Morgunblaðið - 27.04.1976, Blaðsíða 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRlL 1976
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1976
17
Fjórða sætíð í Polar Cnp
— eftir tap fyrir Finnurn og Dönum
Frá Gylfa Kristjánssyni, frétta-
manni Mbl. á Polar Cup í Kaup-
mannahöfn.
Þa*r vonir tslendinga að endur-
heimta þriðja sætið í Polar Cup
— Norðurlandameistaramótinu í
körfuknattleik — hrugðust á
laugardaginn er leikið var við
Dani. Urðu úrslit leiksins 88—79
sigur danska liðsins og á sunnu-
daginn tapaði Islenzka liðið svo
fvrir þvf finnska 81—90, og hafn-
aði þvf f fjórða sæti í mótinu með
tvö stig. Svfar urðu Norðurlanda-
meistarar að þessu sinni, unnu
alla leiki sína og hlutu 8 stig,
Finnar urðu f öðru sæti með 6
stig, Danir hlutu 4 stig, Islending-
ar 2 og Norðmenn ráku lestina,
töpuðu öllum leikjum sínum og
hlutu ekkert stig.
Af mótinu nú mátti greinilega
ráða, að minni munur er á liðun-
um en oftast áður. A undanförn-
um norðurlandamótum hafa lið
Finnlands og Svíþjóðar skorið sig
úr að getu, en augljóslega hafa
bæði liö íslands og þó einkum og
sér í lagi danska liðið dregið veru-
lega á. Má telja öruggt að a.m.k.
Danir hafi aldrei teflt fram hetra
liði í Polar Cup-keppninni en að
þessu sinni, enda er mjög vaxandi
áhugi á körfuknattleik í Dan-
mörku.
Leikur Islands og Danmerkur á
iaugardaginn var mjög jafn i hyrj-
un. íslendingar voru þó ívið sterk-
ari og komust t.d. í 14—8 þegar 5
mínútur voru af leik. Síðan var
staðan jöfn á tölunum 22—22,
26—26 og 41—41, en Danirnir
skoruðu tvær síðustu körfur hálf-
ieiksins og höfðu yfir í hléi
45—41. Byrjun seinni hálfleiks-
ins var svo hrein martröð hjá ís-
lenzka liðinu. Það var sama hvað
færin voru góð — leikmönnunum
var fyrirmunað að hitta, og á
fyrstu 6 mínútunum skoraði ís-
lenzka liðið aðeins 2 stig. Var orð-
inn 15 stiga munur, 60—45, fyrir
Dani þegar íslenzka liðið fór loks-
ins í gang að nýju og byrjaði að
saxa á forskotið. Þegar 4 mínútur
voru til leiksloka var staðan
78—75, og mikil spenna komin í
leikinn, en Danirnir léku mjög
skynsamlega og yfirvegað á þess-
um lokamínútum og tókst að
tryggja sér öruggan sigur 88—79.
Það sem um islenzka liðið má
segja að þessum leik loknum er
fyrst og fremst það, að hittni þess
var oft fyrir neðan allar hellur, og
var þar nokkuð sama hver hlut
átti að máli. Vörn liðsins var hins
vegar góð allan timann, og lék
hún ýmist maður á mann eða
svæðisvörn. Bezti maður liðsins
var Jón Sigurðsson, sem fékk
reyndar 3 villur á sig strax í upp-
hafi leiksins og var þá tekinn út-
af, en kom inná um miðjan seinni
hálfleikinn og var þá nánast
óstöðvandi. Var Jón stighæsti ís-
lendingurinn í þessum leik, skor-
aði 16 stig, Þórir Magnússon var
með 12, Símon Ólafsson 14, Birgir
Jakohsson 9 og aðrir voru með
færri stig.
9 stiga tap fvrir Finnum
Síðasti leikur íslendinga í mót-
inu var við Finna á sunnudaginn,
og var islenzka liðið heldur hetur
lengi að komast f gang. Vörn þess
var galopin fyrstu mínúturnar og
Finnarnir skoruðu hvert stigið af
öðru. Var staðan eftir 4 mínútur
orðin 13—0, og mínútu síðar var
hún 16—2. Þá loks tók íslenzka
liðið að taka við sér, en eins og í
leiknum við Dani var þó hittni
þess ákaflega slæm. Staðan í hálf-
leik var 51—32 fyrir Finna, og því
vonlítið að vonna þennan mun
upp. Góð barátta var hins vegar i
íslenzka liðinu í seinni hálfleikn-
um, og það tók að saxa á finnska
forskotið. Þannig var staðan
51—41 fyrir Finna þegar 5 mínút-
ur voru af seinni hálfleiknum, en
minnstur varð munurinn 6 stig, er
staðan var 71—65. Jón Sigurðsson
átti þarna mjög góðan leik, og
einnig komust þeir Birgir Jakohs-
son og Símon Ólafsson vel frá
leiknum. Birgir sem fráhær varn-
arleikmaður og Símon var drjúg-
ur að hirða fráköst í leiknum.
