Morgunblaðið - 13.03.1976, Side 19

Morgunblaðið - 13.03.1976, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1976 19 Hjálmar R. Bárðarson, siglingamálastjóri: er sannara reynist Víst skal I Morgunblaðinu 20. febr. 1976 er birt grein eftir herra Jón Arnason, alþm., formann fjárveit- inganefndar Alþingis, er hann nefnir „Hafa skal það er sannara reynist“. I. Ég er fyllilega sammála for- manni fjárveitinganefndar um að í öllum atriðum þessa máls sem annarra beri að hafa það, er sann- ara reynist. Grein mín, „Öryggi á sjó og fjárveitingar", sem birtist í Morg- unblaðinu 11. september 1975 var einmitt rituð vegna þess að í opin- berri skýrslu Sjóslysanefndar fyr- ir árið 1974 var að minum dómi hallað réttu máli, en þar segir m.a. að Sjóslysanefnd hafi ritað fjárveitinganefnd Alþingis og óskað þess, að hún tæki tillit til þarfar á auknu eftirliti við ákvörðun fjárveitinga til Sigl- ingamálastofnunar ríkisins — og síðan segir orðrétt í skýrslu Sjó- slysanefndar 1974: „Fjárveitinga- nefnd taldi sig hi'ns vegar ekki geta orðið við þessum tilmælum, þar eð engar sérstakar ábending- ar eða tillögur í þessa átt hefðu komið frá Siglingamálastofnun- inni sjálfri eða viðkomandi ráðu- neyti.“ Þessi ummæli, sem höfð eru eftir fjárveitinganefnd, og birt í opinberri skýrslu og síðar í fjölmiðlum, komu mér svo mjög á óvart, að ég sá mér ekki annað fært en að bera hönd fyrir höfuð og koma þvi á framfæri opinber- lega, sem ég veit sannast og rétt- ast. Það er svo sannarlega stað- reynd, að ár eftir ár hefi ég í fjárlagastillögum fyrir Siglinga- málastofnunina farið fram á auk- ið starfslið og auknar fjárveiting- ar, bæði vegna öryggismála skipa og sjófarenda og vegna olíumeng- unarmála Eg er því þakklátur að formað- ur fjárveitinganefndar staðfestir þetta óbeint í grein sinni, þar sem hann segir frá efni bréfs míns til fjárveitinganefndar, dags. 29. nóv. 1974. Þegar það bréf var rit- að hafði samgönguráðr.neyt- ið tilkynnt mér, að launaliðurinn í tillögum stofnunarinnar frá 15. mai 1974 hefði verið lækkaður um 6,53 milljónir króna og allar til- lögur um aukið starfslið hefðu verið felldar nióur. Málið hefur því sýnilega verið afgreitt hjá fjarveitinganefnd einhvern tímann fyrir 29. nóv. 1974, ásamt athugun á þeirri greinargerð, sem fylgdi tillögum stofnunarinnar. 1 grein formanns fjárveitinga- nefndar kemur fram, að þetta bréf er tekið til athugunar og sérstakrar afgreiðslu, og þá gert ráð fyrir fastráðningu á tveimur nýjum skoðunarmönnum til skyndiskoðana á öryggisbúnaði fiskiskipa. II. Varðandi fastráðna skipaskoð- unarmenn var í fjárlagatillögum stofnunarinnar fyrir árið 1975 lagt til, að fastráðnir yrðu 4 nýir skipaskoðunarmenn utan Reykja- víkursvæðisins til viðbótar við þá 4 eftirlitsmenn, sem fyrir eru, og fengju þeir sömu laun og fast- ráðnir skipaskoðunarmenn, sem búsettir eru á Reykjavíkursvæó- inu. Hugmynd Siglingamálastofn- unarinnar var (og er) sú, að þess- ir starfsmenn fengju sérþjálfun í einstökum greinum starfsins og fengju starfsaðstöðu á Isafirði, Akureyri, Néskaupstað og í Vest- mannaeyjum og ferða-aðstöðu hver á sínu svæði að undanskild- um Vestmannaéyjum. 