Morgunblaðið - 21.01.1976, Page 23

Morgunblaðið - 21.01.1976, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JANUAR 1976 23 Guðlaug Heiðvig Bergsdóttir - Minning Guðlaug Heiðvig Bergsdóttir var fædd á Flateyri í önundar- firði 8. október 1903. Faðir henn- ar, Bergur Rósinkranzson, var fæddur að Tröð í Önundarfirði og var kominn af hinni svonefndu Núpsætt. Foreldrar hans voru bæði mikilla og merkra ætta, og frá móður Bergs var Guðlaugar- nafnið komið. Móðir Guðlaugar hét Vil- helmina Magnúsdóttir og var fædd 8. mai 1867 á Höfða á Völl- um og var komin af Litlu- Sandfellsætt. Foreldrar Guðlaugar bjuggu á Flateyri frá því um aldamótin 1900 til ársins 1916. Faðir hennar var þar kaupmaður og stundaði jafnframt útgerð og gerði út þrjú þilskip. Eftir það fluttist hann til Reykjavíkur og gerðist starfs- maður hjá Skipaskoðun rikisins og vann þar 34 ár, eða þar til hann varð áttræður. Vilhelmína, móðir Guðlaugar, gekk tvo vetur i Kvennaskólann í Reykjavík i tið Þóru Melsteð, 1888—1890, en sigldi síðan til Kaupmannahafnar og lærði hann- yrðir og matreiðslu. Heimili þeirra hjóna var rómað fyrir rausn og myndarskap, og hjá Vil- helminu voru oft ungar stúlkur i læri. Eftir að foreldrar Guðlaugar fluttust til Reykjavíkur, voru þau systkinin sett til mennta, en Guð- laug taldi, að það hefði m.a. vakað fyrir foreldrum sinum með flutn- ingnum suður. Adolf eldri bróðir hennar varð lögfræðingur að mennt og vann síðar hjá borgar- fógeta, en Jón yngri bróðir henn- ar gekk i verslunarskólann og vann siðar að verslunar- og við- skiptastörfum, en báðir bræðurn- ir létust á undan henni. Guðlaug var látin feta i fótspor móður sinnar og gekk í Kvenna- skólann í Reykjavik og hóf þar nám veturinn 1917—18, en varð að hætta námi tvö ár sökum veik- inda. Þakkaði hún það mest alúð og umhyggju móður sinnar, að hún komst til heilsu á ný. Hún stundaði aftur nám við Kvenna- skólann á árunum 1921—24 og lauk þaðan burtfararprófi. Að prófi loknu vildu stúlkurnar gera sér dagaraun, og það var glaðvær hópur, sem hélt gangandi út að Gróttu, mikið var sungið og hlegið og ferðin þótt ævintýri líkust. En það er oft skammt á milli skins og skúra. Um haustið missti Guðlaug móður sína og sagðist sjálf þá hafa komist næst þvi að láta bug- ast. Eftir það annaðist Guðlaug heimili föður síns og bræðra sinna, meðan þeir voru heima, og hélt áfram þeim sama myndar- skap, sem ávallt hafði einkennt heimili hennar frá blautu barns- beini. Hún hélt heimili fyrir föð- ur sinn frá haustinu 1924 og þar til faðir hennar lést 28. apríl 1951, að einu ári undanskildu. Veturinn 1928—29 var Guðlaug við nám i húsmæðraskóla i Gentofte og vann fyrir sér í Höfn sumarið eftir. Eftir heimkomuna stundaði hún nám í tungumálum og bókfærslu. Guðlaug var félagslynd i orðsins fyllstu merkingu. Bæði hafði hún gaman af að umgangast fólk og blanda geði við aðra og einnig bjó með henni rik þrá til að láta gott af sér leiða. Henni var alveg ljóst að hlutur einstaklings- ins i þeim efnum er oft litill, en félagasamtök geta áorkað miklu. Hún gekk í kvenfélagið Hvíta- bandið og var gjaldkeri þess og síðar formaður frá 1933—1945. Það var eitthvað í fari Guðlaugar sem vakti mönnum traust. Allir fundu að hún kom til dyranna eins og hún var klædd og háttvísi hennar kallaði á háttvísi