Morgunblaðið - 13.03.1976, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1976
23
— Núverandi
Framhald af bls. 17
hefur tekiö að sér allar lengri
lífeyrisgreiöslur til þeirra, sem
ekki eru í verðtryggðum lif-
eyrissjóði, eins og glöggt másjá
á fjárlögum. Og þeir, sem eru í
verðtryggðum (opinberum) líf-
eyrissjóði fá enn stærri hluta
lífeyris sins úr ríkisjóði eða
bæjarsjóðum.
Það er því hió opinbera en
ekki lifeyrissjóðirnir, sem ber
þungann af ölium lífeyris-
greiðslum til landsmanna og al-
menningur greiðir til þessarar
tryggingastarfsemi iðgjöld í
formi skatta og tolla. I reynd er
þvi lífeyristryggingakerfi
landsmanna byggt á gegn-
streymi í dag. Þó er það gegn-
streymikerfi mjög óréttlátt, því
nokkrir lífeyrisþegar, þ.e. fyrr-
verandi starfsmenn hins opin-
bera, hljóta lífeyri, sem er
háður launum þeirra fyrir töku
lífeyrisins, meðaa allir aðrir
hljóta lágmarkslífeyri úr al-
mannatryggingum.
En hvað verður raunverulega
um þessi 10% af tekjum laun-
þega, sem rennatil lifeyrissjóð-
anna? Þau brenna að mestu í
verðbólgunni.
Stofnun eins
gegnstreymis-
lífeyrissjóðs
Eins og fram hefur komið,
hefur raunávöxtun fjármagns
lifeyrissjóðanna verið neikvæð
um fjölda ára. Þess vegna er
lífeyristryggingakerfi, sem
byggir á raunhæfri fjármagns-
uppsöfnun, óhugsandi, nema
bylting verði á vaxtakjörum
eða iðgjöld yrðu óbærilega há.
Því af iðgjöldunum nýtast ein-
ungis þau síðustu til greiðslu
lífeyrisins. Hin eru brunnin i
verðbólgunni.
En þó að vaxtakjör stæðu
ekki í veginum fyrir uppsöfn-
unarkerfi (þ.e. vísitölutrygging
lána fengist) ættu menn aó
gera sér Ijósa þá hættu, sem af
svo miklu fjármagni stafar
fyrir efnahagslífið. Gera má ráð
fyrir, að þegar söfnunarkerfi
með 10% iðgjöldum og verð-
tryggingu útlána sé komið í
jafnvægi, verði í sjóði u.þ.g.
árslaun þjóðarinnar.
Ofangreind rök hniga að því,
að við hverfum af braut söfn-
unar, sem hefur verið hér á
pappírnum en ekki í reynd, og
tökum upp lífeyristrygginga-
kerfi, sem byggi á fjármagns-
gegnstreymi.
Lífeyristryggingakerfi, sem
byggir á fjármagnsgegn-
streymi, verður að hafa lög-
boðna þátttöku, þvi annars gæti
svo farið eftir fjölda ára, að fáir
eða engir iðgjaldsgreiðendur
verði eftir í kerfinu en fjöidi
lífeyrisþega eigi rétt á lífeyri.
Kerfið má heldur ekki vera of
fámennt né vera einskorðað við
eina atvinnugrein eða land-
hluta, eins og núverandi sjóðir
eru flestir. Sjóður með fáa með-
limi hefur lélega áhættudreif-
ingu. Stundum er engin líf-
eyrisþegi og þar með engin ið-
gjöld og stundum eru margir
lífeyrisþegar og þar af leiðandi
há iðgjöld. Atvinnugreinum og
landshlutum getur hnignað og
þeir sjóðir, sem þeim eru
bundnir, fá- mjög óhagstæða
aldursdreifingu og þar með há
iðgjöld. En há iðgjöld geta fælt
menn frá viðkomandi atvinnu-
grein eða landshluta og senn er
hafinn vitahringur.
Islendingar eru ekki það
margir, að rúm sé fyrir fleiri en
einn lífeyrissjóð er byggi á
gegnstreymi hér á landi. Allt
það, sem hér hefur verið sagt,
eru rök fyrir stofnun eins líf-
eyrissjóðs fyrir alla landsmenn
með lögboðinni þátttöku eins
og gert er ráð fyrir i frumvarpi
því til laga, sem ég minntíst á i
upphafi. I framhaldi þessa
greinaflokks mun ég fjalla um
markmið ofangreirids laga-
frumvarps og einstaka þætti
þess.
Frœsáning
sumarblóma
og káls
Nú er kominn tími til þess að
sá innanhúss ýmsu sumar-
blómafræi og að kálfræi þarf
senn að huga. Við sáninguna
koma margs konar ílát til
greina svo sem leir- og
plastpottar, skyrdollur, mó-
moldarpottar og einnig sáð-
bakkar sem eru 5—6 sm djúpir.
Hvert sem ílátið er er nauðsyn-
legt að göt séu á botni þess svo
að umframvatn geti greiðlega
runnið í burtu. Til þess að
moldin hrynji síður gegnum
götin má brjóta saman pappírs-
blað og leggja á botn ílátsins,
eins má leggja pottbrot eða
annað slíkt yfir götin.
Sáðmoldin þarf að vera fín og
frjó t.d. sem hér segir:
2 hlutar grasrótarmold sigt-
uð gegnum sigti með 2 sm
möskvastærð. 1. hluti mómold,
1 hluti grófur sandur, korna-
stærð 2—3 mm. I hverja 35 lítra
af þessari sáðmoldarblöndu er
hæfilegt að blanda 50 g af
superfosfati eða 20 g af
þrífosfati og 40 g af áburðar-
kalki (ekki skeljasandi).
