Morgunblaðið - 13.03.1976, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1976
Eigum við að kaupa
freigátu eða rækjubát?
Þegar svarta skýrslan
læsti sig eins og helköld
greip um okkar litla þjóð-
arhjarta andvaralaust í
brjóstinu, hrökk það til
svo heyrðist víða um
lönd —ogsíðan seigþað.
En sem þjóðinni virðist
horfinn kjarkur til frið-
samlegra úrræða, hefur
hún í þeim mun ríkara
mæli öðlast kjark til
stríðsverka, sem hún
engan hafði áóur. Það er
talað fyrir daufum eyr-
um um aó gera út skip á
djúprækju og kolmunna
og auka nýtingarrann-
sóknir. — Það er enginn
eyrir til í slíkt, en enginn
nefnir skort á peningum
til að kaupa eöa leigja
tundurskeytabáta eða
freigátur. Ég er ekki
einn um að spyrja: Út á
hvaða braut erum við að
fara? Hvað verður næst?
Ástandið 1934
Arið 1934 má seííja að keyrt
hafi um þverbak á saltfisk-
mörkuðum þjóóarinnar og
reyndar í öllum þjóóarbúskapn-
um. Kreppan heimsótti okkur
uppúr 1930, eða nokkru seinna
en }>eróist úti í hinum stóra
heimi, og það hallaði undan
næstu árin, «{■ það var komið i
botn þetta herrans ár o>j hin
algerlcga lokun Spánarmarkað-
anna 1936, breytti litlu til hins
verra. Arið 1934 var landið fullt
af óseljanlegum saltfiski, þjóð-
in sokkin í skuldir. Vínstri
stjórnin hafði sóað hverjum
eyri í góðærunum 1928—30 og
stóð uppi með tóman ríkiskass-
ann, þegar kreppan skall yfir.
Það tekur vinstri stjórn aldrei
nema tvö ár að tæma rikiskass-
ann.
Framsóknarmaður, sem
skrifaði söguna myndi vafa-
laust rekja andvaraleysið
lengra aftur en það gæti aldrei
orðið nema til að sanna að ein-
hverjir aðrir hafa verið samsek-
ir.
Það er reyndar of vægt til
orða tekið að þjóðin hafi verið
sokkin í skuldir og peningalaus.
Hún átti ekki fyrir mat. Það eru
engar ýkjur að víða um land
þjáðist fólk af næringarskorti á
þessum árum, enda grasseruðu
berklarmir með þjóðinni. Nær-
ingarskorturinn leitaði fyrst og
fremst á unglinga. F.ldra fólkið
bjó lengi að góðærunum fyrir
kreppuna. Ég var í sveit á
sumrum og fór með mjólk ,,oní"
þorpið. Mörg heimilinna, og
þau barnmörg sem, keyptu ekki
nema hálfflösku af mjóik. En
kjarkur hinna fullorðnu var
óbilaður.
Ofan á markaðsvandræðin
bættist síldarleysis sumarið
1935 og síðan viðvarandi afla-
brestur á þorski. Meðalheildar-
afli áranna 1930—34 hafði ver-
ið 378 þús. tonn en meðalheild-
arafli áranna 1935—39 ekki
nema 327 þús. tonn og rýrnunin
var öll í þorski, að undanskildu
áðurnefndu síldarleýsis ári.