annarra. Sigurbjörg Þorláksdóttir var kona framsýn og dugleg og var aðalhvatamaður þess, að sjóð- stofnun vegna sjúkrahúss Hvíta- bandsins var hafin 1922. Eftir mikið erfiði og fórnfúst starf var sjúkrahúsið vigt 18. febr. 1934 og bætti úr brýnni þörf, sem þá ríkti í sjúkrahúsmálum og rikir raunar enn. Sigurbjörgu var einnig annt um, að þessu óskabarni þeirra væri vel stjórnað. Hún lagði hart að Guðlaugu að taka að sér að verða forstöðukona þess og gjald- keri og fyrir hennar áeggjan tók Guðlaug að sér þetta vandastarf og gengdi því um tíu ára skeið á árunum 1939—49. Kvenfélagið Hvitabandið var eitt af félögunum í Bandalagi kvenna i Reykjavik, og sótti Guð- laug fundi þess sem fulltrúi Hvitabandsins. Guðlaug var kjörin I stjórn bandalagsins árið 1935 og kosin gjaldkeri þess 1943. Aðalbjörg Sigurðardóttir var lengstum formaður þann tíma, sem Guðlaug vann með banda- lagskonum, og var samstarf þeirra náið og gott. Frá árinu 1966, þegar Aðalbjörg dró sig í hlé, höfum við þrjár konur gegnt formennsku í bandalaginu. Allar höfum við leitað trausts og halds hjá Guðlaugu, sem jafnan var reiðubúin að veita góð ráð og leið- beiningar og létta okkur störfin. Þegar Guðlaug hætti störfum hjá Hvítabandinu, réð hún sig til bókhaldsstarfa á vegum Reykja- vikurborgar og vann þar síðar sem gjaldkeri. Frá 1. september 1962 vann hún hjá Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar sem gjaldkeri, þar til hún lét af störf- um 1. apríl 1974, en þá hafði heilsu hennar tekið að hraka. Síðustu árin gekk Guðlaug ekki heil til skógar, og hún andaðist 13. janúar siðastliðinn. Hér hefur i stórum dráttum verið rakið æviágrip Guðlaugar, og má glöggt á því sjá, að hún hefur lagt gjörva hönd á margt. Þó er ótalið það, sem við vinir hennar minnumst helst i fari hennar. Hún var óvanalega einlæg og trygg og mikill vinur vina sinna. Hún var óvanalega jákvæð í garð fólks og grandvör til orðs og æðis. Þeir, sem voru svo heppnir að eignast vináttu hennar, áttu hana óskipta. Hún hafði yndi af að prýða heimili sitt, safnaði að sér mál- verkum og bókum og fáséðum munum. Allt í kringum hana var fágað og snyrtilegt og bar vitni um smekkvísi hennar og list- hneigð. Hún kunni alltaf að haga orðum sinum við hvern sem var og háttvísi hennar brást aldrei, en hún gat brugðið á leik, verið hnyttin, glettin og gamansöm, full af kátinu og spaugi, og hrifið vini sína með sér. Ef henni mislíkaði gat hún einnig sagt álit sitt stutt- um hnitmiðuðum orðum, sem gleymdust ekki um leið og þau voru sögð. Hve oft megum við ekki, sem yngri erum, öfunda Guðlaugu og hennar líka af bjargfastri trú þeirra á tilveruna, sem skapaði með þeim festu, umburðarlyndi og heiðarleika? Trú þeirra og festa virðist eiga djúpar rætur, vera í ætt við staðfestu horfinna kynslóða og seiglu þess kynstofns, sem alinn er upp í harðbýlu landi. Og ekki má gleyma kjarki og bjartsýni aldamótakynslóðar- innar, sem trúði á mátt sinn og megin, sá land forfeðranna í hillingum og rakti ættir sínar til þeirra. Það er engu líkara en gamla landvættatrúin hafi breyst I trú þeirra á landið, verið hlúti af eilífðartrú þess ásamt visku um, að eitthvað gott stýrði heiminum. Trú þessa fólks var ekki aðeins á vörum þess, heldur hluti af dag- legu lífi, jafnsjálfsögð og að draga andann. Guðlaug