Morgunblaðið - 13.03.1976, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.03.1976, Qupperneq 16
 16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1976 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar RitstjórnarfuMtrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristínsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80 Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 40,00 kr. eintakið Ólafur Jóhannesson, viðskiptaráöherra, skýrði frá því á aðalfundi Kaupmannasamtaka ís- lands sl. fimmtudag, að þrír emhættismenn ynnu nú að samningu frumvarps um verðlagsmál. Er þess að vænta, að sú frumvarps- smíð sé svo vel á veg kom- ín, að hægt verði að leggja nýjar tillögur um verðlags- löggjöf fyrir Alþingi það er nú situr. í ræöu sinni skýrði viðskiptaráðherra einnig frá því, að ekki hefði verið tekin afstaða til þess enn í ríkisstjórninni, hvað tæki við, þegar fjögurra mánaða nær al- gerri verðstöðvun lyki hinn 20. marz n.k. Þess vegna mundi hin almenna verðstöóvun þá veróa í gildi. Hins vegar lýsti Ólaf- ur Jóhannesson þeirri skoðun sinni, að óæskilegt væri, að verðstöðvunar- ástand af því tagi, sem hér hefur ríkt um skeið, stæði of lengi, þar sem áhrifin af því slævðust, þegar fram i sækti. Loks taldi viðskipta- ráðherra æskilegt, að ný löggjöf um verðlagsmál tæki við er verðstöðvun verður aflétt. Þessi ræða Ólafs Jó- hannessonar hlýtur að vekja vonir um, að þess sé skammt að bíða, aó verð- lagsmálin verði tekin nýj- um tökum. Hér hafa verð- lagshöft og verðlagseftirlit af gamia skólanum ríkt um margra ára skeið og í raun og veru verið eina ráðið, sem stjórnvöld hafa gripið til á sviði verðlagsmála til þess að berjast gegn verð- bólgunni. En sannleikur- inn er bara sá, að reynslan af þessum verðlagshöftum, sem tækiJ baráttu vió verð- bólguna, hefur verið mjög slæm. Ekki er hægt að sjá, að sú verðlagstefna, sem ríkt hefur hafi orðið til þess að halda niðri verðlagi svo nokkru nemi og jafnvel hægt að færa rök aö því, að þessi gamaldags verðlags- pólitík hafi hreinlega stuðl- að að hærra vöruverði. Kerfið hefur sízt af öllu hvatt til þess, að leitað yrði hagstæðustu innkaupa, þvert á móti stuðlað að óhagkvæmum innkaupum. En jafnframt er enginn vafi af því, að þetta kerfi hefur valdið miklu tjóni og veikt stórkostlega fjár- hagsstöðu fjölmargra at- vinnugreina. Ákvarðanir um verðlagshækkanir, sem hlutu að koma, hafa verió dregnar von úr viti, neytendum til sáralítils gagns, en einstökum at- vinnufyrirtækjum og starfsmönnum þeirra til mikils tjóns. Núverandi verðlagskerfi er í raun gjaldþrota og úrelt og löngu orðið tímabært aó taka upp nýjar starfsað- ferðir. Á tímum viðreisnar- stjórnarinnar var gerð til- raun til þess en tókst ekki vegna þess, að samstöðu skorti milli þáverandi stjórnarflokka, þegar á átti að herða. Sýnir það bezt, hvílíkum erfióleikum það er bundið að koma á um- bótum á þessu sviði. Vinstri flokkarnir voru framan af þeirrar skoóun- ar, að þetta gamla kerfi þjónaði hagsmunum laun- þega en hver getur haldið því fram eftir fengna reynslu af því? Er ekki oróið tímabært jafnvel frá sjónarmiói þeirra, sem hafa talið, að verðlags- hömlur skiptu máli að reyna eitthvað nýtt? Þaó skal viðurkennt, að það þarf talsverðan kjark til