Morgunblaðið - 13.03.1976, Page 17

Morgunblaðið - 13.03.1976, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1976 17 Núverandi lífeyristrygg- ingar — kostir og gallar Inngangur F'yrir alþingi liggur tillaga til laga um Lifeyrissjóð Islands flutt af Guðmundi H. Garðars- syni. I frumvarpi þessu er gert ráð fyrir róttækum breytingum á lífeyrissjóðakerfi lands- manna, þar með töldum al- mannatryggingum. Þar sem ég undirritaður vann að tækni- legri hlið þéssa frumvarps, þyk- ir mér eðlilegt, að ég skýri nánar einstaka þætti þess, afleiðingar þess fyrir einstakl- inginn og væntanleg áhrif þess á þjóðarbúið í heild. Það var á síðastliðnu sumri að Oddur Ölafsson alþingis- maður, Guðmundcir H. Garðars- son alþingismaður og undir- ritaður ákváðu að reyna að ráða bót á því óréttlæti og þeim vanda, sem við blasir í lífeyris- tryggingamálum þjóðarinnar. Hófst samstarfið að fullu í byrj- un október með stuðningi Verzlunarmannafélags Reykja- víkur. Arangur þessa samstarfs er ofangreint frumvarp og er það von mín, að það geti orðið grundvöllur umræðna og skoðanaskipta. Núverandi kerfi Undirstöður núverandi kerfis lífeyristrygginga á Is- landi eru tvær. Er önnur líf- eyristryggingadeild Trygginga- stofnunar rikisins, en hin undirstaðan er nærri hundrað lífeyrissjóðir hinna ýmsu sam- taka, félaga og stofnana. Lífeyrir Tryggingastofnunar ríkisins er eingöngu háður búsetu á Islandi og er hann hugsaður sem grunnlífeyrir. Hann er núna að upphæð kr. 16.946 á mánuði fyrir einstakl- ing. Að auki eru sérhverjum elli- og örorkulífeyrisþega (ein- stakling) tryggðar lágmarks- tekjur þannig, að samtals fara lifeyrir hans og aðrar tekjur ekki undir kr. 30.684 á máhuði. (Tekjutrygging.) Lifeyrir hinna einstöku líf- eyrissjóða er mjög mismun- andi. Þó er það sterkt einkenni hans, að hann er háður tekjum lífeyrisþegans fyrir töku líf- eyrisins og því, hversu lengi viðkomandi hefur verið með- limur i lífeyrissjóðnum. Hvern- ig lífeyrir er háður tekjum er mjög mismunandi eftir sjóðum. Sumir sjóðir greiða ákveðna prósentu af tekjum siðasta árs fyrir töku lífeyrisins, aðrir af meðaltekju siðustu 5 ára og enn aðrir taka tekjur yfir lengra tímabil inn í dæmið. Hinum einstöku lífeyris- sjóðum má skipta i tvo nokkuð greinilega afmarkaða hópa eftir því, hvort lífeyrisgreiðslur þeirra eru verðtryggðar eða ekki verðtryggðar eftir að taka lífeyris hefst. I fyrri hópnum eru allir lífeyrissjóðir opin- berra starfsmanna. Fjárhagsleg uppbygging hinna einstöku lífeyrissjóða er alltaf grundvölluö á þeirri meginreglu, að iðgjöldum sér- hvers einstaklings er safnað til þess að standa undir væntan- legum llfeyri hans. (Söfnunar- kerfi.) Þannig sér hver kynslóð um sig sjálfa í ellinni. Aftur á móti er fjárhagslegri uppbygg- ingu lifeyrisdeildar Trygginga- stofnunar ríkisins þannig farið, að lífeyrisgreiðslur hennar eru fjármagnaðar að mestum hluta beint úr ríkissjóði (með sköttum) og að hluta með álög- um á atvinnurekendur. Iðgjöld- in, þ.e. skattar og álögur, renna viðstöðulaust til lífeyrisþeg- anna og engin söfnun á sér stað. (Gegnstreymiskerfi.) Kynslóð hinna vinnandi sér þannig fyrir þeim, sem hafa lokið ævistarfi sínu. Kostir og gallar Kostir núverandi lífeyris- sjóða eru óneitanlega nokkrir. BeF þar hæst þá uppsöfnuh og lánastarfsemi, sem á sér stað í lífeyrissjóðunum. Lánastarf- semi sjóðahna hefur gert mörgum félagsmönnum þeirra kleift að koma sér upp eigin húsnæði. Og lán úr lífeyrissjóði eru