1 nóvember 1974 tilkynnti sam- göngumálaráðuneytið mér, að m.a. ofangreindar tillögur stofn- unarinnar í fjárlagatillögum fyrir árið 1975 hefðu verið felldar nið- ur. Þar eð mér þótti þetta slæmar fréttir að fá, þá ritaði ég umrætt bréf dags. 29. nóv. 1974 beint til fjárveitinganefndar Alþingis, og vakti þar athygli nefndarinnar á hafa það þessum atriðum fjárlagatillagna stofnunarinnar. Eftir fyrrgreindar uppiýsingar frá samgöngumálaráðuneytinu um afgreiðslu fjárlagatillagnanna barst mér engin frekari upplýsing um neina breytingu á fjárveit- ingu til stofnunarinnar, hvorki frá fjárveitinganefnd né frá sam- gönguráðuneytinu. Það er satt og rétt sem segir í grein formanns fjárveitinga- Hjálmar R. Bárðarson nefndar, að það er ekki fyrr en á fundi mínum hjá fjárveitinga- nefnd á sl. hausti (1975) að mér er tjáð, að fjárveitinganefnd hafi við lokaafgreiðslu á fjárlögum ársins 1975 veitt heimild til fast- ráðmngar á tveimur skoðunar- mönnum til skyndiskoðana á bún- aði. í grein sinni telur formaður fjárveitinganefndar það ámælis- vert, að siglingamálastjóri skuli ekki hafa grennslazt fyrir um það allt árið 1975 „...í hvaða sam- bandi tveggja milijón króna hækkun á launalið Siglingamála- stofnunarinnar hafi átt sér stað“. Tölurnar, sem um ræðir, eru þess- ar, eins og þær koma fram: a) 1 frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1975, laun kr. 30.739.000.— b) í fjárlögum 1975, kr. 32.739.000,— c) í fjárlagatillögum stofnunar- innar 1975, kr. 37.269.000,— Þetta má því líka orða svo, að í stað um 6,5 milljón króna lækkun- ar launaliðs í fjárlagatillögum ársins 1975 frá tillögum Siglinga- málastofnunarinnar hafi endan- lega verið fallizt á, að í fjárlögum ársins 1975 skyldi lækkunin nema um 4,5 milljónum króna. Engin sundurliðun er á þessum lið, hvorki í fjárlögum né i frum- varpi til fjárlaga, en þar eð sam- gönguráðuneytið hafði tilkynnt siglingamálastjóra, að engar nýj- ar stöður hefðu verið samþykktar, þá er ekki, að mínum dómi, óeðli- legt að áætla, að þessi hækkun feli í sér almennar áætlaðar launahækkanir frá því að frum- varp til fjárlaga er samið, þar til fjárlög eru afgreidd. Samgöngu- ráðuneytið hafði heldur enga vitneskju fengið um, að hér væri um að ræða laun tveggja fastra skoðunarmanna við Siglingamála- stofnunina. Það er því ekki að ástæðulausu að sú hugmynd hvarflaði að mér, hvort ekki væri meiri hagsýni í því að ráðuneyt- unum yrði látin í té sund- urliðuð uiðurstaða ! á lokatölum fjárlaga fyrir þær stofnanir, sem undir ráðuneytin heyra. Auðvitað mætti segja, e.t.v. með nokkrum rétti, að það væri skylda forstöðu- manna stofnana að fylgjast betur með umræðum fjárlaga í Alþingi, en þar myndi væntanlega meiri starfstími fara til þessa í heild, heldur en ef t.d. fjárlaga- og hag- sýslustofnun tæki saman sundur- liðun fjárlagaliða fyrir stofnanir einstakra ráðuneyta. III. Þrátt fyrir framanritað er það þó staðreynd, að fjárveitinga- nefnd Alþingis við lokaafgreiðslu fjárlaga ársins 1975 tók upp fjár- veitingu fyrir tveimur nýjum stöðum fastráðinna skipaskoðun- armanna, sem hafa skyldu á hendi skyndiskoðanir um allt land, en niður voru felldir þeir fjórir skipaskoðunarmenn, sem stofnunin hafði lagt til að ráðnir yrðu með búsetu utan Reykjavik- ursvæðisins. Engin sérstök fjár- veiting