Morgunblaðið - 27.04.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRlL 1976
7
„Heim að
Hólum”
Fáir staðir eru sögurík-
ari né hugstæðari þeim, er
þjóðarsöguna þekkja, en
Hóiar f Hjaltadal. Þetta
forna biskupssetur skipar
háan sess í sögu kynslóð-
anna sem gengnar eru —
og enn i dag er Norðlend-
ingum tungutamt að segja
,,heim að Hólum”, er þeir
leggja þangað leið sína.
Þó Hólar i Hjaltadal
gegni öðru hlutverki i
samtímanum en áður fyrr
er þar myndarleg byggð,
þar sem mest ber á hinni
fornu Hóladómkirkju og
bændaskólanum, sem
gegnt hefur gagnsömu
hlutverki í þágu islenzks
landbúnaðar. Bændaskól-
inn á Hólum hóf starfsemi
sína árið 1882, „árið sem
ekkert sumar kom á
Norðurlandi", en ára-
tugurinn frá 1880—90
var eitt mesta hallæris-
tímabil, sem yfir landið
hefur gengið síðan móðu-
harðindum lauk.
í tilefni af því að senn
liður að 100 ára starfsaf-
mæli skólans, 1982,
beindi Búnaðarþing ný-
verið þeim tilmælum til
landbúna ðarráðherra, að
hann léti gera áætlun um
alhliða eflingu bænda-
skólans. Áætlunin verði
við það miðuð, að fram-
kvæmd hennar sé lokið á
100 ára starfsafmæli
hans.
Tillaga til
þingsályktunar
í framhaldi af framan-
greindri samþykkt bún-
aðarþings hefur Pálmi
Jónsson, ásamt öðrum
þingmönnum Norður
Pálmi Jónsson, alþm
landskjördæmanna
beggja, flutt tillögu til
þingsályktunar þess efnis,
að landbúnaðarráðherra
skipi nefnd, er geri áætlun
um eflingu bændaskólans
að Hólum i Hjaltadal.
Segir i tillögunni, „að
áætlunin skuli við það
miðuð, að með fram-
kvæmd hennar megi
minnast á myndarlegan
hátt aldarafmælis skólans
árið 1982"
í greinargerð með til-
lögunni segir m.a.: „Þótt
sex ár séu þangað til skól-
inn verður 100 ára, er
ekki seinna vænna að
hefja gerð slíkrar áætl-
unar, og er því lagt til, að
nefndin hraði störfum og
Ijúki þeim innan árs. Verk-
efni á sviði uppbyggingar
skólarekstursins eru næg
og getur þurft að vinna
þau i áföngum. Það
verður starf nefndarinnar
að velja þau verkefni og
meta, hvern veg að skuli
unnið; en það er von
flutningsmanna að það
starf megi bera þann
ávöxt, að Hólaskóli geti á
árinu 1982 horft til nýrrar
aldar með efldum þrótti
og fullri sæmd."
Undir þessi orð skal
tekið. Við þurfum jafnan
að minnast þess, að sam-
tíð okkar á rætur í fortið-
inni og þaðan kemur ekki
sizt sú næring, sem gerir
henni kleift að bera ávöxt
i framtíðinni. í þessu efni
er hægt að sameina það
tvennt að tryggja hin
sögulegu tengsl við liðinn
tima og byggja fyrir fram-
tíðina. Væntanlegri nefnd
er vandi á höndum, sem
henni tekst vonandi að
leysa vel og farsællega,
fyrst og fremst með hag
og heill islenzkrar bænda-
stéttar i huga.
Skólinn hóf störf á
sumri „sem aldrei kom.
Nú er þjóðin betur i stakk
búin til að búa honum
framtíð bjartra sumra, ef
hún þekkir sinn vitjunar
tima.
17 siiga hili á sum-
ardaginn fyrsta
í Neskaupstað
Neskaupstart, 23. april.
