Morgunblaðið - 21.01.1976, Page 10

Morgunblaðið - 21.01.1976, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JANUAR 1976 Guðlaugur Gíslason, alþm.: Forstjóri Skipaútgerðar ríkisins, Guðjón Teitsson, tilkynnir í Tímanum fyrir nokkru, að honum muni hafa tekist að tapa 47,8 millj. króna á rekstri m/s Herjólfs á s.l. ári. Þegar þess er gætt, að hið ágæta og trausta skip, Herjólfur, er því miður ekki þess lengur umkomið að veita þá þjónustu sem almenningur í dag gerir kröfu til i sambandi við samgöngumál, er ekki nema eðlilegt að Ieitað sé nýrra leiða i þessum efnum. Vestmanneyingar hafa lengi að því stefnt, að komið yrði á daglegum ferðum milli Eyja og lands, og telja sig munu ná því marki með Vestmannaeyjaskip- inu nýja, sem að stærð og gerð er byggt samkvæmt tillögu meiri- hluta stjórnskipaðrar nefndar, er Samgönguráðuneytið fól á árinu 1972 að gera tillögur til úrbóta í samgöngumálum Vestmann- eyinga miðað við breyttar að- stæður og þær kröfur, sem eðli- legt er að gerðar séu i sambandi við samgöngumál. Forstjóri Skipaútgerðarinnar spáir illa fyrir rekstrarafkomu hins nýja skips og er það ekki nema eðlilegt. Hann hefur alla starfsævi sína verið að slást við bullandi rekstrarhalla í öllum greinum í rekstri Skipaútgerðar- innar og af þeim ástæðum hrein- lega staðnað í starfi, enda bera þær niðurstöður, sem hann kemst að í sambandi við rekstur Vest- mannaeyjaskipsins nýja svo sé, þar sem hann gerir aðeins ráð fyrir auknum útgjöldum miðað við rekstur Herjólfs, en engum auknum tekjum. Forstjóri Skipaútgerðarinnar virðist alls ekki skilja það grund- vallaratriði samgöngumála að öruggar samgöngur og bætt þjón- usta kalla á aukin afnot nýrra samgöngutækja. Þetta hefur hann þó á borðinu fyrir framan sig. Þegar Herjólfur hóf ferðir sínar milli Vestmannaeyja og Reykjavikur margfaldaðist tala farþega Skipaútgerðarinnar á þessari leið og varð með þessu eina skipi útgerðarinnar 9184 árið 1960, samtímis því að tala flugfar- þega milli Eyja og Reykjavíkur hækkaði einnig. Það eru svona einfaldir hlutir, sem forstjóri Skipaútgerðarinnar hefur aldrei skilið og skilur ekki enn i dag, og er það kannski ástæðan fyrir hluta af hinum Vestmannaeyjaskipið nýja ógæfulega rekstrarhalla Skipaút- gerðarinnar. Forráðamenn Vest- mannaeyjaskipsins hugsa á allt aðra leið. Við gerum okkur að sjálfsögðu ljóst að vöruflutningar munu ekki aukast frá þvi sem nú er, nema að því marki, sem um- svif atvinnuveganna í Eyjum kunna að aukast eða eftir því sem fólki fjölgar þar. Hins vegar reiknum við með verulegri aukningu farþega- og bifreiða- flutninga, þegar aðstaða skapast til að flytja bifreiðar á lokuðu milliþilfari og aka þeim til og frá borði. Við reiknum með að ekki einasta Vestmanneyingar noti þessa leið í auknum mæli bæði fyrir sjálfa sig og bifreiðar sínar, heldur muni fólk af fastalandinu sækja Eyjarnar heim i mun ríkari mæli en hingað til, þegar þessi aðstaða skapast. Skipinu er ætlað að fara eina ferð daglega alla sjö daga vikunnar milli Þorlákshafnar og Eyja og fer það mjög saman, að um helgar frá föstudegi til mánu- dags verður ekki um vöru- flutninga að ræða og gefst þá aukið svigrúm til bifreiða- flutninga. Flugfar milli Eyja og Reykja- víkur kostarídagframogtil baka 4940 krónur og með bílkostnaði til og frá flugvelli um 5600 -krónur. Ef menn ætla snögga ferð til út- réttinga til Reykjavíkur má það teljast vel sloppið að fara ekki með meira en 2400 krónur í leigubílaakstur og er þá ferðin komin i 8 þús. krónur. Miðað