Morgunblaðið - 13.03.1976, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1976
31
Iðntækni hefur
fjöldaframleiðslu
á gjaldmælum
í leigubíla
UM því næst þriggja ára skeið
hefur fyrirtækið Iðntækni unnið
að undirbúningi á fjöldafram-
liðslu á rafeindagjaldmæli fyrir
leigubifreiðar. Islenzki gjald-
mælirinn er mjög frábrugðinn
þeim mælum er til þessa hafa
verið notaðir I islenzkum leigu-
bflum t.d. má nefna að mjög
stuttan tíma tekur að brevta töxt-
um. Um þessar mundir er Iðn-
tækni að hefja fjöldaframleiðslu
á mælinum og af þeim sökum
hafði Morgunblaðið samband
við framkvæmdastjóra Iðntækni
Gunnlaug Jósefsson.
1 upphafi sagði Gunnlaugur að
efni í 200 mæla væri komið til
landsins og undirbúningur að
framleiðslu hafinn hjá Öryrkja-
bandalagi Islands. Fyrsti mælir-
inn hefði veri hannaður fyrir um
það bil þremur árum. Undir-
búningsframleiðslan hefði hafizt
fyrir hvatningu Ulfs Markús-
sonar formanns bifreiðastjóra-
félagsins Frama, og stuðning
Landsbanka Islands og Iónþróun-
arsjóðs.
Sagði Gunnlaugur að rafeinda-
mælir frá erlendu fyrirtæki væri
Lögreglufélagið:
Listi stjórn-
ar sigraði
NYLEGA fór fram stjórnarkosn-
ing í Lögreglufélagi Reykjavíkur.
Tveir listar voru í kjöri, A-listinn,
listi fráfarandi stjórnar með Gisla
Guðmundsson sem formannsefni
og B-listinn með Guðmund Guð-
bergsson sem formannsefni. Urðu
úrslitin þau að A-listinn hlaut 100
atkvæði en B-listinn 85 atkvæði.
Stjórn félagsins næsta kjörtíma-
bil skipa Gisli Guðmundsson, for-
maður, Guðmundur Guðjónsson,
Magnús Ásgeirsson, Sigurður H.
Hrólfsson og Þorsteinn Sigfússon.
Jafntefli
ISLENDINGAR og Bandarikja-
menn gerðu jafntefli, 17—17, í
landsleik kvenna í handknattleik
sem fram fór í Iþróttahúsinu i
Hafnarfirði í gærkvöldi. Staðan í
hálfleik var einnig jöfn, 8—8 en
fslenzku stúlkurnar höfðu oftast
frumkvæðið í leiknum. Þannig
höfðu þær tvö mörk yfir er
skammt var tíl leiksloka, en
bandarísku stúlkunum tókst að
jafna á sfðustu stundu. Markhæst
í íslenzka liðinu var Guðrún
Sigurþórsdóttir sem skoraði 5
mörk, en markhæst bandarísku
stúlknanna var Sandra Leegh,
sem skoraði 8 mörk. Liðin mætast
að nýju í Iþróttahúsinu á Akra-
nesi f dag.
ÞÚ AUGLÝSIR UM
ALLT LAND ÞEGAR
ÞÚ AUGLÝSIR í
MORGUNBLAÐINU
AK.LVSINíi \
SIMINN KU:
22480
að koma.á íslenzka markaðinn en
islenzki mælirinn væri á margan
hátt fullkomnari en hinn erlendr.
Sagði hann að í íslenzka mælinum
væri t.d. innbyggt minni þannig
að við taxtabreytingar þyrfti
aðeins að breyta minninu, en í
þeim erlenda þyrfti að skipta um
stykki, sem gerði allar breytingar
dýrari. Þá væri íslenzki mælirinn
allur traustari og sérstaklega
hannaður fyrir íslenzkar að-
stæður.
Að sögn Gunnlaugs réðst Iðn-
tækni út í smíði gjaldmælanna
eftir að íslenzkir leigubílstjórar
höfðu margkvartað yfir úreltum
erlendum tækjum. Af þeim
sökum hefði komizt á samstarf
milli Frama og Iðntækni 1973 og í
lok ársins 1974 hefðu verið settir
17 mælar í leigubíla til reynslu.
