Morgunblaðið - 27.04.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1976
29
VELA/AKAIMDI
Velvakandi svarar í sírna 10-100
kl. 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu-
dags.
0 Mismunandi
fermingarsiðir
Kirkjugestur skrifar:
Mig langar að biðja þig að birta
fyrir mig nokkrar linur i pistlum
þínum, það er í sambandi við
fermingarnar i kirkjunum.
Ég er orðinn gamall og hef
verið við margar fermingar og hjá
mörgum prestum. Þessar athafnir
fara ekki alltaf fram á sama hátt
og hafa breytzt að sumu leyti. Mér
finnst það að sumu leyti til góðs
en að öðru miður. I sambandi við
fermingarkyrtlana var þetta mjög
gott áður virtist þetta vera komið
á það stig að vera nokkurs konar
tízkusýning í sambandi við
klæðnað stúlknanna.
I fermingarathöfninni eru
börnin látin fara með
trúarjátninguna, en þá kemur í
ijós að þau hafa hana ekki öll á
sama hátt, það er á tveimur
stöðum þannig. Nokkur barnanna
segja: „píndur á dögum Pontíusar
Pílatusar." (Eins og mér var
kennt.) En önnur segja: „pindur
undir Pontíusi Pilatusi." Eg kann
ekki við þetta orðalag.
Á öðrum stað segja börnin:
„upprisu dauðra," önnur segja:
„upprisu holdsins," og enn önnur
segja: „upprisu dáinna." allt
þetta í sömu fermingarathöfn-
inni. Mér finnst það allt annað en
áheyrilegt þegar sami hópurinn
flytur þetta á svo margan hátt.
Þá vil ég minnast á annað atriði
í fermingarathöfninni það er þeg
ar aðstandendur barnanna eru
að rísa úr sætum þegar nafn
viðkomandi barns er nefnt. Ég
hef verið við fermingar þar sem
presturinn var búinn að biðja
börnin að skila því til
aðstandenda sinna, að hann
óskaði eftir því að fölkið sæti
kyrrt í sætum sínum þegar nöfn
barnanna eru nefnd enda er hægt
að senda barninu heilla- og
blessunaróskir i huganum, þó
ekki sé risið úr sætum. Mér
fyndist þetta mætti verða til
fyrirmyndar, og þá er líka meiri
kyrrð i kirkjunni, en þegar sá
siður er hafður að fólk er að rísa
úr sætum þegar nafn barnsins er
nefnt. Þá fara aðrir að horfa út
um kirkjuna, til að gá að því
hverjir standi upp vegna þess
barns sem nú var nefnt, jafnvel
snýr fólk sér við i sætunum, og
hvað sér það ( á þessari
hjónaskilnaðaröld)? Jú, þar
stendur kona og tvö eða þrjú
börn, kannski afi og amma. En
svo er einn maður einhvers staðar
úti í horni, sem stendur upp,
— Hvað er þetta? sagði Ðavid.
— Ég var að ieggja sömu spurn-
inguna fyrir sjálfa míg. Svo að ég
gerði það eina sem rökrétt virtist.
Ég fletti upp á stafnum G og
sjáðu hvað ég fann.
Hún lvfti bókinni f áttina til
hans svo að hann fengi séð. Þarna
voru sjö eða átta nöfn og heimilis-
föng rituð. Það fimmta í röðinni
var MARIA GOMEZ, CAFE
MADRID. LERIDA. Fvrir aftan
Gomez var stafurinn D skrifaður
með stðrum bókstaf og púnktur á
eftir.
— Hvers konar maður var M.
Boniface? spurði hún.
— Eftir heimili hans að dæma
sérstakt snyrtimenní og ná-
kvæmur f hvfvetna.
— Þá er ekki að orðlengja það.
Hún bætti við. — Ég heyrði að
Valentin kallaði Mme Desgranges
Mariu, svo að þetta kemur allt
bærilega heim og saman.
David leit til skiptis á heimilis-
föngin sem stóðu undir stöfunum
G og D. Það sfðarnefnda virtist
nýrri skrift.
— Ég held þú hafir öidungis
rétt fyrir þér, sagði hann.
— Svei mér þá ef þú hefur ekki
hitt naglann á höfuðið. Og hvar f
f járanum er nú Lerida?
