Morgunblaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1976 5 Samningafundir um bónuskerfi SAMNINGAFUNDUR var í gær haldinn í húsakynnum sáttasemj- ara ríkisins milli fulltrúa Verka- mannasambands íslands og Vinnumálasambandsins. Samn- ingarnir eru um svokallað bónus- kerfi og var þetta fyrsti samn- ingafundurinn um það að þessu sinni. Boðaður hefur verið fundur í svokallaðri Vængjadeilu klukkan 14 í dag. Torfi Hjartarson sagðist ekki vilja segja neitt um það. hvort Vængjadeilan væri erfið. Síðast þegar aðilar hefðu verið að fundum virtist allt vera leyst. en siðan hefði einhver snurða hlaup- ið á þráðinn. Ekki hefur verið boðaður fund- ur í sjómannadeilunni frá þvi i lok aprilmánaðar og hefur nýr fundur ekki enn verið boðaður. Þá hafa samningafundir legið niðri í flugmanna- og flugvirkja- deilunum um stund. Blöð á sex daga fresti Siglufirði 6. maí MENN lentu í vandræðum f gær með að fara vfir Mánárskriður vegna snjóa. Söngflokkur frá Skagafirði hélt hér söng- skemmtun í gærkveldi og var af- bragðsskemmtun að. Lentu þeir í hálfgerðum vandræðum með að komast á brott. Var seinfært vegna snjóa, þar sem ekki var rutt af veginum. Er færðin verst austanmegin f Skriðunum. Um allan Skagafjörð var í gær urmull af grágæs og helsingja. Hef ég aldrei séð svo mikið fugla- ger og má fullyrða að fuglinn hafi verið í þúsundatali. Blöð fáum við Siglfirðingar nú eftir 6 daga blaðaleysi. Kemur þar til að Vængir standa ekki við sitt. Blöðin fáum við að þessu sinni um Sauðárkrók með Flug- félagi íslands. Eru þrjár ferðir í viku, sem blöðin koma um Sauðárkrók. Bregður Siglfirðing- um við, þar sem daglegar ferðir voru meðan Vængir stóðu við sitt. — mj. Fallhlífastökk fyrir almenning Fallhlífaklúbbur Reykjavikur hyggst gangast fyrir námskeiði fyrir almenning í fallhlífarstökki og fer kennslan fram á Reykja- vikurflugvelli undir stjórn Sig- urðar Bjarklind Nokkur ár eru liðin síðan námskeið í fallhlífa- stökki hefur verið haldið fyrir almenning og er þetta i fyrsta skipti, sem fallhlifaklúbbur Reykjavíkur heldur slíkt nám- skeið. Þeir sem áhuga hafa á að vera með i þessu námskeiði til- kynni þátttöku til Sigurðar Bkjarklind í sima 33215. Hondan ófundin MORGUNBLAÐIÐ auglýsti fyrir skömmu eftir Hondu-skellinöðru, sem stolið var frá húsi við Lamba- staðabraut á Seltjarnarnesi á skír- dagskvöld. Þrátt fyrir mikla eftir- grennslan hefur skellinaðran ekki fundizt. Þetta er Honda 50, árgerð 1974, svört og gul að lit og ber einkennisstafina R-532. Þeir, sem telja sig geta veitt upplýsing- ar um týndu skellinöðruna, eru beðnir að hafa samband við rann- sóknarlögregluna. Morgunblaðsskeifan 1 FRÉTT blaðsins um keppnina um Morgunblaðsskeifuna í Bændaskólanum á Hvanneyri var rangt sagt um, hvaða hestur hefði orðið þriðji. Það var Vörður Sig- mars Sigurðssonar í Hveragerði. Buxur - Jakkar - Mussur - Buxnapils - Skyrtur Nýjar vörur í allar deildir - Giæsiiegt úrvall!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.