þess á miklum verð- bólgutímum að kasta verð- lagshöftum fyrir borö, gefa verðlagið frjálst og láta á það reyna, hvort inn- flytjendur og kaupmenn geta staðið við þau oró, að við slíkar aðstæður sé hægt að ná fram hagstæðari inn- kaupum en ella og jafnvel halda vöruverði betur niöri en með verölagshöft- um. En reynslan af núverandi kerfi er svo slæm, að það er full ástæða til að taka í sig þann kjark Qg reyna nýjar leiðir. í fæstum tilvikum er hægt að benda á það með rökum, að þaó hafi gefizt illa að láta menn njóta frelsis. í einni svipan var skapað frjálst markaðskerfi í V- Þýzkalandi eftir stríð og það varð grundvöllur aó efnahagsundri þar í landi, sem V-Þjóöverjar búa enn að. Reynsla okkar ís- lendinga af innflutnings- frelsinu, sem tekið var upp í byrjun Viðreisnar, er í stuttu máli frábær. Inn- flutningsfrelsið gerbreytti þjóðfélagi okkar á skömm- um tíma. Nú ber aó gefa frelsinu tækifæri til að sýna hvaö það getur á sviði verðlagsmála, gefa verðlag frjálst og láta á það reyna, hver árangurinn veröur. Þaö gæti orðið upphafið að nýju blómaskeiði í atvinnu- lifinu. Að sjálfsögðu ber að fylgjast áfram með verð- lagi en eftirlit er eitt og höft er annað. Á þessu tvennu er grundvallar- munur. í raun og veru höf- um við engu að tapa en allt aó vinna, svo slæm er reynsla okkar af núverandi haftakerfi á sviði verðlags- mála. Núverandi rikisstjórn hefur heitió því að gera umtalsverðar umbætur á sviði verðlagsmála. Við- skiptaráöherra hefur gefiö góóar vonir um, að þær muni senn sjá dagsins ljós. Þess ber að vænta aó grundvallaratriði þeirra verði frelsi í verðlagsmál- um. Látum frelsið njóta sín í verðlagsmálum Helga Finnsdóttir: Fyrsta skref- ið er í hönd- um Alþingis Frá Kjarvalshúsinu á Seltjarnarnesi Þegar Hjáparstofnun kirkjunnar hefst handa um fjársöfnun til styrktar þroskaheftum börnum, vaknar spurning um það, hvað eigi að gera við peningana. Ekki vegna þess, að þeirra sé ekki þörf, heldur hins, að peninga skortir til allra hluta sem varða þroskahefta. Reisa þarf skólabyggingar, byggja upp greiningar- og ráð gjafarstoð og Lekotek, koma upp frekari aðstöðu til sunds og sjúkraþjálfunar, gera þjónustu við þroskaheft börn á leikskólúm og dagheimilum að veruleika, efla félagslegan stuðning við foreldra og vinna að menntunaraðstöðu hérlendis fyrir þá, sem annast kennslu og þjálfun þroskaheftra barna Satja þarf á stofn fjölskyldu heimili, sem eiga að geta komið í staðinn fyrir hæli og leysa einnig heimavistunarvandamál barna úr sveit, styrkja sérkennslu I almenn um barnaskólum, veita starfsþjálf un og reisa verndaða vinnustaði. Þannig mætti lengi telja og hef ég einungis stiklað á stóru. Þessi upptalning ætti að sýna, að mál- efnið er vlðtækt og margbrotið og þarfnast skynsamlegrar uppbygg ingar, sem samræmist þörfum þroskaheftra barna og foreldra þeirra. Sem formaður foreldra- félags vil ég benda á nauðsyn þess, að foreldrar hafi hönd í bagga með þeirri uppbyggingu. Við höfum ákveðnar skoðanir á því, hvernig best sé að börnum okkar búið. Forsenda þess, að þetta mál verði skipulagt og fjármagnað, er skilningur almennings og ráða- manna. Þessi skilningur getur ekki orðið til nema þjóðin fræðist um málefni þroskaheftra. í því sambandi er ekki síður mikilvæg sú hlið