Morgunblaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAl 1976 15 Spá togstreitu milli risavelda London, 6. maí. AP — Teuter. EFLING hernaðarmáttar Svétrfkjanna stofnar slökun spennu, (detente) f sambúð austurs og vesturs f hættu og treystir máfstað þeirra sem draga þá stefnu í efa, togstreita risaveldanna eykst fskyggi- lega en samt er ástæða til að halda slökunarstefnunni áfram segir f ársskýrslu Herfræðistofnunarinnar f London f dag. Þar segir að bæði Banaríkin og Sovétríkin hafi orðið fyrir póli- tískum áföllum á árinu 1976 og þau hafi að vissu marki dregið úr r Ottast útfærslu Tokió, 6. mai — AP JAPANIR, sem veiða um sjötta hluta alls fiskafla heims, eru mjög uggandi um framtfð fisk- veiða sinna vegna fyrirætlana annarra þjóða um útfærslu fisk- veiðilögsögunnar. Japanir eru nú um 110 milljönir, og samkvæmt nýgerðri könnun fá þeir 51% alls eggjahvftuefnis til nevzlu úr sjávarafurðum. Á árinu 1974 veiddu Japanir 10,8 milljón tonn af fiski, og af þvi magni komu 4,4 milljónir tonna af miðum innan 200 mílna frá ströndum erlendra ríkja. Er því ekki óeðlilegt að þeir óttist hugsanlega allsherjar útfærslu fiskveiðilögsögu þjóða í 200 mil- ur. Talsmenn japanska fiskiðnaðar- ins hafa snúið sér til rikis- stjórnarinnar með ósk um að- gerðir til að vernda veiðarnar, og benda á að ella sé hætta á að aflinn minnki um rúman þriðjung, og verulegt atvinnu leysi verði á sjó og landi. möguleikum þeirra til að stjórna atburðarásinni í öðrum heims- hlutum. Sagt er, að þótt Rússar hafi treyst stöðu sina í Afriku með stuðningi sínum við MPLA í Ang- óla, hafi dregið úr áhrifum þeirra i Austur-Asíu, umhverfis Persa- flóa og í Miðausturlöndum. Því er haldið fram, að hernaðar- leg styrkleikahlutföll i Evrópu geri að verkum að ósennilegt sé að annar hvor aðilinn reyni að gera skyndiárás. Sagt er að Rúss- ar og Varsjárbandalagið ráði yfir öflugra herliði tölulega séð en Bandaríkin og önnur Nato-lönd vegi upp á móti þessum yfirburð- um með fullkomnari vopnum sem þau ráði yfir. Hins vegar segir að NATO geti misst þá yfirburði sína ef framlög til varnarmála verði ekki nægileg. 1 skýrslunni segir að ófriðar- hætta hafi víða aukizt í heimin- um, fyrst og fremst í sunnan- verðri Afríku. I Miðausturlönd- um hafi borgarastríðið í Líbanon leitt til ástands sem geti leitt til árekstra milli ísraels og Araba- ríkjanna. Á það er lögð áherzla að ísrael ráði yfir fullkomnari vopnum en Arabaríkin og það vegi upp á móti tölulegum yfirburðum þeirra, bæði í hermönnum og hergögn- um. Þróunin í þessum heimshluta sé undir því komin hvernig Arabaríkin noti olíutekjur sínar. Kissinger vill auðlindabanka Nairobi, 6. maí — Reuter, NTB A RÁÐSTEFNU Verzlunar- og þróunarmálastofnunar Samemuðu þjóðanna (UNCTAD), sem haldin er í Nairobi í Kenya, bar Henrv Kissinger utanrfkisráðherra Bandarfkjanna fram viðtækar tillögur til að bæta efnahag þróunarrfkjanna, og kom þar mest á óvart tillaga hans um stofnun alþjóða auðlindabanka. Verkefni þessa auðlindabanka yrði að miðla einkafjármagni frá þróunarrfkjunum til uppbyggingar f vanþróuðum rfkjum. Fulltrúar ríkja þriðja heimsins hafa lítil viðbrögð sýnt þessari tillögu Kissingers, en sagt að hún þarfnist mikillar athugunar. Þó sagði William Eteki Mboumoua framkvæmdastjórí samtaka Af- ríkuríkja að hugmyndin um að stofna banka með einkafjár- magni, sem eðli sinu samkvæmt væri ætlað að gefa af sér arð, væri ekki beinlínis traustvekjandi. Fulltrúi Frakklands á ráðstefn- unni, Jean-Pierre Fourcade fjármálaráðherra, benti á að heimurinn þyrfti nú sízt á nýrri — Námsmenn Framhald af bls. 32 styrki sem námsmenn geta engan veginn sætt sig við. Okkur finnst svívirðilegt að tillögum náms- manna var algjörlega hafnað við samningu frumvarpsins. Það er ljóst að frumvarpið stuðlar að auknu misrétti til náms og bætir á engan hátt það fjárhagslega óöryggi, sem námsmenn hafa orð- ið að þola.