Morgunblaðið - 27.04.1976, Blaðsíða 19
'MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1976
19
Kammersveit Reykj avíkur
Marfa Markan ásamt ncmendum og einleikurum.
Sjö söngvarar
Sjö söngvarar, allt nemendur
Maríu Markan, óperusöngkonu,
héldu söngskemmtan í Austur-
bæjarbíói laugardaginn 24.
apríl s.l. Þarna gat að heyra
núverandi og eldri nemendur
Mariu, nýja kynslóð söngvara,
sem ef til vill eiga eftir að gera
garðinn frægan. Af eldri og
reyndari söngvurum sem hér
komu fram er Elín Sigurvins-
dóttir, Inga María Eyjólfsdóttir
og Hreinn Lindal í sérflokki.
Hreinn söng Baliöðu eftir
Respighi og gerði það vel. I
Tarantellu eftir Rossini, sýndi
hann töluverða tækni og um
leið tæknivankunnáttu
varðandi meðferð lagsins.
Hraði er afstætt fyrirbrigði og
þó lag skuli syngja í jöfnum
takti, þarf hver „strófa" að eiga
sinn tíma, annars rennur ailt út
í eitt. Elín er vaxandi söngkona
og auðheyrt að hún hefur
stundað sinn söng. Gretchen
am Spinnrade eftir Schubert og
Ich habe in Penna, eftir Hugo
Wolff, voru vel sungin. Þó
hættir henni stundum til að
opna röddina um of og verður
tónninn þá eilítið flár. Hún
hefur það góða rödd, að óþarft
er að beita henni um of. Inga
Maria söng of sterkt i óperettu-
lögunum, röddin, sem er falleg
verður þá svo þvinguð. Það
sýndi sig í lögunum Uber Nacht
eftir Wolff og Zueignung eftir
Richard Strauss, að hún getur
sungið mjög vel. Haukur
Þórðarson er reyndur söngvari,
en því miður þekkti hann ekki
sinn vitjunartíma. Hann hefur
mjög góða rödd, er músikalskur
og nýtur þess að syngja og
getur ef til vill með frekara
námi bætt miklu við söng sinn.
Það er með Hauk eins og svo
marga ísl. „söngtalenta", að
söngnam er látið sitja á
hakanum.
Haukur er, þrátt fyrir þetta,
vaxandi söngvari og söng
Gígjuna eftir Sigfús Einarsson
og Storma eftir Kaldalóns mjög
þokkalega. Hann söng einnig
með Ingu Maríu tvo óperettu-
dúetta, sem eru satt best að
segja þrautieiðinlegir og út-
þvæidir. Jón Viglundsson söng
Im Abendrot eftir Schubert og
Auf dem Kirchhofe eftir
Brahms og gerði það þokkalega.
Hann hefur góða rödd en
vantar meiri þjálfun. Hann
söng einnig með Elínu tvo
dúetta úr óperum eftir Mozart
og þar sat röddin mjög fallega
og eftir þeirri frammistöðu er
ljóst að Jón á erindi við söng-
gyðjuna. Ingibjörg Marteins-
dóttir og Elisabet Waage eru
yngstir nemenda Maríu
Markan á þessum tónleikum og
ef að líkum lætur, eru hér á
ferð mikil söngefni. Ingibjörg
er þegar farin að syngja
nokkuð vel og hefur auk þess
frá náttúrunnar hendi mjög
fallega rödd. Elísabet er
byrjandi en hefur mjög góða
rödd. Dugi þessum ungu kon-
um kjarkur og vilji til að ganga
í gegnum þá sjálfsögun, sem
söngnám er, er ég viss um að
heilög Sesselía blessar þær.
□ Efnisskrá:
□ J.S. Bach
Trfósónata úr Tónafórninni
Q] Þorkell Sigurbjörnsson
„Plus sonat quam valet“
□ Atli H. Sveinsson
Hreinn: Galleri SUM: 1974
Q J.S. Bach
Brandenborgarkonsert nr. 4
Tónafórnina samdi Bach
árið 1747 yfir stef eftir Friðrik
mikla og er verkið, eins og List
fúgunnar og Goldberg til-
brigðin, nokkurs konar tækni-
úttekt þar sem meistarinn
tekur einfalt stef og skapar úr
því mörg og ólik tónverk. Ur
stefi Friðriks mikla vinnur
Bach sjö þætti, kanóna í ýmsum
gerðum, tveggja til fjögurra
radda fúgur, og eina tríósónötu.
í Bach-Gesellschaftútgáfunni
er þessi tríósónata með nokkur
styrkleikatákn, aðallega þó í
Andante kaflanum. Þrátt fyrir
þessi merki og ýmsar
kenningar um styrkleikavenjur
á timum Bachs leið verkið
áfram, rétt eins og verið væri
að spila það af blaði.