Viðbrögðin 1934
Það voru markaðsvandræðin,
sem steðjuðu fyrst og fremst
að, sem áður segir. A þinginu
1934 bar Ölafur Thors fram
tillögu um Fiskiráð og sagði þá
meðal annars: —...... valdir
séu (I ráðið?) menn, sem staðið
hafa í örðugleikum atvinnulifs-
ins og búnir eru þeirri þekk-
ingu og lífsreynslu, sem sér-
staklega er þörf fyrir til að ráða
framúr þessu höfuðvandamáli
þjóðarinnar. Hvort íslendingar
svo geta rekið útveginn eins og
að undanförnu eða — hvort —
og þá að hve miklu leyti menn j
neyðast til að draga saman segl-
in, veltur meðal annars að tölu-
verðu leyti á hugkvæmni og
dugnaði slíkrar nefndar og
þeirra er síðar að taka við fram-
kvæmdum á tillögum hennar
. . .“ Þó að Framsóknarmenn-
irnir og Alþýðuflokksmenn
gætu náttúrlega ekki samþykkt
tillögu Ölafs, þá tóku þeir hana
þessum hallæristíma. Þannig
færðu þeir sig úr saltfisksverk-
uninni með öllu móti og salt-
fisksframleiðslan, sem hafði
verið 103 þús. tonn 1934 var
ekki orðin nema 46 þús. tonn
1937 og ekki nema 26 þús. tonn
1940, og að verðmæti hafði hún
fallið úr 66% af útfl. verðmæti
sjávarafurða og niður í 16%.
Líkt og þeir mættu saltfisks-
hruninu með leit að nýjum fisk-
verkunaraðferðum fyrir aðra
markaði, eins mættu þeir afla-
brestinum á þorski með því að
auka sókn í annan fisk. Þeir
fóru (1935) að veiða karfa i
stórum stil, en honum hafði
áður verið hent; rækjuveiðar
sem hafnar voru á þessum
árum urðu mikil búbót einum
eftir ASGEIR
JAKOBSSON
1.
Eigum við eftir að sjá svona skip undir fána Landhelgisgæslunnar.
upp í breyttu formi og skipuðu
Fiskimálanefnd og henni var
uppálagt skilmerkilega að
finna jákvæð úrræði — og ekki
orðað að hún leitaði ráða til að
hefta sóknina Það getur verið
að starf Fiskimálanefndar sé
umdeilanlegt og vissulega vant-
aði ekki deilurnar um hana, en
það fer ekki á milli mála, að
hún leitaði ákveðið á móti veðr-
inu, en lét ekki flakka undan.
Það var undinn bráður bugur
að þvi að reyna að koma hér
upp frystihúsum og fenginn
Englendingur hingað upp til
aðstoðar og eftir tvö ár voru
frystihúsin orðin 14 og sex ár-
um seinna (1940) 44 talsins og
fiskifrystingin hafði náð fót-
festu og markaðir fundizt. Is-
fisksöluna juku þeir með því að
fá fiskitökuskip, sem fluttu út
ísaðan bátafisk í kössum.
Skreiðarverkun hafði alveg
lagzt af með þjóðinni á salt-
fiskstímabilinu, sem staðið
hafði nær öld allsráðandi, og
við kunnum ekki lengur til
þeirrar verkunar.
Það var fenginn upp Norð-
maður til að kenna mönnum að
herða skreið uppá norska visu
og keyptar trönur frá Noregi.
— Einnig þessi verkunaraðferð
komst á skrið og nýttist. Það
voru flutt út 115 tonn af skreið'
þegar 1935 og um 500 tonn árið
eftir.
Möguleikar til aukinnar nýt-
ingar og nýtingarrannsókna
voru ekki miklir á þessum
árum, en það var strax gerður
út ungur maður að kynna sér
nýjustu rannsóknir í nýtingu
mjöls og lýsis, og síðan sett á
laggirnar af vanefnum og í
einni stofu í F’iskifélagshúsinu
rannsóknarstofnun. Það starf
bar skjótan árangur í sambandi
við karfamjölsvinnsluna og
einnig nýtingu síldarmjöls og
síldarlýsis. Síldarmjölsfram-
leiðslan jókst úr 900 tonnum
árið 1935 í tæp 9 þús. tonn 1940.