Hafa þeir reynzt mjög vel, en
vegna þess að leigubílstjórar ósk-
uðu eftir nokkrum breytingum
var mælirinn fullkomnaður á
ýmsan hátt og sér hann á næst-
unni dagsins ljós í nýjum búningi.
„Þetta hefur verið frjárfrekt
fyrirtæki og eitt er vist að ef við
hefðum séð alla erfiðleikana fyrir
hefðum við aldrei farið út í þetta
verkefni,“ sagði Gunnlaugur og
bætti við: „Það er von okkar að
leigubílstjórar kynnist okkar
mæli og sannfærist um að hann
stendur öðrum mælum framar
bæði með tilliti til gæða og útlits.
Það er öruggt að við getum veitt
betri viðhaldsþjónustu en önnur
fyrirtæki á þessu sviði og í öðru
lagi mun íslenzki mælirinn spara
gjaldeyri og jafnvel hleypa af stað
mikilli fjöldaframleiðslu í nýrri
iðngrein á tslandi, rafeindaiðn-
aði.“
Fóru í skellinöðru-
ferðir fyrir vínið
RANNSOKNARLÖGREGLAN i
Hafnarfirði hefur nýlega upplýst
allmörg innbrot í hús í Hafnar-
firði. Voru þar að verki nokkrir
11—15 ára gamlir drengir, sem
iðkuðu það að fara inn í íbúðir
þegar fólk var að heiman og stálu
þeir aðallega peningum, vini og
hljómplötum. Ekki neyttu þeir
nema lítils hluta af víninu sjálfir,
heldur verzluðu með það á þann
hátt að láta unga skellinöðrueig-
endur fá vínið gegn því að fá að
keyra nokkrar ferðir á skellinöðr-
unum.
Áfrýjar til
Hæstaréttar
VEGNA fréttar f Morgunblaðinu
I gær um dóm yfir fyrrverandi
oddvita Svarfaðardalshrepps skal
þess getið, að hann hafði greitt
féð að fullu áður en ákært var f
málinu.
Ennfremur hefur hann ákveðið
að áfrýja dómnum til Hæstaréttar
og hefur óskað eftir því, að Páll S.
Pálsson. hrl., verði skipaður verj-
andi sinn.
— Svíakonungur
Framhald af bls. 1
þau opinbera trúlofun sína
Silvia svaraði eitt sinn spurn-
ingu fréttamanns um samband
hennar og konungsins á þá leið,
að hún sæi ekki ástæðu til að
ræða einkamál sín á opinberum
vettvangi og mundi ekki gera
það i framtíðinni.
Nýleg skoðanakönnun í Svi-
Þjóð bendir til þess að meiri-
hluti Svía sé þvi fylgjandi, að
konungurinn taki sér konu af
borgaralegum ættum.
Silvia Sommerlath er 33 ára
að aldri, en Karl Gústav er 29
ára. Konungurinn lýsti því ný-
lega yfir í blaðaviðtali, að hann
vildi ógjarna hindra konu í þvi
að sinna því starfi, sem hún
hefði aflað sér menntunar til,
en viðurkenndi jafnframt, að
mætti hann velja vildi hann
heldur að eiginkona hans væri
innan stokks og gætti bús og
barna.
Afrýjuðu fram-
lengingu gæzlu-
varðhaldsins
MENNIRNIR þrír, sem nýlega
hlutu framlengda gæzluvarð-
haldsvist, hafa allir áfrýjað þeim
úrskurði til hæstaréttar. Búizt er
við að sakadómur sendi öll gögn
viðkomandi málum þessara
manna til hæstaréttar strax eftir
helgi, og má þá gera ráð fyrir að
hæstiréttur taki afstöðu til
áfrýjunarbeiðna þessara í lok
næstu viku eða þarnæstu viku.
— Sambúð
Framhald af bis. 1
Moneim Al-Honi, af dögum eða
ræna honum. Hinir tuttugu eru
sakaðir um að hafa haft svipaðar
ráðagerðir í huga.
Af opinberri hálfu í Egypta-
landi er ekki talið, að málið muni
leiða til stjórnmálaslita milli land-
anna, þótt ýmsir hafi velt þeim
möguleika fyrir sér.