Þrátt fyrir sjálfstæði radd-
anna er þróun verksins bund-
in í stef, sem flytjast milli
radda. Ef þessi flutningur á
þungamiðju tónhugmyndanna
er hvergi finnanlegur, líður
verkið áfram eins og formlaus
móða. Næsta verk heitir „Plus
sonat quam valet“ og er eftir
Þorkel Sigurbjörnsson. Galdra-
maður nokkur á Vestfjörðum
kunni magnaða þulu sem aldrei
brást, en þegar lærður maður
margsigldur gáfumaður hafði
frætt hann á því, að þessi
magnaða galdaraþula væri
Faðir vor á latínu, missti þulan
allan mátt. Það skyldi þó aldrei
vera að áðurnefnd nafngift sé
þýðanleg á mannamál, eins og
karlinn sagði og lítið yrði úr
spekinni við þá umritun. Plus
sonat quam valet er byggt úr
Tðnllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
K ani nicrtón lei k a r
Akademiska Kammersveitin
frá Munchen en þorri hljóm-
sveitarmanna er enn við nám í
Ríkistónlistarháskólanum og
Richard-Strauss tónlistar-
skólanum þar i borg hefur
verið á hljómleikaferðalagi um
ísland og flutt mönnum barok-
tónlist. Þessi hljómsveit leikur
mjög vel og auk þess er barok-
tónlist með þvl friðsælasta og
fallegasta sem ort hefur verið í
tónum.
Þessir tónleikar (föstudaginn
23.4.) voru, þrátt fyrir óeðlilega
mikla hljómgun i Kristkirkju,
hinir ánægjulegustu. Á verk-
efna-skrá voru verk eftir
Ricciotti, Bach, Vivaldi og
Hándel. í consertino eftir
Ricciotti, sem er saminn fyrir 4
fiðlur, lágfiðlu og bassaundir-
leik var undirleikurinn einum
of frekur, sem ef til vill stafar
af yfirsterku tónsvari
kirkjunnar. Það virtist sem
milliraddir og selló næðu
mestri hljómgun og útbyggðu
m.a. hljómi sembalsins. Það er
sagt, að sé kirkjan þéttsetin,
dofni hljómgunin, en því miður
voru Reykvikingar að þessu
sinni ekki þurfandi fyrir góða
tónlist, mættu mjög fáir til
leiks, sem gæti stafað af ónógri
auglýsingu. H-moll svítan, sem
er nokkurs konar flautu-
konsert, var mjög vel leikin.
Flautuleikarinn Klaus Moog (1.
flautuleikari í Sinfóníuhljóm-
sveit Bayern) lék mjög vel, þó
síðasti kaflinn, sem nýtur
Kammersveitin frá Miinchen
mikilla vinsælda, hafi verið í
það hraðasta leikinn. Það er
einkennilegt við tónlist eftir
Bach, að hún þolir, án þess að
missa gildi sitt, að vera leikin
mjög hægt og þess vegna með-
færileg bæði leikum og
lærðum. Eftír Vivaldi lék
hljómsveitin tvo af fjórum
„Árstiðakonsertum" hans,
haust og vetur, og lék Horst-
Framhald á bis. 29
Atli Heimir Sveinsson
smástefjum, sem i endur-
tekningu taka ýmsum mynd-
breytingum. Slik endurtekning
stefja er heldur einhæf og
gamaldags sem vinnuaðferð.
Verkið var þó ekki viðburða-
snautt og síðasta stefmyndin
nokkuð sterklega unnin. Frum-
flutningur á verki Atla Heimis
var meiri sýning, þó kyrrstæð
væri, en tónflutningur. Verkið
sem nefnt er Hreinn: Gallerí
SUM: 1974 félli eflaust vel að
kvikmynd af fólki í hlutlausu
rápi milli litlausra mynda.
Þetta er í fyrsta skipti sem
undirrituðum leiðist undir
flutningi á verki eftir Atla
Heimi Sveinsson. Síðasta
verkið á þessum tónleikum var
Brandenborgarkonsert nr. 4
eftir Bach, ein fegursta perla
tónbókmenntanna. Verkið var
mjög vel flutt. Þó voru
„rípieno" fiðlurnar einum of
sterkar á undirleikspunktum,
sams konar og þær leika í
þremur fyrstu töktum verksins
og víðar. Aðalfiðluna lék Rut
Ingólfsdóttir og fórst það vel úr
hendi. Eitt atriði varðandi
flutning á Andante kaflanum,
hnaut ég um. I Bach-útgáfunni
Þorkell Sigurbjörnsson
er hann í 3A takti og þannig hef
ég heyrt hann ávallt leikinn.
Það, sem er sérkennilegt við
þennan þátt, er að tvær
áttundapartsnótur eru tengdar
saman með boga og við það
verður fyrri nótan nokkuð
þyngri og tónlengri en sú
seinni. Bach þekkti muninn á
3/4 og 9/8 og það er fráleitt að
hengja hatt sinn á vafasaman
og ónákvæman flutning fyrr á
árum. Þrátt fyrir þetta var
flutningur kammersveitar-
innar mjög góður. Það þarf að
taka til athugunar skipulag Sin-
fóníuhljómsveitar íslands og
ráða til hennar einleikara og
kammertónlistarmenn, svo slik
starfsemi, sem þessi, sé ekki
háð velvilja hlustenda og
frístundaþoli flytjenda. Bæði
yrði hljómsveitin hetri, því
vitaskuld tækju þeir einnig
þátt í almennu tónleikahaldi,
milli þess sem þeir héldu
kammertónleika fyrir áskrift-
arfélaga og aðra gesti. Þá væri
auðvelt að skipuleggja tónleika
fyrir landsbyggðina og er víst,
að slíkur flutningur, eins og
hér um ræðir félli þar í góðan
jarðveg.
