Morgunblaðið - 21.01.1976, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÁNÚAR 1976
19
Viðbrögðin í Bretlandi
Bretar vona að áreitni
við togarana verði hœtt
ROY Hattersley aðstoðarutan-
rfkisráðherra sagði þegar hann
skýrði Neðri málstofunni f gær
frá ákvörðuninni um brottköll-
un fslenzku varðskipanna frá
Islandsmiðum, að það væri
„von og álit“ brezku stjórnar-
innar, að engin áreitni
fslenzkra varðskipa við brezka
togara fylgdi f kjölfarið. Hann
staðfesti, að brezku herskipin
mundu aftur hefja verndar-
störf ef áreitni yrði haldið
áfram.
Hattersley skýrði frá því að
Harold Wilson forsætisráð-
herra mundi senda Geir
Hallgrímssyni forsætisráðherra
orðsendingu þar sem hann byði
honum að koma til Lundúna
eins fljótt og unnt væri til að
hefja nýjar samningaviðræður.
Talsmaður Ihaldsflokksins í
utanríkismálum, Reginald
Maudling, sagði að Bretar
hefðu lítið grætt á fiskveiðideil-
unni við Islendinga og
trúnaðartraust Verkamanna-
flokksstjórnarinnar hefði ekki
aukizt við hana.
Maudling sagði að brezka
stjórnin hefði átt að kalla til
milligöngumann fyrir mörgum
vikum. Hann sagði að það
hefðu verið íslendingar sem
hefðu tekið frumkvæðið með
því að kalla til aðalfram-
kvæmdastjóra NATO, Josep
Luns, sem hefði komið nokk-
urri hreyfingu á málin.
Hattersley lagði áherzlu á að
brezka stjórnin væri enn
„reiðubúin til viðræðna um
samning sem fæli í sér i viður-
kenningu á sérstakri þýðingu
fiskveiða fyrir tslendinga og
þörfinni á tilhlýðilegum ráð-
stöfunum til að vernda þorsk-
stofna."
„Hins vegar,“ sagði hann,
„mun stjórnin einnig og af
mjög eðlilegum ástæðum taka
fullt tillit til mikilvægis þessara
fiskveiða fyrir lífsafkomu
togaramanna okkar sjálfra og
þeirra byggðarlaga I Bretlandi
sem eru háð þeim.“
Hattersley sagði að stjórnin
teldi að brottk’öllun freigátanna
og Nimrod-flugvélanna mundi
koma til leiðar andrúmslofti
sem gæti leitt til viðræðna milli
Breta og íslendinga.
Maudling sagði: „Við fögnum
öllu þvi sem getur bundið enda
á, á sanngjörnum grundvelli,
þessa hörmulegu deilu.“ A eftir
fylgdi sú athugasemd hans að
Bretar hefðu lítið grætt á deil-
unni og trúnaðartraust
stjórnarinnar alls ekkert. Hann
spurði hvort stjórnin ráðlegði
brezkum sjómönnum að halda
áfram veiðum á sömu slóðum
og hvort nokkurt samkomulag
hefði verið gert við Islendinga
um að engin frekari áreitni yrói
sýnd brezkum togurum eftir
brottköllun herskipanna. Enn
fremur hvort sjóherinn gæti
flýtt sér aftur á vettvang ef
nauðsyn krefði.
Maudling minnti einnig á, að
hann hefði lagt til 12. desember
Roy Hatterslay
að stjórnin bæði kunnan for-
ystumann í heimsmálunum að
reyna að stuðla að lausn deil-
unnar, en Hattersley hefði
vísað hugmyndinni á bug og
sagt að tslendingar vildu
ekkert af því tagi. En síðan
hefðu Islendingar sjálfir tekið
frumkvæðið og boðið dr. Luns,
framkvæmdastjóra NATO að
taka þátt I samningavið-
ræðunum. Betra hefði verið af
brezka stjórnin hefði tekið
frumkvæðið fyrir nokkrum
vikum.
Hattersley svaraði: „Mérþyk-
ir leitt að heyra að þér finnst
þetta mál auka lítið trúnaðar-
traust stjórnarinnar. Þangað til
í dag hefur þú við öll tækifæri
stutt stefnu stjórnarinnar.
