Morgunblaðið - 27.04.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.04.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1976 Asgeir Bjarnason, forseti sameinaðs þings, flutti eftirfar- andi minningarorð f upphafi þings f gær um Sigurð heitinn Ágústsson, fyrrv. alþingis- mann. Til þessa fundar er boðað til að minnast Sigtirðar Ágústs- sonar fyrrverandi alþingis- manns, sem andaðist á heimili sínu í Stykkishólmi aðfararnótt annars páskadags, 19. apríl, 79 ára að aldri. Sigurður Ágústsson var fæddur í Stykkishólmi 25. mars 1897. Foreldrar hans voru Ágúst verslunarstjóri þar Þórarinsson jarðyrkjumanns að Stóra-Hrauni á Eyrarbakka Árnasonar og kona hans, Sigurður Ágústsson, fyrrv. alþingismaður. Sigurðar Agústs- sonarmbmztá þingi Ásgerður Arnfinnsdóttir bónda i Vatnsholti í Staðarsveit Arnfinnssonar. Hann ólst upp í foreldrahúsum og hóf ungur að árum. að vinna við verslun. Síðar stundaði hann einn vetur verslunarnám í Kaupmanna- höfn og lauk þar verslunar- skólaprófi vorið 1917. Fulltrúi við verslun Tang og Riis í Stykkishólmi var hann árin 1917—1931, en keypti fasteign- ir þeirrar verslunar árið 1932 og hóf þar verslunarrekstur og útgerð. Árið 1941 reisti hann hraðfrystihús f Stykkishólmi. Rekstur og forstaða verslunar, fiskveiða og fiskvinnslu var aðalstarf hans langan aldur. Verslunina seldi hann í árslok 1966, en hélt áfram atvinnu- rekstri við fiskvinnslu til ævi- loka. Sigurður Ágústsson átti höfuðstöðvar atvinnurekstrar síns í Stykkishólmi og hafði þar á ýmsum tímum umsvif á fleiri sviðum en hér voru talin,' fékkst til að mynda við loðdýra- rækt í stórum stíl, rekstur brauðgerðar og áætlunar- bifreiða. Hann rak einnig versl- un, útgerð og fiskverkun víða á Snæfellsnesi, ýmist einn eða i félagi við aðra. Honum voru falin margs konar trúnaðar- störf á vegum sveitarfélags, sýslufélags og landssamtaka. Hann átti sæti í hreppsnefnd Stykkishólms árin 1922—1950, i stjórn Sparisjóðs Stykkis- hólms 1928—1964, var sýslu- nefndarmaður 1938—1974. 1 stjórn Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna var hann frá 1947, í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins 1950—1970, í stjórn Samlags skreiðarframleiðenda frá stofnun þess, 1953, og hann átti lengi sæti í stjórn lands- hafnar í Rifi. Alþingismaður Snæfellinga var hann á árunum 1949—1959 og síóan þingmaður Vesturlandskjördæmis 1959— 1967. Sat hann á 19 þingum alls. Sigurður Ágústsson átti alla ævi sína heimili í Stykkishólmi. Hann var stórhuga og fram- kvæmdasamur athafnamaður. Við slíkan atvinnurekstur sem hann hafði með höndum og háður er misjöfnu árferði og verðsveiflum eiga menn bæði blíðu og striðu að mæta. Við umfangsmikil störf sín kynntist hann vel mönnum og málefn- um. Er hann gaf kost á sér til þingmennsku var hann því vel undir hana búinn og átti að fagna traustu fylgi sýslunga sinna. Á Alþingi vann hann með hógværð, dugnaði og þrautseigju að framgangi áhugamála sinna. Hann var umhyggjusamur um velferðar- mál sveitar sinnar og sýslu, og á þingi tókst honum að hrinda í framkvæmd ýmsum framfara- málum héraðsins, þar á meðal stórframkvæmdum í vegagerð og hafnarbótum. Margir urðu til að leita liðsinnis hans, og með ljúfmennsku, greiðvikni og drengskap í viðskiptum tókst honum að leysa margra vanda. Hann var um langt skeið miklum störfum hlaðinn, en létti þeim af sér smám saman, er elli færðist yfir. Tæpum mánuði fyrir andlát sitt naut hann þeirrar sæmdar að vera kjörinn heiðursborgari Stykkis- hólms. Ég vil biðja háttvirta alþingismenn að minnast Sig- urðar Ágústssonar með því að risa úr sætum. Frumvarp formanns Alþýðuflokksins: Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka — í hlutfalli við atkvæðamagn þeirra í þingkosningum Benedikt Gröndal, formaður Álþýðuflokksins, hefur lagt fram frumvarp til laga um stjórnmála- flokka. Frumvarpið er f 14 grein- um og meginatriði þess sjö: 0 1) Stjórnmálaflokkar eru skil- greindir og lýst megineinkennum lýðræðislegs flokkaskipulags. 