Morgunblaðið - 27.04.1976, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRlL 1976
Kosningarnar í Portúgal
spurningin
Foringi alþýAudemókrata, Francisco Sa Carneiro ketnur ásamt
einkaritara sínum til kosningamiðstöðvarinnar I Lissabon þar sem
talning atkvæöa fór fram.
Stóra
Eykst óvissan enn?
# SKÖMMU fyrir kl. 7.00 að ísl. tfma á sunnudagsmorgun, þegar
kjörstaðir í fvrstu frjálsu kosningunum til löggjafarþings í Portúgal f
51 ár opnuðu, tóku að myndast biðraðir, einkum skipaðar húsmæðrum,
fyrir utan kjörstaðina f miðborg Lissabon. Margar þeirra báru rauðar
nellikur í harminum, — tákn byltingar hinna ungu herforingja sem
fyrir tveimur árum leysti þjóðina undan oki afturhaidsstjórnar Marc-
ello Caetano og leiddi til þessara lýðræðislegu kosninga. Á tveggja ára
afmæli þeirrar byltingar voru kosningarnar haldnar. Hvað eftir annað
lék rfkisútvarpið á kjördaginn söng byltingarinnar „Grandola, vila
morena" og hvatti til friðsamlegra kosninga til heiðurs hinum „hug-
rökku herforingjum blómabyltingarinnar". Hinar 6,5 milljónir Portú-
gala sem kjörgengi höfðu urðu við þeirri ósk, en 80—90% þeirra nýttu
rétt sinn til að greiða atkvæði milli 14 stjórnmálaflokka um 263
þingsæti á hinu nýja löggjafarþingi.
Kjördagurinn var friðsamur og
sólríkur um allt landið. Kosninga-
þátttakan var ekki eins mikil
strax snemma morguns og hún
var i kosningunum til stjórnar-
skrárþingsins í apríl í fyrra. Þá
voru langar biðraðir strax er kjör-
staðir opnuðu, en nú komu kjós-
endur jafnt og þétt allan daginn.
Stjórnarskrárþingið var leyst upp
fyrir mánuði eftir að hafa samið
stjórnarskrá sem tók gildi á
sunnudag og skuldbindur stjórn
landsins til að stefna að sósíal-
isma og verkalýðsvaldi. Hið nýja
löggjafarþing mun koma saman
eftir forsetakosningarnar í júní,
og þá verður ný ríkisstjórn mynd-
uð að frumkvæði hins nýja for-
seta.
En ljóst var er kosningaúrsiit
tóku að streyma inn, að enginn
einn stjórnmálaflokkur fengi
meirihluta og vakti það ótta um
að afleiðingin yrði nýtt pólitískt
óróatímabil á sama tima og landið
þarfnast styrkrar stjórnar til að
glíma við gífurlegan efnahags-
vanda. Meðal þeirra fyr^tu sem
greiddu atkvæði í Lissabon voru
Mario Soares, leiðtogi Sósíalista-
flokksins, og Alvaro Cunhal, leið-
togi Kommúnistaflokksins, —
sem liklegast hafa í sameiningu
fengið hreinan meirihluta, þótt
stjórnmálaskýrendur væru á
þeirri skoðun að kosningarnar
hefðu leitt í ljós greinilega þróun
til miðju og hægri í portúgölskum
stjórnmálum, ekki sízt með tilliti
til tvöföldunar fylgis Miðdemó-
krataflokksins, CDS, sem hafði yf-
irburðastöðu í hinum íhaldssam-
ari héruðum Norður-Portúgals.
Soares studdist hins vegar eink-
um við kjósendur í höfuðborginni
Lissabon og í Oporto. Kommúnist-
ar, sem ljóst var að tapað höfðu
fylgi eiga hins vegar mest ítök í
suðurhluta landsins.
er nú hvað
sósíalistar ákveða að gera
— sagði Kirsten Th. Samachado í símtah við Mbl. í gær
— Nú er stóra spurningin hér hvað Sósfalistaflokkurinn gerir —
hvorl hann hneigist til vinstri og snýr sér að samstarfi við kommún-
istana — eða hvort hann liallar sér að samvinnu við lýðræðisflokkana,
sagði Kirsten Th. Samachado í samtali við Mbl. í gær. Kirsten er
fslenzk að ætt en gift í Portúgal og hefur verið búsett þar um árabil.
Maður hennar dr. Victor Samachado sat á stjórnlagaþinginu sem einn
af fáum þingmönnum CDS — miðdemókrata — og var nú f efsta sæti
hjá CDS í Aveiro og náði kjöri með léttum leik, enda juku mið-
demókratar fvlgi sitt um meira en helming og fengu um 16% atkvæða
á móti um 7% í kosningunum i fvrra.