Hann bætti því við að stjórnin
fylgdi sömu stefnu og stjórn sú
sem Maudling hefði átt sæti í
fyrir tveimur árum. „I ljósi
þess sem dr. Luns sagði utan-
ríkisráðherra I gær er það von
okkar og álit að engin áreitni
verði höfð i frammi eftir brott-
köllun sjóhersins.“
Aðstoðarutanríkisráóherrann
sagði að herskipin væru nú á
leiðinni til svæóis rúmlega 200
mílur frá Islenzku ströndinni
en þau gætu snúið aftur fljót-
lega ef einhver frekari áreitni
ætti sér stað.
John Stonehouse, sem er
frægari fyrir vafasama fjár-
málastarfsemi en þing-
mennsku, kvaðst telja að dóm-
greind utanríkisráðherra hefði
verið ábótavant en gripið var
fram i fyrir honum hvað eftir
annað með hrópum eins og
„þvaður". Hann sagði að kom-
ast hefði mátt hjá „lítillækk-
andi undanhaldi" ef aóstoðar-
utanríkisráðherrann hefði
haldið viðræðunum við Islend-
inga áfram og fallizt á 65.000
tonna ársafla.
Hattersley svaraði á þá leið
að aðeins hefði verió hægt að
komast hjá erfiðleikum ef is-
lenzka ríkisstjórnin hefði verið
reiðubúin til raunverulegra
samningaviðræðna.
James Johnson, þingmaður
frá Hull, sagði að margir skip-
stjórar í Hull og öðrum brezk-
um útvegsbæjum yrðu ekkert
ánægðir með brottköllun her-
skipanna en sættu sig við hana
þar sem þeim væri lofað að
herskipin kæmu aftur til hjálp-
ar ef togararnir kæmust I
hættu. „Ég fagna ákvörðun rík-
isstjórnarinnar. Ég tel að ekki
sé hægt að komast öðru vísi út
úr sjálfheldunni."
Hann spurði Hattersley um
fréttir að tslendingar mundu
samþykkja 90.000 tonna ársafla
ef Bretar veiddu fleiri fiskteg-
undir en þorsk. Hattersley
sagði eina tilboð Islendinga
vera 65.000 tonn.
Jo Grimond, þingmaður
Orkneyja og Hjaltlands og fyrr-
verandi leiðtogi Frjálslynda
flokksins, sagði að lokalausnin
væri alþjóða samkomulag um
fiskveiðilögsögu og fiskvernd.
Hann hvatti Hattersley til að
berjast fyrir 200 mílna brezkri
fiskveiðilögsögu í viðræðum í
framtiðinrii.
Hattersley sagði: „Stjórnin
mun leggja sitt af mörkum til
að koma til leiðar þeirri lausn,
sem þér leggið til.“
Hattersley bætti þvi við að
þótt hafa yrði langtíma sjónar-
mið í huga í deilunni væri ef til
vill hægt að finna bráðabirgða-
lausn ef íslenzki forsætisráð-
herrann kæmi til viðræðna eft-
ir nokkra daga eins og vonir
stæðu til.
Kevin McNamara, þingmaður
Verkamannaflokksins frá Hull,
sagði að óviðeigandi væri ef
.þingið léti ekki I ljós ánægju
Framhald á bls. 31.
Breytt viðhorf NATO
BREZK blöð hafa að undan-
förnu birt fjölda lesendabréfa
varðandi landhelgisdeiluna, og
er athyglisvert hve mörg þeirra
eru hliðholl Islendingum.
Hér fara.á eftir tvo lesenda-
bréf, sem birtust I The Times I
London 15. janúar, og er það
fyrra gott dæmi um hug margra
til íslands, en í því sfðara birt-
ist athyglisverður punktur, sem
lítið hefur komið fram fyrr.
