Morgunblaðið - 13.03.1976, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1976
Minning:
Jón Sveinsson
verzlunarmaður
Fæddur 17. júní 1918.
Dáinn 6. marz 1976.
1 dag fer fram í Dómkirkjunni
útför Jóns Sveinssonar verzlunar-
manns. Hraunteiííi 10, Reykjavík.
Foreldrar hans voru Sigríður
Elíasdóttir og Sveinn Jónsson
skipstjóri frá Gauksstöðum í
Garði.
A unga aldri missti hann for-
eldra sína, og frá þeím tíma ólst
hann upp hjá móðursystur sinni,
Kristjiinu Eliasdóttur, og dætrum
hennar, Elínu og Halldóru Hall-
dórsdætrum, sem alla tfð tóku
honum sem ástríkum syni og
hróður. Erla Sveinsdóttir, eina al-
systir Jóns, ólst ppp á Þingeyri
hjá Natanael Mósessyni og Björgu
Jónsdöttur.
Jón höf stiirf hjá Haraldi Arna-
syni kaupntanni 14 ára gamall.
Þar vann hann alla sína ævi af
stakri samvisku.se mi og trú-
mennsku. Atti hann rnargar góðar
ntinningar frá gömlu góðu
Haraldarhúð og húshændum sem
þar hafa verið’ og slarfsfélögum.
Jón var sérstakur (iðlingsmaður,
sikátur o>* gamansamur en þó
alltaf sama prúðmennið. Aldrei
heyrðist hann segja hnjóðsyrði
um nokkurn ntann.
I rösemi og kærleika skal þinn
styrkur vera. það var lífsskoðun
hans. Hann var allra manna
skemmtilegastur og kátastur i
vinahöpi. En undir niðri var Jón
núkill alvörumaður.
Hann kvæntist Halldöru Haf-
liðadöttur Baldvínssonar fisksala
í Rvik. 12. maí 1945, fráhærri
myndarkonu, sem reyndist hon-
um hin ágætasta eiginkona.
Eignuðust þau eina döttur,
Krístjönu, l<>gfræðing, sem hefur
veriö sólargeisli á heintili þeirra.
Jón var mikill heimilisfaðir og
hoimili þeirra var til mikillar
fyrirmyndar, alltaf reiðuhúinn til
að gera oðrum greiða <>g ekki síst
þeini er minna máttu sín, og
þurftu einhvers með i 1 ífsharátt-
unni.
Jóti Sveinsson hafði marga
hæfileika til að vera vinsæll, enda
held ég að hann sé einn þeirra er
allir sjá eftir. Ilann var hvers
manns hugljúfi í umgengni hvers-
dagslega. ylaöur og h'ress o g
gamansamur. þvi hlaut iillum að
verða hlýtt til hans sem kynntust
honunt náið.
Við þökkum allar ánægju-
stundirnar á Hraunteigi 10. Voru
þau hjónin samhent um að gera
það heimili fagurt og aðlaðandi af
smekkvisi sinni og þau höfðu yndi
af að fagna góðum gestum.
Méð .Jóni SveinsSyni er horfinn
af sjönarsviðinu mikill mann-
dómsmaður. hugþekkur og góður
drengur.
Vinir hiðja honum hlessunar út
á eilífðardjúþið, og þakka honum
margar ögleymanlegar gleði-
stundir ér hann átti með þeim.
Slikúm mönnum sem Jóni farnast
vel tiæði þessa heims og annars.
Eftirlífandi eiginkonu og
dóttur hiðjum við Guðs hlessunar
um ókomin ár.
A.K.G.
Kveðja til fra*ntla
Jón frændi er dáinn. Við syst-
kinin fengum fyrir hjartað, þegar
við heyrðum að Jón frændi væri
dáinn. Þessi góði og kærleiksrikí
frændi, sem alltaf yar kátur og
hress, gladdi alla í kringum sig.
Hann var okkur systkinunum sem
annar pahhi, og við kölluöum
hann alltaf Jón frænda þótt hann
væri kvæntur möðursystur okkar.
Hann var svo Iipur og snar. Hann
taldi aldrei eftir sér að vinna og
hjálpaöðrum. Jón létti undirlífið
hjá þeint sem kynntust honum og
kom með gleði. Þeir sem kynntust
honum muna Jón einungis sem
góðan ojí kærleiksrikan mann.
Aldrei heyrðum við hann mæla
styggðaryrði. Við systkinin mun-
unt ekki eftir honum nenia með
hros á vör og glaðhlakkalegum.
