Morgunblaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAl 1976 Takmarkaður verkfallsréttur — skert æviráðning: Skiptar skoðanir á þingi um verkfallsrétt Takmörkun réttarins og undanfari beitingar hættu- legt fordœmi segir formaður Alþgðubandalagsins Matthías Á. Mathiesen, fjármálaráöherra, mælti í gær fvrir fjórum stjórnarfrumvörpum í efri deild Alþingis, sem bvggð eru á nýlegum kjarasamningum við BSRB: frumvarp um kjarasamninga BSRB, frumvarp um kjara- samning opinherra starfsmanna, frumvarp um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna og frumvarp um laun starfsmanna ríkisins. Um þetta efni urðu nokkrar deilur í deildinni, einkum um verkfallsréttinn. Hér á eftir verður gerð lausleg grein fyrir þessum skoðanaágrein- ingi og rakinn efnisþráður í máli þingmanna. • VKRKFALLSRÉTTUR OPINBKRR A STARFSMANNA Malthías Á. Mathiesen, fjár- málarártherra. Kerði Krein fyrir mar>>endurteknum ályktunum ()in>ts BSRB um verkfallsrétt op- inberra starfsmanna, sem Kjarn- an hefdu verið í>rundvalladar á hlidstædum rétti o>> kjarasamn- iní>al()ftí>jöf á ödrum Norðurlönd- um. F.vrri ríkisstjórn hefði heitið slíkum rétti i málefnasamninf>i sinum, á kostnað tilslökunar um æviráðnin>>u, or að sjálfkrafa tenftsl við kjör annarra starfs- stétta féllu niður. en efndir enftar orðið. BSRB hefði síðast sctt fram kröfur utn óskoraðan verkfalls- rétt við ><erð aðalkjarasamninjts haustið 1975. Hafi þá hafizt við- ræður milli rikisstjórnarinnar o>> BSRB o>> BHM um verkfallsrétt- armálið og hujjsank’Ka málamiðl- un. Eftir lansvarandi o« itarlcear umræður hafi loks náðst sam- komulaj> viðræðunefnda ríkisins og BSRB — en hins veKar ekki við BHM. Af því tilefni ok á grund- velli þess, er þar samdist um, va*ru frumvörp þessi flutt. Efnisatriði samkomulagsins hefðu verið: takmörkun æviráðn- ingar; takmarkaður verkfallsrétt- ur. sem hundinn væri aðalkjara- samningi og strönguin reglum um verkfallssamþykktir í starfs- mannafélögum ríkisstarfsmanna; verkfallsréttur nái ekki til starfs- manna i tilteknum störfum. s.s. í öryggis- og heílsugæzlu, og æðstu emhættismanna dómsvalds, ákæruvalds, stjórnsýslu oj> sátta- semjara, starfsmanna ráðune.vta o.fl. Ráðherrann rakti síðan í smá- atriðum efnisatriði samkomulags- ins oj> frumvarpanna, sem ekki er rúm til að rekja hér. Að lokum sagði ráðherrann. „Með frumvarpi þessu, ef að löguin verður er stijjið stórt skref í kjarasamningamálum opinberra starfsmanna. Hér er um söguleg an) áfanga að ræða, er markar þáttaskil í samskiptum ríkisins og BSRB. Krafan um verkfallsrétt er jafn gömul samtökum starfs- manna hins opinbera, þó hún hafi ekki fengið hljómgrunn meðal ráðamanna fyrr en á allra síðustu árum. Áf hálfu ríkisvaldsins hefur kröfum um verkfallsrétt jafnan verið mætt með kröfum um sjálf- stæðari samningsgerð opinberra starfsmanna og afnámi þeirra sér- stöku réttinda sem opinberir starfsmenn hafa haft umfram aðra launþega. Með árunum hefur dregið úr þeirri sérstöðu. sem opinberir starfsmenn hafa haft og einkum hefur fólgizt í verðtryggðum líf- eyri og æviráðningu. Annars veg- ar hafa aðilar vinnumarkaðarins náð samkomulagi um verðtrygg- ingu lífeyris þeirra launþega, sem eru i lífeyrissjóðum innan ASÍ og hins vegar hafa stjórnvöld í vax- andi mæli ráðið starfsmenn með gagnkvæmum uppsagnarfresti. Með samkomulagi því, sem ligg- ur til grundvallar lagafrumvarpi þessu er gert ráð fyrir að dregið verði enn úr þeirri sérstöðu, sem opinberir starfsmenn hafa haft um ráðningarform og fjármögnun lífeyrisréttinda sinna. Afstaða