“ I orðsendingunni segir síðan: „Við óskum eftir afnotum af tækj- um sendiráðsins til að senda út yfirlýsingar til Islands um þetta baráttumál okkar. Ætlunin er að dvelja hér einn sólarhring og halda uppi dagskrá tengdri þessu máli. Við leggjum áherzlu á að aðgerðir beinast ekki gegn starfs- fólki sendiráðsins og munum ekki beita valdi og reynum að ganga vel um.“ Þá segir að lokum í orð- sendingu til starfsfölksins: Við litum ekki svo á að sendiráðið sé lokað, heldur munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að öll starfsemi fari fram með sem eðlilegustuni hætti. Við höf- um kosið að hafa þennan háttinn á, svo að mótmæli okkar nái eyr- um sem flestra þvi fyrri mótmæli okkar hafa verið virt að vettugi. Við vonum að þið skiljið aðstöðu okkar og sýnið góðan samstarfs- vilja.“ aðstæður lertgi áfram hér á landi með a m k. þrisvar sinnum meiri hraða en I viðskiptalöndum okkar. Slik þróun mundi ekki aðeins hafa óhagstæð áhrif á greiðslujöfnuðinn, heldur mergsjúga fjármálakerfið, eyða rekstrarfé fyrirtækja og draga fyrr eða slðar alvarlega úr getu þjóðarinnar til að halda uppi því atvinnustigi og þeim framkvæmdum, sem hún getur sætt sig við Þess vegna tel ég fá verkefni brýnni I dag en vekja allan almenning í landinu til skilnings á mikilvægi þess að draga stórlega úr verðbólgunni Þótt ekki virðist blása byrlega í þvi efni nú um hrið, eru vonir til þess, að verulega dragi úr verðhækkunum siðar á árinu og á fyrra helmingi næsta árs, og hinir nýgerðu kjarasamn- ingar hafa a.m.k. þann kost að gilda til jafnlengdar á næsta ári. Þeir gefa því aðilum vinnumarkaðsins og rikisvaldinu tóm til að ihuga vandlega og í sameiningu allar tiltækar leiðir að þessu marki. Því tækifæri má ekki kasta á glæ. TÍMAMÓT? Ég hef, svo sem við var að búast, orðið næsta langorður um hin sérstöku efnahagsvandamál, sem við hefur verið að glima hér á landi undanfarin tvö ár Á þessu timabili hefur mest öll orka stjórnvalda í hagstjórnarmálum farið i að sinna skammtima verkefn- um, þar sem reynt hefur verið að bregðast við sibreyti- legum ytri aðstæðum og sveigja útgjöld þjóðarbúsins til samræmis við krappari kjör og minnkandi þjóðar- tekjur. Þegar litið er til þróunar efnahagsmála í heiminum i dag, eru sem betur fer merki þess, að efnahagsstarf- semin sé á leið upp úr öldudalnum, og þjóðarbúskapur okkar er þegar farinn að njóta fyrsta yls þessa nýja vors i hægt batnandi viðskiptakjörum og greiðari sölum á helztu útflutningsafurðum Það er þvi ástæða til að vona. að við séum hér við tímamót, og að framundan sé nokkurt skeið meiri stöðugleika i efnahagsþróun, er veiti stjórnvöldum og fyrirtækjum tækifæri til þess að beita kröftum sínum i vaxandi mæli að hinum mörgu skipulags- og uppbyggingarverkefnum, sem ýta hefur orðið til hliðar i umróti siðustu tveggja ára Og þessi verkefni eru þeim mun brýnni vegna þess, að allar horfur eru á þvi, að hagvaxtarmöguleikum islendinga verði þröngur stakkur skorinn allra næstu árin, jafnvel þótt við leyfum okkur nokkra bjartsýni á efnahagshorfur i umheiminum. Ástæðurnar fyrir þessu liggja ekki sizt i þvi, að gengið hefur verið é tvennan hátt á sjóði framtiðarinnar, og þær skuldir verður að greiða að stórum hluta á næstu árum. Ég á hér annars vegar við ofnýtingu fiskstofnanna við landið, en hins vegar hina miklu skuldasöfnun við útlönd. Um fyrra atriðið, afleiðingar ofveiði islenzkra fisk- stofna á undanförnum árum, skal ég vera fáorður Á meðan ekki hefur verið af Alþingi og ríkisstjórn