0 2) Sett eru ákvæði, sem tryggja eiga, að dómi flutnings- manns, jafnrétti flokksmanna, sérstaklega varðandi val fram- bjóðenda. 0 3) Almenn ákvæði um fram- bjóðendaval til Alþingis (frum- varpið nefnir ekki sveitar- stjórnar- eða forsetakosningar). 0 4) Stjórnmálaflokkum er gert að skrá sig hjá dómsmálaráðu- neytinu. 0 5) Stjórnmálaflokkar og að- standendur framboða skulu vera bókhaldsskyldir og gert að birta reikninga sína opinberlega. Jafnframt er tekið fram að stjórn- málaflokkar skuli vera skatt- frjálsir. 0 6) Stjórnmálaflokkum skal veitt bein og óbein aðstoð ríkisins, m.a. fjárhagsaðstoð, „til að gera þá óháða framlögum einstaklinga og stofnana.“ 0 7) Gert er ráð fyrir stofnun nýrra flokka til þess að núverandi „flokkakerfi festist ekki um of“, eins og segir í greinargerð. Þær frumvarpsgreinar, sem fjalla um ríkisstyrk, og væntan- lega verða umdeilanlegasti hluti | frumvarps þessa, hljóða svo: 0 11. gr. „Stjórnmálaflokkar, sem upp- fylla skilyrði laga þessara, fá styrk úr ríkissjóði til starfsemi sinnar, þegar Alþingi veitir til þess fé á fjárlögum. Þegar að loknum næstu al- þingiskosningum eftir að slík fjárveiting hefur átt sér stað, skiptir dómsmálaráðuneytið fénu í jafnmarga hluti og gild atkvæði voru í öllum kjördæmum lands- ins. Skal hver flokkur fá þann hlut margfaldaðan með heildar- tölu atkvæða, er honum voru greidd á öllu landinu. Skiptist fjárveiting ekki að fullu á þennan hátt, skal geyma eftirstöðvar og bæta við fjárveitingu við næstu kosningar. Á öðru ári eftir kosningar getur ráðuneytið greitt hverjum flokki 10% af styrk hans við síðustu kosningar, á þriðja ári 15% og i byrjun kosningaárs, eða þegar þing hefur verið rofið og efnt til kosninga, 35%. Dregst þetta fé frá heildarúthlutun að kosning- um loknum. Flokki, sem ekki bauð fram við síðustu kosningar, en uppfyllir skilyrði þessara laga og hefur lát- ið skrá sig skv. 5. gr., má greiða á öðru ári sem svarar 'A% allra gildra atkvæða I síðustu kosning- um, á þriðja ári 'A% og í byrjun kosningaárs, eða þegar þing hefur verið rofið og efnt til kosninga, 1 %, sem jafnað verður að loknum kosningum. Verði ekki af fram- boði eða nái slíkur flokkur ekki 2% atkvæða, ber flokknúm að endurgreiða féð, og skal flokks- stjórn persónulega ábyrg fyrir því.“ 0 12. gr. „Landssimi Islands leggur endurgjaldslaust til tæki til að útvarpa frá framboðsfundum fyrir alþingiskosningar, ef meiri hluti frambjóðenda i hverju kjör- dæmi óskar og útvarpsráð veitir samþykki sitt. Hafstofa Islands veitir stjórn- málaflokkum endurgjaldslaust 3 eintök af kjörskrám þeirra kjör- dæma, er þeir bjóða fram í, þar af eitt á límmiðum. Fyrir alþingiskosningar á hver framboðslisti rétt á að senda endurgjaldslaust í pósti eitt bréf, allt að 50 g að þyngd, til hvers kjósenda á kjörskrá. Frá þriðja degi eftir að fram- boðsfrestur rennur út til þriðja dags eftir kjördag skal hver fram- boðslisti í hverju kjördæmi fá til afnota eitt simanúmer og síma- tæki fyrir hverja 10000 kjósendur eða hluta af þeirri tölu, sem eru á kjörskrá í kjördæminu." Tvenn lög afgreidd í gær Þrír þingmenn, sem verið höfðu fjarverandi um sinn, tóku sæti sín á ný f gær er Alþingi kom saman á