Morgunblaðið - 27.04.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.04.1976, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1976 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Háseti Háseta vantar á m/b Húnaröst Á.R. 1 50 til netaveiða frá Þorlákshöfn. Uppl. í símum 99-3757 og 99-3787. Bókavörður eða bókavarðarnemi óskast til starfa hálfan daginn í Náttúrufræðistofnun íslands. Ráðingartími 4 mánuðir. Uppl. í síma 1 5487. Gallabuxur Þekkt fyrirtæki í gallabuxnaframleiðslu óskar eftir að komast í samband við íslenzka umboðsmenn Spyrjið um Otto Nilsen, Hótel Sögu frá 27 — 29.4. '76. Lagermaður Ungur lagermaður með góða stærðfræði- kunnáttu óskast nú þegar til móttöku og verðútreiknings á erlendum vörum hjá þekktu fyrirtæki í miðborginni. Umsóknir, er tilgreini menntun, aldur og fyrri störf sendist Mbl. merkt „Realusemi — 2071". Innri Njarðvík Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið í Innri-Njarðvík. Upplýsingar hjá umboðsmanni Njarð- víkurbraut 31 eða á afgreiðslu Morgun- blaðsins sími 10100. Hjúkrunar- fræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast til sumar- afleysinga. Upplýsingar veita forstöðu- kona sími 96-4-13-33 og framkvæmda- stjóri sími 96-4-1 4-33. Sjúkrahús Húsavíkur Byggingaverka- menn Mosfellssveit Okkur vantar menn vana byggingavinnu til starfa í Mosfellssveit. Góð kjör fyrir menn sem geta unnið sjálfstætt. Uppl. ísíma 10069 — 25632. Forstöðukona Staða forstöðukonu við leikskólann Ár- borg, Hlaðbæ 17 er laus til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin. Laun skv. kjarasamningum Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar. Umsóknir sendist skrifstofu Sumargjafar Fornhaga 8, fyrir 1 7. maí n.k. Stjórnin Skrifstofustarf Vanur ritari óskast til starfa í Náttúru- fræðistofnun íslands. Leikni í vélritun og góð tungumálakunnátta nauðsyn. Stúdentsmenntun eða önnur hliðstæð menntun æskileg. Umsóknir ásamt uppl um aldur, menntun og fyrri störf sendist Náttúrufræðistofnun, pósthólf 5320, Reykjavík. Jarðýtustjóri — Gröfumaður Vantar nú þegar mann vanan jarðýtustjórn og gröfumann. Upplýsingar veittar í símum 35065-38865. Jarðýtan s. f. Ármú/a 40 Óska eftir að ráða. 2 trésmiði í uppsláttarvinnu. Sími 52627 á kvöldin. Forstöðumaður Námsflokka Hafnarfjarðar Starf forstöðumanns Námsflokka Hafnar- fjarðar er laust til umsóknar. Umsóknir skulu sendar undirrituðum Bæjarskrifstofunum, Strandgötu 6, eigi síðar en 1 0. maí n.k. Bæjarstjórinn Hafnarfirði. Hreppsfélög — sveitarfélög takið eftir Er lærður vélvirkji og pípulagningameist- ari, vanur logsuðu, rafsuðu og vélaniður- setningum. Hef unnið sem vaktarformað- ur í fiskimjölsverksmiðju og við verkstjórn í báðum iðngreinunum. Vantar fast og gott starf einhvers staðar á landinu. Hús- næði þarf að geta fylgt. Vinsamlegast hringið í síma 99-1 681.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.