Morgunblaðið - 13.03.1976, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1976
11
[3 Roussel:
Q Bakkusog Aríana
□ Stravinský:
□ Fiðlukonsert í D-dúr
Q Tsjaikovský:
Q] Sinfónía nr. 6. op. 74
Q Einleikari:
[j Guðnv Guðmundsdóttir
Q Stjórnandi:
□ Karsten Andersen
Fyrir mina parta er Roussel
ekki skemmtilegt tónskáld. Með
þekkjngu og tækni skapar hann
eitthvað sem er áberandi og glæsi
legt. Þessa innihaldslausu
glæsimennsku verður að fram-
reiða á viðeigandi hátt, þvi ekki
er innhaldið svo beysið að það
þoli slakan flutning. Hvaða erindi
þessi tónlist á við ísl. hlustendur
er vandséð, nema ef vera kynni
sem æfing fyrir hljómsveitina, og
mætti þá „upptaka í útvarpssal"
nægja Sama ár og þessi
Bakkusarballett var uppfærður
(1931) var Stravinský að setja
saman fiðlukonsert. Hann var
ekki aðeins að sýna tækni sína,
heldur og að fást við nýjungar í
tónhugsun, sem er það eina sem
skiptir máli. I báðum þessum
verkum var hljómsveitin nokkuð
misjöfn sérstaklega í stuttum tón-
innskotum, sem bæði þurfa að
vera nákvæm í takti og tóntakí. I
slíkum tilfellum geta blásturs-
hljóðfæri orðið óþægilega
áberandi. Þrátt fyrir þessar
aðfinnslur, eru blásararnir þeir
sem mestar framfarir hafa sýnt á
.liðnum árum og eru margir þeirra
orðnir býsna góðir, eins og sýndi
sig i 6. si'nfóníunni eftir
Tsjaikovský. Guðný Guðmundv
dóttir lék Stravinský mjög vel.
Það er engan veginn auðvelt að
leika þennan konsert og kemur
þar fleiratil en tækni. Sérkennilg
tónhugsun Stravinskýs er ekki
eitthvað sem menn bara spila.
Það var auðheyrt að Guðnýju læt-
ur vel að leika nútímatónlist og á
köflum var flutningur hennar
mjög góður. Það var margt
skemmtilegt og vel gert i 6.
Tónllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
sinfóníu Tsjaikovskýs og mátti
finna að stjórnandinn hafði lagt
sig fram við að móta verkið af
meiri tilfinningasemi en ísl.
hljómleikagestir eru vanir frá
hans hendi. Margt hefur verið rit-
að um þessa - sinfóníu
Tsjaikovskýs og þrátt fyrir
meistaralegt handbragð, hefur
hún verið talin ofhlaðin til-
finningalegri spennu. Hvað sem
því liður, er sinfónían meistara-
verk. Þá vaknar sú spurning, að
ef nútimakenningar um listgildi
eru réttar ættu menn að vera
löngu hættir að hlusta á slíka tón-
list og tónmál hennar orðið með
öllu áhrifalaust. A öllum tímum
hefur ný tónlist haft gífurleg
áhrif og nær útrýmt eldri tónlist,
Framhald á bls. 18
Nokkrir nemenda og kennara vélskólans sem sáu um undirbúning
Skrúfudagsins.
Skrúfudagur
Vélskóla
Islands
HINN árlegi kynningar- og nemenda-
mótsdagur Vélskóla islands —
skrúfudagurinn — verður laugardag-
inn 13. mari I fimmtánda sinn. Vél-
skóli íslands. Skólafélagið, Kvenfé-
lagið Keðjan og Vélstjórafélag fs-
lands standa að skrúfudeginum.