var fædd eftir alda- mótin og tilheyrði því ekki hinni svonefndu aldamótakynslóð. En hún var nátengd fjölskyldu sinni, frændum sínum og forfeðrum og fór ekki varhluta af eldmóói þess fólks, sem lifði og hrærðist á undan henni. Hún efaðist aldrei um ágæti landsins, trúði þvi, aó helgar vættir héldu enn sinn vörð, og henni var ekki grunlaust um, að einstaka ármaður byggi enn í fellum. Hún hafði gaman af ættartölum, vildi vita deili á fólki, og hún gat rakið ættir sinar langt aftur. Hún var hreykin af foreldr- um sínum og frændaliði, og henni þótti vænt um landið sitt, einkum fæðingarbyggð sína Vestfirði. Hana sá hún í hillingum. Þar voru grundirnar grænar og fjöllin teygðu sig upp i himinblámann. Fyrir nokkrum árum ferðaðist Guðlaug um Vestfirði með Huldu Sveinsson lækni vinkonu sinni. Hulda hafði orð áþvf, hve minnug og fróð Guðlaug hefði verið, hún hafi þulið upp nöfn fjölda bæja, rakið ættir þess fólks, sem þaðan var, og fylgst með afdrifum þess fram til þessa dags, enda var fátt mannlegt Guðlaugu óviðkomandi. Guðlaug var ljóðelsk, setti ein- stöku sinnum saman stökur. Hún átti allgott kvæðasafn og batt bækurnar sjálf i hið skrautlegasta band, meðan heiisan var óskert, og hún handfjallaði bækur eins og bókamenn einir gera. Hún gat farið með vísur og kvæði upp úr eins manns hljóði, greip stundum til bókanna til að rifja upp ein- stök oró, því að rétt skyldi með farið. Hún hafði ákveðinn smekk á ljóðum eins og á flestu öðru. Sumir höfundar áttu ekki upp á pallborðið hjá henni, aðra dáði hún og virti, einkum dáði hún þá, sem ortu með hefðbundnum hætti, ortu kliðmjúkt, fluttu hlýju og angurværð, skirskotuðu til hjartans og tilfinninganna. Einn- ig hafði hún gaman af þeim, sem fluttu glettni, létta gamansemi og spaug. Eftirlætisskáid hennar voru Páll Ölafsson, Stefán frá Hvítadal, Davið frá Fagraskógi og Guðfinna frá Hömrum. Hluti af ljóðelskunni og tungu- takinu var áhugi hennar á orðum og orðtökum. Hún vildi fræðast um þau og fræða aðra um þau, lét skrásetja þau, sem ekki voru bók- fest og vildi geta um uppruna þeirra. Almennur áhugi hennar á þjóð- legum fróðleik kom sér vel, þegar hún starfaði i myndanefnd til undirbúnings afmælisriti Kvennaskólans, enda hafa fáir betur fylgst með sögu hans frá fortíð til nútíðar. Ættvísi hennar kom að góðum notum við nafn- greiningu mynda, einkum af eldri árgöngum. Fáir vissu betur, að hér var verið aó bjarga ýmsum fróðleik frá glötun í kapphlaupi við tímann. Guðlaug var sem áður segir gjaldkeri hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar um 12 ára skeið og þurfti þá oft að greiða þeim styrki, sem verr voru settir í þjóðfélaginu. Hún fann til með flestu af þessu fólki, taldi oft, að ólánið hefði elt það, og stundum að ástæðan til erfiðleika þess væri þeim ósjálfráð. En hún var jafn- gröm, ef hún taldi fólk misnota sér þá aðstöðu, sem þarna var boðin fram, enginn væri of góður til að standa á eigin fótum, meðan hann gæti. Hún kom sér vel bæði við sam- starfsmenn sína og „skjólstæð- inga,“ eins og hún nefndi þá, vann störf sín af háttvísi og alúð og heimtaði sömu háttvisina af öðrum. Slíkt gjaldkerastarf hlýt- ur að vera vandaverk, en flestir fundu, hvern mann hún hafði að geyma og að hún vildi hafa það eitt sem satt var og rétt, og það forðaði henni frá ýmsum árekstr- um. Kona úr hópi skjólstæðinganna kom heim til hennar núna rétt fyrir jólin og bað hana að lána sér 50 þúsund krónur, hún hafði alls staðar fengið neitun. Guðlaug lét hana hafa peningana og sagði síðan: „Mér er alveg sama, þótt ég sjái þessa peninga aldrei aftur, það eru allir hættlr að treysta henni, hún verður að finna, að einhver trúir á hana.