Morgunblaðið - 27.04.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.04.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRIL 1976 15 Fjórir fengu að sjá rauða spjaldið í leikjum helgarinnar VALSMENN kræktu sér I auka- stig í leik sfnum við KR f Revkjavíkurmótinu f knatt- spvrnu s.l. laugardag, þar sem þeir skoruðu fjögur mörk í leiknum gegn einu marki KR- inga. Hafa Valsmenn nú jafn- mörg stig í mótinu og Fram, og markatala liðanna er einnig jöfn. í leiknum á laugardaginn var staðan jöfn í hálfleik, 1—1. Fyrsta mark leiksins skoraði Hermann Gunnarsson fyrir Val, en Baldvin Elíasson jafnaði fyrir KR. í seinni hálf- leiknum bætti Kristinn Björns- son tveimur mörkum við fyrir Val og Magnús Bergs einu. Tveimur leikmönnum KR var vísað af velli í leiknum, Guðjóni Hilmarssyni eftir að hafa lent í átökum við Her- mann Gunnarsson í fyrri hálf- leik og Halldóri Björnssyni fyrir mótmæli við dómarann í seinni hálfleiknum. Þá fór fram einn leikur í Litlu-bikarkeppninni á laugar- daginn. IBK sigraði FH 2—1 í leik liðanna í Keflavík. Fyrir Keflvíkinga skoruðu Steinar Jóhannsson og Guðjón Guðjóns- son, en Jóhann Ríkharðsson gerði mark FH-inga. I þessum leik var einnig tveimur leik- mönnum vísað af velli, Einari Gunnarssyni, ÍBK, og Leifi Helgasyni, FH. í Stóru-bikarkeppninni fóru fram tveir leikir. Stjarnan sigraði Víði 2—1 syðra og Selfoss vann Gróttu 2—1 á Sel- fossi. Er staðan í keppni þessari nú sú, að síðasti leikur mótsins, milli Stjörnunnar og Selfoss, verður hreinn úrslitaleikur og nægir Stjörnunni jafntefli í þeim leik til þess að vinna keppnina. Fer leikur þessi fram í Garðabæ um næstu helgi. Um helgina för einnig fram bæjarkeppni í knattspyrnu milli Kópavogs og Vestmanna- eyja og fóru leikar svo að Eyja- menn unnu yfirburðasigur í leiknum, 4:1, eftir að staðan hafði verið 1:0, þeim í vil, í hálfleik. Skoruðu Örn Öskars- son, Viðar Elíasson, Sveinn Sveinsson og Ólafur Sigurvins- son mörk Eyjamanna, og var mark Ólafs athyglisvert fyrir það að það var gert beint úr hornspyrnu, en slíkt er harla óvenjulegt. Mark Kópavogs skoraði Hinrik ÞórhaÚsson. Meistarakeppni KSÍ lauk um helgina með leik Fram og Akra- ness á Akranesi og lauk leikn- um með sigri Skagamanna, 1—0. Markið var sjálfsmark Marteins Geirssonar. Keflvík- ingar urðu sigurvegarar í meistarakeppninni að þessu sinni. „Eitt léttasta mót sem ég hef tekið þátt í” „EG fékk miklu minni keppni en ég átti von á. Ætli þetta sé ekki eitthvert léttasta mót sem ég hef tekið þátt f, engar átakaglímur,“ sagði hinn nýi Glímukappi ts- lands, Ingi Þ. Vngvason, þegar blaðamaður Morgunblaðsins ræddi stuttlega við hann að ts- landsglímunni lokinni. Ingi er 24 ára gamall húsa- smiður i Mývatnssveit. Hann er einn fjögurra bræðra, sem getið hafa sér gott orð sem glimumenn, og þar af standa tvíburabræðurn- ir Ingi og Pétur í allra fremstu röð íslenzkra glímumanna. Þeir bræður eru allir búsettir í Mývatnssveit. Pétur er nýlega komin þangað aftur, en hann dvaldi fjóra síðustu vetur i Reykjavik við nám og æfði þá og keppti með Víkverja. Ingi sagði að 7—8 menn æfðu glímu að stað- aldri í Mývatnssveit. Æft er þrisvar í viku yfir veturinn i félagsheimilinu Skjólbrekku. Enginn sérstakur glimuþjálfari stjórnar æfingunum, en far- kennarar hafa komið einstaka sinnum til að segja þeim Mývetn- ingum til, aðallega þeir Þorsteinn Kristjánsson og Kjartan Berg- mann Guðjónsson. Þrír bræðr- anna voru með í íslandsglímunni, en fjórði bróðirinn, Björn, var ekki með að þessu sinni. Þetta er í fyrsta skipti, sem Ingi verður glimukappi íslands. Stórsigrar í DANKERSEN, vestur-þýzka liSiS, sem þeir Ólafur H. Jónsson og Axel Axelsson leika með, vann stórsigur I fyrri leik sinum I undanúrslitakeppninni um þýzka Enskur þjálfari tilÍBV 2. DEILDAR lið IBV f knatt- spvrnu hefur nú ráðið til sfn enskan þjálfara og mun hann koma til liðsins innan tfðar. Heit- ir þjálfarinn George Skinnear og hefur undanfarin ár starfað sem þjálfari í tran og náð þar góðum árangri. Þýzkalandi meistaratitilinn á laugardaginn, en þá mættu liSiS efsta liðinu f suður riðlinum Dietzenbach. Úrslit leiksins urðu 23—11 fyrir Dankersen, en I hinum undanúrslitaleiknum sigraði