Þennan dag gefst vaentanlegum
nemendum og foreldrum þeirra og
öðrum sem áhuga hafa kostur á að
kynnast nokkrum þáttum skólastarfs-
ins. Nemendur verða við störf i öllum
verklegum deildum skólans, vélasöl-
um, raftækjasal, smíðastofum, raf-
eindatæknistofu, stýritæknistofu, kæli-
tæknistofu og efnarannsóknastofu
Framhald á bls. 18
Sinfóníutónleikar
26 önglar
Ljósmyndasýning
MT, MR og MH
4.300 skölabörn úr 31 sveitarfé-
lagi þreyta keppni um umferðarmál
hinn 16. marz n.k. Keppni þessi
hefur verið haldin 111 ár I Reykjavfk
en þetta er i þriðja skipti sem lands-
keppni fer f ram. Keppnin hefur ávallt
farið fram með þeim hætti að lagt
hefur verið fyrir börnin valpróf
(krossapróf) með spurningum um
umferðarmál og er tilgangurinn að
kanna þekkingu skólabarna á um-
ferðarreglum og glæða áhuga þeirra
á þeim málum.
I þetta sinn var ákveðið að bjóða
öllum sveitarfélögum Ipndsins með eitt
þúsund íbúa og fleiri þátttöku i keppn-
mni Þau taka einnig þátt í kostnaði við
hana ásamt Umferðarráði og Mennta-
málaráðuneytinu. Að spurningakeppn-
inni lokinni verða valin 4 börn til að
keppa fyrir hönd (slands I 14. alþjóða-
reiðhjólakeppni skólabarna sem fram
fer i Vínarborg dagana 17 —19 maí
n.k Þetta verður I annað sinn sem
(sland tekur þátt í þessari reiðhjóla-
keppni Siðasta ár fór hún fram í
Kaupmannahöfn.
í keppninni í Vinarborg taka þátt
skólabörn frá u.þ b. 20 þjóðum
Keppnin er þríþætt, fyrst fræðilegt
próf, þá akstursæfingar og siðast jafn-
vægisþrautir á reiðhjólum Keppnin er
bæði flokkakeppni og einstaklings-
keppni Ferðin til Vinarborgar ásamt
uppihaldi er nemendum að kostnaðar-
lausu en sveitarfélögin, Umferðarráð
og gestgjafarnir I Vinarborg greiða
kostnað við ferðina
Einn Ijósmyndaranna á sýningunni „26 önglar" við verk sfn.
Á MÁNUDAG var opnuó i
Menntaskólanum við
Hamrahlíð samsýning
þriggja menntaskóla á ljós-
myndum. Nefnist sýningin
„26 önglar“ og eru á henni
tæplega 100 ljósmyndir
eftir nemendur þessara
menntaskóla. Sýningin
mun verða flutt á milli
menntaskólanna og verða
eina viku í hverjum þeirra.
Um næstu helgi verður
sýningin opin almenningi í
Menntaskólanum við
Hamrahlíð.
Það eru ljósmyndaklúbbar
Menntaskólans i Reykjavík,
Menntaskólans við Tjörnina og
Menntaskólans við Hamrahlíð
sem standa að sýningunni og eru
allir þeir sem myndir sýna
nemendur í þessum skólum.
Sýningin verður flutt á milli skól-
anna eins og áður sagði. Fer hún
næst í MR en síðan í MT í Voga-
skóla.
Þetta er í fyrsta sinn sem
menntaskólarnir halda slíka sam-
sýningu og standa vonir til að
þetta verði árviss atburður í fram-
tiðinni.
A laugardag og sunnudag
verður sýningin opin almenningi
frá 14—22.
íslenzk böm á alþjóða-
reiðhjólakeppni í Vín
Vörumarkaöurinn
Leyft verö
Okkar verð
Lík Torfa
fundið
Á MÁNUDAGINN
fannst lík Torfa Þórðar-
sonar stjórnarráðsfull-
trúa en hann týndist í
desember s.l. á Tenerife
á Kanaríeyjum. Torfi
var 74 ára. Lík hans
fannst í vatnsbóli á akri
nokkrum ekki langt frá
hótelinu, sem Torfi bjó
á. Þykir sýnt að Torfi
hafi ætlað að stytta sér
leið yfir akurinn en fall-
ió í vatnsbólið og hlotið
bana af.