Morgunblaðið - 27.04.1976, Blaðsíða 32
AUGLYSINGASÍMINN ER:
22480
Jflor0unbInbi&
ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1976
Aflaleysi Breta — 2 togarar með 40 tonn hvor:
Stefnubreyting á miðunum?
Tilgáta Jóns Olgeirssonar: Naiad fer ekki heim vegna freigátuskorts
BREZKI flotinn virðist hafa gjörhrevtt starfsaðferðum sfnum við að
vernda togarana úti fvrir Austfjörðum. Freigáturnar eru nú hættar að
verja togarana, heldur fylgja varðskipunum eftir eins og skuggi og
láta togarana sífellt vita um ferðir þeirra. „Freigáturnar virðast hafa
gefizt upp á því að nugga okkur frá með tjónareikningum," sagði Pétur
Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar í viðtali við Mbl. í gær, en
hann bætti við, að þær aðferðir, sem freigáturnar beittu nú, hefðu ekki
gefizt vel f fvrri þorskastrfðum, og þvf léti Landhelgisgæzlan engan
bilbug á sér finna við þessa breytingu.
Samkvæmt upplýsingum
Péturs eru togararnir nú allmikið
dreifðir þótt enn sé mesti hópur-
inn við Hvalbak. Allmargir togar-
ar voru þó komnir norður um
Langanes í gær. í gærdag um
klukkan 15 sigldi dráttarbáturinn
Euroman á varðskipið /Egi 22
sjómílur suður af Hvalbak. Til-
drög ásiglingarinnar voru að sögn
Landhelgisgæzlunnar þau að
Ægir gerði tilraun til þess að
klippa á togvíra Fleetwoodtog-
arans Irvana Fd 144. Sigldi
varðskipið yfir togvíra togarans
aftan við Euroman, sem skyndi-
lega snarsneri við og sigldi á
Geirfinnsmálið:
Gæzluvarð-
hald fram-
lengt um
45 daga
SAKADÓMUR Reykjavfkur
kvað f gær upp þann úrskurð
að gæzluvarðhaldstfmi eins
þeirra manna, sem sitja inni
vegna rannsóknar á hvarfi
Geirfinns Einarssonar, skyldi
framlengjast um 45 daga. Mað-
ur þessi, sem er fimmtugur
veitingamaður, var handtek-
inn sfðastur þeirra fjórmenn-
inganna.
Athygli vekur, að framleng-
ing gæzluvarðhaldsvistar um-
rædds manns er 15 dögum
lengri en hinna þriggja, en
þeirra gæzluvarðhaldsvist var
fyrir nokkru framlengd um 30
daga. Þegar Morgunblaðið
spurði þann fulltrúa Saka-
dóms, sem hefur með Geir-
finnsmálið að gera, hvort þessi
síðasti gæzluvarðhaldsúr-
skurður byggðist á einhverjum
nýjum gögnum í málinu, svar-
aði hann því til að engar álykt-
anir væri að draga af úrskurð-
inum.
fullri ferð á bakborðshlið Ægis.
Dráttarbáturinn kom á varðskipið
aftantil og urðu á því talsverðar
skemmdir. Bátadekkið laskaðist
að aftan og lunning lagðist niður
og bognaði. Stór dæld kom í stefni
Euroman. Togarinn, sem Ægir
var að reyna að klippa aftan úr
var að hífa og samkvæmt fréttum
frá fréttaritara Mbl. í Hull mun
klippingin ekki hafa tekizt.
Eigendur dráttarbátsins sögðu í
gær, að litlar skemmdir hefðu
orðið á skipi þeirra, en eftir
þennan atburð, sem þeir kenna
Ægi um, segja þeir að varðskipið
hafi haldið áfram árásaraðgerð-
um sínum i hálfa aðra klukku-
stund.
Eins og skýrt var frá í Mbl. á
sunnudag tókst varðskipunum Tý
og Ægi að klippa á togvíra þriggja
togara á laugardag. Klukkan
16.19 á laugardag tókst svo
freigátunni Naiad F 39 að sigla á
varðskipið Tý- Hafði freigátan þá
elt varðskipið á röndum frá því
snemma um morguninn. Sam-
kvæmt upplýsingum Gunnars
Ólafssonar hjá Landhelgisgæzl-
unni færðist freigátan öll í auk-
ana eftir að Tý tókst að klippa á
togvír C.S. Forester um klukkan
12.30 og á áðurnefndum tíma
tókst henni að sigla á varðskipið á
fullri ferð. Varðskipið var einnig
á fullri ferð, en stjórnborðsmegin
við það var togari, svo að ekki var
unnt að víkja varðskipinu undan.
Olli freigátan talsvert miklum
skemmdum á Tý bakborðsmegin.
Lunning lagðist saman og á báta-
dekki urðu miklar skemmdir á
stóru svæði frá skut og fram
undir brú. Freigátan Naiad fékk
einnig mjög slæmt högg á stefnið
sem sprakk frá á 2ja metra kafla
og vísaði til vinstri eftir árekstur-
inn. Þá komu einnig 2 stór göt á
freigátuna, annað ofan sjólínu en
hitt neðan sjólínu. Flotamála-
ráðuneytið reyndi í gær að gera
litið úr skemmdunum, en Gæzlan
fullyrti að þær væru miklar. Þrátt
fyrir skemmdirnar var freigátan
enn á íslandsmiðum í gær og er
Mbl. ræddi í gær við Jón Olgeirs-
Framhald á bls. 31
Rússnesku rannsóknaskipin f Sundahöfn f gær.