Egypzka dagblaðið Al-Akbar
segir frá því í dag, að um helming-
ur hinna brottreknu Egypta sé
kominn að landamærum Líbýu og
Egyptalands, og hafi 350 manna
hópur komið þangað í gær. Þar af
séu 8 manns nú í sjúkrahúsi
vegna pyntinga og líkamsmeið-
inga af hálfu Líbýumanna.
— 7 ásiglingar
Framhald af bls. 32
legum veiðum. Raunar gerði
freigátan margar tilraunir til
ásiglingar en framan af slapp
varðskipið við þær allar eða þar
tii um kl. 16.22 er skipin skullu
saman. Engar teljandi skemmdir
urðu á varðskipinu í það skiptið
en varðskipsmenn töldu sig hins
vegar jafnvel verða vara við að
rifa kom á freigátuna.
Siðari atlagan varð öllu hrotta-
legri en í henni sigldi Mermaid
þrívegis á Þór. Kom freigátan
fyrst upp með stjórnborðshlið
varðskipsins og beygði hart í bak-
borða í veg fyrir og á varðskipið.
Skemmdir urðu þá mestar á frei-
gátunni sjálfri, þvi að m.a. möl-
brotnaði bakborðslífbátur freigát-
unnar og fleiri skemmdir urðu.
Virtist skipstjóri freigátunnar
una þessari útreið illa, því að
hann sveigði í hring og kom aftur
fram með Þór, snarbeygði síðan
fyrir það og varð ekki komið í veg
fyrir árekstur. I þriðja sinn lagði
Mermaid til atlögu og sigldi nú á
varðskipið stjómborðsmegin á
móts við herbergi 1. stýrimanns
sem er miðsvæðis. Hélt freigátan
áfram fram með varðskipinu, tók
síðan aftur með bakborðsskrúf-
unni meðan hin gekk áfram, og
tókst þannig að láta skipin núast
saman nokkra stund. Töluverðar
skemmdir urðu á Þór — þilið
lagðist inn á kafla og þilfarið lyft-
ist, neðri brúarvængur bognaði
meira en orðið var, dældir komu á
bóg og i vélarrúm neðan við sjó-
línu. Varð því Þór að halda inn til
Seyðisfjarðar eftir þessa viður-
eign. Skemmdir urðu einnig á
freigátunni og virtist varðskips-
mönnum sem stefnið hefði rifnað
frá sjólínu upp undir akkeri.
Engin meiðsli urðu á varðskips-
mönnum. Skipherra á Þór er Þor-
valdur Axelsson.
— Viðræðufundir
Framhald af bls. 32
anna í gær. Hann kvað það helzt
hafa gerzt á þessum fundi, að
íslenzku fulltrúarnir hefðu komið
fram með tilboð til handa Færey-
ingum, sem síðan hefðu svarað
með gagntilboði. Hann kvað aðila
hafa siðan nálgazt nokkuð en sam-
komulag hefði ekki tekizt. Ekki
væri þó um það að ræða að slitnað
hefði upp úr viðræðunum heldur
væri stefnt að þvi að viðræðu-
nefndirnar hittust aftur eftir um
það bil vikutíma Fundarstaður
væri hins vegar ekki ákveðinn.
Atli Dam vildi ekki á þessu stigi
skýra frá þeim atriðum sem helzt
væri ágreiningur um milli ís-
lenzku og færeysku viðræðufull-
trúanna, en tók fram að það væri
Færeyingum afar mikilvægt að
samkomulag milii landanna fæli í
sér langtimalausn en „ekki aðeins
til dagsins á morgun“ eins og
hann orðaði það.
Sendinefnd Færeyinganna er
skipuð þremur mönnum, og lögðu
þeir á sig verulega fyrirhöfn til að
ná hingað til lands á fundinn í
gær. Flugvél, sem átti að sækjaþá
til Færeyja, bilaði í fyrradag á
leið út og varð að snúa við. Þeir
voru þá komnir til Voga, og varð
að ráði að fá herskipið Ingólf til
að sigla með þá til landsins. Kom
skipið upp að Islandsströndum
árla I gærmorgun, og flaug þá
þyrla af skipinu með þremenn-
ingana til Egilsstaða, þar sem
beið þeirra flugvél frá Flugstöð-
inni og flaug með.þá til Reykja-
víkur. Færeyingarnir halda utan
kl. 2 i dag.
r
— Asgeir
Framhald af bls. 32
knattspyrnumaður heimsins
um þessar mundir. Fyrsta árið
sem hann var hjá liðinu var
það spænskur meistari og
hafði mikla yfirburði yfir
önnur lið. Barcelona greiddi
geypiverð fyrir Gruyff á sínum
tíma, eða rúmar 300 milljónir
íslenzkar. Er ekki gott að segja
hvaða verð félagið greiddi fyr-
ir Asgeir ef til kæmi, en ekki
er ólíklegt að það yrði 50—100
milljónir króna.