við taxta Herjólfs í dag kostar sætis- far fram og til baka 1650 krónur á leiðinni Vestmannaeyjar — Þor- lákshöfn og fyrir bifreið 1825 krónur eða samtals 3475 krónur og þó reiknað sé bensin á bif- reiðina báðar leiðir milli Þorláks- hafnar og Reykjavlkurog við út- réttingar í Reykjavík, verður nær helmingi ódýrara að fara þessa leið með skipinu og taka bifreið sína með sér. í þessu sambandi er eðlilegt að spurt sé hvers vegna bæði Vest- mannaeyingar og aðrir noti þetta ekki í margfalt rikari mæli en gert er. Til þess liggja tvær ástæður. 1 fyrsta lagi er það svo að þar sem Herjólfur tekur ekki nema 8 til 9 bifreiðar á dekk hvora leið, þurfa menn a.m.k. yfir sumar- timann að panta far með allveru- legum fyrirvara. 1 öðru lagi sem þó er miklu veigameiia, að Herjólfur getur aðeins flutt bif- reiðar á dekki og yfir haust- og vetrarmánuðina eiga menn það ávallt á hættu að skipið fái á sig ágjöf og bifreiðarnar blotni að utan og jafnvel að innan ef mikill sjór gengur yfir skipið. Menn leggja af eðlilegum ástæðum ekki bifreiðar sínar í slika flutninga, nema að brýna nauðsyn beri til. Með hinu nýja skipi breytist þetta algerlega. Menn eiga að geta hvenær sem er ekið bifreiðum sinum fyrirvaralaust um borð i skipið og vita af þeim óhultum þar. Er ég þess alveg fullviss, að þessi bætta aðstaða og aukin þægindi fyrir farþegana með hinu nýja skipi og að menn geta treyst daglegum ferðum á ákveðnum brottfarartíma á hvor- um stað, koma til með að stórauka flutninga á þessari leið frá því sem nú er og þar með tekjur hins nýja skips umfram tekjur Herjólfs eins og þær eru í dag. Vil ég i þessu sambandi benda á þá stökkbreytingu sem varð hjá Akraborginni, þegar ferjuaðstaða var byggð fyrir skipið bæði á Akranesi og í Reykjavík. Til að fullnægja eftirspurninni, sérstaklega i sambandi við bifreiðaflutningana, varð að fjölga ferðum Akraborgar s.l. sumar og dugði varla til. Og eins og ég hefi áður bent á, eru það svona einfaldir hlutir, sem for- stjóri Skipaútgerðarinnar virðist alls ekki skilja. Fullyrðingar hans um að tekjur hins nýja skips muni ekki verða meiri en Guðlaugur Gislason. Herjólfs eru þvi mjög óraunhæf- ar. Ber einnig að hafa það i huga, að Vestmannaeyjar eru enn til þess að gera lítt numdar sem ferðamannastaður, jafnt af inn- lendum sem erlendum ferða- mönnum. Eru til þess tvær ástæð- ur. Hin fyrri er sú, að flugfar er all mikil útgjöld, sérstaklega ef um heila fjölskyldu er að ræða og í öðru lagi vilja menn geta treyst á öruggar ferðir á tilteknum tíma hvaða dag vikunnar sem er og á það ekki síst við i sambandi við erlenda ferðamenn. Auk þess er það vitað að Vestmanneyingar eru tengdir traustum vináttu- og skyldleikaböndum, ekki einasta, við fólkið í Suðurlandskjördæmi, heldur einnig i mörgum tilfellum við fólkið á þéttbýlissvæðinu við Faxaflóa. Ég hefi greinilega orðið þess var að margt af þessu fólki bíður þess að hið nýja skip komi til að fara i gagnkvæmar heim- sóknir til vina og kunningja, þegar það getur flutt bifreiðar sínar milli Eyja og fastalandsins, án nokkurrar áhættu og við sæmi- leg þægindi fyrir fólkið sjálft. Allt þetta mun vissulega stórauka farþegatölu með hinu nýja skipi frá því sem nú er með Herjólfi, sem hefur því miður upp á mjög takmarkaða og óörugga bifreiða- flutninga að bjóða og þægindi fyrir farþega ekki í neinu sam- ræmi við eðlilegar kröfur almenn- ings í dag miðað við þá tölu far- þega, sem farið hefur með skip- inu milli lands og Eyja á undan- förnum árum. 1 sambandi við