Börn hændust að honum, því að
HITASTIG sjávar við Suður- og
Vesturland hefur aldrei mælst lægra
en í nýafstöðnum sjórannsókna- og
loðnuleitarleiðangri rannsóknar-
skipsins Bjama Sæmundssonar.
Reyndist hitastigið vera 1—2°
undir meðallagi.
I frétt frá Hafrannsóknastofnun-
inni segir, að leiðangur Bjarna
Sæmundssonar hafi staðið frá 17.
febrúar til 8. marz. Hafi sjórann-
sóknirnar beinst að hitastigi og seltu
sjávar, m.a með tilliti til hugsanlegr-
hann var svo barngöður og börn
eru beztu sálfræðingar, þau finna
hvar einlægni ój» sannur trúnaður
er. Oy þar er Jóni vel lýst. Drott-
inn gefur og Drottinn tekur. Við
þökkum góðum Guði fyrir hvað
hann var okkur góður og kær-
leiksríkur að leyfa okkur sem
kynntumst Jóni að njóta sam-
fylgdar hans. Við biðjum Guð að
blessa og varðveita Dóru frænku
og Kristjönu dóttur þeirra. Guð
mun hugga þá sem syrpja.
Við kveðjum, Jón frænda og
þökkum honum fyrir allt sem
hann veitti okkur systkinunum.
Svslkinin Rauðalæk 57.
Nú héðan á burt í friði ég fer
0, Faðir að vilja þínum,
5 hug er mér rótt og hjartað er
af harminum læknað sínum
Sem hést þú mér drottin
ha-gan hlund
Eg hlýt nú í dauða mínum.
(M. I.uther)
Með þessum sálmi kveð ég Jón
frænda og þakka honum fyrir
hvað hann var mér alltaf góður.
Astríður Linda
ar nýismyndunar I kalda sjónum
djúpt úti af Norðurlandi.
Þá segir, að hitastig sjávar á land-
grunnSSvæðinu umhverfis landið hafi
reynst fremur lágt miðað við fyrri
mælingar á sama árstima. Á Selvogs-
banka, úti af Faxaflóa og Breiðafirði
og á djúpmiðum fyrir Vestfjörð-
um að Djúpál hafi það verið
4,5—5 gráður, út af Kögri 1,5—3,5
gráður, á Hornbanka, Húna-
flóa og Skagafirðí 2-r-3 gráður,
úti af Siglunesi 0—2 gráður og
þá kaldast við botn i Eyjafjarðarái Á
friðaða svæðinu úti af Norðurlandi og
úti fyrir Austfjörðum var hitastigið
0,5— 1,5 gráður, og um 6 gráður fyrir
sunnan skilin við Suðausturland á
gönguleið loðnu allt vestur undir Vest-
mannaeyjar
í lok leiðangursins var endurtekin
mæling á einum stað á Selvogsbanka
og hafði hitastig þar hækkað um 1
gráðu á þriggja vikna skeiðí
leiðangursins umhverfis landið Gefur
þetta visbendingu um að hlýi sjórinn
hafi sótt fram á miðunum á þessum
slóðum án þess þó að unnt sé að
fullyrða neitt um frekari dreifingu hans
norður á bóginn
I leiðangrinum varð vart við hafis
u þ b 60 sjómilur norður af Kögri, en
ekki annars staðar, og var isinn a m k
120 sjómilur norður af Siglunesi
Djúpt úti af Norðausturlandi, i Austur-
Islandsstraumnum reyndist selta sjávar
vera tiltölulega há og getur þvi eins og
nú er ástatt ekki orðið um nýismyndun
þar Samkvæmt upplýsingum frá
veðurtunglum mun i vetur vera tiltölu-
lega litill is i hafinu norðan íslands og
Jan Mayen Eitt sér gæti það bent til
að hafisinn muni berast suður um
Grænlandssund i vor og sumar og ekki
inn á landgrunnssvæðið norðanlands
Að lokum segir, að með þessar að-
stæður í huga verði að álykta að hafís-
inn muni halda sér frá ströndum
landsins i vor og sumar, þótt hin
óvenju veika fyrirstaða hlýsjávarins að
sunnan geti e.t.v. breytt þar um vegna
óhagstæðra vinda, en varla i mjög
ríkum mæli
Leiðangursstjóri i þessari ferð var
Svend-Aage Malmberg haffræðingur,
en einnig var Hjálmar Vilhjálmsson
fiskifræðingur i ferðinni, en eins og
fyrr segir var reynt að leita luðnu i
ferðinni Gaf sú leit litla raun, fyrst og
fremst vegna óhagstæðs veðurs
+
Dóttir min,
RAGNHILDUR,
andaðist i Bandarikjunum. 9 marz
Sveinn Sigurjónsson,
Austurbrún 4.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
eiginkonu minnar og móður okkar
UNU HALLGRjMSDÓTTUR,
Leifsgötu 8.