“ Þetta var ekki eina atvikið af þessu tagi, Guðlaug flíkaði því sjaldan, ef hún gerði eitthvað fyrir aðra, en ræddi oftar um, hversu sjaldan hún hefði tapað á „svona viðskipt- um,“ flestir væru heiðarlegir og reyndu að standa í skilum og ef maður gerði góðverk kæmi það til baka i einni eða annarri mynd. Eitt sinn sem oftar sendi Guð- laug ávísun út i banka og bað eina stúlkuna á skrifstofunni að nálg- ast peningana fyrir sig. Avísunin hljóðaði upp á rúmar 200 þús. kr., en stúlkan kom til baka með rúm- ar 700 þúsund krónur. Guðlaug skildi vel, að öllum gæti orðið á skyssa og taldi það gjaldkeranum til velvirðingar, að tölunum 2 og 7 væri stundum ruglað saman, en hitt fannst henni óskiljanlegt, að þegar gjaldkerinn stóð með peningana í höndunum skömmu siðar, láðist honum að þakka fyrir skilvísina. Guðlaug var mikið gefin fyrir útivist og gönguferðir og naut þess að vera úti í náttúrunni, og var jafnan hress og kát i slikum ferðum. Það ber vitni um skap- festu hennar, að ferðirnar urðu helst að hefjast á vissum degi og vissum tímum og máttu ekki falla niður, hvernig sem viðraði, það væri alltaf hægt að klæða af sér kuldann. Valinn var einhver staður, oft i nágrenni Reykjavík- ur, eitthvert fell eða fjall skyldi klifið, og sjaldnast var hætt fyrr en takmarkinu var náð. Margt í fari Guðlaugar skir- skotaði til þess tíma, þegar hún var hefðarstúlka á Flateyri i skjóli foreldra sinna, búin blúnd- um og fíneríi, sem móðir hennar saumaði á hana. En mikið vatn rann til sjávar, þar til Guðlaug dóttir hennar stóð ein niður í mið- bæ á kvennafrisdaginn og hlust- aði á kynsystur sínar halda ræð- ur. Hún stóð þarna teinrétt og prúðmannleg og fáa hefur grunaö, að hún þyrfti að taka á öllu sínu til aó komast þangað, og hún hafði vakandi auga á öllu, sem þar fór fram. Guðlaug var ekki uppnæm fyrir nýungum, en hún taldi konur settar hjá i launa- skalanum og vildi rétta hlut þeirra og og verja málstað þeirra. Saga Guðlaugar er ekki einungis saga hennar sjálfrar, heldur saga einstaklingsins i umróti breyttra tíma og breyttra aðstæðna, og hafi einhver kunnað að sigla í þeim ólgusjó og halda öllu sínu, þá kunni Guðlaug það. Það fór ekki fram hjá vinum Guðlaugar, að heilsu hennar hrakaði jafnt og þétt, en hún vildi sem minnst gera úr veikindum sinum, var hörð við sjálfa sig i þeim efnum sem öðrum. Siðasta daginn, sem hún var með sjálfri sér, kom til hennar læknir sem spurði, hvort hún hefði fótavist, og svaraði hún því játandi. Þegar henni var bent á, að hún hefði ekki fylgt förum tvo siðustu daga, bætti hún við, að hún hefði haft fótavist „fram að þessu." Hún var ein þeirra einstaklinga, sem sýna ógjarna æðruleysi, jafnvel þó að hún væri illa haldin. Hún vissi, hvað hennar var og hvað henni bar, og fyrir henni vakti fyrst og fremst að gera skyldu sína og bera sig jafnt að vonum. Vinir Guðlaugar geta ekki kvatt hana I orðsins venjulegu merk- ingu, til