Sem fyrr segir hafa fleiri
félög boðið Ásgeiri atvinnu-
mannasamning, og hefur
heyrzt að eitt þeirra sé meist-
aralið Belgíu Moleenbek.
— Kerfið ekki
Framhald af bls. 2
ið gerður rúmlega 8 þúsund
launaávísanir, sem fælu i sér
hækkun marzlaunanna. Væri
fjárhæðin á hverjum launatékk
en með þessu móti kæmu kjara-
bæturnar strax til skila til laun-
þeganna.
Höskuldur sagði ennfremur, að
þessi skjóta afgreiðsla hefði verið
kleif vegna þess að ráðuneytið
hefði nýlega endurskoðað allt
launavinnslukerfi sitt, og það
hefði það í för með sér að sá
starfsmannafjöldi, sem væri í
launadeildinni alla jafnan, réði
við launabreytingu af þessu tagi
með mjögskömmum fyrirvara.
— Messur
Framhald af bls.7
fundur að lokinni messu. Séra
Stefán Lárusson.
BRAUTARHOLTSKIRKJA.
Æskulýðsmessa kl. 2 síðd. Séra
Jónas Gíslason prédikar. Tekið
verður á móti framlögum til
Hjálparstofnunar Þjóðkirkj-
unnar. Séra Einar Sigurbjörns-
son.
AKRANE SKIRKJA. Barna-
samkoma kl. 10.30 árd. Messa
kl. 2 síðd. Séra Björn Jónsson.
LANGHOLTSPRESTAKALL.
Barnasamkoma kl. 10.30 árd.
Séra Arelíus Níelsson. Guð-
þjónusta kl. 2 síðd. Séra Arelius
Níelsson. Öskastundin kl. 4
síðd. Séra Sigurður Haukur
Guðjónsson. Sóknarnefndin.
— 30 menn vilja
stofna félag um.„
Framhald af bls. 3
Efstahjalla 15, Kópavogi, Guð-
mundur S. Júlíusson, stórkaup-
maður, Nesvegi 76, Agúst Krist-
manns, stórkaupmaður, Hvassa-
leiti 45, Marinó Pétursson stór-
kaupmaður, Sundaborg, Reykja-
vík, SigurðurG. Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri, Stórateig 12, Mos-
fellssveit, Hanna Ármann, skrif-
stofustjóri, Sogavegi 76, Ágúst
Ármann, stórkaupmaður, Gilsár-
stekk 8, Egill L. Jacobsen, tann-
læknir, Bugðulæk 3, Gunnar Þor-
leifsson, forstjóri, Fögrubrekku
47, Öskar Jóhannsson, kaupmaó-
ur, Austurbrún 27, Valdimar
Jónsson verzlunarmaður, Nofður-
brún 14, Andrés Guðnason, stór-
kaupmaður, Sundlaugavegi 20,
Björn Björnsson, framkvæmda-
stjóri, Kjartansgötu 2, Jón Júlíus-
son kaupmaður, Austurgerði 12,
Hreinn Halldórsson, kaupmaður,
Melhaga 16, Örn I. S. Isebarn,
byggingameistari, Brautarlandi
10, Kristján Benediktsson raf-
virkjameistari, Safamýri 45, og
Jóhann Ólafsson, stórkaupmaður,
Flókagötu 45.
Ragnar Ingólfsson sagði i við-
tali við Mbl. að stefna félagsins
yrði að halda fargjöldum sérstak-
lega lágum, en að öðru leyti kvað
hann ekki ákveðið, hvernig félag-
ið færi af stað, hvort það keypti
vélar Air Vikings eða ekki. Allt
slíkt myndi stofnfundur ákveða.