Stighæstur íslenzku leikmann-
anna voru Jón Sigurðsson með 24
stig, Símon með 12 stig, Birgir
með 11 stig og Gunnar Þorvarðar-
son með 9 stie.
Jón Sigurðsson átti góða leiki
gegn Finnum og Dönum, en það
nægði ekki til.
Úrslit annarra leikja um helgin
urðu þessi:
Svíþjóð — Finnland 87—82
Danmörk — Svíþjóð 78—92
Finnland — Danmörk 78—73
Noregur — Svíþjóð 69—98
Noregur — Danmörk 65—100
Kostar mikla vinnn ali ici hlakiim iyp
— sagði ítalski þjálfarinn Brignole
Eins og greint hefur verið frá áður
var væntanlegur blakþjálfari hingað
til lands á vegum Ólympíusam-
hjálparinnar og Ólympíunefndar
íslands. Hann kom hingað til lands
12. þ.m. og hefur haldið námskeið
um blakþjálfun síðastliðna 12 daga.
Upphaflega var áformað að hafa
námskeiðið tvískipt, þ.e. fyrir blak
þjálfara annars vegar og íþrótta
kennara og leiðbeinendur hins
vegar. Þegar til átti að taka var
þátttaka íþróttakennara engin. Að
vísu stóð námskeiðið yfir um
páskana, sem er frítími kennara, svo
ef til vill hefði verið betra að fá
þjálfarann á öðrum tíma, en um það
má alltaf deila. Hins vegar var þátt-
taka þjálfara ekkert til að hrópa
húrra fyrir en var nokkur samt.
Það sem þessi þjálfari, sem heitir
Brignole, og er einn af þremur þjálfur-
um ítalska landsliðsins, hefur kennt á
þessu námskeiði er margt nýtt og mjög
frábrugðið mörgu því sem við höfum
áður lært Hann hefur farið í gegnum
öll grundvallaratriði blaksins, leikkerfi
fyrir sókn og vörn og kynnt það nýjasta
sem er á döfinni í blaki í heiminum
í viðtali við blaðið sagði Brignole að
það væri skaði fyrir ísl. blak að
kennarar skyldu ekki geta séð sér fært
að koma á námskeiðið „Fyrstu kynnin
af blaki eru mikilvægust, að börnin
læri að gera hlutina á réttan hátt frá
byrjun, því erfitt reynist að breyta orðn-
um hlut Það er því mikilvægt að
íþróttakennarar í skólum hafi vald á
þessum hlutum og geti kennt þá rétt "
Brignole taldi einkum þrennt sem
sýndi mikilvægi blaks sem skólaíþrótt-
ar:
1 Börnin fá að leika keppnisleik 2.
Vegna þess að samskipti eru ekki á
milli andstæðinga hefur blak mikið
uppeldislegt gildi og á sinn þátt í
persónuleikamótun barnsins Einnig er
það mikilvægt að í blaki fá allir að vera
með og er ekki um það að ræða að
aðeins sé gefið á þá beztu eins og oft
vill brenna við í boltaíþróttum. 3 Blak,
ásamt sundíþróttinni, er mjög gott fyrir
fötluð börn og hefur þar með læknandi
gildi (curativ)
Hann taldi að ef íþróttakennarar
skildu mikilvægi blaksins sem skóla
íþróttar ykist áhugi þeirra á íþróttinni
Á Ítalíu hefur fram að þessu verið
byrjað að kenna börnum blak við 1 2
ára aldur en nú í haust verður farið að
kenna 7—9 ára börnum minna-blak
Brignole blakþjálfari
Sjálfur þjálfar Birgnole hóp 10 ára
barna en vegna starfs síns sem lands
Ifósþjálfari kemur hann ekki nálægt
þjálfun félagsliða
— „Þegar ég fékk þetta verkefni, að
halda námskeið á íslandi, var mér að
sjálfsögðu hugsað til landsleikja ykkar í
Róm í janúar s.l. Sem einn af þremur
þjálfurum landsliðs Ítalíu fékk éq það
hlutverk að fylgjast með leik ykkar
gegn Grikklandi, þar sem þið voruð
andstæðingar Ítalíu í keppninni.