Þorskalýsisframleiðslan var
bætt með skilvindum og lút-
suðu og aukin úr 3800 tonnum
1935 í rúm 13 þús. tonn 1940 og
síldarlýsisframleiðslan úr tæp-
um 1800 tonnum i 12700 tonn
1940. Sala á hrognum, frystum
og söltuðum, nær tvöfaldaðist á
landsfjórðunganna og þeim,
sem einna verst varð úti af
þorskaflabrestinum. Einnig var
farið að moka upp steinbít til
herzlu. Síldveiðar voru stór-
auknar. Reynt var að auka flot-
ann með skipabyggingum
innanlands, því að enginn eyrir
var til fyrir skipakaupum
erlendis frá; þó var nú keyptur
stór og mikill togari, einn sá
fullkomnasti sem þá þekktist,
Reykjaborgin, og sildarskip á
borð við Eldborgina, sem
margir muna, einnig Hugarnir
á Isafirði, svo dæmi séu nefnd.
Mennirnir 1934 brugðust sem
sé þannig við þorskaflabrest-
inum, að þeir hófu eftir getu
sókn í annan fisk og leituðu
allra-ráða til að halda flotanum
gangandi.
Viðbrögðin 1976
Við teljum, og sjálfsagt rétti-
lega, að við verðum að minnka
þorskaflann um 100 þús. tonn á
þessu ári. Slíkt kallast afla-
brestur og verkanirnar eru þær
sömu, þó að aflabresturinn
stafi af okkar eigin ákvörðun —
við ætlum að vinna hann upp
seinna — en ekki náttúrunnar,
nema hvað við stöndum auð-
vitað betur að vígi til að mæta
aflabrestinum, þar sem við
vitum um hann fyrirfram en
feður okkar ekki fyrr en um
seinan, eða í lok vertíðar með
miklu tapi. En nú eru viðbrögð-
in svoiítið önnur en 1934. Þau
eru ekki; — ef við fáum ekki
þorsk, veiðum við annan fisk —
heldur ef við ekki fáum þorsk,
leggjum við skipunum — það
virðist varla hugsuð önnur
hugsun — nema rétt til mála-
mynda. — Nú er ekki kallað á
lifsreynda og dugmikla menn
né skorað á menn að beita hug-
kvæmni til jákvæðra úrræða,
heldur hugkvæmni til að leggja
skipunum sem haganlegast.
Hver ætli yrðu svo viðbrögð^
in, ef frystimarkaðurmn lok-
aðist, sem væri hliðstætt því
sem gerðist 1934? Ég er ekki í
nokkrum vafa um það. Það yrði
umsvifalaust skipuð nefnd til
hins sama, sem sé að draga úr
afla. — Við verðum að hætta að
fiska, fyrst við getum ekki
verkað í frost.—
Nú höfum við miklu meiri
skilyrði til jákvæðra viðbragða
en feður okkar 1934. Þrátt fyrir
óáran höfum við nokkur pen-
ingaráð, eða svo er að sjá af
innflutningnum og langtíma
fjárfestingum um ailar jarðir,
og við eigum nýjan og góðan
flota, heppilegan til aliskonar
veiða, og við eigum hafrann-
sóknastofnun og fiskileitarskip
og rannsóknarstofnun velskip-
aða færum mönnum og búna
nýtízku tækjum til rannsóknar
á nýtingu aflans.
Hvað veldur þá muninum á
viðbrögðunum og hugsunar-
hættinum 1934 og 1976?
Fólkið, sem byggði
landið 1934
Eg vitnaði hér að framan til
orða Olafs Thors á þingi 1934.
Hann óskaði eftir mönnum með
„þekkingu og lífsreynslu", sem
áttu að sýna „hugkvæmni og
dugnað“. Ölafur vissi, hvaða
eiginleikum var mest þörf á í
baráttunni. Hann bað ekki um
menn, sem gætu sett upp
reikningsdæmi og kynnu á
reikningsvélar, heldur þrótt-
mikla og lifandi menn. Og
stjórnvöld þessara ára voru
einmitt umkringd af slíkum
mönnum úr sveit og frá sjó.