þetta er sennilega pabbinn, sem
ekki má vera með hinum. Þetta
finnst mér ömurleg sjón.
Ég legg til að prestarnir verði
samtaka um að afnema þessar
venjur, það mundi skapa meiri
kyrrð og helgi yfir fermingarat-
höfninni.
0 Skotnir í
þágu frelsis
Húsmóðir skrifar:
Ég varð fyrir svo miklum
vonbrigðum með leikritið í
útvarpinu á skirdag, að ég get
ekki orða bundizt. Leikritið var
bara áróður á nasismann og
íslenzkir fjölmiðlar hafa sýnt því
nógan sóma. Þjóðleikhúsið sýndi
það á sínum tíma, síðan var það
flutt í útvarpinu og ekki alls fyrir
löngu sýnt í sjónvarpinu. Þetta
finnst manni að ætti að vera nóg,
þar sem nasisminn er sem betur
fer liðinn undir lok fyrir löngu.
En það var skammvinnur sigur
fyrir heiminn, því í dag hefur
fölkið miklu verri plágu við að
stríða. Á dögum nasismans var
fólk óhult um líf sitt og limi,
nema í Þýzkalandi. Þá voru ekki ,
mannrán og flugvélarán og
skæruhernaður úti um allan
heim. Þessi óaldarlýður veður
uppi og segist vera að berjast
fyrir frelsi og meira að segja
hefur 1. des. hér verið meira
helgaður þess háttar fólki heldur
en íslendingum. Allt þykir gott,
sem þessi skæruhernaðarlýður
gerir, eins og sýna sögurnar um
Rauðu Khmerana, sem ganga svo
langt í frelsinu að þeir skjóta eða
binda hvern mann fyrir utan
meðferðina á þeim, sem eru svo
óheppnir að vera ekki skotnir.
Þessu er ekki mótmælt.
Fjölmiðlar hér kenna þetta allt
við frelsi, þó allir viti að ekkert
frelsi er til í kommúnismanum.
0 Angólamenn hafa
meiri mannrænu
Ég varð þess vegna glöð, þegar
ég las það, að þeir svörtu i Angóla
eiga þó meiri mannrænu en t.d.
Austur-Þjóðverjar. M.P.L.A.
hreyfingin varð að vonum glöð,
þegar Castro sendi þeim sinar
huggulegu morðsveitir, þær hafa
verið í stöðugri æfingu um alla
Suður-Ameriku, svo þær dugðu
vel við manndrápin. En þegar
þeir sneru sér að konunum í
Angóla, þá fengu þeir að finna til
tevatnsins. Þeir voru teknir og
vesalings konurnar fengu að
skjóta þá með þeirra eigin
vopnum. Þegar aftur á móti
enginn hermaður var eftir í
AusturÞýzkalandi, þá fékk
rússneski herinn að fara rænandi
og myrðandi, og bezt að sleppa
sögunum um þýzku konurnar. Og
stjórnendur Austur-Þýzkalands
minnast þess á hverju ári, þegar
Rússar „frelsuðu" Austur-
Þýzkaland. Ég hefi grun um það,
að sumir sögukennarar hér kenni
það sama.
Það var hér einu sinni
menntamálaráðherra, sem tók svo
alvarlega starf sitt, að hann setti
kommúnista sem skólanefndar-
formenn alls staðar á landinu,
nema í einum hreppi, því þar
fannst ekki neinn kommúnisti.
Lengi býr maður að svona löguðu.
Ef útvarpið þurfti endilega á
skírdag á hafa áróður, því var þá
ekki tekið leikrit Solzhenitsyns.
Það á þó við í dag.
HOGNI HREKKVÍSI
'X-H «976
7 A MrNaught
Syndicate, Inc.
Högni! Ég er að útbúa hamborgara, vilt þú eitthvað?
- Háskólakórinn
Framhald af bls. 19.
sinni og hafa hlotið meðferð og
slípun, sem. gerir kröfu til
flytjandans. Um þetta mál
mætti rita langt mál, en hér
verður látið nægja að hrósa kór
og stjórnanda fyrir fágaðan og
oft á tíðum mjög góðan söng.