Ragnar sagði að vitað væri um
gífurlega mikinn fjölda manna,
sem áhuga hefði á slikri félags-
stofnun. Hann kvað ekki gott að
segja hve mikla fjármuni félagið
þyrfti til þess að fara af stað en
hann sagði að gizkað hefði verið á
100 milljónir króna til að byrja
með. Kvað Ragnar þá fjárhæð
miklu meira en nægilega til þess
að kaupa þotu, sem hann kvað
ganga á um 55 milljónir króna.
Hann kvað ekkert t.d. hafa verið
rætt við aðalkröfu i þrotabúi Air-
Vikmgs.
Vilhjálmur Jónsson forstjóri
Olíufélagsins, sem er einn af
stærstu kröfuhöfum i þrotabú Air
Vikings, sagði, að sér sýndist sem
þessir menn virtust ætla að kaupa
flugvélar Air Vikings og halda
áfram i nýju félagi þeim rekstri
sem Air Viking hefur haft með
höndum. Hann kvað yfirtöku á
félaginu með sköttum og skyldum
óhugsanlega, þar sem engum
dytti slíkt í hug, „til þess eru
skuldir of miklar og eignir allt of
litlar", sagði Vilhjálmur.
Vilhjálmur vildi lítið segja um
hvað yrði — það færi allt eftir því
hvernig færi fyrir félagsstofnun-
inni, en hann sagði að sér sýndist
um vera að ræða breiðan og stór-
an hóp manna, sem fyrir þessu
stæði og hann kvaðst ekki nokkr-
um vafa um að unnt væri að safna
miklu htutafé, ef vel væri að unn-
ið. Hann kvað kröfuhafana hafa
hugleitt að stofna félag.
Vilhjálmur Jónsson sagði að
hvað sem gert yrði væri mjög
nauðsynlegt að afgreiða málin
fljótt og með hliðsjón af því, kvað
hann kröfuhafana hafa tilkynnt
skiptaráðandanum, að þeir
myndu óska eftir því að fá þoturn-
ar út úr búinu til þess að geta
ráðstafað þeim. Þá tilkynningu
hefur skiptaráðandinn þegar
fengið. Akvörðun um þetta
verður þó ekki tekin fyrr en eftir
skiptafund, sem að öllum líkind-
um verður um helgina. I þessu
efni er ógjörningur að fara þá
leið, sem algengust er i meðferð
þrotabúa, að biða eftir því að upp-
boð geti farið fram, þar sem aug-
lýsa þarf eftír ákveðnum reglum
nauðungaruppboð og það kvað
Vilhjálmur mundu taka allt of
langan tima eða allt að þremur
mánuðum. Er óhugsandi að láta
flugvélarnar liggja og gera ekkert
í framtíðarverkefnum á þeim
tima. Því hefur skiptaráðandan-
um verið tilkynnt þetta, að kröfu-
hafar þyrftu að leggja inn tilboð i
vélarnar til þess að unnt sé að
koma þeim i notkun og gera fyrir
þær það sem þarf.
Tilboð i vélarnar frá kröfuhöf-
um verður lagt fram á mánudag
og verður síðan að bíða i viku
eftir því að halda skiptafund, þar
sem lög gera ráð fyrir því að hann
sé auglýstur með þeim fyrirvara.
Þetta kvað Vilhjálmur hafa verið
ákveðið og ætluðu kröfuhafar
jafnframt að nota vikuna til þess
að kanna, hvað unnt væri að taka
til bragðs.
— Stokkseyri
Framhald af bls. 3
á netaveiðum frá Stokksevri
haft hærri skiptaprósentu en
annars staðar tíðkast.
Björgvin Sigurðsson, for-
maður verkalýðsfélagsins
Bjarma á Stokkseyri, sagði i
gær, að náðst hefðu samningar
um allt að 4.5% hærri skipta-
prósentu en gert er ráð fyrir i
hinum almennu samningum.
Sjómenn á 50—90 tonna neta-
bátum frá Stokkseyri fá 33%
skiptahlut, en annars staðar er
28.5%, á bátum 91—110 tonn
verður skiptaprósentan 31%, á
móti 28,5% og á bátum
110—200 tonn 30% f stað
28,2%.
~k' rmrnrrfrrrri'irr * 9 » * «