Þannig fékk ég nokkra hugmynd um
hver væri „status" á íslenzku blaki. Ég
hugsa að hann sé svipaður og hann
var á Ítalíu 1950 Þá var ítalska blak-
sambandið 4 ára líkt og ykkar sam-
band er nú. Þetta er því ósköp eðlileg
þróun, en framfarir eru örari í blaki nú
en áður svo það ætti ekki að taka ykkur
25 ára að verða eins góðir og Ítalía er
nú. En með markvissum æfingum þ.e.
3—5 sinnum í viku ættuð þið að geta
staðið jafnfætis Svíum og Finnum eftir
3—4 ár. En þetta kostar mikla vinnu.
Þið verðið stöðugt að fylgjast með
hvað er að gerast í blaki í heiminum
Ég ráðlegg ykkur að senda tvo menn
til Montreal og kvikmynda alla blakleiki
sem þið náið í. Þetta gerðum við ítalir
í heimsmeistarakeppninni í Mexíkó
1974. Síðan voru þessar kvikmyndir
vandlega skoðaðar og við það fór
okkur mikið fram. Þið skuluð ekki
hugsa um ÓL eða Evrópumeistaramót
eða sltkar keppnir, heldur taka þátt í
NM og Spring Cup sem eru ekki eins
sterk mót. Þegar hann var spurður um
frammistöðu íslands í Róm vildi hann
ekki mikið tjá sig um hana en líkti
keppni okkar við leik barns og
fullorðins manns en hann taldi að við
ættum að hafa haft gagn af þátttöku
okkar þar ef við hefðum reynt að læra
af hinum sem voru okkur leiknari.
Brignole taldi að íslendingar þyrftu
að leggja áherzlu á að fá hávaxna
menn í blakið, því leikmaður sem er
1,80 sm á hæð á varla möguleika á
heimsblakinu, en með góðum stökk-
krafti geta menn með þessa hæð orðið
góðir leikmenn. Hann sagðist að lok-
um vera ánægður með þátttöku þeirra
sem hefðu sótt námskeiðið og það
hefði verið mikilvægt fyrir sig að hafa
svo áhugasama nemendur pói.
llni ekki við happa- og glappastebm
stjómar HandkMttleikwtbandsins
— Hún hefur þegar valdið handknattleiksíþróttinni miklum skaða
ASTÆÐAN fyrir þvl að ég tók þá
ákvörðun að segja lausu starfi
mfnu sem landsliðsþjálfari var
fyrst og fremst sú, að ég taldi mig
engan starfsgrundvöll hafa, þegar
1 Ijós kom að stjórn Handknatt-
leikssambands tslands hafði all-
an tímann litið á mig sem ein-
hverja varaskeifu sem væri not-
hæf þangað til að annar þjálfari
fengist, sagði Viðar Sfmonarson 1
viðtali við Morgunblaðið um helg-
ina, en eins og skýrt var frá f
blaðinu s.l. fimmtudag, sendi Við-
ar stjórn HSl bréf í fyrri viku,
þar sem hann tilkynnti þá ákvörð-
un sfna að segja upp sem þjálfari.
— Þegar ég tók að mér lands-
liðsþjálfunina var talað um að ég
yrði með liðið fram yfir heims-
meistarakeppnina 1978, og taldi
ég það forsendu fyrir því að ná
umtalsverðum árangri með það,
eins og ég stefndi vitanlega að. Ég
leit á veturinn í vetur aðeins sem
fyrsta skrefið í starfi mínu sem
landsliðsþjálfari, og tei að góður
árangur hafi náðst í seinni lands-
leiknum við Júgóslava í Ölympíu-
keppninni. Þegar við komum
heim frá þeim leik, lásum við hins
vegar um það i blöðunum að
stjórn HSÍ væri að vinna að því að
ráða annan — erlendan — Þjáif-
ara til landsliðsins og staðfesti
Sigurður Jónsson, formaður HSl,
þetta í viðtali í sjónvarpinu um
kvöldið. Með þessu kom I ljós, að
sennilega hefur allan tímann ver-
ið unnið að þvi bak við tjöldin að
ráða annan þjálfara, og um þetta
var aldrei talað eitt orð við migné
hefur verið gert síðan. Með þess-
um yfirlýsingum tel ég líka að
stjórn HSÍ sé komin í heilan
hring, og ekkert standi eftir af
því sem sagt var m.a. á blaða-
mannafundi er ráðning mín var
tilkynnt. Hjá stjórninni er ekkert
til sem heitir heilsteypt stefna í
þessum málum, heldur er um að
ræða algjöra happa- og glappa-
stefnu, og við hana er ekki hægt
að una.