virðist þó vera til ferða- laga þessara skyndiskoðunar- manna Hér skal einnig hafa það, er1 sannara reynist, og mér er því að sjálfsögðu ljúft að staðfesta það opinberlega. Astæðan fyrir því, að þetta atriði ver ekki nefnt í grein minni, sem birtist í Morgun- blaðinu 11. september 1975, er hins vegar að sjálfsögðu líka aug- ljós. Það var ekki viljandi farið með rangt mál, því að hvorki sam- gönguráðuneytið né siglingamála- stjóri hafði þá hugmynd um að við lokaafgreiðslu fjárlaga ársins 1975 hafði verið tekin inn fjár- veiting fyrir þessum tveimur nýju stöðum skipaskoðunar- manna. 1 grein sinni segir formaður fjárveitinganefndar að umrædd Morgunblaðsgrein mín frá 11. september 1975 hafi verið endur- prentuð að öllu leyti óbreytt og án athugasemda í Sjómannablaðinu Víkingi. Einnig í þessu atriði efast ég ekki um að formaður fjárveitinga- nefndar er mér sammála um að hafa það, sem sannara reynist. Grein mín, sem birtist i Morg- unblaðinu 11. september 1975, fór samtímis til Sjómannablaðsins Víkings, sem óskaði eftir að fá að birta greinina. Nú er Sjómanna- blaðið Víkingur mánaðarblað, og svo mun hafa staðið á, að ekki varð rúm fyrir greinina i næsta tölublaði. Greinin birtist svo í þarnæsta tölublaði Sjómannablaðsins Vík- ings. Um þetta gat ég engu ráðið, en sannleikurinn er sagna beztur, og því má ekki skoða greinina í Sjómannablaðinu Víkingi sem annað en grein, sem skrifuð var eftir beztu vitneskju á sinum tíma, en birting hafði tafizt. Af þessari síðbúnu birtingu greinar- innar er ég algjörlega saklaus, og um það getur ritstjórn Sjómanna- blaðsins Víkings eflaust vottað. IV. En þá vil ég að lokum víkja nokkrun orðum að sjálfu efni þessa máls, um ráðningu fleiri fastra skipaskoðunarmanna við Siglingamáiastofnum ríkisins. Eins og fram kom hér að fram- an, þá var hugmyndin í fjárlaga- tillögum Siglingamálastofnunar- innar fyrir árið 1975 sú, að fast- ráðnir yrðu fjórir nýir skipaskoð- unarmenn utan Reykjavíkur- svæðisins, sem sé á ísafirði, Akur- eyri, Neskaupstað og Vestmanna- eyjum. Sama tillaga var aftur tek- in upp í fjárlaga tillögum Sigl- ingamálastofnunarinnar fyrir ár- ið 1976, en þær tillögur voru gerð- ar 26. apríl 1975. Auk þess var Iagt til að tekinn yrði upp sérstakur liður fyrir rekstrarútgjöld skipaskoðunar- stöðva á Isafirði, Akureyri og Neskaupstað. Gert er þar ráð fyr- ir leiguhúsnæði, herbergi, helzt nálægt höfninni, með búnaði, svo og rekstri einnar jeppabifreiðar til skipaskoðunarferða um hvert þessara þriggja umdæma. I greinargerð stofnunarinnar segir m.a.: „Um þetta hefur verið gerð tillaga undanfarin ár..... Þessi endurbót á skipaskoðun ut- an Reykjavíkursvæðisins er fyrir löngu síðan oðrin brýn nauðsyn, og verður reyndar ekki séð að framkvæmd geti dregizt lengur en orðið er.