Morgunblaðið - 27.04.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.04.1976, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 89. tbl. 63. árg. ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Kulikov arftaki Grechko? Moskvu, 26. aprfl. Reuter. ANDREI Grechko marskálk- ur, landvarnaráðherra Sovét- ríkjanna, lézt úr hjartaslagi í dag, 72 ára að aldri. Hann var að búa sig undir að mæta við útför annars herforingja, Sergei Shtemenko forseta her- ráðs liðsafla Varsjárbanda- lagsins, þegar hann hneig nið- ur á heimili sínu. Grechko marskálkur var mjög handgenginn Leonid Brezhnev flokksforingja og er Framhald á bls. 31 Italíuforseti spáir þingrofi í vikunni Sjá einnig fréttir um kosningarnar f Portúgal á bls. 30 og 31. Lissabon, 26. aprfl. AP. Reuter. MARIO Soares sagði í dag eftir þingkosningarnar sem tryggðu sósfalistaflokki hans rúmlega eitt hundrað þing- sæti að hann væri reiðubúinn að mynda nýja stjórn f Portúgal f sumar. „Ef hægri flokkarnir Ieyfa okkur ekki að stjórna verða þeir að mynda stjórn sjálfir,“ sagði hann. Costa Gomes forseti og Pinheiro de Azevedo forseti fylgjast með talningu atkvæða þar sem hún fór fram f Lissabon. Tölum um framlög til CIA haldið leyndum Washington, 26. aprfl. AP. Reuter. Leyniþjónustumálanefnd öldungadeildarinnar samþykkti f dag með sex atkvæðum gegn fimm að birta ekki tölur um hvað Bandarfkjamenn verja til njósna og láta deildina f heild ákveða hvort það skuli gert, en sagði að upphæðin næmi milljörðum dollara. Skömmu áður hafði yfirmaður CIA, George Bush, hvatt til þess að tölunum yrði haldið leyndum þar sem birting þeirra gæti skaðað þjóðarhagsmuni. Umræðurnar um vantraustið á stjórn Moros hefjast líklega á miðvikudag og þær gætu sann- fært Moro um að hann hefði enga von um að afstýra ósigri. Ef svo fer getur verið að hann biðjist lausnar án þess að bíða eftir at- kvæðagreiðslunni um van- traustið. Sósíalistar vilja ekki að þing verði rofið fyrr en samþykkt hafa verið lög um aðgerðir f efnahags- málum, meðal annars um stuðn- ing við vanþróuð héruð Suður- Italíu. Áreiðanlegar heimildir herma hins vegar að atkvæða- greiðsla geti farið um frumvarpið á morgun. Kristilegum demókrötum hefur enn ekki tekizt að leysa innbyrðis ágreining sinn um afstöðu flokks- ins til stjórnmálaástandsins. Vinstri armur flokksins vill kom- ast að samkomulagi við kommún- ista svo að afstýra megi kosn- ingum þangað til næsta vor þegar kjörtlmabili þingsins lýkur en hægri armurinn er þvi mótfali- inn. Seinna birti leyniþjónustumála- nefndin 651 blaðsíðna skýrslu um 15 mánaða rannsókn sína á banda- rlskri leyniþjónustustarfsemi. Þar kemur fram hörð gagnrýni á sóun fjármuna og ódugnað, en á það lögð áherzla að CIA eigi fyrir margt hrós skilið. 1 skýrslunni segir að CIA hafi notað bandarlskar háskólastofn- anir, blaðamenn og trúarsamtök I Bandaríkjunum og erlendis i starfsemi sinni. Sagt er að enn noti CIA nokkur hundruð banda- ríska háskólamenn — stjórnend- ur háskóia, kennara og stúdenta — frá rúmlega 100 háskólum og öðrum kennslustofnunum í þágu leyniþjónustustarfsemi. Frá þvi segir einnig að CIA hafi staðið fyrir um 900 meiriháttar leyniaðgerðum um allan heim síð- an 1961, að CIA hafi staðið að útgáfu rúmlega 1000 bóka og CIA hafi laumað fréttum inn I erlend blöð er bandariskar fréttastofnan- ir hafi siðan tekið upp og dreift. Leyniþjónustumálanefnd full- trúadeildarinnar áætlaði í fyrra að framlög Bandaríkjamann til njósnastarfsemi næmi um 10.000 milljónum dollara en slíkar tölur hafa aldrei verið