— Ég tel líka, sagði Viðar, — að
þessi hringlandaháttur hafi þegar
orðið handknattleiksíþróttinni
dýr. Þeir fjölmörgu áhangendur
íþróttarinnar sem lengi og vel eru
búnir að styðja að viðgangi henn-
ar á einn eða annan hátt standa
höggdofa og eru að verða búnir að
missa trúna á íslenzka landsliðið
og hættir að sækja leiki þess.
Slíkt tel ég mjög alvarlegt, og
hættulegt íþróttinni.
Hringlandahátturinn hefur
leitt það af sér að menn vita
aldrei hvað er uppi á teningnum.
Sem dæmi um slíkt má nefna, að
þegar ég var ráðinn lýstu stjórn-
armenn því yfir að þeir stæðu
heilshugar að því að vinna að því
að gefa íslenzkum þjálfara tæki-
færi og reyna að byggja hann upp
og styðja við bakið á honum, en
ári seinna er því nánast lýst yfir
opinberlega að hugur hefur ekki
fylgt máli og að aðeins hafi verið
um skammtíma ráðningu að ræða.
Með uppsögn Viðars Símonar-
sonar stendur íslenzka landsliðið
enn einu sinni frammi fyrir því
að skipta um þjálfara. Vert er að
rifja upp að þegar þeir sem nú
skipa stjórn HSÍ að stofni til tóku
við því starfi. lýstu þeir því yfir
að það væri stefna þeirra
að ráða hingað erlendan þjálf-
ara til starfa. Var heilum vetri
eytt í bið eftir þeim þjálfara og
annaðist Birgir Björnsson þjálf-
un liðsins til bráðabirgða á
meðan. I fyrravor var svo hald-
inn blaðamannafundur þar sem
sú stefnubreyting stjórnar HSÍ
var tilkynnt að fallið væri frá
því að ráða hingað erlendan
þjálfara, og ráðning Viðars til-
kynnt. Þeir Bergur Guðnason og
Jón Magnússon sem voru I for-
svari á fundi þessum skýrðu
frá því að stjórn HSÍ hefði verið
ráðlagt af mönnum sem mikla
þekkingu hafa á þjálfaramálum í
handknattleik að farsælast væri
fyrir íslendinga að treysta á eigin
menn, og sögðu þeir það einnig
sfna skoðun. 1 blaðaviðtölum við
þjálfara júgóslavneska landsliðs-
ins og júgóslavneska landsliðs-
menn kom einnig fram, að þeir
töldu fráleitt annað en að íslend-
ingar hefðu innlendan þjálfara
með lið sitt. Nú er hins vegar
stefnt að þvi að fá hingað pólska
landsliðsþjálfarann, en ekki er
vitað hvort samningar við hann
takast, eða hvort um verður að
ræða aðra heils vetrar bið eftir
honum, og þá ef til vill ráðningu
innlends þjálfara að ári, náist
samningar ekki.
Viðar Símonarson var spurður
álits um ráðningu erlend þjálfara.
— Það er auðvitað hægt að
kalla menn töframenn, eða hvaða
öðru nafni sem er, sagði Viðar, —
en að mínum dómi er málið ekki
svona einfalt. Ég er hræddur um
að pólska landsliðsþjálfaranum
myndi bregða í brún ef hann
kæmi hingað og ætti að þjálfa
íslenzka liðið við óbreyttar að-
stæður, sem ég hygg að séu dálítið
ólíkar þeim sem gerist i heima-
landi hans. Ef um er að ræða
sama þjálfarann og stjórnaði
pólska liðinu sem við sigruðum I
Júgóslavíu f fyrrasumar, þá held
ég að sá hafi ekki gert nein
kraftaverk með lið sitt. Það lék
mjög einfaldan handknattleik.
Hitt er svo annað mál að Pólverj-
ar eiga frábærar skyttur og senni-
lega bezta markvörð í heimi, og ég
veit ekki hvaða þátt þessi þjálfari
á i hæfni þeirra.
— Ég er því hins vegar mjög
hlynntur, sagði Viðar, — að hing-
að séu fengnir erlendir hand-
knattleiksmenn eða þjálfarar
til þess að halda námskeið og
miðla af reynslu sinni og þekk-
ingu. Þannig veit ég t.d. að Hor-
vant, fyrirliði júgóslavneska
landsliðsins. væri fáanlegur til
þess að koma hingað skamman
tíma eftir Ólympíuleikana í
Montreal og halda námskeið. Á
slíku höfum við þörf, og á því
getum við mikið lært. Hinu trúi
ég ekki, að menn, sem hafa mikla
reynslu og þekkingu á þessu sviði
séu að ráða okkur óheilt, þegar
þeir segja að það hafi grundvall-
arþýðingu fyrir okkur að hafa eig-
in menn við þjálfunina.