ekki svo lítils virði i eins fjármagnshungruðu landi og Is- land er. Reyndar hafa margir hneigst til þess að líta á lífeyris- sjóðina sem lánastofnanir og gleymt þeirra upprunalega til- gangi, sem er að veita lífeyri. Margir hafa haldið þvi fram, að verulegur hluti þjóðar- sparnaðarins eigi sér stað í lif- eyrissjóðunum. En til þess að fullyrða slíkt, verða menn að vita i hvað lánveitingarnar fara. Vitneskja um þetta atriði er ekki fyrir hendi og sumir hafa jafnvel látið að þvi liggja að stór hluti iána lífeyrissjóð- anna renni til bílakaupa. En það, að 20 menn láni einum fyrir bil, er ekki sparnaður að minum dómi. Höfuðgallinn við núverandi kerfi er sá, að það fær ekki staðist tii langframa, nema til komi ailveruleg hækkun ið- gjalda eða frekari skerðing líf- eyris. Það er nefnilega gert ráð fyrir því, að iðgjöld hvers ein- staklings beri að minnsta kosti 3% raunvexti, þ.e. 3% vexti yfir vísitölú jauna. Er þá gert ráð fyrir því að lifeyrir hækki í samræmi við almenn laun. Slika ávöxtun vill enginn greiða hér á landi, þar sem menn eru vanir þvi að hagnast á lántökum. Þvert á móti hefur raunávöxtun sjóðanna löngum verið neikvæð og það stundum stórlega neikvæð. Það, sem hefur bjargað sjóðunum til þessa, er sú staðreynd. að þeir eru enn mjög ungir og fáir félagsmenn eru komnir með full réttindi. En skriða lífeyris- þega mun dynja yfir lifeyris- sjóðina á næstu tveimur áratug- um og munu menn þá furða sig á því, hversu skammt eignir þeirra duga. Annar stór galli við núver- andi kerfi er sú hlið þess, sem að lifeyrisþegunum snýr. Þ.e. þeím lífeyrisþegum, sem hafa óverðtryggðan lífeyri. Sem dæmi má nefna. að lifeyrisþegi, sem hóf töku lifeyris 1970 með full réttindi, fékk kr. 7200 í lífeyri á mánuði. (60% af kr. 12000, sem voru meðal mánaðarlaun þá.) Hann fær þessar 7200 krónur enn í dag! Vegna neikvæðrar ávöxtunar sjóðanna er útilokað að greiða lifeyrisþegunum verðbætur, ef menn vilja viðhalda söfnunar- kerfinu. Sennilega þyrfti að skerða ofangreinda lífeyris- ómynd enn frekar, til þess að kerfið fengi staðist. Uppsöfnunog lánastarfsemi i lífeyrissjóðunum er þannig i mótsögn við kröfur um verð- tryggðan lífe.vri og verða menn að gera upp hug sinn, hvort þeir vilja heldur. Hinn raunverulegi lífeyrissjóður landsmanna Hvernig getur ofangreindur lífeyrisþegi lifað með kr. 7200 í lifeyri á mánuði? Því er til að svara, að hann er löngu kominn niður fyrir mörk tekjutrygg- íngar almannatrygginga og fær þaðan um 29 þús. á mánuði, ef hann er einhleypur og hefur ekki aðrar tekjur. Þannig fær hann um 80% af sínum lifeyri frá Tryggingastofnun ríkisins. Og þessi hlutur almannatrygg- ingakerfisins i lífeyri þessa manns hækkar eftir því sem lengra liður frá töku lifeyris- ins. Almennt má segja, að óverðtryggður lífeyrir, hversu hár sem hann var i upphafi, verði óverulegur i samanburði við lifeyTi Tryggingastofnunar- innai' strax 3 — 4 árum eftir að taka hans hefst í núverandi verðbólgu. I reynd er það því Tryggingastofnun ríkisins. sem Framhald á bls. 23 Að Tove Ditl- evsen lát- inni ÞAÐ mesta og bezta i skáldskap Tove Ditlevsen var vakið af hennar eigin lífsreynslu. H'ort sem hún sendi frá sér ljóða- bækur, skáldsögur, smá- sögur eöa endurminn- ingar sínar var hún sjálf rauði þráðurinn í verk- inu. Hún var öðrum glöggskyggnari á iífsins blæbrigði og þrautir hennar sjálfrar frá fyrstu tíó urðu henni aldrei tilefni sjálfs- vorkunnsemi, heldur spratt upp af þeim aukin víósýni og