Oft eru í sáðmoldinni sníkju-
sveppir sem valda sjúkdómum i
fræplöntunum og jafnvel drepa
þær t.d. kálplöntur og sumar-
blóm af krossblómaætt. Til þess
að losna við sveppina þarf að
sótthreinsa moldina annað-
hvort með lyfjum eða suðu og
er síðarnefnda aðferðin
öruggari. Moldin er þá hituð
upp í 100°C. í 12 mín. t.d. í
bökunarofni eða rafsuðupotti í
hæfilega stóru íláti. Moldin er
látin kólna áður en hún er sett i
sáðílátin. Séu lyf notuð má
benda á BRASSICOL og er því
dreift og blandað saman við
moldina áður en sáning fer
fram.
Annaðhvort er fræinu
dreifsáð eða raðsáð og skal hér
minnzt nokkurra atriða sem
gott er að hafa í huga þegar sáð
er:
1. Þegar gengið hefur verið
frá götunum á botni ilátsins
eins og áður var frá sagt skal
fylla það upp að brún með
moldarblöndunni, slá siðan ilát-
inu við svo að moldin þjappist
ögn saman.
2. Sléttið yfirborðið vel með
viðarkubbi og þrýstið saman
unz 1 sm borð verður á ilátinu.
Er það nauðsynlegt vegna loft-
rásar og vökvunar.
3. Sáið hverri tegund i ílát út
af fyrir sig. Venja er að dreifsá
í potta og önnur smá ílát. Skal
þá reynt að sá fræinu sem jafn-
ast, hafa 2—3 mm milli fræja.
Jafnan er raðsáð í kassa og
hafðir 5 sm milli raða. Annað-
hvort er fræinu dreift beint úr
fræbréfinu og þá rifið af því
eitt hornið eða þá sáð út hendi.
Algeng regla er að miða sáð-
dýpt við þrefalda þykkt fræs-
ins.
4. Að sáningu lokinni er fræ-
ið þakið með fínni, sendinni
mold og þrýst á með viðar-
kubbi. Merkja skal ílátið greini-
lega.
5. Vökva skal vandlega þegar
eftir sáningu, sé garðkanna
notuð þarf dreifarínn að vera
afar smágötóttur. Ef um mjög
smátt fræ er að ræða er sér-
stakrar aðgæzlu þörf og þá er ef
til vill enn betra að nota úðara
við vökvunina. Enn ein aðgerð
við vökvun er sú að láta ílátin
standa í vatni svo moldin geti
þannig náð til sin raka neðan-
frá.
6. Ilátin skal skyggja þar til
fræplönturnar fara að koma
upp. Haldið moldinni hæfilega
rakri og látið jafnan loft leika
um yfirborð ílátsins.
7. Ákjósanlegast er að geyma
ílátin á svölum stað í 8—12°
hita.
8. Fræ þarf mismunandi
langan tima til þess að spíra og
fer það eftir tegundum. Flest
sumarblóm og kálfræ þurfa til
þess 2—3 vikur. Fyrstu tvö
blöðin nefnast kimblöð en síðan
koma laufblöðin og þegar þau
eru orðin 2—3 er kominn tími
til að endurgróðursetja
plönturnar (dreifplanta) Frá
þvi verður sagt siðar.
EIS.
að HVOLI í kvöld
SÆTAFERÐIR FRÁ BSÍ, SELFOSSI, ÞORLÁKSHÖFN, HVERAGERÐI
ANTWERPEN:
Grundarfoss 13. mars
Tungufoss 1 7 mars
Urriðafoss 22. mars
Grundarfoss 29 mars.
ROTTERDAM:
Grundarfoss 12. mars.
Tungufoss 16. mars.
Urriðafoss 23 mars.
Grundarfoss 30 mars.
FELIXSTOWE:
Dettifoss 16. mars.
Mánafoss 23. mars
Dettifoss 30. mars.
HAMBORG:
Mánafoss 1 2. mars.
Dettifoss 1 8 mars.
Mánafoss 25. mars.
Dettifoss 1. apríl.
PORTSMOUTH /
NORFOLK:
Bakkafoss 1 7. mars.
Goðafoss 26. mars.
Brúarfoss 7 april
Bakkafoss 1 3. apríl
Selfoss 22. apríl.
HALIFAX:
Skip Mars.
WESTON POINT:
Askja 1 6. mars.
Askja 30 mars.
Askja 1 3 apríl.
KAUPMANNAHÖFN
Múlafoss 1 6. mars
írafoss 23. mars
Múlafoss 30. mars.
írafoss 6 april.
GAUTABORG:
Múlafoss 1 7. mars
írafoss 24. mars
Mulafoss 31. mars
írafoss 7 april.
HELSINGBORG:
Álfafoss 26. mars
Álafoss 9. april.
KRISTIANSAND:
Álafoss 27. mars.
Álafoss 1 0. april.
ÞRÁNDHEIMUR:
Skip 30 mars
GDYNIA/GDANSK:
Reykjafoss 18. mars
Fjallfoss 7. april.
VALKOM:
Reykjafoss 22. mars
Fjallfoss 5. april.
VENTSPILS:
Reykjafoss 20. mars.
Fjallfoss 6. april.
jReglubundnar
j vikulegar
hraðferðir frá:
ANTWERPEN,
FELIXSTOWE,
GAUTABORG,
HAMBORG,
KAUPMANNAHÖFN,
ROTTERDAM
!><-----------------
GEYMIÐ
auglýsinguna
ALLT MEÐ
AUGI.VSINCASÍMINN ER:
22480
JHorgunbleíiib