— En nú hafa erlendu knatt-
spyrnuþjálfararnir sem hér hafa
starfað skilað nokkrum árangri?
— Það er rétt, og fyrir liggur að
erlendir þjálfarar geta staðið
þeim innlendu framar að þvl leyti
að þeir halda betri aga. Þeir geta
útpískað menn við æfingar sem
ekki þýddi fyrir innlendan þjálf-
ara að bjóða upp á. Mér heyrist þó
á knattspyrnumönnum okkar, að
það sé samdóma álit þeirra, að
slíkt gangi ekki miklu lengur.
Þeir séu hreinlega að missa alla
ánægju af því að stunda íþrótt
slna, ogi hvar stöndum við ef svo
fer, þar sem algjör áhuga-
mennska er ríkjandi. Ef við þurf-
um erlendan þjálfara til þess að
segja okkur að æfa 4 — 5 sinnum
I viku þá erum við aulabárðar og
það kemur okkur I koll, fyrr eða
síðar.
— Hefur það ekki alvarlegar
afleiðingar að skipta nú enn einu
sinni um landsliðsþjálfara I hand-
knattleik?
— Það er a.m.k. mín skoðun að
það taki langan tíma fyrir þjálf-
ara að ná árangri með lið, sama
hversu vel hann þekkir leikmenn-
ina sem leika I því. Ég taldi mig
t.d. þekkja vel leikmennina sem
voru með landsliðinu I vetur,
enda oftsinnis leikið með þeim I
landsliðinu. En er ég tók við þjálf-
un liðsins áttaði ég mig strax á
því, og hafði reyndar vitað fyrir-
fram, að sem slíkur kynnist mað-
ur leikmönnunum allt öðru vísi
og það tekur langan tíma að koma
því I gegn sem maður ætlar sér,
Ég gerði mér grein fyrir því að
vonlítið var að ég næði umtals-
ver$um árangri með liðið I fyrra-
vetur, en stefndi að því að ná því
sem ég hafði ætlað mér I heims-
meistarakeppninni. Æfingaferð
landsliðsins til Danmerkur fyrir
jólin hafði að mínum dómi mikið
að segja og hjálpaði mér mikið
Viðar
Símonarson
í viðtali við
Morgunhlaðið
sem þjálfara. Árangur þess starfs
kom hins vegar ekki I ljós I leikn-
um við Júgóslava 18. desember.
Menn voru þreyttir eftir Dan-
merkurferðina, og þar varð ég
líka mjög svo var við að menn
voru áhyggjufullir af því að vera
fjarverandi að heiman svo
skömmu fyrir jól, og allir lands-
liðsmennirnir fóru svo beint til
vinnu þegar þeir komu heim, og
reyndu að vinna upp það sem tap
azt hafði I utanferðinni. Menn
voru því útkeyrðir þegar I lands-
leikinn kom, og þar af leiðandi
ekki von á góðu. Þeir náðu hins
vegar að hvílast vel fyrir næsta
leik sem var við Sóvétríkin og I
honum náðist góður árangur,
jafntefli, og ég tel líka að árangur
þessarar Danmerkurferðar hafi
komið hvað bezt i ljós I ferðinni
til Júgóslavíu, þar sem okkur
heppnaðist að framkvæma það
sem við höfðum verið að æfa upp.
Mikið má vera ef sá þjálfari
sem nú tekur við liðinu stendur
ekki I sömu sporum og ég þegar
ég tók við því og menn verða líka
að átta sig á því að það má ekki
dragast lengi að fá þjálfara,
a.m.k. ekki ef fara á eftir þeirri
áætlun sem tækninefnd hefur
gert um undirbúning liðsins fyrir
heimsmeistarakeppnina, en þar
er gert ráð fyrir að undirbúning-
urinn hefjist 1. júní n.k. Það má
öllum vera ljóst að mikið þarf til
þess að komast i A-keppnina, þar
sem við eigum við mótherja eins
og A-Þýzkaland, Svíþjóð, Noreg
og Spán að etja I B-keppninni.
Viðar var spurður að því hvort
hann teldi að íslendingar ættu
möguleika á að skipa sér I raðir
fremstu handknattleiksþjóða
heims?
— Ég held, sagði hann, — að
fólk geri sér almennt ekki grein
fyrir því að stökkið til þess er
nokkuð stórt, en við eigum samt
sem áður tvímælalaust möguleika
á því. Vil ég nefna sem dæmi, að
árið 1958 þegar við kepptum I
heimsmeistarakeppninni I fyrsta
sinn unnum við Rúmena, en i
næstu keppni, 1961, urðu þeir
heimsmeistarar og einnig 1964.