Þorkell Einarsson,
Hildur Guðmundsdóttir. Hrefna Guðmundsdóttir
Lilja Guðmundsdóttir, Rúnar Guðmundsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför,
eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa,
BJARNA GUÐMUNDSSONAR,
frá Stóra-Nýjabæ,
Garðsstig 3, Hafnarfirði,
Sigrlður Helgadóttir,
Halldór Bjarnason,
Kristfn Bjarnadóttir,
Þórarinn Bjarnason,
Guðrún Bjarnadóttir.
Birna H. Bjarnadóttir,
Auður Bjarnadóttir,
Guðmundur Heimir Rögnvaldsson,
Kristln Stefánsdóttir.
Þorvaldur G. Jónsson,
Þorsteinn Erlingsson,
og barnabörn.
Hitastíg sjávar við Suðurland
1-2 stígum undir meðallagi
Sigríður G. Fríðriks-
dóttir—Minning
Fædd 10. október 1879.
Dáin 24. febrúar 1976.
Far þú í friði. Friður Guðs þig
blessi. Hafðu þökk fyrir allt og
allt. Eg er ekki fær um að skrifa
minningargreinar og vona, að
mér færari menn geri það. En
einhver innri rödd skipar mér það
nú.
Líf Sigriðar G. Friðriksdóttur
einkenndist af glaðværð og fórn-
fýsi án þess að krefjast nokkurs
hlutar sjálfri sér til handa. 1
bernsku minni kynntist ég fyrst
þessai'i fögru lyndiseinkunn
hennar. þegar hún gaf mér
Róbinson Crúsó, verðlauna-
bók frá prestinum fyrir
góða kunnáttu. Eg var 10
árum yngri en hún, hafði ekki
vit á að afþakka svona gjöf,
sem var henni dýrmæt, Þá
voru ekki barnaskólar aðrir,
(almennt) en fermingarundir-
búningur. Þegar hann lærðist vel,
má segja ,,Þann arf vér bestan
fengum". Þaðan fékk hún ljós og
krafta á skólagöngu lífsins, sem
oft hlýtur að hafa verið erfið.
Sigríður giftist ung, eignaðist
15 vel gefin börn, eins og for-
eldrarnir voru. Flest þeirra ólust
upp heima í sárri fátækt, þá voru
ekki styrkveitingar. Eftir að hún
hætti að búa, var ég ein af þeim
konum, sem fékk að njóta hennar
góðu hjálpar oft um lengri eða
skemmri tíma. Þá hafði hún með
sér yngstu dótturina, sem var
börnum mínum eins kærkomin og
hún var mér. Aldrei gátum við
hjónin fullþakkað henni hjálpina
á heimilinu, þegar ég lá á Land-
spítalanum vorið 1933.
Siðust-u æviárin dvaldi Sigríður
á Elliheimílinu Grund. A hverju
ári hef ég getað heimsótt hana.
Alltaf hefur hún verið glöð og
hress, ánægð og þakklát, rétt eins
og hún hefði alltaf getað sagt:
„Himneskt er að lifa."
Lengi vel voru prjónarnir og
blöð eða bækur dægrastytting
hennar, eins og svo margra.
Ogleymanlega stund átti ég frá
síðastliðnu sumri hjá þeim her-
bergissystrum. Hin konan,
Kristin, er orðin blind en er enn
skýr í hugsun.
— Víst skal...
Framhald af bls. 19
skoðunarmenn, sem búsettir
yrðu á Reykjavíkursvæðinu,
verða við skyndiskoðun öryggis-
búnaðar eingöngu, eða verða sér-
þjálfaðir í skoðun þeirra atriða,
sem mikilvægast er að verði full-
komnuð skoðun á nú. Ferða-
kostnaður og dvalarkostnaður
vegna aukinna ferðalaga yrði að
sjálfsögðu óhjákvæmilegur.
V.
Lokaorð.
