Morgunblaðið - 27.04.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.04.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRlL 1976 5 „Nú er rétti tíminn til að hlaða varnar- garða í landi Skóga” — segir Sigurjón Rist vatnamælingamaður „FLÓÐIÐ í Jökulsá er núna í rénum og annað flóð kemur ekki fyrr en jökla fer að leysa seinna í vor. Það ætti því að gefast tími til að hlaða varnargarða við Skðga,“ sagði Sigurjón Rist vatnamælingamaður þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Sigurjón sagði að þessi hegðun Jökulsár að undanförnu væri samkvæmt venju. Vatnsmagn yk- ist í henni þegar leysingar eru á Möðrudalsfjöllum. Síðan sjatnaði aftur í ánni en ykist svo aftur þegar jökla byrjaði að leysa, og hækkaði þá mun hægar í ánni en á dögunum. Sigurjón Rist sagði að við jarð- skjálftana i Öxarfirði hefði orðið landsig og sprungur riðlast, og leitaði vatn úr Jökulsá niður i þessar sprungur og kæmi síðan upp á yfirborðið aftur. Þannig væri þessu einmitt háttað í landi Skóga, og hefði því vatnsmagn í Skógakílnum aukist mikið og valdið þeim vandræðum, sem frá hefur verið greint i fréttum. Sagði Sigurjón að menn vonuðu auðvitað að Jökulsá fyllti þessar sprungur eiris og áin hefði áður gert en það gerðist ekki svo fljótt að komist yrði hjá að hlaða varnargarða i Skógalandinu. Væri rétti tíminn til þess einmitt framundan, áður en aftur ykist i Jökulsá. Vöruskipta- jöfnuðurinn óhagstæður um tæpa 5 milljarða fyrstu 3 mánuðina ÞRJÁ fyrstu mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 11 milljarða 112 millj- ónir króna. Á sama tlma voru fluttar inn vörur fyrir 15 milljarða 979 milljónir króna. Vöruskiptajöfnuður- inn er því óhagstæður þessa þrjá fyrstu mánuði ársins um 4866 milljónir króna. Sömu mánuði í fyrra var vöruskipta- jöfnuðurinn óhagstæður um 7362 milljónir króna. I frétt frá Hagstofu tslands kemur fram, að í marzmánuði s.l. voru fluttar út vörur fyrir 5 milljarða 155 milljónir en inn voru fluttar vörur fyrir 7 millj- arða 324 milljónir króna. Vöru- skiptajöfnuðurinn i marz var því óhagstæður um 2169 millj- ónir króna. í heildarútflutn- ingnum fyrstu þrjá mánuði ársins var ál og álmelmi 1089 milljónir króna. Við samanburð á utanríkis- verzlunartölum við árið 1975 verður að hafa i huga, að með- algengi erlends gjaldeyris mánuðina janúar-marz 1976 er talið vera 19,6% hærra en sömu mánuði i fyrra. Grænlandsvikan í dag: Náttúrulegt líf, veið- ar og norrænar byggðir Á dagskrá Grænlandsviku Norræna hússins í dag verður sýnd kvikmynd kl. 15 og fjallar hús um Grænlendinga sem hafa flutzt af útstöðunum til þéttbýlli svæða, en una sér þar ekki og flytjast heim aftur þótt ýmislegt komu upp úr kafinu þegar á reyn- ir. Mynd þessi er gerð af Græn- lendingum. Klukkan 17.15 mun Pétur Egede deildarstjóri flytja fyrir- lestur um grænlenzkt atvinnulíf, einkum fiskveiðar og mun hann sýna kvikmynd þar að lútandi. Pétur mun segja frá veiðiskap upp á gamla mátann, en hann tíðkast ennþá bæði á Austur- og Norður-Grænlandi og að sjálf- sögðu mun hann fjalla um þróun- ina I fiskveiðum Grænlendinga, eflingu veiðiflota og vinnslu. í kvöld kl. 20 mun Þór Magnús- son þjóðminjavörður flytja fyrir- lestur sem hann nefnir Norrænu byggðirnar á Grænlandi og mun hann sýna litskuggamyndir með lestri sinum. Beinir og óbeinir ríkisstyrk- ir til stjórnmálaflokka Frumvarp Benedikts Gröndals Benedikt Gröndal, for- maður Alþýðuflokksins, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um stjórnmálaflokka, sem m.a. gerir ráð fyrir því, að stjórnmálaflokkar fái styrk úr ríkissjóði til starf- semi sinnar, þegar Alþingi veiti til þess fé á fjárlög- um. fyrirframstyrkir frá heildarút- hlutun að kosningum loknum. Frumvarpið fjallar og um óbein- an stuðning ríkisins við stjórn- málaflokka, þ.e. fríar kjörskár, gjaldfrjálsar póstsendingar fyrir kosningar, endurgjaldslaust út- varp frá framboðsfundum og fria simaþjónustu tiltekinn tíma um hverjar kosningar. Sjá nánar um frumvarp þetta á þingsiðu blaðs- ins í dag. Guðmundur hafn- aði í 8. sætinu Eftir að slik fjárveiting til styrktar stjórnmálaflokkum hef- ur verið tekin á fjárlög skal