ríkisstjórnarinnar til þessa frum- varps réðst þó ekki síður af þvi, að verkfallsréttur sá, sem það fjallar um, er háður sk.vnsamleg- um takmörkunum. I fyrsta lagi er verkfallsrétturinn einungis á hendi heildarsamtaka til stuðn- ings kröfum um aðalkjarasamn- ing, sem gildir skemmst í 2 ár (en ekki sérkröfur einstakra hópa). I öðru lagi er óheimilt að hefja verkfall nema áður hafi verið felld sáttatillaga í atkvæða- greiðslu sem a.m.k. helmingur at- kvæðisbærra starfsmanna hefur tekið þátt i. I þriðja Iagi er verkfallsboð- unarfrestur 15 dagar og sátta- nefnd heimilt að fresta verkfalli í aðra 15 daga. Öll þessi atriði eiga að tryggja það, að ekki sé gripið til verkfalls- vopnsins nema að vel yfirveguðu máli og að undangenginni almennri könnun á vilja starfs- manna, þar sem krafizt er lýð- ræðislegrar lágmarksþátttöku." HÆTTULKGT FORDÆMI Ragnar Arnalds (K) sagði m.a., að sá skerti verkfallsréttur, sem hér væri um samið og fram kæmi í framlögðum frumvörpum væri hættulegt fordæmi, sem viss öfl hefðu áreiðanlega löngun til að yfirfæra á almennan verkfallsrétt i landinu. t>a>r reglur sem hér ættu að gilda um undanfara verk- fallsboðunar, væru mun þrengri og óaðgengilegri en nú væru við lýði í verkalýðsfélögum. og standa þyrfti vel á verði gegn breyting- um á almennrí vinnulöggjöf í þessa átt, sem skerða myndu núverandi réttarstöðu launafólks. RÖNG 0(> VAR- HUGAVKRÐSTKFNA Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) Eg tel, sagði Þorvaldur Garðar, að í þessum samningum og frumvarpsdrögum felist röng og varhugaverð stefna, er horfið er frá banni gegn verkföllum opinberra starfsmanna, sem verið hefur í lögum allt frá árinu 1915. Þetta samrýmist hvorki okkar veika rikisvaldi né reynslu þeirri, sem við höfum af verkföllum í þessu landi Eg tel að búa þurfi þann veg að opinberum starfsmönnum að þeir megi vel við una sín launakjör, öryggi og aðbúnað allan. Þetta þarf hvert ríkisvald að skilja án þess að yfir henni sé veifað verk- fallssvipu. Og þetta er hægt að samræma því meginsjónarmiði, með réttu skipulagi, að nauðsyn- leg þjónusta við borgarana kosti þá ekki of mikið fé í skattheimtu. Viðast þar sem ég þekki til er það meginregla að verkföll opinberra starfsmanna séu ekki leyfð. Þor- valdur benti og á, að verkfalls- vopnið hefði ekki fært þeim, er þvi beittu, tilætlaðan árangur, það væri úrelt aðferð í kjarabar- áttu, sem reynslan hérlendis hefði sýnt. Þorvaldur rakti lög um opin- bera starfsmenn allt frá árinu 1875, efni þeirra og innihald. Fram til 1962 var sú skipan á launamálum opinberra starfs- manna, að Alþingi ákvað laun þeirra með sérstökum launaiög- um. 1962 hafi opinberum starfs- mönnum verið veittur samnings- réttur í kjaramálum og Kjara- dómi verið falið það endanlega úrskurðarvald, er Alþingi hafði áður í þessum efnum. Menn kunna að hafa skiptar skoðanir á þessu fyrirkomulagi. Vafasamt sé þó að kasta því fyrir róða nú, heldur beri að bæta það, svo opin- berir starfsmenn geti við unað. Við höfum reynslu um svipað fvrirkomulag við ákvörðun verðs á landbúnaðarvörum, svo og við ákvörðun fiskverðs, og fram- kvæmd þeirra mála hefur revnzt á þann veg, að bæði bændur og sjómenn hafa unað við þetta fvrirkomulag um ákvörðun á kjörum þeirra, þó þeir hefðu engan verkfallsrétt um þessi efni. Hvers vegna skyldi ekki vera hægt að gera svo við opinbera starfsmenn, að þeir gætu unað núverandi skipulagi, lagfærðu, án verkfallsréttar? Þorvaldur rakti siðan umræður og meðferð hugmynda um verk- fallsrétt opinberra starfsmanna á