Morgunblaðið - 13.03.1976, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1976
15
Stórsvindl kom-
útflytjenda USA?
Washington 12. marz. — Reuter þessi, Jesse Rosen, 40 ára að aldri,
SAMKVÆMT eiðsvörnum vitms-
burði fyrrverandi eftirlitsmanns
með kornvigtun fyrir undirnefnd
bandarísku öldungadeildarinnar,
sem fjallar um landbúnaðarmál,
eru ólögleg flokkun og vigtun
korns næstum því viðtekin venja
hjá kornútflutningsfyrirtækjum
um gjörvöll Bandarikin. Maður
Patty með
inflúensu
San Francisco 12. mars
Reuter
RÉTTA RHÖLDUNUM yfir
Patriciu Hearst hefur verið
frestað þar til á mánudag
vegna þess að hún er komin
með inflúensu. Farið var með
hana úr fangelsinu i gær til
sjúkrahúss f San Franciseo, og
sagði einn af lögfræðingum
hennar, Albert Johnson, að
sjúkdómsgreiningin hefði
verið inflúensa. Siðan var far-
ið með hana aftur i fangaklef-
ann. Þess er vænzt, að er
réttarhöldin hefjast að nýju
muni geðlæknisfræðingur
ákæruvaidsins, dr. Harry
Kozol, halda áfram að fjalla
um hvort Patricia hafi tekið
þátt i bankaráni vegna lífláts-
hótunar eins og verjendur
hennar halda fram.
tjáði nefndinni í gær, að háttsett-
ir starfsmenn sumra kornfyrir-
tækja vissu að þetta athæfi tíðk-
aðist til að auka gróða þeirra.
Hann kvað starfsmenn, sem ekki
vildu taka þátt i leiknum, stund-
um eiga á hættu að missa starfið.
Þessi óvænti vitnisburður kom í
upphafi nýrra yfirheyrslna
nefndarinnar um korneftirlits-
hneyksli sem leitt hafa til ákæra á
hendur meir en 60 eftirlitsmönn-
um og fleiri, einkum á New
Orleans-svæðinu. Yfirheyrslur
þessar kunna að vera undanfari
endurbóta á löggjöf um þessi mál
sem myndu fela í sér að eftirlit
með útflutningnum yrði tekið úr
höndum einkafyrirtækja og
fengið rikisstofnun.
Bandaríkjaþing:
Frumvarp
um mútu-
Washington 12. marz — Reuter
WILLIAM Proxmire, öld-
ungadeildarþingmaður,
sagói í dag að hann hygðist
leggja fram frumvarp sem
gerói það að glæp að banda-
rísk fyrirtæki mútuðu er-
lendum embættismönnum.
Hann kvaó frumvarp þetta
fylgja í kjölfar uppljóstr-
ana að undanförnu um aó
bandarísk stórfyrirtæki
eins og Lockheed, Gulf og
Exxon hefðu haft slíka
mútustarfsemi í frammi.
Ef þetta yrði ekki stöðvað
yrði afleiðingin spilling
hins bandaríska efnahags-
kerfis.
Það nýjasta
Símamynd AP
— Þetta er það nýjasta í bolatízkunni.
Símamynd AP
Þriggja milljón ára — Dr. Donald Johanson frá nátt-
úrufræðisafninu í Cleveland hefur sett höndina á efri
myndinni saman úr þriggja milljón ára gömlum bein-
um dýra sem líkzt hafa mönnum, en beinin gróf hann
upp í Eþíópíu. Á neðri myndinni sést hvernig lítill
loftbor er notaður til að höggva stein utan af höfuð-
kúpu þriggja til fimm ára gamals barns.
Ennókyrrð
í gengis-
málunum
London 12. marz — Reuter
BREZKA ríkisstjórnin hefur
gripið til harðra ráðstafana til að
stemma stigu við gengissigi
pundsins og Englandsbanki varði
i gær 200 milljónum dollara til að
styrkja stöðu þess. Verðgildi
punds gagnvart dollara er nú
1,935, sem jafngildir 4,5% verð-
rýrnun á einni viku. Hið sameig-
inlega „flot“ átta evrópskra gjald-
miðla, sem nefnt hefur verið
„snákurinn", hefur lent í mestu
ógöngum vegna ólgunnar á
evrópskum gjaldeyrismörkuðum
og frankinn fer enn mjög halloka.