Kosningadagurinn gekk alveg
Ijómandi vel fyrir sig og allt var
rólegt og hvergi kom til átaka. Við
fórum snemma að kjósa og kjör-
sókn var jöfn og góð allan daginn,
en ekki þvílíkar biðraðir við kjör-
staðina eins og í fyrra.
— Miðdemókratar höfðu verið
að gera sér vonir um að ná allt að
20% atkvæða, sagði Kirsten, —
en engu að síður telja margir að
þetta sé ef til vill hagstæðara póli-
tískt séð — og það virðist af öllu
ljóst að CDS hefur tekið töluvert
af atkvæðum frá Sósíalistaflokkn-
um, enda var það svo i fyrra að
vegna þess hvernig flokkurinn
var leikinn fyrir kosningarnar
voru margir sem ekki þorðu að
kjósa hann — og þeir sem það
gerðu hikuðu margir við að viður-
kenna lit. Nú er þetta breytt og
auðvitað verður þetta að teljast
afskaplega góð útkoma.
— Það sem margir furða sig
mjög á er hversu Kommúnista-
flokkurinn fékk mikið atkvæða-
magn. Að vísu má gera ráð fyrir
að atkvæði systurflokksins
MDP/SCDE sem bauð ekki fram
nú hafi runnið að mestu til
kommúnista, en engu að síður
undrast margir hversu flokkur-
inn fær mikið. Það hefur verið
barizt mjög gegn flokknum og
ýmsir bjuggust við að hann yrði
fyrir fylgishruni, en sú varð nú
ekki raunin. Það er skrítið að
hugsa sér að fólk hefur talað mjög
opinskátt um hversu hættuleg
áhrif kommúnista séu og hvað
þau hafi hleypt Portúgal í miklar
ógöngur í fyrra, en svo er þá eftir
allt saman fjöldi sem kýs flokk-
inn.
— Fyrir kosningarnar hafði
Mario Soares marglýst því yfir að
PS færi ekki í stjórn með einum
né neinum heldur stefndi að því
að stjórna einn. Nú er vitanlega
ljóst að það getur hann ekki og
því bíður fólk hér í ofvæni og
þykir sem úrslitum geti ráðið í
hvora áttina Soares ákveður að
fara.
— Um skiptingu þingsæta er
ekki ljóst enn, þar sem endanlegri
talningu er ekki lokið. Þó er víst
að flokkarnir fjórir, Sósíalista-
flokkurinn, Alþýðudemókratar,
Miðdemókratar og Kommúnistar
verða þar allsráðandi, en væntan-
lega fá einhverjir smáflokkanna
fulltrúa þar líka.
— Næstu vikurnar munu sjálf-
sagt leiða í ljós hvaða stefna
verður valin. Þar sem stjórn
Azevedos mun sitja áfram fram
yfir forsetakosningarnar, verður
tíminn eflaust notaður til þess hjá
flokksforingjunum að þreifa fyrir
sér. Það er ekki ljóst hverjir fara í
forsetaframboðið, ég hef lesið i
erlendum blöðum að Soares sé
talinn koma til greina. En hér
heyrast þær raddir lítt og flestir
hafa reiknað með því að hann yrði
forsætisráðherra Portúgals, enda
Sósfallstaflokkurinn óumdeilan-
lega sterkasta aflið í stjórnmálum
hér nú, sagði Kirsten Th.
Samachado að lokum.
„Borgarastyrjöld
hugsanleg".
Sú óvissa og pólitísku átök sem
nú kunna að taka við komu m.a.
fram í sjónvarpsræðu forseta
landsins, Francisco da Costa Gom-
es, á kjördag: „Ástandið er enn
ótryggt. Ef það versnar enn og
flokkar sem keppa innbyrðis taka
að berjast um völdin er hugsan-
legt að ástand skapaðist sem leitt
gæti til borgarastyrjaldar". Þá
lýsti Costa Gomes því yfir að hann
myndi ekki gefa kost á sér i for-
setakosningunum þar eð hann
væri útkeyrður eftir tveggja ára
starf í þágu byltingarinnar.