Fyrra bréfið er frá Geoffrey
Gorer, sem segir m.a.:
„Ég vil þakka ykkur fyrir
greinina „Skynsamleg lausn á
þorskastríðinu“ (13. janúar);
en mér þykir leitt að þið skulið
ekki hafa lýst þeirri skömm,
sem ég, og ég veit að margir
aðrir lesendur ykkar, hef á lát-
um konunglega flotans, eins og
þeim er lýst á siðum ykkar og
birtast á hverju kvöldi á sjón-
varpsskermunum. Mér finnst
að sem þjóð högum við okkur
rétt eins og skólafantur, sem
neyðir þá minni og veikari til
að gefa sér sælgætið og vasa-
peningana sína; það er ekki
framkoma, sem við getum verið
hreyknir af.“
Síðara bréfið er frá P.
Herodotou, sem búsettur er í
London. Hann segir:
„Undanfarna daga hef ég
verið að lesa um það að dr.
Luns, framkvæmdastjóri
Atlantshafsbandalagsins, sé að
skerast I ensk-íslenzku deiluna
til að leita lausnar. Ekki er að
efa að NATO stendur einhuga
að baki dr. Luns, og ég get ekki
annað en óskað honum góðs
gengis.
Fyrir hálfu öðru ári, þegar
grísku herforingjarnir stóðu að
stjórnarbyltingu og steypu
ríkisstjórn Kýpur, sem leidd; til
innrásar Tyrkja á eyjuna, ásök-
uðu grískættaðir Kýpurbúar
NATO fyrir getuleysi, og fyrir
neitun bandalagsins við að
beita áhrifum sinum á aóildar-
ríkin (Grikkland og Tyrkland)
til að koma i veg fyrir styrjöld,
sem leiddi til dauða þúsunda
saklausra manna.
Afsökun NATOs þá var að
bandalagið væri stofnað i öðr-
um tilgangi, það er að vernda
Vesturveldin og aðildarríkin
gegn ásókn kommúnista, og það
hefði því ekki aðstöðu til að
leysa innbyrðis ágreining rikj-
anna.
Getur einhver vinsamlegast
útskýrt það fyrir Kýpurbúum
hvers vegna NATO hafði enga
möguleika í því tilviki til að
koma i veg fyrir deilu, sem
leiddi til styrjaldar og dauða,
og kippti stoðunum undan efna-
hag landsins, úr því að NATO
hefur skyndiiega öðlazt mögu-
leika til afskipta og aðstoðar i
brezk-íslenzku deilunni?"
Almenn skoðun
að horfur séu
á samningum
— segir Austin Laing
MBL sneri sér til Austin Laing, formanns
samtaka brezkra togaraeigenda, i gær og
spurði hann álits á síðustu atburðum land-
helgismálsins. Austin Laing sagði:
„Við erum afar ánægðir með það svigrúm sem nú virðist vera til
samningaviðræðna rfkisstjórnanna, og við vonum einlæglega, að
viðunandi samningar náist fljótlega. Þetta er það, sem við höfum
viljað allan tfmann, og þess vegna er það von okkar, að dr. Joseph
Luns hafi nú tekizt að haga málum svo, að samningar séu möguleg-
ir. Ég geri mér vonir um, að allir séu sammála um, að nú sé sá tfmi
kominn, að allir hafi áhuga á málamiðlun. Mér virðist það vera
almenn skoðun manna hér, að nú séu horfur á samningum," sagði
Austin Laing að lokum.
Yfirmenn á togur-
um undrast ákvörð-
un Callaghans
— segir Tom Nielsen
Morgunblaðið hafði I gær samband við
Tom Nielsen, framkvæmdastjóra samtaka
yfirmanna á togurum I Hull, og spurði um
viðhorf hans til þeirrar ákvörðunar brezku
ríkisstjórnarinnar að kalla flotann brott af
Islandsmiðum og fyrirsjáanlegra samn-
ingaviðræðna:
„Við erum mjög undrandi yfir þvl, að Callaghan utanrfkisráð-
herra skuli telja við hæfi að fara með freigátur brezka flotans af
miðunum, sérstaklega þar sem ekki liggur fyrir nein trygging fyrir
þvf, að fslenzku varðskipin haldi ekki áfram að áreita skipin okkar.