MIKIL hlýindi eru búin að vera
hér siðan á páskum. A.ð jafnaði
hefur verið 14—16 stiga hiti, en
bezta veðrið var þó í gær,
sumardaginn fyrsta; þá var 17
stiga hiti allan daginn. Fólk gekk
léttklætt um bæinn, og aðrir lágu
í sólbaði. Margir eru búnir að
taka fram sóltjöld og þeir sem eru
mestir sóldýrkendur eru þegar
orðnir kaffibrúnir.
I dag er hér sama blíðan og
vonumst við til að svo verði
áfram. Aflabrögð eru frekar treg
hjá netabátum og togurum.
Færabátar eru að byrja að róa.
Vegna aflatregðu hefur atvinna i
frystihúsinu verið lítil í vetur og
að flestir álíta of lítil. Yfirvinna
hefur verið með allra minnsta
móti. Asgeir
Sumardagurinn
fyrsti í Stykkis-
hólmi
Stykkishólmi, 23. apríl
HÁTÍÐAHÖLD sumardagsins
fyrsta voru eins og að venju hér í
Stykkishólmi. Dagurinn var
dagur barnanna. Safnast var
saman við skólann þar sem Lúðra-
sveit Stykkishólms lék og síðan
gengið í skrúðgöngu til kirkju
með lúðrasveitina í fararbroddi.
Séra Hjalti flutti messu dagsins
og kl. 5 var barnaskemmtun í nýja
félagsheimilinu þar sem börn
barnask. komu fram með ýmis
atriði. Hestamannafélagið tileink-
aði sér einnig daginn og upp á
gamla flugvellinum var mikið um
að vera, en þangað fjölmenntu
hestaeigendur með gæðinga sína
eftir að hafa farið hópferð um
götur bæjarins og sett mikinn
svip á bæinn. Þarna var ýmislegt
til skemmtunar og augnayndis
enda voru margir áhorfendur sem
fylgdust vel með öllu sem fram
fór. Veður var gott, milt veður og
þurrt, en sólarlítið.
Fréttaritari
Birgir Krist jánsson við 3 af verkum Sigurðar Kristjánssonar.
Sýning á verkum Sig-
urðar Kristjánssonar
NYR sýningarsalur hefur verið
tekinn í notkun í höfuðborginni.
Er salur þessi að Laugavegi 178
og er Birgir Kristjánsson for-
stöðumaður hans, en Birgir rekur
verzlun I sama húsi.
Nú stendur yfir sýning á verk-
um Sigurðar Kristjánssonar, list-
málara, í hinum nýja sal. Sigurð-
ur er fæddur 14. febrúar 1897.
Hann lærði teikningu og hús-
gagnasmiði i Kaupmannahöfn á
öðrum áratug aldarinnar. Fyrsta
sýning á málverkum Sigurðar var
haldin í Bogasalnum árið 1961 en
síðan hefur hann haldið allmarg-
ar sýningar, bæði hér á tslandi og
eins i Kaupmannahöfn. Sýning
Sigurðar verður opin daglega kl.
14—22 til 28. april.
Sambandið kaupir hlut í nor-
rænni sælgætisverksmiðju
SAMBAND ísl. samvinnufélaga
keypti fyrir skömmu hlut f
Nordchoklad, sem er samstevpu-
fyrirtæki norrænna samvinnu-
sambanda á sviði sælgætisgerðar.
Kevpti Sambandið 27 hlutabréf f
fyrirtækinu af sænska samvinnu-
sambandinu KF fvrir 40.500
sænskar krónur. Samsvarar sú
upphæð um einu prósenti af
hlutafé fyrirtækisins, og er það í
samræmi við íbúaf jölda á tslandi,
sem er um eitt prósent af íbúa-
f jölda Norðurlandanna allra.
Nordchoklad hefir nú um
nokkurra ára skeið rekið
sælgætisverksmiðjur i Svíþjóð og
Danmörku og á siðasta ári er
norska samvinnusambandið gekk
i fyrirtækið yfirtók það sælgætis-
og efnaverksmiðju í eigu þess.