“ Þetta var lika ritað (26. apríl 1975) áður en samgönguráðu- neyti og siglingamálastjóra var kunnugt um, að fjárveitinga- nefnd hafði við lokaafgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1975 tekið inn fjárveitingu til að fastráða tvo skyndiskipaskoðunarmenn við stofnunina. Þar eð þessi tillaga stofnunar- innar líka var felld niður úr fjár- lagatillögum ársins 1976, lagði siglingamálastjóri til við fjárveit- inganefnd, að til málamiðlunar yrði ráðningu þessara fjögurra skipaskoðunarmanna utan Reykjavíkursvæðisins slegið á frest, en i stað þessyrðu þeir tveir skyndiskipaskoðunarmenn, sem heimild var til að ráða til starfa við stofnunina i Reykjavík, ráðnir strax um áramót,- en að þeir yrðu sérþjálfaðir í þeim greinum, sem mest er þörf á nú. Auk þess væri gert ráð fyrir auknum ferðum fastráðinna sérmenntaðra skipa- skoðunarmanná um allt land, til að tryggja sem bezta og jafnasta árlega skoðun allra íslenzkra skipa. Sú skoðun virðist vera mjög áberandi aó skyndiskoðun á öryggisútbúnaði skipa á milli reglulegra skoðana sé mikilvæg- asta úrlausn öryggis skipa. Ef með öryggisbúnaði er átt við björgunartæki, eins og björgunar- báta, neyðarblys, linubyssur, björgunarbelti, siglingatæki og annan slíkan búnað, þá er hér um mikinn misskilning að ræða. Að sjálfsögðu er mjög mikilvægt að þessi búnaður sé í bezta lagi,en Siglingamálastofnunin hefur oft gert slíkar skyndiskoðanir á þess- um öryggisbúnaði á milli ársskoð- ana, og reynslan hefur verið sú, að ef um er að ræða skip, sem er í fullri notkun og Undur góðri skips stjórn, þá hafa yfirleytt flest öll þau atriði, sem máli skipta, verið í lagi við skyndiskoðun ef ársskoð- un hefur verið vel og samvizku- lega gerð af vel færum skoðunar- manni. Ef ársskoðun skipsins hins vegar hefur verið ábótavant, þá er að sjálfsögðu ekki að sökum að spyrja. Skoðun þessa öryggisbúnaðar er þó yfirleitt ekki eins mikið vandamál og ýmis sérstök atriði, sem eru geysilega mikilvæg fyrir öryggi skipanna, en krefjast tölu- verðrar sérþekkingar af skoðun- armönnum. Hér er t.d. hægt að nefna atriði eins og styrkleika togála og festingar þeirra í skipið, sömuleiðis staðsetningu og ekki síður festingu á rúllum og kast- blökkum í skipunum, öryggisloka á spilum við þau og í brú, sundur- hólfun með uppstillingu í lest, brunavarnabúnaði, rafkerfi skip- anna, sem valdið getur bruna i vélarúmi, röralagnir og ventla á austurkerfi og til slökkvistarfa, tæringarvörn i stálskipum, vatns- þétta lokun á lúgum og hurðum og fleira þessu líkt. Til þessara starfa allra þarf sér- þjálfaða skoðunarmenn til að ferðast um landið og aðstoða og leiðbeina lausráðnum skoðunar- mönnum við skoðun og fram- kvæma þær skoðanir, sem sér- þekkingu þarf til. Þessir skoðun- armenn eru til við stofnunina, en allt of fáir til að geta annað slík- um störfum um allt land, og þess vegna er ársskoðun mjög misjöfn. Meginmálið er því ekki að ráða tvo nýja menn til að ferðast um og skoða öryggisbúnað, heldur að fjölga sérþjálfuðum skoðunar- mönnum, sem senda má til skiptis hvert á land sem er tíl sérskoð- ana, hvern í sinni sérgrein, og til að aðstoða og þjálfa lausráðna skoðunarmenn í starfi. Nú standa málin þannig, að samgönguráðuneytið hefur leitað eftir þvi að fá upplýst endanlega, hvaða störf verður heimilað að fastráða í við Siglingamálastofn- un ríkisins á árinu 1976, en ennþá mun ekki hafa fengizt heimild til að auglýsa þær stöður lausar til umsóknar. Mér skilst þó að ekki muni þess langt aó bíða að endan- legt svar berist, enda er launalega séð enginn munur á því, hvort t.d. umræddir tveir fastráðnir skipa- Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.