Ljósmynd Friðþjófur
Tvö rússnesk rann-
sóknaskip í Reykjavík
Það þriðja kemur á næstunni
TVO stór rússnesk rannsóknaskip
lögðust að bryggju f Sundahöfn í
gærmorgun og munu verða þar
næstu tvo sólarhringana. Skipin
komu hingað til að hvíla áhafnir.
Þann 18. maf n.k. er von á þriðja
rannsóknaskipinu, sem er að vísu
nokkru minna, f sama tilgangi.
Morgunblaðið fékk þær upplýs-
ingar hjá Herði Helgasyni skrif-
stofustjóra í utanríkisráðuneyt-
inu, að skipin væru við rannsókn-
ir á hafsbotninum kringum Island
og víðar. Væru þessir rannsóknar-
leiðangrar í samvinnu við fleiri
þjóðir þar á meðal íslenzka vís-
indamenn. Skipin sem komu í
gær heita Professor Vize og Pro-
fessor Zubov.
Blaðamaður Morgunblaðsins
reyndi að ná viðtali af yfirmönn-
um og forstöðumönnum visinda-
leiðangursins i gær. 1 fyrra skipt-
ið er hann kom um borð, en það
var skömmu eftir hádegi, var hon-
um sagt að enginn væri um borð
og beðinn um að koma um kvöld-
verðarleytið. Þá var honum tjáð,
að nú væru allir mjög uppteknir
og hann beðinn að koma í dag.
Færeyjar:
10,80 krónur fyrir
kílóið af kolmunna
„ENN sem komið er höfum við
ekki fengið neina tilkynningu né
vitneskju um hvernig að tilrauna-
veiðum á kolmunna og loðnu
verður staðið f sumar,“ sagði
Kristján Ragnarsson, formaður
Landssambands fslenzkra útvegs-
manna, þegar Morgunblaðið
Vestur-þýzki sendiherrann hér á landi:
Togaraskipstjórar, sem brjóta
samkomulagið, umsvifalaust reknir
Engir v-þýzkir togarar á friðuðum svæðum, segir landhelgisgæzlan
Skýrt var frá þvf f Morgunblað-
inu s.l. sunnudag, að það hefði
verið rangt f einu dagblaðanna
s.l. föstudag, þegar það sló þeirri
frétt upp fimm dálka á forsfðu, að
vestur-þýzkir togarar hefðu mok-
veitt á alfriðuðu svæði í Beru-
fjarðarál þá nóttina áður og verið
gjörsamlega óáreittir af Land-
helgisgæzlunni. Gunnar Ólafsson
skipherra tjáði Morgunblaðinu
fyrir hönd Landhelgisgæzlunnar,
að Óðinn hefði verið sendur á
svæðið til að kanna kvartanir um
veiðar Þjóðverjanna, en Ijóst
hefði verið, að „þessa umræddu
nótt var enginn þýzkur togari á
þessu alfriðaða svæði f Berufjarð-
arál.“.
I tilefni af þessu hefur Mbl. enn
leitað upplýsinga um málið hjá
Raimund Hergt, sendiherra Vest-
ur-Þýzkalands hér á landi, og
Pétri Sigurðssyni, forstjóra I,and-
helgisgæzlunnar. Sendiherrann
sagði, að ef íslenzka Landhelgis-
gæzlan teldi að vestur-þýzkur tog-
ari væri sekur um brot, en hann
næðist ekki, „mundi ég þegar f
stað tilkynna það stjórn minni
—og skipsfjóri togarans yrði strax
rekinn úr starfi".
Sendiherrann sagði ennfremur,
að allir v-þýzkur togaraskipstjór-
ar vissu, að þetta yrði gert, ef þeir
yrðu staðnir að ólöglegum veiðum
á friðuðum svæðum eða annars
staðar, þar sem þeim væri ekki
heimilt að veiða samkvæmt samn
ingi stjórna Vestur-Þýzkalands og
Islands, svo og einnig, ef þeir
notuðu net með of litlum möskv-
um. „Vestur-þýzka stjórnin hefur
gert samkomulag um það við út-
gerðarfélög í Þýzkalandi," sagði
sendiherrann, „að þeir skipstjór-
ar, sem brjóta samkomulagið við
Islendinga, verði þegar í stað
reknir úr starfi."
Pétur Sigurðsson, forstjóri
Landhelgisgæzlunnar, sagði í við-
Framhald á bls. 31
spurði hann hvort einhver skip
myndu halda til kolmunnaveiða
vestur og norður af Irlandi f
sumar.
Kristján sagði, að nauðsynlegt
væri að taka ákvörðun um þessi
mál hið skjótasta, þar sem kol-
munnavertiðin væri hafin t.d. hjá
Færeyingum. Færeysk skip væru
nú að fiska kolmunna við írland.
Fiskurinn væri að vísu ekki í
góðu ástandi núna þar sem hann
væri fitulaus á þessum árstfma,
en engu að síður fengjust 26
aurar danskir fyrir kílóið að við-
bættum 10 aurum á kíló. Þetta
þýddi að þeir fengju 7.80 krónur
fyrir kilóið plús 3 krónur, sem
væri styrkur frá færeysku lands-
stjórninni, eða ails kr. 10.80 fyrir
kflóið.
„Ef við ættum kost á einhverju
þessu líku, væri það vafalaust vel
athugandi að senda einhver skip
til þessara veiða. Þá er nauðsyn-
legt að gera þessa athugun fljótt,
þar sem það er aðeins fram í mai,
sem kolmunninn heldur sig á
þessum slóðum í hrygningar-
ástandi og er auðveiddur að talið
er.
Um þessar mundir er kolmunn-
inn fitulaus, en hann hefur fituna
Framhald á bls. 31