ný eftir páskafríið: Jóhann Haf- stein, fyrrv. ráðherra, Gils Guð- mundsson og Jón Skaftason. Þá tók Sigurður Blöndal sæti Lúð- víks Jósepssonar, sem er fjarver- andi erlendis í opinberum erinda- gjörðum. Landssamband iðnaðarmanna: Vill samþykkt frumvarps um Tæknistofnun iðnaðarins Sambandsstjórn Landssambands iðnaSarmanna kom fyrir skömmu til fundar I Reykjavlk. Forseti sambandsins, SigurSur Kristinsson. gerSi grein fyrir málefnum, sem eru ofarlega á baugi i iSnaSinum og lagSi hann áherzlu á. aS rannsóknar- og tækniþjónustustofnanir iSnaSarins yrSu efldar aS mun og aS mjög mikilvægt væri aS frumvarpiS um Tæknistofnun íslands yrSi lagt fyrir Alþingi og samþykkt fyrir þinghlé i vor. í fréttatilkynningu frá Lands- sambandinu segir. að nú sé að hefjast ný starfsemi hjá sambandinu og hafi tveir menn verið ráðnir til hennar um siðustu áramót Munu þeir kynna sér sérstaklega þau verkefni, sem þjónustustofnanir iðnaðarins, svo og einkaaðilar og félagssamtök vinna að og gætu orðið að gagni fyrir aðildarfélög Landssambandsins og félagsmenn þeirra. Auk þess munu þeir eftir því sem tök eru á fylgjast sérstaklega með iðnfræðslumálum og verkmenntun almennt Tilgangurinn er annars vegar að geta komið með ábendingar um óuppfyllta þörf og hins vegar að geta leiðbeint félagsmönnum um hvar og hvernig þeir eigi kost á tækniaðstoð og geti öðlazt viðbótarþekkingu á sviði rekstrartækni og stjórnunar Loks er svo gert ráð fyrir að Landssambandið muni sjálft standa fyrir eða eiga aðild að hagræðingaraðgerðum i einstökum iðngreinum eða fyrirtækjahópum og jafnframt reyna að beita sér fyrir ýmsum samvinnuverkefnum I iðnaðinum. Tvenn lög voru afgreidd i neðri deild í gær: 1) um aðild Islands að aðstoðarsjóði Efnahags- og framfarastofnunarinnar og um meðferð opinberra mála (veru- lega hækkun sektarheimildar lög- reglumanna og lögreglustjóra i tilteknum málum). Neðri deild afgreiddi frumvarp að sveitarstjórnarlögum til efri deildar, ennfremur frumvarp til laga um mat á gærum. Forsætis- ráðherra mælti fyrir frumvarpi um norrænan fjárfestingarbanka (sem komið er frá efri deild) og samgönguráðherra fyrir frum- varpi um afréttarmál (sem sömuleiðis hefur hlotið afgreiðslu i efri deild). Þá flutti Ólafur G. Einarsson (S) álit meiri- hluta og Svava Jakobsdóttir (K) álit minnihluta viðkom- andi nefndar um frumvarp til laga um dagvistunarheim- íli (frumvarpinu var vísað til rik- isstjórnarinnar). — 1 efri deild urðu nokkrar umræður um frum- varp um Búnaðarbanka Islands, sem vísað var til 3. umræðu og frumvarp um Húsnæðismálast. ríkisins, sem vísað var til rikis- stjórnarinnar. Fjárhagsáætlun Húsa- víkurbæjar samþykkt Húsavík, 14. aprfl 1976. Bæjarstjórn Húsavíkur sam- þykkti á fundi sinum þann 13. aprfl fjárhagsáætlun bæjar- sjóðs og bæjarfyrirtækja fyrir árið 1976. Rekstrartekjur nema um 392 Utsvör eru áætluð um 109 mkr. Helztu gjaldaliðir bæjarsjóðs eru: Vfirstjórn kaup- staðarins um 21.5 mkr. Almennar trýggingar og félagshjálp 18.0 mkr. mkr. en rekstrargjöld 247 mkr. Fræðslumál Vextir Hreinlætismál Æskulýðs- og iþróttamál Til eignabreytinga frá rekstri eru samtals um 145 mkr., en 16.4 mkr. þar við bætast lántökur framlög svo samtals eru um 214 mkr. til eignabreytinga nettó. Helztu framkvæmdir eru sem hér segir: Gatnagerðum 51.0 mkr. Bygging leigu- íbúða um 50.6 mkr. Bygging barna- 11.6 mkr. dagheimilis 17.2 mkr. 9.6 mkr. Bygging dvalar- heimilis aldraðra 9.0 mkr. 7.5 mkr. Bygging gagn- fræðaskóla 7.5 mkr. íþróttamannvirki 7.0 mkr. Bygging steypustöðvar 5.6 mkr. og Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.