Gummersbach Hofwier 19—15, þannig að það verða að öllum Ifkindum Dankersen og Gummersbach sem mætast f úrslitaleik um titilinn. Göppingen lék á laugardaginn við Bad Schwartau um sæti f 1. deildinni og vann stórsigur 26—11. Bræðurnir Ólafur og Gunnar Einarssynir léku stórt hlutverk f þeim leik, þar sem þeir skoruðu samtals 10 mörk fyrir Göppingen. Liðin eiga reyndar að leika annan leik, en harla olfklegt er að Schwartau takist að sigra f þeim leik með 1 6 marka mun, en það þarf liðið að gera til þess að fella Göppingen f aðra deild. Guðmundur Frevr Halldórsson hefur þarna náð góðu bragði á einum keppinaut sfnum. Tv í bnrabræ ðnrnir nr Mývatnssveit í sér- flokki í íslandsglúnunni Ingi Þ. Yngvason Glímukappi Islands 1976: ÍSLANDSGLÍMAN 1976 fór fram í fþróttahúsi Kennaraháskólans s.l. laugardag. 10 glfmumenn voru að þessu sinni skráðir til keppni og mættu þeir allir til leiks. Er það því miður sjaldgæft á glímumótum hérlendis að allir skráðir glímumenn mæti. Glíinan gekk að þessu sinni vel og greið- lega fvrir sig og virtust áhorfend- ur skemmta sér hið bezta. Bol og nfð sást ekki og er hér um fram- för að ræða frá fyrri glímumót- um. Tvíburabræðurnir Ingi Þ. og Pétur Yngvasvnir frá Mývatns- sveit báru höfuð og herðar vfir aðra glímumenn á þessu móti. Lagði Ingi alla sfna andstæðinga en Pétur varð að lúta í lægra haldi fvrir Inga en vann aðrar glfmur. Varð Ingi Þ. Yngvason því Glfmukappi tslands 1976 og hlaut að launum hið fræga og fagra Grettisbelti. Hann hefur ekki áður unnið beltið. Að þessu sinni fór beltið ekki úr ættinni því Pétur vann það í fvrra. Urslit í Íslandsglímunni 1976 urðu annars þessi: 1. Ingi Þ. Ingvason HSÞ 9v. 2. Pétur Yngvason HSÞ 8v. 3. Guðm. Ólafsson Árm. 5'A v. 4. Þorsteinn Sigurj.ss. V 5 v. 5. — 6 Guðm. Fr. Halldórss. Á 4V4 v. 5.—6. Eyþór Péturss HSÞ 4'A v. 7. Guðni Sigfússon Árm. 4 v. 8. —9. Kristján Ingvason HSÞ2 v. 8.—9. Halldór Konráðsson V 2 v. 10. Hjörleifur Sig.ss. HSÞ 'A v. Þá voru að venju veitt fegurðar- verðlaun og varð röð efstu manna þessi: Sllg. 1. Pétur Yngvason 183 2. Ingi Þ. Yngvason 182 H 3. Guðm. Fr. Halld.ss. 17614 4. Eyþór Pétursson HSÞ 172 5. Halldór Konráðsson 171V4 Ingi Þ. Yngvason var mjög vel að sigrinum kominn. Hann glimdi af miklu öryggi og sýndi fjöl- breytni í brögðum. Hann varyfir- leitt fljótur að leggja andstæðinga sína og Ienti ekki í taphættu nema í glimunni við Guðmund Frey Halldórsson. Vildu ýmsir meina að þá hefði Ingi hlotið byltu, en dómararnir voru á öðru máli og létu glíma áfram og þá vann Ingi. Pétur bróðir Inga sýndi einnig mikið öryggi i glímum sinum og að mati dómnefndar þótti hann sýna fegursta glímu. Þeir bræður voru eins og sjá má af úrslitunum í nokkrum sérflokki. (iuðmundur Ólafsson kom i þriðja sæti. 2'A vinningi á eftir Pétri. Guðmundur er stór og þungur glimumaður en hann glímir oft vel og oftast eru glímur hans átakamiklar og skemmtilegar. Vantar hann aðeins herzlu- muninn til að komast i allra fremstu röð glímumanna. Það kom mjög á óvart hversu slaklega Þorsteinn Sigurjónsson í Víkverja kom út úr þessu móti. Þorsteinn, sem verið hefur illsigrandi í vetur glímdi nú langt undir getu, hverju sem það var nú að kenna. Guðmundur Freyr glímdi skemmtilega að vanda en er afar mistækur. Eyþór Péturs- son er mikið glímumannsefni. Guðni Sigfússon er sterkur glímu- maður en virðist ekki kunna nægilega fyrir sér í brögðum til að komast í fremstu röð. Kristján. bróðir þeirra Inga og Pé.turs, glímdi nú ekki af sama styrkleika og hann hefur oft áður gert. Hall- dór er efnilegur glímumaður en of léttur til að geta gert sér vonir um marga sigra i opnum flokki sem þessum, þar sem menn í öll- um þyngdarflokkum keppa sam- an. Hjörleifur Sigurðsson gekk ekki heill til skógar og fékk því færri vinninga en efni stóðu til. Glímustjóri var Gunnlaugur L. Briem en glímudómarar E.vsteinn Sigurðsson, Garðar Erlendsson og Ingvi Guðmundsson. Sem fyrr segir fór mótið í alla staði vel fram, var fjölsótt og áhorfendur skemmtu sér hið bezta. -SS. Sigurvegarar í Íslandsglíinunni: Gudmundur Ólafsson (þriðji), Pétur Yngvason (annar) og Ingvi Þ. Yngvason (sigurvegari)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.