Tónleikunum lauk með frum-
flutningi á tónverki eftir undir-
ritaðan og hafði af þeim
ástæðum ekki ætlað að fjalla
um þessa tónleika. Það er ekki
þögnin um eigið verk sem
rekur mig til að rita um þessa
tónleika, heldur sú staðreynd,
að Rut Magnusson hefur með
starfi sínu- lagt grundvöll að
kór, sem full ástæða er til að
fylgjast með og er Háskóla
íslands til mikils sóma.
— Gítartónleikar
Framhald af bls. 19.
I þessu verki sýndi Snorri
leikni sína. Verkið er mjög
skemmtilegt og svipar til tón-
listar eftir Diabelli og
Clementi. Önnur verk á efnis-
skránni voru samkvæmt
spánskri hefð, eftir Villa-Lobos,
De Falla, Turina og svo umrit-
un á píanóverki eftir Albeniz.
Þessi tónlist er mjög vel samin
fyrir gitar, en ef til vill, vegna
þess hve henni hefur verið
haldið að fólki, og hve sæt hún
er og átthagabundin, er lítið
nýnæmi í henni. Verkið eftir
Leo Brouwer stakk mjög í stúf
við áðurnefnd verk og væri
fróðlegt að heyra meira eftir
hann. Með þessum tónleikum
hefur Snorri sýnt hvers hann
er megnugur og verður fróðlegt
að fylgjast méð þroska hans á
komandi árum. Hann hefur nú
þegar, og þó aðeins um það bil
að ljúka námi, náð ótrúlegra
léttri og fumlausri tækni.
— Kammer-
tónleikar
Framhald af bls. 19.
Júrgen Besig einleiksfiðluna.
Hann er mjög góður fiðlari og
lék af öryggi hins góða fag-
manns. Siðast á efnisskránni
var Conserto grosso í D-dúr
eftir Handel. Það er ekki
ástæða til að fjölyrða frekar um
flutning sveitarinnar, sem í
heild var mjög góður. Það er i
raun og veru sjálfstæð „revía“
eftir hverju fólk fer í vali sinu
á tónlist. Það er eins og sitthvað
annað þurfi til en að völ sé á
góðri tónlist eingöngu. Þvi
miður vildi svo til. að næsta dag
(laugardag), voru tvennir tón-
leikar á svo til sama tíma þ.e.
umrædd kammersveit og söng-
tónleikar nemenda Maríu
Markan. Slíka árekstra hlýtur
að vera hægt að fyrirbyggja, en
þar sem ég hafði heyrt i
kammersveitinni taldi ég mér
skylt að hlýða kalli ungra söng-
glaðra íslendinga. Það er
ástæða til að þakka þessu unga
og músíkalska fólki frá
MUnchen fyrir komuna og þó
Reykvíkingar teldu sig hafa
annað að sýsla en hlýða á góða
tónlist hef ég frétt að fólk fyrir
norðan hafi sótt tónleika þeirra
þar mjög vel.
knaílspyrnu-
og æfingaskór
Mjög hagstætt verð.
Fræðslufundur
verður haldinn í félagsheimili Fáks við Elliðaár í
kvöld, þriðjudagskvöld kl. 21. Reynir
Aðalsteinsson, heldur erindi um þjálfun í
hestamennsku.
Sýnir kvikmynd um gangtegundir.
Fræðslunefndin.
Framhaldsnámskeið
í hestamennsku
fyrir þá sem lokið hafa einu námskeiði hjá
Reyni Aðalsteinssyni, verður haldið 6. —12.
maí kl. 1 9.00 og 21.00.
Þátttaka tilkynnist skrifstofunni, sími 301 78.
UMBOÐSMENN
FYRIR VÍSI
Til þess að koma á móti og bæta þjónustu við hina
fjölmörgu áskrifendur Vísis um land allt óskum við eftir
áhugasömum umboðsmönnum sem vilja dreifa sjálf-
stæðu, vönduðu og hressilegu blaði.
Góðir tekjumöguleikar fyrir dugmikið fólk
Suðurland:
Njarðvík (Innri)
Vogum eða Vatnsleysu
Grindavík.
Norðurland:
Blönduós
Vesturland
Patreksfjörður
Austurland:
Vopnafjörður
Eskifjörður
Egilsstaðar
Höfn Hornafirði
Hafið samband við Einar Þór Vilhjálmsson í síma 8661 1,
dagana 26.27. og 28. apríl milli kl. 1 3 og 17.