Morgunblaðið - 27.04.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRIL 1976
31
Amaral, formaður CDS
rikisstjórn. Soares sakaði komm-
únista um að hafa reynt að koma
á herbyltingu í nóvember s.l.,
hafnaði PPD sem hægri flokki og
sagði að CDS væri gjörsamlega í
andstöðu við markmið sósíalista.
Hann sagði að tími væri til kom-
inn að reyna eins flokks stjórn í
Portúgal.
Þrátt fyrir þessa afstöðu Soares
segja aðrir áhrifamiklir forystu-
menn sósíalista i einkasamræðum
að samsteypustjórn mið- og
vinstri afla, — og líklegast al-
þýðudemókrata og sósialista —,
væri óhjákvæmileg. Halda þeir
þvi fram að portúgalskur almenn-
ingur muni fljótt gleyma yfirlýs-
ingum Soares um hið gagnstæða.
Alvaro Cunhal neitaði hins veg-
ar á sunnudag að spá um stjórnar-
myndun. Á kjördag höfðu prestar
um allt landið skorað á sóknar-
börn sín að veita ekki kommúnist-
um fylgi. Þeir sögðu í stólræðum
sínum að aðeins væri ráðlegt að
greiða þeim stjórnmálaflokkum
atkvæði sem „taka Guð og Krist
fram yfir allt annað“. Sumir töldu
þetta jafngilda stuðningsyfirlýs-
ingu portúgölsku kirkjunnar við
CDS.
í kosningabaráttunni, sem þrátt
fyrir miklar öryggisráðstafanir
einkenndist allnokkuð af róstum
og ofbeldisverkum og leiddi til
dauða þriggja manna, lögðu bæði
sósíalistar og kommúnistar mesta
áherzlu á að hin nýja stjórn
landsins yrði að viðhalda „sigrum
byltingarinnar“, — þ.e. hærri
launum fyrir verkalýðinn, þjóð-
nýtingu atvinnulífsins, breytingu
á stóru einkabúunum í samyrkju-
bú, og endurreisn mannréttinda.
PPD og CDS höfðu efnahagsöng-
þveitið mest á oddinum, hina póli-
tísku ókyrrð sem virðist enda-
laus, og örlög meir en hálfrar
milljónar hvítra nýlendubúa sem
urðu að snúa heim til Portúgals
eftir að nýlendurnar hlutu sjálf-
stæði.
— Aflaleysi Breta
Framhald af bls. 32
son, ræðismann íslands i Grimsby
sagði hann að ef til vill væri það
vegna skorts á freigátum að
Naiad væri enn látin vera á
íslandsmiðum. Hann kvað það
hafa komið fram í fréttum, að
þótt freigáta yrði ekki fyrir nein-
um skemmdum á miðunum við
ísland yrði hún að fara i 3ja vikna
klössun, er heim kæmi, þar sem
aðgerðir á miðunum yllu það
miklu sliti á skipunum, að nauð-
synlegt væri að veita þeim þetta
viðhald. Hefur þetta í för með sér
að brezki flotinn hefur a.m.k. 17
freigátur fráteknar vegna þorska-
stríðsins við Island og veldur
þessi mikli fjöldi því að freigátur
skortir.
Þá er eftir að minnast á einn
atburðinn enn, sem gerðist um
helgina. Varðskipið Baldur kom
klukkan 03.52 aðfararnótt sunnu-
dags að Hulltogaranum Portia
alldjúpt frá Hvalbak eða 56 mílur
úti. Á þessum slóðum tala
sjómenn um Rósagarðinn. Er
varðskipið Baldur kom að
togaranum reyndi hann að hifa og
bakkaði m.a. til þess að létta sér
drátt vörpunnar. Baldri tókst að
koma klippunum i trollið sjálft og
rífa það.
Togarinn Cristal Palace GY 683
tók upp á því að hætta veiðum á
laugardag, en í þess stað hóf hann
að fylgja eftir varðskipunum og
reyndi hvað eftir annað að sigla á
þau. Aðallega reyndi togarinn við
Ægi. Nokkrir togarar fóru um
þetta leyti inn á friðaða svæðið,
sem er við Hvalbak, og köstuðu
þar. Varðskip stugguðu við þeim
og tókst þeim, sem lengst veiddi á
svæðinu, um 2 klukkustundir, að
fá einhvern afla, aðallega ufsa.
