Morgunblaðið - 28.11.1975, Síða 37

Morgunblaðið - 28.11.1975, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÖVEMBER 1R75 37 VELVAKANDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Ráðstefna um hagræðingu í strákústaiðnaði „Handlagin húsmóðir í Vestur- bænum skrifar: Um daginn kom í ljós að ég átti engan strákúst. En ekkert heimili getur verið án strákústs eins og allir vita. Ég brá mér því oní bæ og keypti fagurlega sniðinn strá- kúst með rauðum stráum, og til- heyrandi skaft. Þegar ég kom heim úr ferðinni og ætlaði að stinga skaftinu ofan i þar til gerða holu á strákústinum þá var skaftið of svert, og holan þar af leiðandi of þröng. Nú, auð- vitað gat ég bætt úr þessu þar sem ég er handlagin, og hélt sannast sagna að þetta væri einber tilviljun og því lán í kanna þetta nánar átti ég tal við ýmsa vini mína og vin- konur og höfðu þau öll uppi sama tóninn að tilheyrandi kúst- sköft féllu yfirleitt aldrei ofan í þar til gerðar holur á strá- kústum, var þetta þó flest gamalt fólk sem mundi allt til upphafs strákústsins. Mér varð þvt hugsað til þeirra sem ekki eru handlagnir; hvers eiga þeir að gjalda? — Tillaga min er því sú að komið verði á ráðstefnu strá- kústagerðarmanna og skafta- smiða, þar sem samræmdur verði sverleiki skaftanna og þver- mál holanna. Ilandlagin húsm. í Vesturbænum." Upplagt! Svo mætti skipta ráð- stefnunni upp i starfshópa og um- ræðuhópa, sem gætu fjallað um einstakar hliðar málsins. Þegar niðurstöður hópanna lægju fyrir væri svo hægt að samþykkja ályktanir um leiðir til úrbóta í þessu brýna hagsmunamáli strá- kústaunnenda, eins og gert er þegar jafnmerk mál og ómerkari eru á döfinni. 0 Um andlegt atgjörvi auglýsenda og sveitamanna Hjörtur Jónsson, kaupmaður, skrifar: „í Velvakanda i dag skrifar sveitamaður um vafasamar sam- keppnisleiðir kaupmanna og um fáfræði þeirra og hugmyndaleysi í auglýsingum og íslenzkumennt. Af þeim dæmum, sem sveitamað- ur tekur, er augljóst, að alvarleg- ast er þetta hjá okkur kaupmönn- um hér á Reykjavíkursvæðinu og nágrenni. — Ég verð að segja að það er nokkuð til í þessu hjá Lundgren? Þetta virðist vera meiriháttar sanikunda hér. Sæl Susann! Vertu ekki að fela þig. Komdu hérna f lífvörðinn til okkar. Susann var ekki enn kontin þennan stutta spöl að gröfinni, þegar enn cin manneskja birtist. — Elsku beztu vinir! hrópaði hin glaðsinna Friedeborg Janson. — Eru allir komnir hér til að hitta Barböru. Þetta er svei mér kostulegt! Orð hennar héngu f loftinu og við þeim fengust ekki svör að sinni, þvf að nú bættist enn f hópinn og innan mfnútu voru komnir á vettvang Tord, Einar og Christer Wijk. Sfðan bættist við einn lögregluþjónn og Connie Lundgren móður og másandi. Þeir héldu hver á sinni luktinni og beindu þeim allir f senn eins og lotningarfullir niður í gröf- ina... niður að Ifkamanum sem þar lá hreyfingarlaus ofan á kistulokinu. — Er það venjulegt? spurði Christer hvatskeytlega að gröf sé látin standa opin á þennan hátt eftir jarðarför? Ljósið titraði svo mjög f hcndi Við kaupmenn erum ákaflega þakklátir sveitamanni fyrir þá góðvild að verja dýrmætum tíma sinum frá vandasömuin og illa launuðum störfum lil þess að benda almenningi og okkur á þetta afleita ástand, og munum við vissulega reyna að gera betur. Það er gott til þess að vita að málvöndunaraðall sveitanna er vel á verði og hugsar líka til okkar kaupmanna hér á nesjunum. En manni er nú tamt að bera i bæti- fláka fyrir sig og sína, og dettur mér þá sú afsökun í hug, að þó við kaupmenn séum sumir hverjir ættaðir og aldir upp i sveit, og kannski sæmilega gefnir að eðlis- fari, þá fellur nú fljótt á vitsmunasilfrið, þegar menn ílengjast í þessari svokölluðu höfuðborg eða á þessum nesjaróf- um hér syðra. Af blæbrigðum i grein sveita- manns finnst mér lika mega ráða, að hann hafi gleymt að taka það með í reikninginn, að við hér á höfuðborgarsvæðinu og nágrannanesjum, höfum nú fjór- um sinnum minni atkvæðisrétt en hann, og eitthvað hlýtur það að standa i sambandi við atgjörvi okkar til höfuðs og handa. Það er vissulega satt, að við erum oft í vandræðum með nafn- giftir og auglýsingar. Það sem stendur einna þverast i okkur núna, — og höfum við þó velt okkar litlu okrarahausum fram og aftur um þetta atriði, — er hvern- ig við eigum að auglýsa kartöfl- urnar, sem sveitamenn senda okkur til dreifingar. Af einhverj- um ástæðum seljast kartöflur frekar illa um þessar mundir, og eins og sveitamaður hlýtur að hafa tekið eftir, — svona glöggur maður —, þá höfum við kaup- menn alls ekki auglýst kartöflur, ekki fundið nógu viðeigandi aug- lýsingu yfir þær. Þegar einhver réttir manni hjálparhönd, þá vili það oft verða svo, að maður færir sig upp á skaftið, og svo fer fyrir rnér nú. Nú langar mig til þess að fara fram á það við sveitamann, að hann búi út fyrir okkur kaup- menn trúverðuga og árangursríka auglýsingu um kartöflurnar. Ég vona að sveitamaður skorist ekki undan þessu, enda er hér um sameiginlega hagsmuni að ræða! sveitamenn losna við framleiðslu- vöru sina kartöflurnar, kaup- menn græða vel á að dreifa þeim, og neytendur geta væntanlega borðað þær. 27.11 75. II jörtur Jónsson kaupmaður." HÖGNI HREKKVÍSI Útb: Reyktur Svínakambur 1.460.- Útb: Nýr Svínakambur 1.256,- Svínahnakki m/beini 967 kr. kg. 1/2 SVÍNASKROKKAR TILBÚNIR í FRYSTINN 595 kr. kg. LÁTIÐ GÆÐIN SITJA í FYRIRRÚMI PANTIÐ JÓLASTEIKURNAR TÍMANLEGA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.