuggum við i sama húsi. Þótti mér alltaf notalegt að líta inn tii hennar og gaman var að heyra hana segja frá einu og öðru sem á hennar daga hafði drifið. Átti hún til að bera mikla frásagnargleði og góða kímnigáfu, sem þó alltaf var blendin góðvild. Það var fjarri henni að leggja nokkrum illt til. Þessi fáu ár sem okkar kynni stóðu yfir, var Sigriður ekki heil heilsu og dró af henni smátt og smátt þar til siðustu mánuði að hún lá orðið alveg rúm- föst. En hve þjáð sem hún var tókst henni alitaf að brosa sínu bjarta brosi. Það bros mun ég geyma i minningunni um ókomin ár. Að leiðarlokum þakka ég henni fyrir samverustundir okk- ar, og fólkinu hennar sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Þorgerður Sigurgeirsdóttir. rikjanna til að læra flugvirkjun. Hann var farþegi með Goðafoss f síðustu ferð skipsins til New York. Þá var hann með tíu þús- und krónur upp á vasann. Mun sá farareyrir hafa hrokkið skammt, enda þurfti hann að vinna fyrir sér með náminu. Að þvi loknu snýr hann aftur heim til tslands sem fullgildur flugvirki, með flugmannspróf að auki. Hinn 20. apríl 1946 gekk hann að eiga unnustu sina Oddrúnu Pálsdóttur. Þau höfðu kynnst úti i Eyjum. Oddrún er dóttir hjón- anna Halldóru Oddsdóttur og Páls Jónssonar, sem lengi bjuggu myndarbúi i Hjallanesi á Landi. Óhætt er að fullyrða að betri ævi- félaga en Oddrúnu hefði Sigurður vart getað eignast. Orðin væn kona, koma nú æ sjaldnar fyrir á daglegu tali, en einmitt þannig er Oddrún. I fjölda ára sat hún I stjórn kvenfélagsins okkar og gegndi þar gjaldkerastörfum af frábærri samviskusemi. Hún hef- ur alltaf lifað öðrum, og er ekki ofmælt að vinstri höndin hafi ekki vitað hvað sú hægri gaf. Sigurður mat konu sina mikils. Ég hef það fyrir satt að hann hafi stundum breytt um róm þegar hann nefndi nafn hennar. Og aldrei hefur það heyrst að hann hafi amast við góðsemi hennar og örlæti við náungann. Þau voru bæði framfarasinnaðar manneskj- ur og kunnu vel að meta tækni þá sem nú býðst. Þó verður ekki sagt að þau hafi að öllu leyti verið í takt við tímann. Lifið i húsi þeirra virðist alltaf hafa staðið i öfugu hlutfalli við lífsgæðakapp- hlaupið úti fyrir og ysinn á Soga- veginum. Gestrisni, rósemi og æðruleysi hafa iöngum ráðið ríkjum á heimilinu. Á slíka staði verður alltaf gott að koma. Þeim hjónum varð fimm barna auðið. Elstur þeirra er Agúst raf- tæknifræðingur, kvæntur Erlu Þórðardóttur meinatækni; Halldóra Sunna liffræðingur, gift Ólafi Pétri Jakobssyni lækna- nema; Sigrún stundar nám við Oslóarháskóla; Páll • verkfræði- nemi við Háskóla íslands, og loks Sigurður Hreinn ófermdur, i skóla. Af þessu má sjá að nokkurt ævistarf hafa hjónin átt að baki þegar Sigurður féll frá. En það mun hafa verið þeim mikill styrk- ur að börn þeirra eru bæði hagsýn og nægjusöm. Sigurður heitinn var með afbrigðum vinnusamur maður. Þegar hann var ekki að störfum úti á flugvelli var hann oftast eitthvað að hafast að heima fyrir. Á nær öllum árstímum mátti sjá hann vera að dytta að bílunum sínum, eða þá við smiðar inni í skúrnum. Og eftir því sem ég heyri sagt mun húsið að Soga- vegi 78 vera tómstundaverk hans nær einvörðungu. Inn I þetta litla hús flýðu foreldrar hans og hálf- systir þegar eldgosið mikla varð í Eyjum. Þá var fjölskyldan orðin tíu manns, og oft þröngt á þingi. Einhvern veginn bjargaðist þó allt eins, og ævinlega þar sem góður vilji er fyrir hendi. Nú hef- ur fólk Sigurðar snúið aftur til fyrri heimkynna. Móðir hans ligg- ur blind á elliheimilinu þar á staðnum og maður hennar heim- sækir hana daglega. Þótt Sigurður hefði miklu heimili fyrir að sjá fór ekki hjá því, að svo harðduglegur maður kæmist yfir nokkrar eignir. Hann átti stundum hlut í ýmsum fyrir- tækjum er snerta flugið í landinu, og nú síðast í Flugstöðinni h/f. En þó hann hefði mikið umleikis og væri verkmaður góður, var hann alveg einstaklega hlé- drægur og svo orðvar að manni datt stundum í hug það sem Álf- grímur í Brekkukoti segir um fólkið sitt: „Hjá okkur var hvert orð dýrt. Líka litlu orðin.“ Þó skorti Sigurð hvorki skapfestu né kimnigáfu. Hann hafði mikið yndi af músik og átti gott hljómplötu- safn. Og oft settist hann við bók- lestur þegar hann kom þreyttur heim frá vinnu. Þá var þess gætt að ónáða hann ekki eða hafa hann í snatt fyrir heimilið. Húsfreyjan sá um það. Bestu stundir hans hafa þó verið þegar hann var á ferðalagi með konu sinni. Þau hjónin fóru oft til útlanda með yngsta soninn. Eða eftir að þau fengu hjóihýsið og ferðuðust um landið um hverja helgi. Það voru dýrðardagar. Náttúruskoðun var Sigurði mikið hugðarefni. Hefur það eflaust verið arfur frá æskudögunum í Eyjum. Þegar komið var út í sveit gafst tækifæri til að ganga á fjöil, skoða gróðurfar landsins, safna steinum, og síðast en ekki sist að anda að sér besta lifslofti sem móðir Jörð hefur uppá að bjóða. Nú er þetta liðin tið. Samveru- stundunum lokið. Eftir lifir minn- ing um góðan son, maka og föður. Mann sem ekki mátt vamm sitt vita í nokkrum hlut. Sagt er að tíminn lækni öll sár, og það skulum við vona. Trúin á endur- fundi ástvina að loknu jarðlifi virðist manninum meðfædd. En hvar og hvenær við hittumst, er ekki gott að segja. Borgarskáldið okkar leiðir getum að þessu á mjög svo hugljúfan hátt í kvæð- inu Austurstræti. Já. þannig endar lífsins sólskinssaga. Vort sumar stondur aóeins fáa daga. En kannske á upprisunnar mikla morgni, vid mætumst öll á nýju götuhorni. Fólkið á Sogavegi 78, foreldra Sigurðar og systkini bið ég vel- virðingar á þessari siðbúnu kveðju. Guð styrki þau öll og blessi minningu Sigurðar Ágústssonar. Auður Matthiasdóttir. Ármúla 1A. Húsgagna og heimilisd. S 86-112 Matvörudeild S-86-111, Vefnaðarv.d. S-86-11 3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.