samkennd með náunga hennar. Hún sendi kornung frá sér ljóðabókina „Pige- sind“ og hlaut mikið lof og skipaði sér þá þegar á bekk með fremstu ljóð- skáldum Dana. Alla tíð síðan hélt hún sér í ljóóa- gerð sinni innan hefð- bundins ramma sinna fyrstu ljóöa og með bók- inni „Kvindesind" upp úr 1950 vann hún nýjan list- rænan sigur að flestra dómi. Mörgum þótti sem framtiðin blasti við henni björt og fögur, þegar „Pigesind" kom út. Líf þessarar stúlku hlaut að verða lukkan ljúfa og samfella list- rænna sigra. Hvernig lif hennar formaði sig siðan vita margir, vegna þess að hún skrifaði sig gegnum líf sitt i bókum sínum af þvíliku hisp- ursleysi að fágætt var. Bókin „Man gjorde et barn fortræd'' sýndi lesendum að hún hafði ekki orðið skáld upp á skáldleg og fyrirhafnarlaus býti, heldur með ok og angist á herðum sér. Angistin fylgdi henni alla tíð og var sterkasti hljómurinn i öllu sem hún skrifaði. Angistin rak hana i ógöngur og sálarkreppur svo fullar ömurleika, að hún fékk ekki undir þvi risið. En hún hefur verið kallaður sá danskur höfundur sem bezt hefur skilið manneskjuna og þann skilning túlkaði hún i bókum sínum á listilegan hátt. Hún þekkti bresti og kosti manneskjunnar vegna þess að hún þekkti sjálfa sig öðrum betur og gerði sér grein fyrir því sem innra með henni bjó. Hún lýsti en dæmdi ekki, svo að aðrir gátu dregið lærdóm af reynslu hennar. Hún var sterk í angist sinhi þrátt fyrir allt og stolt af þvi sem smáborgaralegt umhverfi kallar niðurlægingu. Þótt hún veldi þyngsta kostinn: að skrifa um sjálfa sig, gerði hún það af hispursleysi og heiðarleika svo að henni tókst að hefja sig upp fyrir meðal- mennsku velferðarþjóðfé- lagsins. Enda þótt hún teldi sig kannski fyrst og fremst ljóð- skáld hlaut hún miklar undir- tektir fyrir margar skáldsögur sinar og smásögur. Endurminn- ingabækur hennar hafa þó sennilega fengið stærstan les- endahóp og í þeim tileinkaði hún sér ákveðna fjarrænu, sem gerði að verkum að hún gat miskunnarlaust dregið upp mynd af sjálfri sér og reynslu sinni án þess nokkurs staðar kenndi tilfinningasemi. Tove Ditlevsen var að því leyti sérstæð að ógerlegt væri að gera úttekt á skáldskap hennar einum og aðgreindum: milli hennar sjálfrar og verka hennar voru mörkin svo óglögg að úr verður sú eina heild sem hægt er að hafatil hliðsjónar. I siðustu bók sinni „Wilhelms værelse" sem var nýkomin út má auðveldlega skynja að hún bjó sig undir að de.vja. Hún gerði fræga tilraun til að svipta sig lífi fyrir tveimur árum og í bókinni segir hún: „Eg skrifa til þess eins að segja frá andláti Lise (sem í bókinni er hún sjálf) — þegar ég hef full- komnað það verk get ég farið á eftir henni.'' Bókin „Wilhelms værelse" er ef til vill „hráasta" bók skáld- konunnar. Svo nærri hefur það efni sem bókin fjallar um — hjónaband hennar, og ritstjór- ans Victors Andreassen — staðið henni að hún hefur ekki á valdi sínu að standa að mestu fyrir utan sögusviðið eins og i mörgum öðrum bókum. En bók- ín er mögnuð og lætur lesanda ekki ósnortinn. Tove Ditlevsen naut hylli meó löndum sinum og virðingar Tove Ditlevsen. með kollegum sinuni, enda þótt verkum hennar hafi ef til vill ekki verið tekið af verðskuld- aðri alvöru. Andlát hennar er dönskunt bókmenntum missir og mun án efa vekja persónu- lega hryggð hjá mörgum. sem þekktu hana aðeins af því sem hún skrifaði, svo einlægum tengslum náói hún við lesendur sina. h.k.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.