sundurliðun for- stjóra Skipaútgerðarinnar á út- gjöldum m/s Herjólfs s.l. ár, sem hann birtir í umræddri Tíma- grein sinni, vil ég taka fram að við gerum okkur fulla grein fyrir að olíu- og vátryggingakostnaður hins nýja skips verður eitthvað meiri en Herjólfs, þó ekki í þeim mæli sem hann reiknar með. Rekstrarfyrirkomulag hins nýja skips verður í nokkurn annan veg, þar sem útgerðarhöfn skips- ins verður að sjálfsögðu Vest- mannaeyjar og áhöfnin eingöngu heimamenn, sem ekki koma til með að búa í skipinu nema rétt á meðan á siglingu stendur að deg- inum til. Eitt er alveg víst, að ef útgerð hins nýja skips yrði fengin i hendur álíka upphæð, kr. 47,8 millj. króna, sem forstjóri Skipa- útgerðarinnar segist hafa tapað á Herjólfi árið 1975, þyrfti útgerðin að mínum dómi engu að kvíða í sambandi við rekstur skipsins, og er þá ekki reiknað með stofnfjár- kostnaði skipsins frekar en for- stjóri Skipaútgerðarinnar gerir i sundurliðun sinni á útgjöldum Herjólfs. Og ef þetta er rétt, en úr því fær reynslan ein skorið, að tilkoma hins nýja skips verði til þess að minnka útgjöld af almannafé til þessa þáttar sam- göngumálanna en ekki auka þau, eins og forstjóri Skipaútgerðar- innar vafalaust myndi horfa frain á með auknum rekstrarhalla á m/s Herjólfi, ef hann héldi ferð- um sinum á þessari leið áfram, ætti hann að hafa manndóm i sér og fagna tilkomu hins nýja skips, sem alla vega hlýtur að létta af honum þungum áhyggjum í sam- bandi við sívaxandi rekstrarhalla Skipaútgerðar ríkisins. Ég vil að lokum leiðrétta þá blekkingu og tölufölsun fram- kvæmdastjóra Skipaútgerðarinn- ar í margræddri grein hans, að ferjuaðstaða fyrir hið væntanlega Framhald á bls. 23 Bætt þjónusta — aukin afnot Kristján T. Ragnarsson, læknir: Að undanförnu hefur staðið yfir deila milli Félaga íslenskra sjúkraþjálfara annars vegar og heilbrigðisyfirvalda hins vegar um löggildinu Edwalds Hinriks- sonar sem sjúkraþjálfara. Án þess að blanda mér inn í þá deilu sem nú virðist vera komin í nokkra sjálfheldu finnst mér að gætt hafi lítils skilnings á námi og starfi sjúkraþjálfara. Þar sem ég hef undanfarin þrjú ár kennt nemum í sjúkra- og iðjuþjálfun við háskóla í Bandaríkjunum og í fjögur og hálft ár unnið náið með þeim, finnst mér sem mér beri nokkur skylda til að varpa þar Ijósi á. í flestum löndum er sjúkra- þjálfaranám 3—4 ár. í Banda- ríkjunum er þetta að jafnaði fjögurra ára háskólanám en í Evrópu mun þriggja ára nám vera algengara. 1 nýútgefinni greinar- gerð um opnun námsbrautar í sjúkraþjálfun við Háskóla tslands er gert ráð fyrir fjögurra ára námi. Flestir skólar fyrir sjúkra- þjálfara krefjast í reynd stúdents- prófs eða hliðstæðrar menntunar áður en námið hefst. Fyrsta árið lfkist námsefni í þessum skólum mjög námsefni læknanema í fyrsta hluta námsins og er oft eins og mun verða hér á landi, sam- einað námi þeirra. Nemar í sjúkraþjálfun hljóta því mjög ýtarlega kennslu í eðlisfræði, líf- færafræði, lífeðlisfræði, almennri vefjafræði og hreyfingafræði. Sérstök áhersla er lögð á nám um byggingu og starf tauga-, og stoð- og hreyfikerfis líkamans enda munu fáir hafa betri þekkingu á þessum Ifkamskerfum en sjúkra- þjálfarar, utan e.t.v. lækna með sérfræðiþekkingu á þessum sviðum. Ekki þarf að tfunda mikilvægi þessa undirbúnings- náms sjúkraþjálfara sem í starfi sinu, fyrst og fremst, vinna að því að þjálfa sjúklinga með sjúkdóma og starfrænar truflanir frá þessum líkamskerfum. Jafnframt því sem haldið er áfram námi í þessum mikilvægu