dóms- málaráðuneytið, samkvæmt frum- varpinu, skipta fjárveitingunni i jafn marga hluti og gild atkvæði vóru í næst liðnum kosningum í öllum kjördæmum landsins: Skal hver stjórnmálaflokkur fá þann hlut margfaldaðan með heildar- tölu atkvæða, er honum vóru greidd á öllu landinu. Á öðru ári eftir kosningar getur ráðuneytið greitt hverjum flokki 10% af styrk hans við síðustu kosningar, á þriðja ári 15% og í byrjun kosn- ingaárs 35%, og dragast þessir EINS og Guðmundur Sigurjóns- son stórmeistari hafði sagt ( sam- tali við Mbl. á sunnudaginn, var staða hans ( skákinni gegn Rússanum Geller vonlaus og gaf Guðmundur biðskákina eftir að þeir höfðu teflt nokkra leiki á laugardagskvöld. Þessi sigur Gellers dugði honum til vinnings í mótinu, þvi Daninn Larsen tapaði I síðustu umferðinni fyrir Hiibner, frá Vestur-Þýzkalandi. Hafa úrslit sfðustu umferðar- innar vafalaust orðið Larsen mikil vonbrigði þvf sigurinn blasti við honum. Eins og vænta mátti röðuðu stórmeistararnir 9 sér í efstu sæt- in. Geller hlaut 10l/i vinning af 15 mögulegum, Larsen varð annar með 10 vinninga, Byrne og Hubner urðu í 3—4. sæti með 9'/í vinning, Portisch, Chezkovsky og Georgihu urðu i 5—7. sæti með 9 vinninga, Guðmundur varð 8, með 8'A vinning og Rogoff varð 9. með 8 vinninga. Þarna munar ekki nema tveimur vinningum á efsta og áttunda manni og ef Guðmund- ur hefði ekki tapað svona slysa- lega fyrir Geller, hefði munurinn aðeins orðið einn vinningur. En Guðmundur tefldi full stift til Framhald á bls. 30 Forsíðumynd Hufvudstadsbladet. Það er Tage Strandström sem hér öslar eina ána sem varð á vegi þeirra Finnanna. Gengu yfir þvertísland Þá segir í greininni frá þriggja daga snjóstormi sem þeir Tage og Erik lentu í og urðu að halda kyrru fyrir i tjaldi sínu þann tíma. Auk þessa lentu þeir í vandræðum varðandi með eldsneyti og ýms- an útbúnað. Snjóstormur. Pihkala segist ekki hafa upp- lifað annan eins snjóstorm og þann sem þeir lentu í á íslandi. Hann hefur þó mikið stundað skiðagöngur og lent i miklum veðrum. — Vió lágum i tjaldinu í þrjá daga og gátum hvergi komizt. Lifðum við mest á rús- inum og haframjöli segja Finn- arnir. Tjalddúkurinn flögraði til og eftir þvi sem snjóaði þrengdi æ meira að okkur. Við urðum aó liggj^ og biða þess að veðrið gengi niður. En sem sagt, segja Finnarnir, þetta tók þrjár langa daga með lítinn svefn og mat. — Þá kom oft upp í huga manns hugsunin: slíkt geri ég aldrei aftur. þeir urðu oft að bera skiðin þar sem snjólaust var. — Útbúnaðurinn sem við not- uðum, segja Finnarnir, hafði bæði kosti og galla. En ef á heildina er litið þá var ferðin mjög ánægjuleg. Þá segja Finnarnir að áhugi á skíðaíþróttinni sé ákaflega lítill á eyjunni. Fólk kýs fremur að fara i reiðtúr en að stíga á skiði. — Á norðurlandi er svig nokkuð vinsælt en fólki finnast langar göngur á skiðum ekki áhugavekjandi. — Jú, vissulega vorum við til umræðu í islenzkum fjölmiðl- um, segir Strandström, en það var mest fyrir forvitni sakir. BLAÐIÐ Hufvudstads- bladet birti fyrir skömmu frásögn og við- tal við Finnana Tage Strandström og Erik Pih- kala, en þeir gengu yfir þvert landió í þessum mánuöi. Er í blaðinu for- síðumynd af Tage Strandström þar sem hann veður eina ána sem varð á vegi þeirra félaga. Snjór, vatn og auðnir. Þá segir í frásögn Finnanna að þeir hafi lent í all misjöfnu færi. Yfirleitt gengu þeir á skíðurri en urðu einnig að vaða margar ár og vötn auk þess sem Naftalín í stað olíu. Fyrsti hluti leiðarinnar vai erfiður segja þeir Tage Strand ström og Erik Pihkala sem nú er nærri sextugu. Þetta var mikil áhætta, veðrabrigði á is landi eru mjög mikil. Það iíður stundum ekki ein klukkustunó frá því að glaðasólskin breytist í hörkustorm. Það mun oft hafa hvarflað að þeim félögum að snúa til baka i upphafi ferðarinnar. Ekki bætti það heldur úr skák að náungi í Reykjavík seldi þeim naftalín í stað olíu og jók það að sjálfsögðu mjög á erfiðlcikana. Ekki var einvörðungu gengið á skíðum, á stund- um varð að grípa til is- hakans á leiðinni. Á myndinni má sjá Erik Pihkala brjótast áfram með hjálp hakans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.