Svíar áttu
1800 útibú
erlendis
SÆNSK fyrírtæki áttu árið 1974
alls um 1800 útibú erlendis, sem
samtals veittu um 291.000 manns i
viðkomandi löndum atvinnu, áð
því er fram kemur í skýrslu Efna-
hags- og félagsrannsóknastofn-
unarinnar IUI í Stokkhólmi um
fjárfestingar Svía erlendis. Er-
lendar fjárfestingar jukust á
fyrsta helmingi áttunda áratugar-
ins og erlendum starfsmönnum
sænskra fyrirtækja fjölgaði um
12.500 manns árlega á árunum
1970—74. AIls framleiddu þessi
útibú erlendis fyrir 31.655
milljónir sænskra kr. árið 1974.
Nixon kennir fyrirrenn-
urum um slæmt fordæmi
Washington 12. marz — Reuter
RICHARD Nixon, fyrrum
Bandaríkjaforseti, segir í
eiðsvarinni yfirlýsingu
sem birt var í dag að hann
hefði samþykkt ólöglegar
aðferðir við upplýsinga-
öflun bandarískra leyni-
þjónustustofnana vegna
þess að þær hefðu reynzt
árangursríkar í tíð fyrir-
rennara hans í forseta-
embættinu. í yfirlýsing-
unni, sem er 37 bls., svarar
Nixon spurningum leyni-
þjónustunefndar öldunga-
deildarinnar um þetta mál
Buenos Aires,
11. marz. Reuter
ARGENTlNUSTJÓRN hefur
ákveðið að hækka laun verka-
manna um 20%, en með öllu er
óvíst að vinstrisinnuð verkalýðs-
félög sætti sig við þá hækkun, þar
sem krafist hefur verið 50%
kauphækkunar að minnsta kosti
og það án tafar.
Verkamenn hafa efnt til verk-
falia víða síðustu daga til að
fylgja eftir kröfum sínum, meðal
annars i Cordoba þar sem mikill
vélaiðnaður er.
*
Allir verkamenn fengu upphaf-
lega 12% hækkun i siðustu viku.
Ríkisstjórnin hefur hækkað verð
á gasi, rafmagni, fargjöldum með
járnbrautarlestum og á ýmsum
matvæiategundum um allt ao
100%.
Tilkynningin um 20% launa-
hækkunina var gefin út i gær-
kvöldi, skömmu áður en Maria
Estela Peron forseti ávarpaði
miðstjórnarfund CGT, sem hefur
verið einn styrkasta stoð
Peronistahreyfingarinnar i land-
inu.
og afhentu lögfræðingar
hans afrit af henni til fjöl-
miðla. Nixon segir að að-
ferðir þessar hafi verið lög-
mætar því að þær voru not-
aðar til að gæta þjóðarör-
yggis. Frank Church, for-
maður nefndarinnar, gagn-
rýndi þegar í stað forset-
ann fyrrverandi og sagði
að þessi rök væru byggð á
hættulegum og óraunhæf-
um hugmyndum um ríkis-
vald.
Nixon segir, að hann hafi i for-
setatíð sinni komizt að þvi að fyrri
ríkisstjórnir hefðu samþykkt að-
ferðir eins og simhleranir án
heimildar, innbrot án húsleitar-
heimildar, og opnun símskeyta til
borgara sem lið i upplýsingasöfn-
un. Því hefði hann samþykkt þær
lika. 1 yfirlýsingu Nixons kemur
m.a. einnig fram, að hann man
ekki hvort honum hafi verið sagt
frá simhlerunum i ísraelska
sendiráðinu, þótt það sé ekki úti-
lokað; að hann hafi vitað að CIA
opnaði póst til og frá Sovétríkj-
unum og að hann hafi ekki vitað
um innbrot framin á vegurn CIA
og FBI. Þá viðurkennir Nixon, að
hann hefði samþykkt simhleranir
hjá bróður sínum, Donald Nixon,
til að komast að þvi hvort hann
væri skotspónn tilrauna „ein-
staklinga til að koma honum eða
sjálfum sér í bobba“.
Argentínustjórn hækk-
ar laun verkamanna