birtar. Bush yfirmaður CIA, lagðist gegn þvi að tölurnar yrðu birtar þar sem það mundi koma heimild- armönnum CIA í opna skjöldu og veikja aðferðir leyniþjónustunn- ar við söfnun upplýsinga. Jafnframt lét Bush i ljós óánægju með viss atriði í skýrsl- unni, sem fjallar um rannsókn nefndarinnar á ásökunum sem CIA hefur sætt, meðal annars fyr- ir þátttöku í samsærum um að | ráða erlenda þjóðarleiðtoga af I dögum og I njósnum innanlands. Nyerere: Stríðið hafið HENRY Kissinger utanrikisráðherra og Julius Nyerere, forseti Tanzaniu, urðu í dag ásáttir um nauðsvn þess að samið yrði um lausn Rhódesiumálsins. Kissinger kom í kvöld til Lusaka, höfuðborgar Zambfu, sem er þriðji áfangastaðurinn á ferðalagi hans um Afrfku. Kissinger sagði við komuna að hann mundi ræða við Kenneth Kaunda forseta um „vandamál sjálf- stæðis, meirihlutastjórnar og kynþáttajafnréttis í sunnanverðri Afríku". Hann ræðir einnig við rhódesíska blökkumannaleiðtogann Joshua Nkomo. Nyerere sagði að loknum viðræðum hans og Kissingers í Dar Es Salaam að f.-elsisstríð væri hafið í Rhódesíu og það væri aðeins hægt að stöðva með myndun meirihlutastjórnar. Hann sagði að í sliku stríði yrði ekki barizt til síðasta manns, en blökkumenn vildu berjast til að beita þrýstingi. „Ef það ber árangur munum við setjast að samninga- borði,“ sagði hann. Dr. Kissinger kvað Dar Es Salaam einn mikilvæg- asta áfangastaðinn á ferðalagi sinu og kvaðst hafa fullvissað Nyerere forseta um þá ætlun Banda- ríkjanna að „fylgja virkri stefnu í sunnanverðri Afríku til stuðnings meginreglum meirihluta- Framhaid á bls. 31 Samkvæmt kosningaúrslitun- um geta sósiaiistar myndað stjórn ef kommúnistar styðja þá eða sitja hjá i atkvæðagreiðslu um vantraust á hana. Annar stærsti flokkurinn, flokkur alþýðu- demókrata (PPD) sótti hins vegar fast eftir stjórnarsamvinnu við sósíalista í dag og sagði að áhrifamenn í hernum styddu myndun slíkrar stjórnar. Foringi PPD, Francisco Sa Carneiro, sagði að engar form- legar viðræður hefðu verið teknar upp við sósialista um myndun „miðvinstri" stjórnar, en kvaðst telja slíkar viðræður óhjákvæmi- legar. Hann kvað þá stefnu Soares að annað hvort mynda stjórn eða fara i stjórnarandstöðu Róm, 26. aprfl. Reuter. ITALSKI sósíalistaf lokkurinn lýsti yfir þvi ( kvöld að hann mundi ekki greiða atkvæði gegn stjórninni að loknum umræðum um vantraust á hana sfðar I vik- unni. Þó gerir Giovanni Leone forseti ráð fyrir þvf samkvæmt áreiðan- legum heimildum að bann verði Leone að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga f þessari viku. Einn helzti talsmaður sósialista, Fabrizzio Cicchito, gaf einnig í skyn að kosningar væru á næstu grösum. Hann sagði á útifundi í Frosnone, suður af Róm, í dag: „Sósíalistar geta ekki haldið áfram stuðningi sinum við stjórn- ina.“ Aldo Moro forsætisráðherra ræddi ástandið við Leone forseta í dag og samkváemt áreiðanlegum heimildum mun forsetinn kanna þann möguleika hvort nokkuð bendir til þess að hægt verði að mynda nýja stjórn sem gæti haldið velli. En forsetinn telur samkvæmt heimildunum að ótrú- legt sé að nokkur önnur leið finnist en kosningar. óraunhæfa og taldi að myndun samsteypustjórnar gæti stuðlað að lausn mestu efnahagskreppu Portúgala í hálfa öld. Ný stjórn verður ekki mynduð fyrr en eftir forsetakosningar sem fara fram í lok júni og sam- Framhald á bls. 30 Sósfalistaforinginn Mario Soares ásamt Isabel dóttur sinni á kjörstað. Soares reiðubúinn til að mynda nýja stjórn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.