Morgunblaðið - 27.04.1976, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRIL 1976
Norðursjávarsíldin:
Islendingar og
Nwðmenn vildu
algjöra friðun
— íslendingar mega veiða 9,200 tonn
A fundi Norðaustur-
Atlantshafsfiskveiðinefndarinn-
ar, sem lauk í London í fyrradag,
var samþykkt, að heimilt skyldi
að veiða 160 þúsund lestir af sfld í
Norðursjó á þessu ári. Af þessu
magni mega Islendingar veiða
9.200 lestur. íslenzka sendinefnd-
in mótmælti þessu, bæði þar sem
kvóti tslends er minni hlutfalls-
lega cn verið hefur og ekki sfður
að tslendingar telja, að skera
hefði þurft heildarmagnið enn
meir niður. Hrygningarstofn sfld-
arinnar f Norðursjó er nú talinn
vera um 200 þúsund lestur og
með þvf að veiða 160 þús. lestir á
ári, þvðir að stofninn minnkar
enn, en talað hefur verið um að
það þurfi að bvggja stofninn upp
í 1 milljón lesta, en í þeirri stærð
var hann fyrir nokkrum árum.
Morgunblaðið ræddi í gær við
Kristján Ragnarsson, formann
Landssambands íslenzkra útvegs-
manna, en hann var einn þeirra
manna er sat fundinn. Var Krist-
ján spurður um niðurstöður fund-
arins fyrir íslendinga og hvernin
íslendingar gætu bezt nýtt hinn
litla kvóta sinn.
„Við greiddum atkvæði á móti
þessu af tveimur ástæðum,“ sagði
Kristján. „Miðað við álit vísinda-
manna er þetta alltof mikið magn,
sem má veiða. Það er aukið úr 87
þúsund lestum í 160 þúsund tonn
og í þessari ákvörðum felst að
stofninn verði áfram í því lág-
marki, sem hann er nú í, um 200
þúsund tonn, en gert hafði verið
ráð fyrir að byggja hann upp í 900
þús.—1 millj. tonn á þremur ár-
um, með takmörkuðum veiðum. 1
öðru lagi er okkar hlutur af því,
sem veiða má, lægri en verið hef-
ur. Við teljum sérstaklega með
tilliti tii annarra þjóða, sem ekki
eiga land að Norðursjó, eins og
Framhald á bls. 31.
Greiðslur brezka ríkisins:
41 milljón fyrir afla-
og veiðafæratap
Hull, 26. apríl —
frá fréttaritara Mbl.
Mike Smartt —
EDWARD Bishop ráðherra, sem
fer með sjávarútvegsmál, sagði í
neðri málstofu brezka þingsins f
dag, að brezkir togaramenn hefðu
misst veiðarfæri fyrir andvirði
16,5 milljón krónur á tfmabilinu
29. janúar til 4. febrúar. A sama
tfma hefur rfkisstjórn Bretlands
þurft að greiða togaramönnum
Blaðamannafélagið
mótmælir banni
loftskeytamanna
STJÖRN Blaðamannafélags Is-
lands gerði eftirfarandi samþykkt
á fundi sínum í gær:
„Stjórn B.Í. mótmælir banni
loftskeytamanna á fréttasend-
ingar fslenzks blaðamanns frá
brezkri freigátu á Islandsmiðum,
enda styðst bann þetta við
hæpnar forsendur.
Má á það benda, að brezkir
Framhald á bls. 31.
24,8 milljónir króna f skaðabætur
fyrir aflabrest vegna þorska-
strfðsaðgerða.
Þessar upplýsingar komu fram
Framhald á bls. 31.
JEPPAFERÐIN — Þessar myndir sfna Ijóslega hið hrikalega ferðalag jeppans niður brattann í
gærkvöldi og hvar hann hafnaði á húsþakinu.
Ljósm. Mbl. Sverrir Pálsson.
Jeppinn þaut 100
metra niður snar-
bratta brekkuna
— og ökumaðurinn
Akureyri, 26. april.
JEPPI og leigubfll rákust sam-
an á horni Hrafnagilsstrætis og
Eyrarlandsvegar um klukkan
19 f kvöld með þeim afleiðing-
um að jeppinn fór fram af
brekkubrún, rann um 100
metra niður f snarbratt gil og
hafnaði á hliðinni uppi á hús-
þaki undir brekkurótinni. Lft-
il sem engin meiðsli urðu á
mönnum við óhapp þetta og má
það furðulegt kallast.
Tildrög voru þau, að jeppinn
kom ofan Hrafnagilsstræti, sem
liggur fram á brún svonefnds
Bogagils og ætlaði að beygja til
steig út heill á húfi
vinstri niður Eyrarlandsveg en
í því kom leigubíll á vinstri
hönd upp Eyrarlandsveg og
ætlaði þvert yfir Hrafnagils-
stræti. Bílarnir rákust þar sam-
an og jeppinn tók með sér
vinstra ljósker leigubílsins en
hélt svo áfram í sömu stefnu.
Ökumaður jeppans steig á
hemlana, en þeir urðu óvirkir
við áreksturinn þannig að jepp-
inn hélt áfram yfir gangstétt og
fram af gilbarminum. Þar tók
við snarbrött og löng brekka,
siðan fór jeppinn upp í suður-
kinn gilsins, svo í sveig niður í
gilbotninn aftur og tók þar und-
ir sig stökk og sveif yfir girð-
ingu án þess að snerta hana.