þess er hún okkur of geðgróin. Við andlát hennar get- um við aðeins vonað að hið besta i sál hennar haldi áfram að vera til og við trúum því, að hún eigi góða heimvon. Guðrún P. Helgadóttir í dag fer fram útför Guðlaugar Bergsdóttur fv. gjaldkera hjá Félagsmálastofnun Reykjavikur- borgar. Guólaug var fædd 8. októ- ber 1903 á Flateyri í Önundar- firði. Foreldrar hennar voru Bergur Rósinkranzson, kaup- maður og útgerðarmaður, og kona hans Vilhelmína Magnúsdóttir. Guðlaug ólst upp i foreldrahús- um, i hópi bræðra sinna, og minntist hún oft siðar á ævinni bernsku sinnar. Voru það henni mjög kærar endurminningar um samstilltan hóp, sem var umvaf- inn kærleika, reglusemi og mikl- um menningarbrag. Guðlaug stundaði síðan nám við Kvennaskólann í Reykjavik og lauk þaðan prófi með mjög góðum vitnisburði. Enda var hún alla ævi afar bókhneigð. Snemma fékk hún áhuga á félags- og mann- úðarmálum. Hún átti sæti í stjórn kvenfélagsins Hvitabandið á ár- unum 1932—33 og var síðan for- maður þess árin 1933—1944. Enn- fremur var hún í spítalanefnd Sjúkrahúss Hvítabandsins, sem var opnað árið 1934 og rekið af kvenfélagi Hvítabandsins um margra ára skeið, þar til Reykja- vikurborg tók við rekstri þess. Árið 1939 varð Guðlaug forstöðu- kona og gjaldkeri Sjúkrahúss Hvítabandsins og gegndi því starfi í 10 ár. Réðst hún þá til Reykjavíkurborgar og vann fyrst við endurskoðunardeild, en síðar við gjaldkerastörf á skrifstofu félags- og framfærslumála eða, eins og það heitir í dag, Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar. Hafði Guðlaug unnið þar i 20 ár er hún lét af störfum fyrir tveim árum. Leiðir okkar Guðlaugar lágu fyrst saman er ég kom til starfa hjá Félagsmálastofnuninni. Með okkur tókst mikil vinátta. Guð- laug var stórbrotinn persónuleiki og framúrskarandi trygglynd. Ég mun ætið minnast vináttu hennar með þakklæti. Það er mannsins mesta lán, að eignast góða vini. Guðlaug Bergsdóttir átti sæti i stjórn Bandalags kvenna í Reykjavík í 40 ár, frá árinu 1933—1973. Síðustu 30 árin var hún gjaldkeri Bandalagsins. I Bandalagi kvenna í Reykjavik eru 29 aðildarfélög meó á ll.þúsund félaga. Guðlaug gegndi margþætt- um störfum í þágu Bandalagsins í öll þessi ár. Ríkast fannst mér í fari hennar vera ósérhlífni, hjálp- fýsi og trygglyndi, enda naut hún virðingar og þakklætis allra þeirra, sem með henni unnu. Arið 1973 var hún kosin heiðursfélagi Bandalags kvenna í Reykjavík. Þúsundir kvenna innan Banda- lags kvenna i Reykjavik kveðja Guðlaugu Bergsdóttur í dag með þakklæti og virðingu. Guó blessi minningu þessarar mætu konu. Geirþrúður Hildur Bernhöft, formaður Bandalags kvenna í Reykjavík. — Guðlaugur Framhald af bls. 10 Vestmannaeyjaskip kosti 250 milljónir króna i Þorlákshöfn. Samkvæmt upplýsingum vita- málaskrifstofunnar kostaði slík aðstaða fyrir Akraborgina i Reykjavíkurhöfn um 12 millj. króna. Forráðamenn Vestmanna- eyja skipsins hafa farið fram á, að ámóta aðstaða verði byggð fyrir skipið á tilteknum stað í Þorláks höfn og er áætíað að hún muni á þessu ári kosta um 20 til 25 milij. króna. Ég tel nauðsynlegt að benda á þetta, en hlýt að harma að forstjóri Skipaútgerðarinnar skuli ekki treysta sér til að ræða málið án slíkra öfga og blekkinga. Guðl. Gfslason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.