Alþingi. Vinstri stjórnin hefði t.d. lofað ótvírætt verkfallsrétti opin- berra starfsmanna. Hún hefði ekki efnt það frekar en ýmislegt annað. Að þessu leyti hefðu vanefndir hennar þó verið jákvæðar. Það er hins vegar ekk- ert í málefnasamningi núverandi ríkisstjórnar, sem gerir það nauð- synlegt að taka upp verkfallsrétt opinberra starfsmanna. Engu að siður virðist það ætla að verða hlutskipti núverandi stjórnar að leiða slíkan ,,rétt“ í lög. Þetta er meira en ég átti von á, sagði ræðu- maður, og þetta hryggir mig, að hæstv. núv. ríkisstjórn skuli vilja eiga yfir sér reidda verkfallssvipu opinberra starfsmanna, en láta sér ekki nægja að gera það vel og drengilega við starfsmenn ríkis- ins, að þeir megi una hag sinum án verkfallsaðstöðu. SAMNINGSBUNDIN FRUMVÖRP. Axel Jónsson (S) sagði efni þessara frumvarpa samnings- bundið í kjarasamningi milli rikisstjórnar og BSRB. Þetta er samkomulag, sem þegar hefur verið gert, og við verður að standa. Ég hygg og að efni samkomulags og frumvarpa leiði til góðs. Ég treysti opinberum starfsmönnum til að fara með þann takmarkaða verkfallsrétt, sem þeim er nú réttur, enda beiting hans bundin fullkomlega lýðræðislegri ákvörðun innan stéttarfélaganna. Hér er að mín- um dómi um merkan áfanga að ræða, bæði fyrir rikisstarfsmenn og ríkisvaldið, og ég mun Ijá frumvörpunum stuðning minn. Matthfas Á. Mathiesen Þorvaldur Garðar Kristjánsson — Dr. Jóhannes Nordal Framhald af bls. 17 HEILSTEYPTA OG SAMRÆMDA STEFNU SKORTIR Þá ályktun verður að draga af þeirri þróun fjármála og peningamála, sem nú hefur verið rakin, að skortur á heilsteyptri og samræmdri stefnu í þessum málum hafi verið meginveikleiki hagstjórnar á síðasta ári. Til að ráða bót á þessum vanda ákvað ríkisstjórnin á siðastliðnu hausti, að gerðar skyldu framvegis á veg- um fjármálaráðuneytisins árlegar lánsfjáráætlanir, þar sem stefnt væri að því að samræma ákvarðanir um útlánastarfsemi lánastofnana, fjármál rikisins og lán- tökur erlendis. Skyldi áætlunin samin í samráði við Seðlabanka, Framkvæmdastofnun og viðskiptabanka og Þjóðhagsstofnun Fyrsta lánsfjáráætlunin var lögð fram í desember, og vann hagfræðideild Seðlabankans mest að undirbún- ingi hennar Með lánsfjáráætluninni var ítrekað það markmið ríkisstjórnarinnar að minnka viðskiptahallann við útlönd um rúmlega þriðjung frá fyrra ári, en til þess var talið, að þyrfti 3—4% lækkun þjóðarút- gjalda Mikilvægasta breytingin, sem áætlunin gerir ráð fyrir til þess að ná þessu markmiði er, að tryggður verði hallalaus rekstur ríkissjóðs á þessu ári. Auk þess er stefnt að áframhaldandi aðhaldi í útlánum innláns- stofnana, minni aukningu útlána fjárfestingarlánasjóða og um fimmtungi minni erlendum lántökum Má áreiðanlega ekki ganga skemmra í aðhaldi að innlendri eftirspurn en lánsfjáráætlunin gerir ráð fyrir, ef það á að takast á þessu ári að draga verulega úr viðskipta- hallanum við útlönd og skuldasöfnuninni erlendis Síðan gengið var frá lánsfjáráætluninni, hafa ekki orðið neinar þær breytingar á ytri skilyrðum þjóðar- búsins, er bendi til þess, að þjóðarútgjöld megi verða meiri en þar er fyrirhugað Að vísu hefur útflutnings- verðlag hækkað meira en við var búizt og viðskiptakjör batnað, en sá ávinningur virðist ætla að þurrkast út að öllu leyti eða meira til af minnkun framleiðslumagns bæði vegna langvarandi verkfalla á vetrarvertíð og lélegra aflabragða, einkum við Suðvesturlandið Þá er og vert að minnast þess, að ekki er í neinum tekju- spám ársins reiknað með því, að settar verði nýjar