Voru þeir síðan flæmdir inn i
togarahópinn við Hvalbak að
nýju. En um líkt leyti kemur
Cristal Palace út úr hópnum með
hlerana úti og hluta vörpunnar.
Sigldi skipið viðstöðulaust inn
fyrir 12 mílna mörkin og sneri
ekki við fyrr en hann var kominn
5 mílur inn fyrir þessi gömlu
mörk. Varðskipið Óðinn fylgdi
togaranum fast á eftir, svo og
Galatea F 18 og eftirlitsskipið
Hausa. Varðskipið Óðinn gaf tog-
aranum stöðvunarmerki, en hann
sigldi þá til hafs. Verndarskipin
létu í ljós, eftir að togaraskip-
Stjórinn hafði farið inn fyrir 12
mílur, að þau myndu ekkert að-
hafast þótt reynt yrði að handtaka
skipstjórann, en í talstöð sögðu
Bretarnir sín í milli að þeir
myndu ekki þola að skipið yrði
tekið. Hins vegar voru þeir að
ræða um það að Landhelgisgæzl-
an mætti fá skipstjórann. Skip-
stjórinn kvaðst vera farinn til
Englands til þess að ráðgast við
eigendur skipsins og sagðist ekki
vilja leggja áhöfn sína í neina
hættu. Þess ber að gera í þessu
sambandi að skipherra varðskips-
ins bað aldrei um heimild til að
nota byssu skips síns, en Pétur
Sigurðsson mun hafa tekið þá
ákvörðun að byssur yrðu ekki not-
aðar. Var dómsmálaráðherra
hafður með í ráðum og fylgdi Óð-
inn togaranum alla leið að miðlín-
unni milli Færeyja og tslands, en
þá var eftirförinni hætt. Hefur
síðan ekkert sést til togarans, sem
mun vera á leið heim. Var þetta
mikið þóf meðan á því stóð. Þessi
togari var aldrei grunaður um að
hafa verið að toga innan við
gömlu 12 mílna mörkin, en þang-
að fór hann með óbúlkuð veiðar-
færi.
Jón Olgeirsson sagði í viðtali
við Mbl í g?er, að afli togaranna á
tslandsmiðum væri mjög rýr. Til
dæmis sagði hann að tveir togarar
væru væntanlegir af íslandsmið-
un í dag, hvor um sig með aðeins
40 tonn. Er það mjög lítill afli.
Jón kvað mikla óánægju hafa ver-
ið meðal togaraskipstjóranna að
þeir þyrftu að veiða í mjög þröng-
um hópum. Sagði hann að þessi
nýja starfsaðferð freigátnanna
gæfi ef til vill meira rúm fyrir
togarana og þeir gætu veitt
dreifðar. Jafnframt gat hann þess
að ef til vill fyndist yfirmönnum
flotans helzt til mikið vera um
skemmdir á freigátunum með
gömlu aðferðinni.
Jón sagði að veiðarnar gengju
illa og bullandi tap væri á útgerð-
inni og engan styrk að fá frá
stjórninni. Kvað hann menn
ganga um götur með heldur löng
andlit vegna ástandsins.
Þá sagði Jón að I blöðum i
Grimsby hafi verið rætt um fund
Rissingers og Crosslands í Bret-
landi um helgina, þar sem Cross-
land gerði Asheville-hraðbátana
að umræðuefni og að Kissinger
hafi lofað Crossland að Islending-
ar fengju ekki þessa báta. I sam-
bandi við þessa frétt má minna á
yfirlýsingu Bandarikjastjórnar,
sem bauð fulltrúum frá íslandi að
koma og skoða þessa báta og gætu
þeir siðan snúið sér til framleið-
enda þeirra, ef þeir teldu þá
henta sér. Pétur Sigurðsson for-
stjóri Landhelgisgæzlunnar sagði
í gær að ákvörðun hefði verið
tekin um að taka boði Bandaríkja-
stjórnar og skoða bátana, en ekki
væri ákveðið, hvenær i ferðina
yrði ráðizt.
— Norðursjávar-
síldin
Framhald af bls. 2
t.d. Rússar og Pólverjar, að okkar
hlutur sé of lítill.
Það hefur alltaf legið ljóst fyr-
ir, að ef þær þjóðir, sem eiga land
að Norðursjó færa út sína land-
helgi, þá virðum við það, en á
meðan þær gera það ekki, þá telj-
um við að við eigum rétt á því
hlutfalli, sem við höfum veitt, en
Islendingar hafa stundað veiðar
á þessum slóðum síðan 1968.
