Morgunblaðið - 27.04.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.04.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1976 3 Tap Alþýðubankans 30 milljónir — en getur jafnvel orðið meira Snarpar umræð- ur á aðalfundi Alþýðubankans og nýtt bankaráð NVTT bankaráð var kjörið á aðal- fundi Alþýðubankans á laugar- dag og sunnudag, og er enginn úr hinu eldra bankaráði I því. For- maður bankaráðsins nú er Bene- dikt Davfðsson. Upphaflega var áformað að fundurinn stæði aðeins á laugardag, en halda varð fundinum áfram á sunnudag þar eð miklar og snarpar umræður urðu vegna útlánastarfsemi bank- ans, sem leiddi til þess að hafin var opinber rannsókn á viðskipt- um bankans við nokkur fvrirtæki og einstaklinga, sem talin voru óeðlileg. Kom fram, að bankinn hefur tapað um 30 milljónum króna i kjölfar gjaldþrots Air Vikings, og í athugasemdum endurskoðanda er tekið fram að tap þetta geti hugsanlega orðið meira vegna viðskipta við aðra aðila. Annar hinna brottviknu bankastjóra Alþýðubankans, Jón Hallsson, kom báða dagana á fundinn með óskir um að gera grein fyrir sjónarmiðum sfnum gagnvart hluthöfum og hafði hann meðferðis Ijósrit úr yfir- heyrslum vegna rannsóknar- innar, sem hann vildi fá að leggja fram. Fundarstjórar úrskurðuðu hins vegar að hann skvldi ekki fá aðgang að fundinum þar eð hann væri ekki f hópi hluthafa. Morgunblaðið hafði í gær tal af Benedikt Davíðssyni, hinum ný- kjörna formanni bankaráðsins, og spurði hann nánar um framvindu fundarins. Benedikt sagði, að aðalfundurinn hefði að hans mati ekki verið nógu jákvæður fyrri daginn. Raun- ar hefði alltaf mátt gera ráð fyrir að upp kæmi gagn- rýni og deilur vegna þess sem var á undan gengið, en Benedikt kvað sér hafa fundizt umræðurnar ófrjóar og eiginlega snúist meira um stjórnunarmál fundarins en um málefni bankans og framtíð hans. Benedikt kvað hins vegar fundarhöldin seinni daginn hafa verið með öðrum hætti, því að þá hefðu umræðurnar verið mál- efnalegri, fundarmenn ábyrgari og tekið tillit til framtíðarstefnu bankans. Benedikt kvaðst búast við, að allmikið verkefnið væri nú framundan hjá hinu nýja banka- ráði, en bankaráðsmenn treystu á að það yrði ekki unnið af þeim einum heldur verkalýðshreyfing- unni i heild, því að hún ætti þessa stofnun, og yrði að vinna að mál- um hennar innan sjálfra verka- lýðsfélaganna. I byrjun aðalfundarins las Her- mann Guðmundsson formaður fráfarandi stjórnar bankaráðsins, ítarlega skýrslu og greinargerð bankaráðsins um starfsemina á sl. ári. Er búist við að skýrslan verði fjölrituð og send öllum hlut- höfum til nánari glöggvunar á sjónarmiðum bankaráðsins. Þá skýrði Hermann frá því, að eng- inn þeirra sem áttu sæti í eldra bankaráðinu, gæfi nú kost á sér til endurkjörs. Raunar var búið áður en til fundar var gengið að ná fram ákveðinni pólitiskri samstöðu um stjórnarkjörið, eins og raunar má sjá á atkvæðatölum. 1 hið nýja bankaráð voru kjörin Benedikt Davíðsson frá Sambandi bygg- ingarmanna með 42.708 hlutaat- kvæðum, Ragnar Guðmundsson, Verzlunarmannafélagi Reykja- víkur, með 36.157, Þórunn Valdi- marsdóttir, Framsókn 37.139, Halldór Björnsson Dagsbrún 39.586 og Bjarni Jakobsson 35.846. Þeir sem næstir þessum komu voru Björgvin Sigurðsson, Stokkseyri, með 8.980, Bjarn- fríður Leósdóttir, Akranesi með 8.021 og Daði Ólafsson með 6.943. Aðrir voru með minna en 4 þús- und atkvæði á bak við sig. Hins vegar má gfeta þess, að í fráfar- andi