undurbún- ingsgreinum eru á öðru og þriðja ári hafið nám í sálarfræði, raf- magnsfræði, almennri meina- fræði og sjúkdómafræði þar sem lögð er sérstök áhersla á sjúk- dóma og bæklanir frá áður- nefndum líkamskerfum, svo og hvernig sjúkdómar f öðrum líkamskerfum, t.d. hjarta- og æða- kerfi og öndunarfærum, geta haft áhrif á áreynsluþol sjúkl- ingsins og hvernig við skal brugðist með fyrstu hjálp ef eitthvað ber útaf. A öðru án er einnig hafið bóklegt nám í sjúkraþjálfunarfræðum, lýsing- ar á hinum ýmsu meðferð- arkerfum sjúkraþjálfunar en þau eru flest byggð á þekkingu manna og hugmyndum um bygg- ingu og starfsemi tauga-, hreyfi- og stoðkerfa lfkamans. Á síðustu tveimur árum námsins fer mestur tíminn i eiginlega námsvinnu á sjúkrahúsum og endurhæfingar- stofnunum en jafnframt er bók- legu námi að nokkru haldið áfram. Flestir skólar í dag munu einnig krefjast að unnið sé að sérstöku vísindalegu námsverk- efni sem skilað sé fyrir lok náms- ins. 1 nýlegri greinargerð um menntun sjúkraþjálfara hér á landi hefur starfssvið þeirra verið skilgreint allýtarlega. 1 stuttu máli má segja að sjúkraþjálfarar vinni að heilsu- vernd, lækningum og endurhæf- ingu eftir fyrirmælum lækna. Vegna sérþekkingar sinnar á tauga-, stoð- og hreyfikerfum Ifkamans taka sjúkraþjálfarar oft að sér nákvæmt mat á ástandi þessara kerfa m.t.t. starfsgetu. Nákvæmni mælinga og prófa við slikt mat er mjög háð þekkingu og skilningi sjúkraþjálfarans, ekki aðeins á eðlilegu starfi þessara líkamskerfa heldur einnig hverra breytinga sé að vænta við ýmsa sjúkdóma. Á grundvelli eigin skoðunar og annarra upplýsinga eiga sjúkraþjálfarar að vera færir um að skipuleggja og framkvæma rétta og áhættulausa sjúkraþjálf- unarmeðferð, þótt oft njóti þeir einnig ráðlegginga lækna. Sjúkra- þjálfarar eiga að vera hæfir til að velja og veita ýmiss konar með- ferð á sviði orkulækninga. í fyrsta lagi má nefna ýmsar teg- undir hita- og rafmagnsmeðferðar og stjórnun viðeigandi tækja. 1 öðru lagi ýmiss konar æfingameð- ferð svo sem til að auka vöðva- styrkleika, bæta samspil vöðva, auka þol vöðva og líkama, losa um stirða og kreppta liði og nýta til fullnustu ónýtta hæfileika fatlaðs fólks með réttum aðferðum og leiðbeiningum. Til þess að æf- ingameðferð nái settu marki þurfa þeir að kunna skil á notkun ýmissa tækja og þekkja ótal æf- ingakerfi sem hvert um sig þjónar sérstökum tilgangi. I þriðja lagi ber þeim að þekkja nokkrar nuddaðferðir því nudd er enn notað f lækningaskyni við vöðva- og bandvefseinkennum þótt það hafi verið á undanhaldi sem slíkt. 1 fjórða lagi þurfa sjúkraþjálfarar að hafa þekkingu á vali og notkun ýmissa stoðtækja og gervilima og geta leiðbeint sjúklingum um notkun þeira. Loks fellur það oft í hlut sjúkra- þjálfara að fræða sjúklinga og að- standendur þeirra um fram- kvæmd æfinga og annars konar meðferðar í heimahúsum. Við þetta má svo bæta að á siðari árum hefur það færst mjög í vöxt að sjúkraþjálfarar taki þátt í endurhæfingu sjúklinga með sjúkdóma og starfsfrænar truflanir í öndunarfærum eða hjarta- og æðakerfi. Það er því augljóst að þeir þurfa að hafa góðan skilning og þekkingu á byggingu og starfi þessara líf- færa. Vona ég að þessar fáu línur opni augu lærðra og leikra fyrir því að sjúkraþjálfarar eru vel menntað starfslið með ríkan metnað og miklar kröfur til sjálfs sín i samræmi við vaxandi þékk- ingu í læknisfræðilegri endur- hæfingu. Menntun og starfs- svið sjúkraþjálfara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.