Það er mikill vandi að nýta
okkar kvóta rétt, þegar hann er
ekki stærri en raun ber vitni.
Landssambandið mun halda fund
um þetta mál á fimmtudag og til
þess fundar hafa útgerðarmenn
báta sem voru í Norðursjó í fyrra
verið boðaðir. Þar munum við
ræða hvaða aðferð sé heppilegust
til að fá sem mest fyrir aflann.
Það er t.d. vitað mál, að við getum
fengið gott verð fyrir síld næstu
vikur ef einhverja sild verður að
fá, en það byggist á þvi að fá skip
verði við veiðar, þvi um leið og
mikið framboð verður lækkar
síldarverðið. Okkar sjónarmið er
því að dreifa veiðinni, sem mest
til að reyna fá sem allra mest verð
fyrir hráefnið."
Á fundinum í London var
ákveðið að kvóti hverrar þjóðar
yrði sem hér segir: Belgía 1.500
tonn, Danmörk 42.300 tonn, Fær-
eyjar 9.200 tonn, Frakkland 9.700
tonn, Austur-Þýzkaland 4.100
tonn, Vestur-Þýzkaland 8.200
tonn, ísland 9.200 tonn, Holland
13.400 tonn, Noregur 23.900 tonn,
Pólland 6.800 tonn, Svíþjóð 9.200
tonn, Bretland 9.700 tonn, Rúss-
land 10.500 og aðrar þjóðir 2.300
tonn.
NTB-fréttastofan segir í gær-
kvöldi að norsk stjórnvöld séu að
íhuga að mótmæla kröftuglega
ákvörðun NA-
Atlantshafsnefndarinnar og telja
Norðmenn að með ákvörðun
nefndarinnar um að heimila 160
þús. tonna veiði á þessu ári, sé
síldarstofninum stefnt i algjöran
voða. Norska sendinefndin hafi
viljað algjöra friðun síldarstofns-
ins og Islendingar stutt þá tillögu.
I fréttinni segir, að ef Danir
hefðu ekki hagað sér eins og
heimurinn væri að farast hefði að
líkindum náðst samkomulag um
algjöra friðun eða a.m.k. mjög
litla leyfilega veiði á þessu ári.
— Kulikov
Framhald af bls. 1
fyrsti fulltrúinn í stjórnmála-
ráðinu sem hefur látizt í em-
bætti síðan Otto Kuusinen and-
aðist 1964. Fyrir aðeins þrem-
ur dögum ræddi hann við her-
málasendinefnd frá Mozam-
bique, sama dag og Shtemenko
hershöfðingi lézt.
Líklegasti eftirmaður Grech-
kos marskálks er talinn Viktor
Kulikov hershöfðingi, forseti
sovézka herráðsins, sem hefur
átt sæti í stjórnmálaráðinu síð-
an 1973.
Undir venjulegum kringum
stæðum væri eðlilegasti eftir-
maður Grechkos Ivan Yaku-
bovsky marskálkur, yfirhers-
höfðingi liðsafla Varsjár-
bandalagsins, en ólíklegt er
talið að hann verði skipaður
landvarnaráðherra vegna and-
láts Shtemenko hershöfðingja
þar sem það mundi valda of
mikilli röskun í yfirstjórn liðs-
aflans.
Meðalaldur þeirra 14 manna
sem sitja i stjórnmálaráðinu er
65 ár, þrír þ'eirra eru eldri en
marskálkurinn og nokkrir
þeirra eru taldir við slæma
heilsu, þar á meðal Brezhnev.
Lát marskálksins gæti orðið til
þess að valdamenn ákvæðu að
draga sig í hlé að sögn kunn-
ugra í Moskvu.
Grechko marskálkur tók við
starfi landvarnaráðherra 1967
af Rodion Malinovsky mar-
skálki þótt talið væri að þá
hefði verið reynt að skipa
óbreyttan borgara i embættið.
Sá maður. sem einkum var
nefndur í því sambandi var
Dimitri Ustinov flokksritari
sem hefur farið með stjórn
vopnaframleiðslu. Ustinov var
sjálfur skipaður í stjórnmála-
ráðið í siðasta mánuði.