fjársöfnunar Hjálparstofn- unar kirkjunnar, sem nefna má upplýsingaherferð. Eins og þetta mál hefur verið afskipt til skamms tlma, þá er það — að minnsta kosti í augum for- eldra — næsta ótrúlegt, að fórnarvika Hjálparstofnunarinnar skuli vera helguð þroskaheftum börnum. Börnunum, sem ekki hafa notið nokkurra mannréttinda Æskulýðs- og fórnarvika 1976 Gud barfnasl jmna harnla! og hafa valdiS foreldrum slnum sllkri örvæntingu og erfiSleikum, að fyllilega er sambærilegt vi8 þjáningar ibúa ýmissa vanþróaðra landa. Stundum hefur okkur for- eldrunum fundist afskiptaleysi samborgaranna vera miskunnar- laus grimmd. Eitt af þvl, sem hamlað hefur uppbyggingu þessa mðls. er stjórnleysi. Enginn einn aðili fer með þetta mðl. heldur dreifist það ð menntamálaráðuneytið. heil- brigðisráðuneytið, tryggingarððu- neytið, Tryggingastofnun rlkisins, félagsmálastofnanir sveitafélaga og fjármálaráðuneytið. Enginn aðili, menntaður I málefnum þroskaheftra, starfar I nokkurri þessara stofnana. Þarf þvl engan að undra, þótt aðgerðir I mðlinu hafi fram til þessa ekki verið hnit- miðaðar. Það. sem brýnast er til úrlausn- ar þessum vanda, er að sett verði löggjcf. sem kveði á um heildar- stjórn og samræmingu aðgerða til úrbóta. Mér til mikillar gleði var á Alþingi I desember 1975 flutt þingsályktunartillaga um heildar- löggjöf varðandi málefni vangef- inna, og hefur fyrsta umræða um tillöguna þegar farið fram. Flutn- ingsmenn tillögunnar eru þingmenn frá öllum þingflokkum. þeir Helgi F. Seljan, Karvel Pálma- son, Sverrir Bergmann, Sigurlaug Bjarnadóttir, Bragi Sigurjónsson og Jónas Árnason. Þar sem þessi þingsályktunartil- laga hefur ekki birst I Morgun- blaðinu, svo merkileg sem hún er. mun ég að endingu birta hana orðrétta ásamt meðfylgjandi greinargerð. Rétt er að taka fram, að ég er ekki fyllilega sammála örfáum atriðum I greinargerðinni, en þau skipta ekki meginmáli. Alþingi ályktar að skora á rlkis- stjórnina að láta undirbúa og leggja fram frumvarp til laga um heildarskipulag varðandi öll mál- efni vangefinna. Löggjöfin taki mið af þessum meginatriðum: 1. Stefnt skal að þvl að koma á heildarkerfi, framtiðarskipan I samræmi við þau viðhorf sem rikja i þessum málum og þær þjóðir byggja á sem lengst eru ð veg komnar. 2. Löggjöfin spanni þannig yfir heilsugæslu. kennslu og þjálfun og félagslega þjónustu hvers konar og samræmi alla þessa þætti undir einni heildarstjórn. Greinargerð Þegar litið er til málefna vangef- inna hérlendis i heild má segja að tvennt sé þar mest ðberandi: Heildarlöggjöf, sem varðar alla helstu þætti i vanda þessa fólks, skortir. Til eru aðeins lög um fá- vitastofnanir frá árinu 1967, sem eru hvort tveggja of þröng og um margt úrelt I Ijósi nýrra viðhorfa. Þetta blasir við á flestum sviðum og þó einkum i vissri vanrækslu samfélagsins hvað snertir þroskun og þjálfun þessa fólks. Ber þó sist að vanmeta það sem vel hefur verið gert. Hitt einkennið er i raun bein afleiðing af þvi fyrra, þ.e. að fram- kvæmd þessara mála er frábrugð- in þvi sem gerist annars staðar. þar sem heildarlöggjöf er skýr og samfélagið gengur á undan i öllum aðgerðum og samræmingu hinna ýmsu þátta. Hérlendis hefur áhugastarfið verið meira áberandi Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.