bankaráði átti sæti einn full- trúi Framsóknarflokksins en frambjóðandi Framsóknarmanna nú, Daði Ólafsson, náði ekki kjöri og eru nú tveir sjálfstæðismenn í bankaráðinu i stað eins áður. Varastjórn bankans var kjörin án atkvæðagreiðslu og sitja í henni þeir Jón Ágústsson, Sigur- gestur Guðjónsson, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Guðmundur Hailvarðsson og Karvel Pálma- son. Þá voru kjörnir nýir endur- skoðendur og var stungið upp á þremur mönnum. Kosningu hlutu þeir Magnús Geirsson með 38.943 og Böðvar Pétursson með 36.527 en Sigfinnur Karlsson hlaut 12.896. Varaendurskoðendur voru kjörnir án atkvæðagreiðsiu þeir Bjarni Felixson og Sigurður Guð- geirsson. Björn Þórhailsson gjaldkeri fráfarandi bankaráðs gerði grein fyrir reikningum, og kom þar fram að heildartekjur bankans námu árið 1975 221,6 milljónum króna og jukust tekjur hans um 52,3% á árinu. Rekstursafgangur samkvæmt rekstrarreikningi eftir afskriftir var um 16 milljónir króna, en rekstursafgangurirtn var allur færður á afskrifta- reikning ásamt 14 milljónum króna úr varasjóði, svo að samtals eru 30 milljónir króna lagðar til hliðar á reikningum sl. árs vegna tapaðra útlána. Heildarinnlán bankans námu i árslok 1975 kr. 1.108.866,727 og höfðu aukist um tæp 18% frá árinu 1974. Heildarútlán bankans námu í ársiok 861 milljón króna og höfðu aukist um rösk 28,5% frá 1974. Miklar umræður urðu á fundin- um um hvort heimila skyldi Jóni Hallssyni, öðrum hinna brott- viknu bankastjóra Alþýðubank- ans, að koma og gera grein fyrir sjónarmíðum sinum á fundinum. Urskurðuðu fundarstjórarnir, þeir Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson, fyrrverandi og núverandi forsetar Alþýðusam- bandsins, að Jóni væri það óheimilt, þar eð hann væri ekki i hópi hluthafa í bankanum. Urðu ýmsir til að mótmæla þessu og Framhald á bls. 30 ****' ÞETTA eru frænkurnar Hrefna Bjarnadóttir (t.v.) og Freyja Sverrisdóttir, á Hellissandi. en eins og fram kom f fréttum fyrir helgi fundust stúlkurnar sofandi f dúfnakofa, eftir að leit að þeim hafði staðið yfir heillengi og tugir manna tekið þátt f henni. Standa stúlkurnar við dúfnakofann. Foreldrar þeirra hafa beðið Morgunblaðið að koma á framfæri þakklæti til allra, sem tóku þátt f leitinni. Ljósm. Rögnvaldur Ólafsson. FERÐIR TIL GAGNS OG GLEÐI MEÐ FERÐAMIÐSTÖÐINNI . Ódýrar hópferðir, Tækifæri til að sem allir geta tekið þátt í, eins þó þeir eigi taka makann með i ódýra skemmtiferð. ekki erindi á vörusýningar. Kaupmannahöfn Gull- og silf urvörusýning Brottför 30. april. Húsgagnasýning Brottför 1 1. maí. Verð frá 40.500.— PARIS Expomat Alþjóðleg byggingavörusýning Brottför 1 4. maí. Vikuferð me8 1. flokks gistingu VerSfrá kr. 62.000. DUSSELDORF inter llnterocean '76 Ódýr vikuferð Brottför 14. júni Sjórinn—Tœkifseri framtiSarinnar Fiskveiðitæki og -tækni, hafnar- framkvæmdir, og rannsóknir á sjáv- arefnum og vinnsla þeirra o.fl. KIEV Evrópumeistaramót f Judo Stansað er 2 daga í Búdapest á leiðinni út en I Kauomannahöfn á leiðinni heim. 1 0 daga ferð, nánar auglýst síðar. Brottför 2. mal. ENGLAND Flogið er til Glasgow og ekið um fallegustu slóðir Bret- lands. Sögufrægir staðir skoðaðir. ísl. Fararstjóri. Dvalið í London nokkra daga. 10 daga ferð í júní Nánar auglýst síðar Odýrar Norðurlandaferðir í allt sumar. Seljum einnig farseðla á sérstaklega hagkvæmum vor- og haustfargjöldum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.