1 Sambandsfréttum segir, að
snemma á þessu ári hafi verið hér
á landi 19 fulltrúar frá
Nordchokladverksmiðjunum, en
þeir hlutu íslandsferð að launum
fyrir að hafa náð ákveðnu
sölutakmarki. I þeirri ferð
kynntu þeir Top Kvick
súkkulaðidrykkinn í nokkrum
kaupfélagsbúðum og náði hann
fljótt vinsældum hér. Auk þess
hefur sambandið flutt nokkuð inn
af sælgæti frá verksmiðjunum.
Árið 1974 höfðu verksmiðjurn-
ar 14% af allri sælgætis- og
súkkulaði sölu í Svíþjóð, 11% í
Danmörku og 5% í Noregi. Ut-
flutningur er allmikill, m.a. til
Finnlands, V-Þýzkalands, Banda-
ríkjanna og Japans.
Fyrsta ársrit Uti-
vistar komið út
FYRSTA ársrit Utivistar er nú
komið út, og er það 66 síður að
stærð og prýðir það fjölda
mynda. Einar Þ. Guðjohnsen
framkvæmdastjóri félagsins
segir í eftirmála:
„Félagið Utivist var stofnað
23. marz á síðastliðnu ári, og
hér kemur fyrsta ársrit félags-
ina. Af ýmsum ástæðum varð
þétta rit síðbúið, og kemur ekki
út fyrr en snemma á árinu
1976. Samt telst það vera ársrit
félagsins 1975. Reynt verður að
flýta næsta riti og er það von
okkar, að það geti verið tilbúið
snemma sumars næstkomandi.
1 því verða væntanlega ýmsar
greinar af Vestfjörðum og víða
að. Ferðasaga er eftir Hallgrím
Jónasson og hefur ekki verið
flutt eða birzt áður. Grein Jóns
I. Bjarnasonar um Vatnajökuls-
ferð á liðnu sumri birtist i
Morgunblaðinu. Leiðarlýsingar
Gísla Sigurðssonar og Jóns 1.
Bjarnasonar voru fluttar i út-
varpinu i þáttunum Landslag
og leiðir, og birtast í fyrsta sinn
á prenti og þá í nokkuð breyttri
mynd.
Fyrir hönd Utivistar vil ég
þakka þessum ágætu mönnum
fyrir framlag þeirra til þessa
rits, sem ég vona, að verði til
gagns og ánægju fyrir þá er
lesa.“
1 fréttatilkynningu frá Uti-
vist segir, að á þriðja hundrað
manns hafi tekið þátt í ferðum
félagsins um páskana. A Snæ-
fellsnes fóru 49. Gengið var á
Helgrindur og á Snæfellsjökul.
Farið var að Búðum, Arnar-
stapa, Hellnum, Svalþúfu, Lón-
dröngum, Djúpalónssandi, Drit-
vík, Ölkeldu og viðar.
1 kræklinga- og steinafjöru
fyrir neðan Hvalfjörð fóru 116
manns. Var skelfiskur steiktur
og borðaður á staðnum og
margir tóku skel með sér heim.
Það sem af er árinu hafa um
600 manns ferðazt með Utivist.
GLÆSILEG IBÚÐ
Höfum til sölu ca 230 fm glæsilega íbúð á mjög
góðum stað í Austurborginni.
SKIP&
FASTEIGNIR
SKULAGÖTU 63 - ‘S' 21735 4 21955
heimasími 36361.
Icc HJÓLHÚSAKLÚBBURÍSLANDS
VERKSTÆÐI
Þeir aðilar sem taka að sér smíði dráttarbeizla á
hinar ýmsu gerðir fólksbifreiða og eða raftengja
þau, eru beðnir um að hringja í síma 51919 kl.
13—17 næstu daga.
AEG
HJÓLSÖC
INNIFALIO KARBITSAGARBLAO. MJÖG HAGSTÆTT VERO
BRÆÐURNIR ORMSSON %
LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820
Tann
ENSKIR
PENINGASKÁPAR
eldtraustir — þjófheldir
heimsþekkt
framleiðsla.
2
E, TH. MATHIESEN H.F.
STRANDGÖTU 1—3, HAFNARFIRÐI. — SÍMI 51919.