Marskálkarnir Grechko og
Yakubovsky og Shtemenko
hershöfðingi áttu meginþátt-
inn í skipulagningu innrásar-
innar í Tékkóslóvakiu 1968.
Sjálfur bældi Grechko niður
uppreisnina í Austur-Berlín
1953 þegar hann var yfirmaður
sovézka liðsaflans í Þýzka-
landi.
Grechko notaði oft hersýn-
ingar á Rauða toginu til að
flytja harðskeyttar ræður þar
sem hann hvatti til aukinnar
árvekni gegn Vesturveldun-
um. En þótt hann væri álitinn
„haukur" töldu flestir að hann
framkvæmdi aðeins stefnu
sem aðrir en hann sjálfur
ákvæðu.
Hann var Ukraínumaður og
átti fyrst frama sinn að þakka
hreinsunum Stalíns. Hann var
yfirmaður á vígstöðvunum í
Norður-Kákasus í siðari heims-
styrjöldinni og kynntist þá
Brezhnev sem var pólitískur
kommisar i hernum. Seinna
var hann yfirmaður hersins í
Kiev þar sem Nikita Krúsjeff
var flokksforingi og eftir upp-
reisnina í Austur-Berlín gerði
Krúsjeff hann að marskálki.
Þegar Zukov marskálkur
féll í ónáð 1957 gerði Krúsjeff
hann að staðgengli Malinov-
skys marskálks og 1960 varð
Grechko yfirmaður liðsafla
Varsjárbandalagsins. Sam-
band hans við Brezhnev virðist
hafa verið mjög náið og þegar
Brezhnev birti stríðsendur-
minningar sínar 1968 varð
Grechko fyrstur til að lofa
hann fyrir frækni i striðinu.
Dóttir Tatyana er gift Yury
Kirichenko núverandi sendi-
herra Sovétríkjanna i Noregi,
og fyrrverandi sendiherra á Is-
landi, en hann er sonur úkra-
ínsks flokksforingja sem féll í
ónáð í tíð Krúsjeffs.
— 41 milljón
Framhald af bls. 2
vegna fyrirspurnar Patrick Wall
þingsmanns fyrir Hull. Skaða-
bæturnar, sem greiddar voru, eru
aðallega fyrir veiðitap á því tíma-
bili, sem flotinn var dreginn til
baka á meðan þrautreynd var
samningaleiðin við tslendinga. Þá
kom það fram, að til 9. febrúar og
frá þeim tíma, er Bretar ákváðu
upp á sitt eindæmi ákveðnar afla-
takmarkanir, hafi aflinn á árs-
grundvelli orðið 85 þúsund tonn
þar af 75 þúsund tonn af þorski.
— Jeppinn
Framhald af bls. 2
Offsetfjölritunarstofu Jóns
Hilmars Magnússonar en hún
er í viðbyggingu sunnan við að-
alhúsið. Þá valt jeppinn loks á
hliðina, kastaðist upp á þakið
og skall á horni aðalhússins.
Vegalengdin, sem jeppinn fór
frá því að áreksturinn varð er
rétt um 100 metrar og það
ferðalag hefur áreiðanlega eng-
in skemmtireið verið.
Bensínið rann úr jeppanum
yfir húsþakið með mikilli eld-
hættu enda húsið timburhús
svo og næstu hús, þar á meðal
leikhús Akureyringa, en svo vel
tókst til að ekki kom að neinni
sök.
ökumaður jeppans, sem á 18
ára afmæli í dag, steig ómeidd-
— Nyerere
Framhald af bls. 1
stjórnar." Hann kvaðst mundu senda frá sér mikil-
væga yfirlýsingu í Lusaka á morgun og sagði að
viðræðurnar við Nyerere mundu hafa mikil áhrif á
hana.
Nyerere sagði að Tanzaniumenn mundu aðeins
deila við Bandaríkjamenn ef þeir legðust gegn
skærustyrjöld í Rhódesíu. Hann kvaðst ekki líta svo
á að Kissinger mundi styðja slíkt stríð, en á honum
væri heldur ekki að skilja að Bandaríkjamenn
mundu beita mætti sínum til að leggjast gegn
slíku stríði.