Eins og fram hefur komið, þá er
ég þakklátur formanni fjárveit-
inganefndar fyrir það, að hann í
grein sinni staðfestir þá stað-
reynd, að siglingamálastjóri hafi
sannarlega ár eftir ár gert tillög-
ur um fjölgun á fastráðnum
skipaskoðunarmönnum við stofn-
unina.
Þá er það og rétt sem segir í
grein formanns f járveitinga-
nefndar, að við lokaafgreiðslu
fjárlaga ársins 1975 bætti nefndin
við heimild til að fastráða tvo
skyndiskipaskoðunarmenn við
Siglingamálastofnun ríkisins, en
niður voru felldir m.a. fjórir sér-
þjálfaðir skipaskoðunarmenn ut-
an Reykjavíkursvæðisins úr til-
lögum Siglingamálastofnunar.
Svo óhönduglega tókst þó til, að
hvorki samgönguráðuneytið né
siglingamálastjóri höfðu hug-
mynd um þetta fyrr en á hausti
1975, þegar fjárveitinganefnd var
byrjuð að vinna að fjárlögum árs-
ins 1976. Nú er þess vænzt að
samgönguráðuneytið fái fljótlega
heimild til að auglýsa tvær stöður
skipaskoðunarmanna lausar til
umsóknar svo og að lausn fáist
um leið á þeim atriðum öðrum
sem stofnunina varða mest nú.
Það er og rétt frá skýrt í grein
formanns fjárveitinganefndar,
Nú er ekkert hægt að aðhafast,
aðeins að biðja og biða.
Sigríður reis upp og þekkti mig
strax, þó minnið væri orðið lítið.
Föla fallega andlitið ljómaði af
gleði, hún faðmaði mig og sagðist
ekki vilja sleppa mér. (Eg vil
segja við alla, sem eiga ættingja
og vini á Elliheimilum: Gleymið
ekki að líta til þeirra sem oftast á
meðan Guð gefurykkur heilsu.)
Mér datt i hug að minnast á
barnasálma Valdimars Briem.
Sigríður mundi eftir þeim og þá
lifnaði nú aðeins yfir Kristínu,
hún dáðist mikið að sálmaskáld-
inu góða. Hann hafði líka skírt
hana og fermt. Svo byrjaði hún að
syngja með furðu góðir rödd og
við Sigriður tókum undir og 2
sálma sungúm við. Gleði okkar
allra var best lýs't með þessu
versi: ,,Eg finn Guðs djúpa frið í
sálu minni, sá friður huggun veit-
ir minni önd þá bylgja dauðans
brotnar hinsta sinni, sem ber mig
heim að ljóssins fögru strönd". Já,
það var sannarleg sælustund, sem
ég hefði síst viljað missa.
Eg hefði viljað dvelja lengur
hjá þeim en „Hver unaðsstund á
vængjum flýr“.
Ég þakka Guði fyrir samfylgd-
ina með Sigriði á lífsleið minni.
Blessuð sé minning hennar.
Steinunn Guðmundsdóttir.
að á fundi í nefndinni haustið
1975 fór formaður þess á leit við
mig að ég kæmi því opinberlega á
framfæri, að fjárveitinganefnd
hefði heimilað ráðningu þessara
tveggja skyndiskoðunarmanna,
en þess var að sjálfsögðu ekki
getið f grein minni „Öryggi á sjó
og fjárveitingar", þvi að þegar sú
grein var rituð hafði ég ekki hug-
mynd um þessa heimild, eins og
skýrt hefur verið nánar hér að
framan. Á þessum fundi nefndar-
innar sagðist ég fúslega gera það,
en taldi að eðlilegt væri að for-
maður fjárveitinganefndar stað-
festi fyrst opinberlega, að það
væri rangt eftír fjárveitinga-
nefnd haft að engar sérstakar
ábendingar eða tillögur í sam-
bandi við aukið eftirlit með skip-
um hefðu komið frá Siglingamála-
stofnunni.
Þá hefur bæði í hans grein og i
þessari grein komið fram, að fjár-
veitinganefnd heimilaði ráðningu
tveggja skyndiskoðunarmanna á
búnaði skipa, sem vonazt er til að
breyta megi þannig, að hægt verði
að ráða menn sem sérþjálfa má í
þeim greinum öryggis skipa, sem
mest eru aðkallandi nú.
Þar með tel ég að komið hafi
fram það, sem sannast er og rétt-
ast í þessum málum öllum, og fæ
ég ekki betur séð en að alger
samstaða sé um að hafa það er
sannara reynist.
Reykjavík 22. febrúar 1976,