veiðitakmarkanir, er dragi verulega úr sókn á þorsk- veiðum Hlýtur óvissan í þeim efnum að hvetja til enn meiri varkárni en ella í stjórn fjármála og peningamála Þótt ekki sé af framangreindum ástæðum tilefni til þess að breyta þeim raunstærðum þjóðarútgjalda, sem að var stefnt í lánsfjáráætluninni, gildir ekki hið sama um peningalegar stærðir, þar sem nú er útlit fyrir allmiklu meiri verðbólgu á árinu en gert var ráð fyrir í forsendum hennar. Hefur verðbólguhraðinn aukizt verulega síðustu tvo mánuðina, og þótt búast megi við því, að úr honum dragi að nýju á síðari helmingi ársins, verður verðbólgan á árinu væntanlega 5—10% meiri en gengið var út frá, þegar lánsfjár- áætlunin var samin Stafar þessi breyting bæði af meiri launahækkunum en búizt var við og ýmsum á ársfundi Seðlabankans verðlagshækkunum, sem eiga rætur að rekja til kostn- aðarbreytinga á siðastliðnu ári, en frestað hafði verið að samþykkja af verðlagsyfirvöldum. Á þetta ekki sizt við um hækkanirá ýmsum þjónustugjöldum opinberra aðila ÞOLANLEGTJAFN- VÆGI Á FJÁR- MAGNSMARKAÐI Hin aukna verðbólga, sem fyrirsjáanleg er af þess- um sökum, a.m.k enn um hríð, hlýtur að hafa í för með sér margvísleg vandamál og stefna í hættu þeim árangri, sem vonazt hafði verið til að ná í efnahagsmál- um á þessu ári. Til þess að bregðast við þessum vanda hefur Seðlabankinn þegar gripið til ráðstafana í pen- ingamálum, er miða að því að tryggja þolanlegt jafnvægi á fjármagnsmarkaðnum og getu bankakerfis- ins til þess að sinna brýnustu rekstrarfjárþörfum at- vinnuveganna Hefur í fyrsta lagi verið ákveðið að hækka útlána- markmið bankanna á þessu ári vegna óhjákvæmilegrar aukningar á rekstrarlánum til atvinnuveganna Leitað verður eftir samstöðu við innlánsstofnanir um það, að almenn útlán hækki ekki um meira en 1 6% á árinu, en um 20%, þegar aukning reglubundinna afurða- og rekstrarlána er með talin Jafnframt verður hámarks- binding innlána í Seðlabankanum hækkuð úr 23 í 25% til að standa undir aukningu endurkaupa Telur bankastjórn Seðlabankans mjög mikilvægt, að banka- kerfinu takist að halda útlánastarfsemi sinni innan við þessi nýju mörk í öðru lagi er stefnt að því að tryggja hag sparifjár- eigenda og stuðla að eðlilegri fjármagnsmyndun í bankakerfinu með þvi að taka upp nýja innlánsreikn- inga með nokkurs konar verðtryggingu í formi sérstaks vaxtaauka, sem endurskoðaður væri eftir því sem verðlagsþróunin gæfi tilefni til Með þessari aðgerð er gerð alvarleg tilraun til þess að stöðva fjárflóttann úr innlánsstofnunum, en leiðrétta um leið hið mikla misrétti, sem sparifjáreigendur eru beittir á verðbólgu- tímum. Þótt aðgerðir þær, sem ég hef nú rakið, séu að dómi bankastjórnar Seðlabankans nauðsynlegar til þess að hamla gegn skaðlegum áhrifum verðbólgunnar á rekstrarfjárstöðu atvinnuveganna og fjármagnsmynd- un í bankakerfinu, verður að líta á þær fyrst og fremst sem varnaraðgerðir, á meðan ekki hefur tekizt að koma verðbólgunni niðu á viðráðanlegra stig. Jafnframt verður að horfast í augu við það, að allar slíkar varnarráðstafanir hljóta að ná skammt til að lækna meinsemdir verðbólgunnar, og þvl má ekki missa sjónar af því meginmarkmiði að draga verulega úr verðbólguhraðanum frá því, sem nú er í flestum nálægum löndum hefur tekizt að draga mjög úr verðbólgu á síðustu tólf mánuðum, og er nú talið, að meðalverðhækkanir í iðnaðarlöndum komist á þessu ári ofan I 7—8%. Það væri uggvænlegt fyrir þróun þjóðarbúskaparins, ef verðbólgan héldi við þessar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.