Það var vegna þess að þar var
tekið á málunum af ákveðni og
áhuga. Það sem við þurfum fyrst
og fremst að gera til þess að eiga
möguleika á því að vera I hópi
þeirra beztu, er að gera landsliðið
að höfuðtákni íþróttarinnar.
Hingað til hefur það verið þannig
að leikmennirnir hafa alltaf tekið
félagslið sín fram yfir og landslið-
ið hefur verið númer tvö — þver-
öfugt við það sem gerist hjá beztu
þjóðunum. Félagapólitíkin hér er
geysilega sterk og erfitt að breyta
henni. Má vel vera að leikmenn-
irnir hafi heldur ekki nægjanleg-
an metnað. Það þarf ekkert smá-
ræði til þess að mæta vel á æfing-
ar hjá félagsliði sínu og einnig á
landsliðsæfingar, a.m.k. ekki ef
þær eru teknar þeim tökum sem
þarf að taka þær. Ef unnt væri að
laga þetta yrði auðveldara að eiga
við ýmsa aðra þætti, sem auðvitað
eru ekki I nógu góðu lagi hjá
okkur, eins og t.d. það að landslið-
ið á hvergi f hús að venda við
æfingar sínar.
— Það hefur lengi verið skoðun
mín, sagði Viðar, — að við hér á
Islandi eigum nóg af góðum hand-
knattleiksmönnum, og það svo
góðum að þess vegna getum við
verið I allra fremstu röð. Það sé
þvi fyrst og fremst spurning um
stefnu I málum þessum og spurn-
ing um þjálfun, hvort við náum
því markmiði að losa okkur frá
þeirri stöðnun sem hér hefur ríkt
allar götur frá 1961, og færum
okkur upp á við. Við höfum
reyndar einu sinni tekið gott spor
fram á við, að mínum dómi, og á
ég þar við undirbúning íslenzka
landsliðsins fyrir forkeppni
Ólympíuleikanna á Spáni og síðan
fyrir Ólympíuleikana, en það
skref hefði ekki fyrr verið stigið
er gengið var aftur á bak I sama
farið aftur.
Að lokum var Viðar spurður að
því hvort hann hefði hug á því að
leika með íslenzka landsliðinu á
næsta keppnistimabili.
— Ég hef ekkert hugsað um
það, sagði hann, — ætli maður
sjái ekki til hvernig málin þróast,
hverjir stjórna og hvað á að gera,
áður en maður gerir upp hug sinn
í þeim efnum.
—stjl.
HtllYFF MHKim A BAK VII
ITniKðATO HOIMIimA
LIÐ HOLLANDS: Schrijvrrs. Suurbicr. Rijsbergcn. van Kraay, Krol. Nccskens,
Janscn, Willy van dcr Kcrkhof. Rcp. Crnyff, Rcnscnbrink.
LIÐ BELGtU: Piot, van llimst, Martcns, Lcckcns, ticrcts, t'ools, Cocck, Vcrhcycn,
van dcr Eyckca, van Gool, Lambcrt
Hollendtngar hreinlega burstuðu nágranna slna, Belglu-
menn, 1 fyrrl leik liðanna f undankeppni Evrðpubikarkeppni
landsliða, sem fram fðr 1 Rotterdam á sunnudaginn. (Jrslit
leíksins urðu 5—0 fyrlr Hollendinga, eftir að staðan hafði verið
2—0 1 hálfleik. Sýndu Hollendingar stðrkostlega knattspyrnu f
þessum leik, og er vissulega tilhlökkunarefni að fá að sjá þessa
snillinga á Laugardalsvellinum f sumar, en hingað koma
Hollendingarnir til þess að leika við Islendinga f undankeppni
heimsmeistarakeppninnar f knattspvrnu, og revndar Belgfu-
menn líka. Var íslenzki landsliðsþjálfarinn. Tonv Knapp, send-
ur utan til þess að fylgjast með þessum leik andstæðinga okkar.
og hefur hann örugglega haft af þvf göða skemmtun.
Hollendingar héldu uppi látlausri sðkn f leiknum f Rotter-
dam þegar frá upphafi en Belgfumenn vörðust af mikilli
grimmd og hafði hinn svissneski dðmari leiksins, Jean Dubach,
vart við að dæma aukaspyrnur.
Fyrsta markið kom á 14. mfnútu og var það Rensenbrink sem
það gerði. Hann leikur með belgfska liðinu Anderleeht, en
reyndist löndum sfnum drjúgur liðsmaður f þessum leik, þar
sem hann bætti tveimur mörkum til viðbðtar við, áður en lauk.
Hin mörkin tvö gerðu þeir Rijsbergen og Neeskens. En maður-
inn á bak við allt spil hollenzka liðsins og sá er lagði upp a.m.k.