Óvissuástandið sem úrslit kosn-
inganna þykja boða, á ekki sízt
rætur sinar að rekja til þeirrar
yfirlýsingar Mario Soares á með-
an kosningabaráttan stóð yfir að
flokkur hans myndi hafna þátt-
töku i hvers konar samsteypu-
stjórn þó svo hann fengi ekki
hreinan meirihluta sjálfur. Bæði
Soares og leiðtogi Alþýðudemó-
krata, PPD, næst stærsta flokks-
ins, Francisco sa Carneiro, sögðu
fréttamönnum á sunnudag að
flokkar þeirra myndu hljóta
nægilegt fylgi til að mynda nýja
— Alþýðubankinn
Framhald af bls. 3
kröfðust jafnvel atkvæðagreiðslu
um málið en Björn Jónsson
kvaðst þá myndu víkja úr
embætti fundarstjóra, ef menn
gætu ekki unað þessum úrskurði.
Jón Hallsson sat hins vegar
báða dagana í anddyri Hótel
Sögu, þar sem aðalfundurinn var
haldinn í von um að fá að taka til
máls á fundinum. Hafði hann
meðferðis ljósrit úr yfirheyrslum
þeim, sem fram höfðu farið
meðan rannsókn fór fram á starf-
semi bankans í sakadómi, en mál-
ið er sem kunnugt er komið nú til
saksóknara til frekari meðferðar.
Eftir því sem Morgunblaðið hefur
fregnað mun hafa komið fram
óánægja meðal a.m.k. nokkurra
fulltrúa í fráfarandi bankaráði,
sem töldu að úr því að við-
komandi rannsóknardómari hefði
fengið Jóni þessi gögn, hefði ver-
ið eðlilegast að gera þau opinber
og leggja fyrir fundinn til að hlut-
hafar og aðrir gætu kynnt sér
málavexti. Morgunblaðinu er
kunnugt um, að í þann mund sem
ganga átti endanlega frá brott-
vikningu bankastjóranna, var það
ósk einstakra manna í bankaráð-
inu að reynt yrði að fá niður-
stöður dómsrannsóknarinnar
áður en málið yrði endanlega af-
greitt, en þeirri málaleitan verið
synjað bæði af rannsóknar-
dómaranum og saksóknara-
embættinu.
Morgunblaðið hafði í gær sam-
band við Jón Hallsson, fyrrum
bankastjóra Alþýðubankans, og
spurði hann nánar um óskir hans
að fá að gera aðalfundinum grein
fyrir sjónarmiðum sínum. „Ég er
leiður yfir því að hafa ekki getað
tjáð mig á þessum fundi, eins og
ég hefði gjarnan viljað," svaraði
Jón. „Ég hyggst hins vegar bíða
núna átekta og sjá hvernig
hlutirnir snúast, því ég veit ekki
hvað stefnu nýtt bankaráð mun
taka upp.“
Jón staðfesti, að hann hefði í
höndum ákveðin gögn úr rann-
sókninni á starfsemi Alþýðubank-
ans. „Ég hlýt að leggja þau fram
fyrir bankaráðinu, því að það er
sá vettvangur sem á að fjalla um
þessi mál,“ sagði Jón. „Nei, ég get
ekki að svo komnu máli sagt hvað
i þessu gögnum felst. Málið er á
afar viðkvæmu stigi núna, þar
sem ekki er búið að Ijúka hinni
opinberu rannsókn og þess vegna
vil ég ekki tjá mig um það, eins og
stendur. Hins vegar getur komið
upp sú staða, að bankaráðið verði
að taka sínar ákvarðanir í minu
máli áður en slík niðurstaða hefur
fengizt."
Á aóalfundinum varð hins veg-
ar sú niðurstaða að efna til hlut-
hafafundar þegar niðurstaða fyrr-
greindrar rannsóknar liggur fyrir
og ekki síðar en í haust, og verði
báðum bankastjórunum og
fráfarandi bankaráði boðið að
mæta á þann fund til að ræða þau
mál.
— Soares
Framhald af bls. 1
kvæmt nýrri stjórnarskrá
Portúgals þarf 132 atkvæði á
þingi til að fella rikisstjórn. Sam-
kvæmt siðustu tölum hafa
sósíaiistar fengið 106 þingsæti af
263 og fá senftilega 108 þingsæti
þegar talningu lýkur.
Alþýðudemókratar, PPD, hafa
fengið 71 þingsæti og fá sennilega
73. Miðflokkurinn (CDS) hefur
fengið 41 þingsæti og
kommúnistar 40. Fylgið skiptist
þannig milli flokkanna að
sósíalistar hafa fengið 36.9%,
PPD 24.99%, CDS 16.48% og
kommúnistar 15.51% en afgang-
urinn skiptist milli annarra
flokka.