Forsetinn skoraði á Bandaríkjamenn að beita
refsiaðgerðum gegn Rhódesíu til fullnustu í sam-
ræmi við samþykktir Sameinuðu þjóðanna og
stöðva króminnflutning þaðan. Hann sagði að við-
ræðurnar við Kissinger hefðu verið mjög gagnleg-
ar. Hingað til hefur Tanzaniustjórn verið einn
harðasti andstæðingur Afrikustefnu Bandarikja-
stjórnar.
ur út úr jeppanum og var styrk-
ur og rólegur að sjá. Leigubíl-
stjórinn og farþegi hans, sem
sat í framsæti ráku höfuðin í
framrúðuna svo að hún sprakk
á tveimur stöðum en þeir
meiddust ekkert að ráði. Jepp-
inn er allmikið skemmdur en
leigubíllinn minna.
Sv.P.
— V-þýzki
sendiherrann
Fraruhald af bls. 32
tali við Mbl. í gær um þær stað-
hæfingar, að vestur-þýzkir togar-
ar hefðu verið á friðuðu svæði á
Berufjarðarál, að einmitt þessa
nótt hefðu þrjú skip verið í
námunda eða á þessu svæði, tvö
inni á því, en eitt nokkru fyrir
utan það. Þau skip, sem voru á
svæðinu, voru varðskipið Öðinn
og þýzkt eftirlitsskip, en eins og
áður hefur komið fram í Mbl. var
sá þýzki togari, sem næstur var
svæðinu 1,7 sjómilur fyrir utan
það.
Pétur Sigurðsson sagði, að þetta
svæði á Berufjarðarál hefði verið
friðað með reglugerð sjávarút-
vegsráðherra í febrúar, en síðan
hefði helmingur þess verið opnað-
ur aftur í marz. Kvað hann það
hljóta að vera á misskilningi
byggt, hafi einhverjum sýnzt tog-
arar vera á svæðinu. Hann kvað
jafnframt skýringuna geta legið í
þvi, að menn hafi talið þau tvö
skip, sem voru inni á svæðinu,
vera togara, en þetta voru, eins og
áður sagði, Öðinn og eftirlitsskip.
Þess má að lokum geta að Óðinn
var sendur á svæðið vegna ákveð-
inna umkvartana um veiðar Þjóð-
verja, en egninn togari var á
svæðinu, er varðskipið kom á vett-
vang um klukkan 02 umrædda
nótt. -----» » »-----
— Böðun
Framhald af bls. 2
um.“
Sigurður sagði að urgur væri í
bændum í sýslunni vegna þessa
máls. Þeir væru búnir að leggja í
mikinn kostnað við tviböðun fjár-
ins, en alls hafa 50—60 þúsund
fjár verið baðað. Þessi mótþrói
Björns, sem væri einn stærsti
fjárbóndi sýslunnar, gæti eyðilagt
þessa tilraun til að komast fyrir
kláðann, en menn væru annars
nokkuð bjartsýnir á að hún gæfi
góðan árangur. Kláði hefði fund-
ist í kind frá Birni, og því væri
afar mikilvægt að tvíbaða þar allt
fé. -----------------
— Blaðamanna-
félagið
Framhald af bls. 2
fréttamenn hafa óhindrað, svo
sem sjálfsagt er, fengið að senda
fréttir sínar frá íslenzkum varð-
skipum um íslenzkt fjarskipta-
kerfi og til fjölmiðla sinna ytra.
Einnig má benda á, að umrætt
bann er sambærilegt við að
stöðvaðar væru fréttasendingar
frá brezkum freigátum á íslands-
miðum, sem koma á fjarrita ís-
lenzkra fjölmiðla.
B.I. harmar, að æðstu yfirvöld
pósts- og símamála hér á landi
skuli ekki geta tryggt hagsmuni
islenzkra fréttastofnana í þessum
efnum."
— Kolmunni
Framhald af bls. 32
í lifrinni, en ekki búknum, og ætti
þvi að vera mjög gott að herða
hann, en þegar fiskurinn er í
þessu ástandi minnka líkurnar
fyrir því að þurfi að slægja hann,
en mikið hefur verið talað um að
herða eitthvert magn í tilrauna-
skyni.
— Alþingi
Framhald af bls. 12
Framlag til
atvinnuaukningar 5.0 mkr.
Helztu framkvæmdir við
Húsavikurhöfn eru þessar:
Frágangur á
Þvergarði 12.0 mkr.
Hlutafé til
byggingar verbúða 2.5 mkr.
Hitaveita Húsavikur fyrir-
hugar að leggja stofnhæð upp
Þverholt og er kostnaður við
það verk í ár áætlaður 3.7 mkr.