þrjú markanna var fyrirliði liðsins, snillingurinn Johan
Cruyff, sem sannarlega naut sfn f þessum leik, þðtt f strangri
gæzlu væri. Var gæzlumanni Cruyff, Eric Gerets, sýnt gula
spjaldið snemma f leiknum fyrir grófar aðgerðir sfnar til þess
að stöðva Cruyff og sfðar f leiknum var svo Belgfumaðurinn
van der Elst sem kom inná sem varamaður og Hollendingurinn
Rijsbergen bókaðir fvrir að mðtmæla dðmum.
Um 62 þúsund manns fylgdust með leiknum f Rotterdam og
var að vonum mikil stemmning á áhorfendapöllunum. Er þetta
mesti sigur sem Ilollendingar hafa unnið yfir Belgfumönnum f
knattspyrnu f tfu ár, en leikir þessara liða hafa oftast verið
mjög jafnir.
HEIMHISTARARIR VORIIHEPPIR
AH \Á JAFNTEFLIVID SPÁIERJA 1:1
Vcstur-Þýzkaland: Maicr, VoRts, Bcckcnbaucr, Schwarzenbcck, Dictz. Bonhoff.
Wimmer. Danncr. Holzcnbcin, Worm. Bccr.
Spánn: Iribar, Sol, Benito, Camacho. Capon, MíkucIí, Quini, Villar. Santillana. dcl
Bosquc, Churruca.
Vestur-þýzku heimsmeistararnir f knattspyrnu máttu vel við
una að ná jafntefli f fyrri leik sfnum við Spánverja f undanúr-
slitum Evrópubikarkeppni landsliða sem fram fðr f Madrid á
iaugardaginn. Höfðu Spánverjarnir „átt“ leikinn og fengið
ðtal allgöð marktækifæri er Þjððverjum tókst að jafna, mjög
svo á ðvart á 61. mfnútu, og má ætla að eftirleikurinn verði
sfðan Þjóðverjunum auðveldur, en seinni leikurinn fer fram f
MUnchen f maf.
Allan fyrri hálfleikinn sðttu Spánverjar án afláts. en vestur-
þýzka vörnin með Maier markvörð og Vogts sem beztu menn
stðð sig mjög vel og tókst að hrinda flestum áhlaupunum f
tfma. Reyndar voru Þjóðverjarnir nokkuð grðfir f þessum
varnaraðgerðum sinum og var dómarinn. Jim Tavlor, frá
Bretlandi sá er dæmdi úrslitaleik sfðustu heimsmeistara-
keppni, að taka á honum stóra sfnum til þess að allt færi ekki f
bál og brand og áður en lauk hafði hann bókað tvo leikmenn,
Dietz frá Þýzkalandi og Benito frá Spáni, fyrir grófan leik.
Carlos Santillana, miðherji Real Madrid, skoraði fyrir Spán-
verjana á 20. mfnútu leiksins, eftir að mikill þungi hafði verið f
sðkn þeirra. Tðkst honum að snúa á Schwarzenbeck, og leika
nær markinu, þar sem fleiri voru til varnar, en áður en þeir
náðu að stöðva hann tókst Santillana að skjðta og réð Maier
ekki við skot hans.
Jöfnunarmarkið kom á 61. mfnútu og var það bezti sðknar-
leikmaður þýzka liðsins f þessum leik, Erich Beer, sem það
gerði, eftir að hafa fengið mjög nákvæma sendingu inn f eyðu
frá Holzenbein. Skaut Beer á mark Spánverjanna af um 30
metra færi og tðkst markverðinum Jose Iribar að koma hönd-
um á knöttinn, en missti hann frá sér inn f markið.
Eftir jöfnunarmark þjððverjanna gerðu Spánverjar örvænt-
ingarfullar tilraunir til að skora ákaft hvattir af um 60 þúsund
áhorfendum sem fylgdust með leiknum, en allt kom fyrir ekki.
OSKABYRJIIHJA JUGOSLAVIU
JÚGOSLAVIA fékk ðskabyrjun f leik sfnum við Wales f
undanúrslitum Evrðpukeppninnar f knattspyrnu sem fram fðr
f borginni Zagreb f heimalandi þeirra á laugardaginn. Þegar á
fyrstu mfnútu leiksins lá knötturinn f marki Walesbúana, eftir
að Momcilo Vukotic hafði fengið sendingu frá Drago Vabec inn
að vftateig Wales-búanna, sem virtust hreinlega ekki vera
búnir að koma sér almennilega fyrir á vellinum.