Hægri flokkar geta ekki fellt
stjórn sem sósíalistar mynda og
ólíklegt er talið að kommúnistar
mundu styðja þá í slfku. Hægri
flokkarnir gætu hins vegar fellt
frumvörp sósíalista ef kommún-
istar sætu hjá. Kommúnistaleið-
toginn Alvaro Cunhal sagði í gær
að flokkur sinn mundi ekki styðja
sósíalista á þingi nema þeir kæmu
sér saman um sameiginlega
stefnuskrá.
Fylgi kommúnista jókst þar
sem samstarfsflokkur þeirra bauð
ekki fram en austur-evrópskir
sendimenn segja að Cunhal hafi
orðið fyrir vonbrigðum þar sem
hann hafi gert ráð fyrir að flokk-
urinn fengi yfir 20 af hundraði.
Mesta sigurinn ^ vann flokkur
ihaldsmanna, CDS, sem hefur tvö-
faldað fylgi sitt og fær um 900.000
af um 6 milljónum atkvæða.
Flokkurinn hefur hagnazt á
óánægju með vinstri leiðtoga i
Lissabon og er sem fyrr sterkast-
ur í norðurhéruðum þar sem
hann nýtur stuðnings kirkjunnar.
Hættur sem við blasa urðu til
þess að Francisco Costa Gomes
lýsti yfir: „Við verðum að fara
mjög gætilega þvi að ef við látum
ástandið versna gætu pólitískir
neistar enn tendrað bál borgara-
styrjaldar."
Heimildir í PPD segja að flokk-
urinn muni ekki berjast gegn
Soares ef hann myndar minni-
hlutastjórn þótt myndun banda-
lags PPD og sósialista þjóni
þjóðarhagsmunum. Kunnugir
segja hins vegar að þar sem PPD
og CDS hafi á bak við sig 39%
kjósenda geti flokkarnir orðið
nýrri ríkisstjórn óþægur ljár i
þúfu, ef sósialistar taka upp ein-
dregna vinstri stefnu. Þeir segja
að möguleikinn á myndun minni-
hlutastjórnar sósíalista dragi ekki
úr líkum á vaxandi pólitfskri
ókyrrð í Portúgal á næstu mánuð-
um.
Carneiro, foringi PPD, sagði
seinna að flokkurinn mundi
hvorki styðja sósíalista né berjast
gegn þeim ef þeir mynduðu
minnihlutastjórn, en taldi að slík
stjórn mundi hafa í för með sér
aukið jafnvægisleysi í stjórnmál-
um. Aðspurður kvaðst hann telja
mjög ólíklegt að herinn gerði
byltingu. Hann kvaðst vona að
PPD og sósialistar gætu komið sér
saman um sameiginlegan fram-
bjóðanda i forsetakosnine'imum.
— Guðmundur
Framhald af bls. 5
vinnings gegn Geller og tapaði.
Árangur Guðmundar á mótinu er
annars góður og liklega er þetta
stórmeistaraárangur, því mótið er
svo sterkt. Guðmundur er
væntanlegur heim á næstunni, en
síðan heldur hann til Kúbu á
sterkt mót þar.
— SAS
Framhald af bls. 13
eins og þörf er talin á. Danskur
maður, Flemming Möller, hefur
verið ráðinn stöðvarstjóri SAS á
Keflavíkurflugvelli, en hann
hefur mikla reynslu sem starfs-
maður SAS. Aðstoðarstöðvar-
stjóri hefur verið ráðinn Ölafur
M. Bertelsson, sem hefur einnig
mikla reynslu af störfum við flug-
mál, en hann starfaði hjá Flug-
félagi Islands á Kastrupflugvelli í
6 ár.
Fyrir utan þá starfsemi, sem nú
verður rekin í Keflavík heldur
starfsemin áfram óbreytt að
mestu á Laugavegi 3. Auk Birgis
Þórhallssonar starfa þær Bryndís
Torfadóttir, Halldóra Jónsdóttir
og Vigdís Pálsdóttir á bæjarskrif-
stofu SAS. Bryndís er staðgengill
Birgis í flestum málum, þegar
hann er ekki viðlátinn.
— Símritarar
F’ramhald af bls. 14
muni Islendinga. Það er ekki
einvörðungu áfall fyrir ríkis-
stjórnina að geta ekki brotið
þessa ritskoðun opinberra
starfsmanna á bak aftur,
heldur er þetta áfall fyrir þjóð-
ina út á við, i erfiðri baráttu
fyrir viðurkenningu á rétti
okkar til fiskimiðanna. Mátt-
laus viðbrögð stjórnvalda hafa
valdið mér vonbrigðum, en
Morgunblaðið á hins vegar
þakkir skilið fyrir þá einörðu
afstöðu, sem það hefur tekið
gegn ritskoðuninni."