Háskólakórinn
Undirritaður hafði ekki
hugsað sér að fjalla um söng-
skemmtan Háskólakórsins, en
þar sem gagnrýnendur hafa
víst ekki talið sig eiga erindi á
fund þéssa unga fólks, eða
móðgast yfir því að vera ekki
boðnir, tel ég mér skylt að
vekja athygli á því starfi, sem
unnið er af söngglöðum
nemendur I Háskóla islands.
Tónleikarnir hófust á tveimur
stúdentasöngvum, sem kórinn
söng mjög fallega. Þessir
söngvar eru þó nokkuð erfiðir í
flutningi og hafa oftlega verið
illa fluttir. Næst á efnisskránni
voru þrjú ungversk þjóðlög i
gerð Seiber. íslenzkun á texta
höfðu annast Helgi J. Halldórs-
son og Þorsteinn Valdimarsson.
Þvi minnist undirritaður á
þessa texta, sem féllu vel að
lögunum, að söngur fær þá
fyrst merkingu þegar hann er
fluttur á móðurmáli hlustand-
ans. Orðabókarlegur skilningur
hans getur hjálpað en hætt er
við að tilfinningaleg tengsl
texta og lags komist ekki til
skila. Kórinn söng lögin mjög
fallega og af mikilli gleði, enda
eru þau skemmtileg og vel út-
Ruth Little Magnússon
færð. Skemmtileg tilbreytni
var i talkór sem i efnisskrá er
nefndur Alarippu. Svona verk
þarf að flytja af miklum glæsi-
brag, því annars verður inni-
haldsleysi þess svo augljóst.
Eftir sérkennilegt hlé söng
kórinn nokkur þjóðlög og
negrasálma. Það er svo með
þjóðlög og þá auðvitað negra-
sálma, að þá fyrst fá þau viður-
kenningu þegar þau hafa verið
umsköpuð samkvæmt gildandi
smekk og þekkingarkröfu
þroskaðra tónlistarunnenda.
Þannig eru þjóðlögin orðin
mjög ólík upprunalegri mynd
Framhald á bls. 29
Gítartónleikar
Snorri Örn Snorrason hélt
sina fyrstu tónleika i Bústaða-
kirkju s.l. þriðjudag. Viðfangs-
efni hans spönnuðu yfir rúm
400 ár í tónlistarsögunni, allt
frá John Dowland
(1562—1626) til Leo Brouwer,
sem enn er ungur að árum og
ættaður frá Kúbu. Dowland
samdi mikið af söngtónlist með
lútuundirleik og einnig danslög
fyrir sama hljóðfæri, sem enn i
dag njóta mikilla vinsælda. Hér
gat að heyra aðeins tvö lög eftir
hann, Air og Galliard. Næst
komu tvö lög eftir Gaspar Sanz
(1640—1710), sem á sinni tíð
var þektur gítarleikari,
tónskáld og höfundur merki-
legrar bókar um gítarleik. Það
var eins og Snorri væri ekki
búinn að ná sér á strik í þessum
lögum, þau voru þokkalega
leikin, en án allrar skerpu.
Jóhann Sebastian Bach var
mjög fær strengjaleikari og
starfaði um skeið sem fiðlu-
leikari. Sólósónötur hans voru
lengi vel taldar óspilandi og eru
enn meðal erfiðustu viðfangs-
efna tónbókmenntanna. Bach
ritaði fjórar svitur og eina fúgu
Snorri örn Snorrason
fyrir lútu og notaði hana
einnig, eftir því sem ráðið
verður af raddskrá hans í
Jóhannesarpassíuna. Lúta er
mun stærri og strengjafleiri en
gítar og með tvo strengi fyrir
hvern tón. Lútusvíturnar eftir
Bach eru yfirleitt taldar erfiðar
í umritun fyrir gítar, en það var
eins og Snorri vaknaði af dvala,
er hann hóf að leika þætti úr
svítu i e-moll.
í þessari svítu er hið fræga
Bourrée, sem margir þekkja úr
píanóbók Önnu Magdalenu
Bach. Næst á efnisskrá var
Grand Ouvertiire eftir Mauro
Giuliani (1781—1892) og þrátt
fyrir breytingu á röð verkefna,
læt ég tíma ráða stöðu þess hér.
Giuliani var ásamt Robert de
Visée og Fernando Sors, einn
af frægustu og merkustu frum-
kvöðlum í gítarleik. Hann
samdi þrjá konserta fyrir gítar
og auk þess mikið af kammer-
tónlist. Framhald á bls. 29