Markið gaf Júgóslövunum byr undir vængi og allan fyrri
hálfleikinn sðttu þeir nær stanzlaust, og skall hurð oft nærri
hælum við mark Walcsbúa, en jafnan bjargaðist á sfðustu
stundu. A 11. mfnútu seinni hálfleíks bætti svo Popivoda öðru
marki við fyrir Júgðslava. eftir mjög gðða samvinnu við Oblak,
en báðir þessir leikmenn eru atvinnumenn með þýzkum liðum
en voru kallaðir til landsleiksins eftir að Júgöslavar höfðu
aðeins náð jafntefli f leik sfnum við Ungverja f fyrri viku. Eftir
mark þetta færðist meiri ró yfir leikinn og Walesbúarnir áttu
nokkrar allgððar skvndisðknir undir lok leiksins, sem þó gáfu
engan afrakstur.
TEKKAR UMU SOVÉTMEM 2:0
Tékkóslóvakfa: Vlktor, Pobias, Jozetrapkovic, Ondrus, CioeRh. Moder, Knapp,
Masny, Pollak, Petras. Kroupa, Nehoda, Panenka.
Sovétrfkin: Prokhorov, Konkov, Matvirnko. Komenko. Rrshko. Troshkin,
ZviaRintsev, Inishehenko. Nazarenko, Kolotov, l.ovehev, Verene.vev, Rlokhin.
Svo virtist f byrjun leiks Tékkóslóvakfu og Sovétrfkjanna f
undankeppni Evrópubikarkeppni landsliða f knattspyrnu sem
fram fór f Bratislava f Tékkóslóvakíu á laugardaginn, að
Sovétmenn myndu hafa gðð tök á leiknum. En fljðtlega kom þð
f Ijðs, að miðsvæðisleikmenn tékkneska liðsins unnu gffurlega
vel, stöðvuðu sðknir sovéska liðsins og byggðu vel upp sðknar-
lotur tékknesku framherjana. Sérstakur gæzlumaður var hafð-
ur á hinum marksækna Oleg Blokhin, og var það aðeins f
upphafi leiksins sem hann gat eitthvað látið að sér kveða.
Eftir að Tékkarnir höfðu náð völdum á vallarmiðjunni fðr
leikurinn að snúast þeim f hag og á 35. mfnútu átti Jaroslav
Pollak gðða sendingu á Marian Masny sem skaut á sovézka
markið af um 20 metra færi, og missti markvörður Sovét-
manna, Alexander Prokhorov, knöttinn undir sig f markið. A
annarri mfnútu seinni hálfleiksíns bætti svo Antonin Panenka
öðru marki við fyrir Tékkana, og eftir það höfðu þeir öll völd á
vellinum. Drðgu Sovétmenn lið sitt f vörn og létu aðeins þá
Blokhin og Vladimir Onishchenko vera frammi. Komust Tékk-
arnir Iftt áleiðis gegn þessum mikla varnarmúr og urðu að
sa'tta sig við að skora ekki fleiri mörk f leiknum.
Wö H0M5METI HtlDUIASn
ir 25 ára Iftið þekktur bandarfskur kringlukastari, Mac Wilk-
ins, sett nýtt heimsmet f kringlukasti á móti sem fram fðr f Los
Angeles á sunnudaginn. Kastaði hann kringlunni 69,16 metra
og bætti þvf heimsmet landa sfns John Powells um 8 senti-
metra, en það var 69,08 metrar sett f fyrra.
Mac Wilkins kom ekki hvað sfzt sjálfum sér á óvart með þvf
íð bæta heimsmetið, en hann sagði eftir metkastið að hann
hefði alls ekki átt von á slfku, þar sem hann hefði meitt sig f
baki við lyftingaæfingar fyrir skömmu, og alls ekki verið
búinn að ná sér. Ef taka má þessi orð hans trúanleg er ekki
ðlfklegt að Mac Wilkins eigi eftir að láta meira frá sér heyra
ir Sovézka stúlkan Faina Melnik bætti heimsmet sitt í kringlu-
kasti um 30 sentimetra á móti sem fram fðr f Sochi f Sovét-
rfkjunum um helgina. Kastaði hún 70,50 metra; sjálf átti hún
eldra metið, 70,20 metra, og var það sett á móti f Ziirich f Sviss f
f.vrra. Melnik eignaðist kringlukastsheimsmetið fyrst árið
1971, er hún bætti met vestur-þýzku stúlkunnar Liesel Wester-
man á Evrðpumeistarámðtinu f Helsinki og kastaði 64,22
metra. Hefur metið sfðan verið hennar eign að undanskildum
septembermánuði 1972 að rúmneska stúlkan Argentina Menis
krækti f það frá henni. Melnik varð Olympfumeistari f
Miinchen 1972 og hyggst verja titil sinn f Montreal f sumar.