Stjórnendurnir sjálfir og
reyndar allt forystulið þjóðar-
innar, voru menn, aldir upp við
að taka til hendi, ef þurfti. Og
það kom fleira til, ser.i veldur
breyttum viðbrögðum. Eldur-
inn brann heitast á forystulið-
inu sjálfu. Bundið skip þýddi
fyrir þá ekkert minna en gjald-
þrot. Otgerðarmenn þessara
daga urðu því ekki manna
fyrstir líkt og nú til að jánka
því að skipunum væri lagt.
Fiskimenn þessara daga áttu
heldur ekki að neinu að hverfa,
ef skipunum var lagt, og vildu
því heldur róa í tvísýnu og
reyna fyrir sér með öllu móti.
Það var enga atvinnu að hafa í
landi.
Nú er þetta fyrir þeim, sem
kallaðir eru til að leita úrræða
aðeins reikningsdæmi. Þeir
hafa allt sitt á þurru. Þeim er
svo falið að fínna ráð til að
draga úr þorskafla, og sjá rétti-
lega að haldbezta og lang-
einfaldasta ráðið er að róa ekki
til fiskjar. Er þó við því að
sakast? Var ekki málið lagt
svona fyrir þá? „Finnið ráð til
að draga úr sókninni" ekki,
eins og 1934: „finnið ráð til að
breyta sókninni." Sjávarútvegs-
ráðherra er dugmikill maður.
Hver er hans afstaða í málinu?
Er hann sáttur við að alfarið sé
unnið að málinu í þessa átt?
En segjum að stjórnvöld
hefðu hugsað eitthvað líkt Ólafi
Thors, áttu þau þá nokkra
menn til að kalla til orrustu?
Það er nú það.
Þriggja ættliða
lögmálið
Lengi frameftir aldri, var ég
þeirrar skoðunar, að lofræður
ýmissa mætra sagnamanna um
aldamótakynslóðina væri einn
síðborinn anginn af okkar sögu-
aldarrómantík, sem mér fannst
einnig heldur hjákátleg á ungl-
ingsárum minum. Nú er mér
löngu ljóst að kynslóðir eru
mjög misdugmiklar. Og það má
segja að með þjóðum gangi
þetta i öldum. Orsakirnar eru
margþættar, en megin orsökin
er líkast til sú, að aðstæður
kalla fram þróttinn og þegar sá
sem hertur er í harðræðum fær
hagstætt tækifæri notar hann
það vel og afkastar miklu.
Þegar birti yfir þjóðinni um
aldamótin, bæði- í stjórnarfari
og náttúrufari, þá var hér fyrir
harðskeytt fólk, sem lét ekki
deigan síga, þótt byrinn yrði
þvi hagstæðari.
Harkan var rótgróin með því.
Ég er þeirrar trúar, að síðan á
landnámsöld hafi aldrei jafn-
kraftmikil kynslóð byggt þetta
land og aldamótakynslóðin, —
og hennar næstu afkomendur
mennirnir, sem voru við stjórn
og i starfi 1934.
Það virðist gilda svipað lög-
mál hjá þjóðum, sem fyrir-
tækjum það er oftast, að
stofnandinn er dugmikill og
hugkvæmur, sonur hans reyn-
ist einnig vel, stundum jafnvel
betri, en þriðji ættliðurinn
bregzt — og með honum fer
fyrirtækið á hausinn —.
Við Islendingar höfum
átakanlega orðið fyrir barðinu
á þessu lögmáli lifsins — dug-
leysi þriðja ættliðar — á öllum
sviðum þjóðlífsins — stjórn-
málum, bókmenntum og í at-
vinnulífinu. Aldamótamennirn-
ir þoldu að auðgast — það var í
þeim næg herzla — en við
áttum ekki nægilega sterk bein
til að þola góða daga. —