Hann kom niður á hjólin og
rann niður að húsinu númer 63
við Hafnarstræti, sem venju-
lega er kallað Sjónarhæð. Þar
lenti jeppinn á lágri þakbrún
Framhald á bls. 31.
„Böðun 50-60 þús. fjár til einsk-
is ef fé Björns fæst ekki baðað”
MIKIL FUNDAHÖLD VORU A
Blönduósi f gær og gærkvöldi
vegna böðunarmálsins svonefnda.
Fyrst var haldinn fundur oddvita
f Austur-Húnavatnssýslu en sfð-
degis hófst fundur oddvitanna,
sýslunefndar og fulltrúa Búnað-
arsambands Húnvetninga. Var
fundi þessum framhaldið klukk-
an 21 f gærkvöldi. Að sögn Sigurð-
ar Péturssonar héraðsdýralæknis
á Blönduósi, er á þessum fundum
— segir héraðsdýralæknirinn á Blönduósi
rætt um leiðir til að fá fé Björns '
Pálssonar á Ytri-Löngumýri bað-
að enda yrði að öðrum kosti böð-
un 50—60 þúsund fjár f sýslunni
til ónýtis. Þegar Morgunblaðið
fór í prentun skömmu fyrir mið-
nætti, var fundinum á Blönduósi
ekki lokið og ekki vitað um lyktir
hans.
„Mér finnst alveg forkastanlegt
hvernig mál þetta hefur verið
meðhöndlað í fjölmiðlum," sagði
Sigurður dýralæknir. „Þar er
þetta gert að einhverju grfnmáli,
sem það alls ekki er. Þetta er
þvert á móti mjög alvarlegt mál
því þarna er einn maður að reyna
að eyðileggja þá viðleitni að kom-
ast fyrir kláða f sauðfé, sem vart
hefur orðið hér í sýslunni. Hér
er því ekki á ferðinni neitt einka-
stríð Björns á Löngumýri og Jóns
ísbergs sýslumanns, eins og halda
mætti eftir skrifum f fjölmiðl-
Framhald á bls. 31.
Skoðanakönnun starfsmanna Stjórnarráðsins:
Meirihluti þátttakenda
var á móti verkfallsrétti
SKOÐANAKÖNNUN var fram-
kvæmd meðal starfsmanna
Stjórnarráðsins s.l. föstudag og
þar á meðal var kannaður hugur
þeirra til verkfallsréttar. Að sögn
Birgis Guðjónssonar fulltrúa,
sem sæti á f starfsmannaráði
Stjórnarráðsins, varð niðurstaða
skoðanakönnunarinnar sú, að
meirihlutinn var mótfallinn verk-
fallsrétti eða nánar tiltekið tveir
þriðju hlutar þeirra, sem þátt
tóku f skoðanakönnuninni, en það
voru tæplega 65% starfsmanna f
Stjórnarráðinu.
Að sögn Birgis var það sam-
þykkt að fundi sem þeir starfs-
menn Stjórnarráðsins, sem eru i
BSRB héldu skömmu eftir að
samningar BSRB og ríkisins voru
gerðir, að efna til slíkrar skoðana-
könnunar. Var ákveðið að í henni
tækju einnig þátt þeir starfs-
menn, sem taka laun eftir samn-
ingum BHM, en ein spurningin í
skoðannakönnuninn snerti þá.
Var það spurning um það, hvort
starfsmenn Stjórnarráðsins
skyldu véra í einu og sama kjara-
félaginu.
Fyrsta spurningin í skoðana-
könnuninni var sú, hvort menn
væru með eða móti almennum
verkfallsrétti og var meirihlutinn
á móti slíkum rétti. Þá var spurt
hvort starfsmenn stjórnarráðsins
vildu verkfallsrétt eða ekki og
voru sem fyrr segir 2/3 þátttak-
enda móti því. Þá var spurt um
það hvort menn væru ánægðir
með samninga rikisins og BSRB
og var meirihlutinn óánægður
með þá. Loks var spurt um það
hvort menn vildu að starfsmenn
Stjórnarráðsins yrðu í einu og
sama kjarafélaginu og var meiri-
hluti þátttakenda því fylgjandi.
Vængjamálið:
Stjórnin óskar
eftir heimild
til að selja
allar vélarnar
„ÞAÐ hefur verið kallaður
saman hluthafafundur á
fimmtudagskvöldið og þá mun
væntanlega verða skorið úr um
framtfð félagsins," sagði
Hreinn Hauksson, stjórnarfor-
maður flugfélagsins Vængja
hf., f samtali við Mbl. f gær.
Hreinn kvaðst ekki vilja spá
neinu um útkomuna af fundin-
un, en sagði að í fundarboði
hefði stjórnin farið fram á
heimild hluthafanna til að
selja allar vélar félagsins.
Hreinn sagði að lokum að
búið væri að selja gömlu Is-
lander-vél félagsins til Vest-
mannaeyja, og hefði það verið
gert áður en deilan milli fé-
lagsins og flugmanna þess
lófst.