Við viljum, að setzt verði að samningaborði og samið um það, sem
báðir aðilar geta sætt sig við. Það er það, sem við viljum.“
Þá var Tom Nielsen að þvf spurður hvort hann teldi horfur á
samningum á næstunni:
„Ég er þess fullviss, að séu báðir aðilar nú reiðubúnir að gefa
eitthvað eftir, þá sé hægt að komast að samkomulagi, sem allir geti
gert sig ánægða með. En ég er Ifka þeirrar skoðunar, að 65 þúsund
tonnin, sem nefnd hafa verið f fyrri viðræðum, séu ekki nóg, og við
búumst við hagstæðara tilboði nú,“ sagði Tom Nielsen.
býst
James Johnson
við samkomulags-
grundvelli á fundi
Geirs og Wilsons
I viðtali við Mbl. í gær sagðist James
Johnson, þingmaður Verkamannaflokksins
frá Hull búast við þvf, að Geir Hallgrímsson
hefði fram að færa tillögur, sem orðið gætu
samkomulagsgrundvöllur í fiskveiðideil-
unni, þegar hann kæmi til fundar við Ilar-
old Wilson f Lundúnum.
„Ég vona, að hægt verði að semja um eitthvað á meðan niðurstaða
hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna liggur ekki fyrir, en ég hef
þá trú, að þegar á ráðstefnuna er komið, verði gert allsherjarsam-
komulag um að allir færi út lögsögu sfna. Þá horfir málið Ifka allt
öðru vfsi við. Ef við komumst að slfkri niðurstöðu á alþjóðlegri
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, þá munu allir hjálpast að við slfka
framkvæmd, en eins og málið horfir nú við, þá gera tslendingar
þetta upp á sitt eindæmi. Það er þetta, sem við getum ekki sætt
okkur við. Það er ekki sjálf útfærsla fiskveiðilögsögunnar, sem við
setjum fyrir okkur, heldur hvernig að henni hefur verið staðið —
að ekki skuli hafa verið hægt að hafa um hana gagnkvæmt
samkomulag '
Þá sagðist James Johnson hafa spurt Roy Hattersley, aðstoðar-
utanrfkisráðherra Breta, f umræðum f Neðri málstofunni f gær,
hvort ekki væri hugsanlegt að fá aðrar Norðurlandaþjóðir til að
hafa milligöngu um sættir f dcilunni, færu viðræður enn út um
þúfur. Kvaðst hann hafa nefnt Svfa og Finna sérstaklega f þvf
sambandi, en þó einkum Finna, sem hvorki ættu hlut að máli f
Atlantshafsbandalaginu eða Efnahagsbandalaginu, enda hefði
hann áreiðanlegar heimildir fyrir þvf, að tslendingar gætu sætt sig
við Finna sem milligöngumenn.
„Ég Ift á þetta sem hugsanlcga leið til lausnar á þeirri deilu sem
bæði Bretar og tslendingar vilja sjá fyrir endann á sem allra fyrst,
reynist samningaviðræður gagnslausar að þessu sinni,“ sagði Jamcs
Johnson.
„En nú gerum við okkur vonir um, að Geir Hallgrímsson komi til
London þegar f þessari viku, og að þeir Harold Wilson geti komið
sér saman um eitthvað meira en 65 þúsund tonn, en hversu mikið
veit ég ekki. Mér virðist smáatriði yfirleitt hafa orðið til þess að
hindra framgang þessa máls. Mér skilst, að fslenzkir fiskifræðingar
haldi þvf fram, að ekki sé hægt að veiða meira en 230 þúsund tonn á
ári, en okkar menn segja hins vegar, að óhætt sé að veiða 265
þúsund tonn. Þess vegna finnst mér hryggilegt, að við skulum vera
að deila um 35 þúsund tonn þegar fyrir liggur, að verði hafizt handa
nú þegar um verndun fiskstofna, þá muni þeir þola allt að hálfrar
milljón tonna veiði eftir þrjú til fjögur ár, þannig að þá verði nóg
handa öllum. Þetta er sjónarmið sem mér finnst nauðsynlegt að
taka tillit til,“ sagði James Johnson að endingu.