mörk- uð ákveðnari stefna varðandi hugsanlegar veiðitak- markanir til verndar ofveiddum fiskstofnum á þessu og næstu árum, er erfitt að gera sér grein fyrir þvi, hver sé likleg þróun framleiðslumagns sjávarútvegsins i náinni framtíð. Hins vegar sé ég ekki' hvernig hægt er að taka skynsamlegar ákvarðanir um friðunaraðferðir, nema áður hafi verið lagt efnahagslegt mat á kostnað og ávinning þeirra friðunarleiða, sem um getur verið að velja Hver sem niðurstaðan verður í þessum efnum er a m.k. engin ástæða til að búast við þvi, að aukinn sjávarafli létti róðurinn í efnahagsmálum á næstu árum Á siðara atriðið, skuldabyrðina við útlönd, hef ég þegar drepið, og á ársfundi bankans fyrir réttu ári lagði ég áherzlu á nauðsyn þess, að viðskiptahallinn við útlönd yrði þurrkaður út á næstu þremur til fjórum árum til að forðast óbærilega aukningu greiðslubyrðar- innar. Þvt miður tókst ekki að ná þeim bata i viðskipta- jöfnuði á siðasta ári, sem þá var að stefnt. Skuldabyrð- in er því orðin meiri en reiknað hafði verið með, og er því enn brýnna en áður, að þessu markmiði verði náð. Ef haft er i huga, að viðskiptahallinn við útlönd nam nálægt 1 2% af þjóðarframleiðslunni á síðasta ári, er augljóst, að þetta getur þvi aðeins tekizt, að þróun þjóðarútgjalda næstu árin verði settar mjög þröngar skorður. Á þessu ári virðist ,k!.. vera að vænta neinnar aukningar þjóðartekna, svo að lækkun viðskiptahallans verður að öllu leyti að fást með lækkun þjóðarútgjalda um nálægt 4%, eins og ég hef þegar minnzt á. Hvort halda verður enn áfram að þrýsta þjóðarútgjöldum niður á næstu árum, til að ná þessu marki. skal engu um spáð. Hins vegar mun það fyrst og fremst ráðast af þvi, hver skilyrði verða til aukinnar þjóðarframleiðslu og útflutnings, þrátt fyrir ástand fiskstofnanna og nauðsynlegar friðunaraðgerðir. Ég er hins vegar van- trúaður á, að það takist að tryggja verulegan hagvöxt hér á landi næstu árin, nema stefnunni I fjárfestingar- og atvinnumálur verði breytt, og hinu takmarkaða fjármagni, serh til ráðstöfunar er, beint í auknum mæli til þeirra greina, sem bezt skilyrði hafa til arðbærrar framleiðsluaukningar og útflutnings. Mikilvægur liður I slikri stefnubreytingu er endurskoðun á starfsemi lánakerfisins og fjármagnsmarkaðsins Vil ég að lokum fjalla stuttlega um tvo veigamikla þætti þessa máls JÖFNUN LÁNSKJARA Það hefur lengi verið eitt af höfuðeinkennum, og að minu mati einn helzti galli hins íslenzka lánakerfis. hversu sérhæfðar flestar stofnanir þess hafa verið eftir atvinnuvegum. Á þetta að nokkru við um bankakerfið, en þó fyrst og fremst fjárfestingarlánasjóðina. Hefur þessu skipulagi bæði fylgt ósveigjanleiki i dreifingu lánsfjár milli greina og misræmi i lánskjörum milli atvinnuvega Hvort tveggja hefur þetta áreiðanlega hamlað gegn þvi, að lánsfé beindist með eðlilegum hætti til þeirra framleiðslugreina og fyrirtækja, sem arðbærust eru hverju sinni fyrir þjóðarbúið Meðal annars hefur þetta skipulag orðið til þess að beina óeðlilega stórum hluta fjármagnsins til hinna hefð- bundnu atvinnuvega á kostnað iðnaðar- og þjónustu- starfsemi Það er t.d. athyglisvert, að 58% af atvinnu- vegaútlánum fjárfestingarlánasjóða á sl. ári fóru til sjávarútvegs, 1 7% til landbúnaðar, en i báðum grein- um hefur verið tiltölulega litil framleiðsluaukning um nokkurra ára skeið Á hinn bóginn fóru aðeins 1 5% til almenns iðnaðar, sem þó hefur veriðeinn helzti vaxtar- broddur þjóðarbúskápsir-r. u tdanfarin ár Hér verður alþjóðastofnun að halda, og gætu þær stofnanir, sem þegar eru fyr- ir hendi, annazt alla nauðsynlega milligöngu í þessum efnum. í tillögu Kissingers er gert ráð fyrir að hugsanlegur auðlinda- banki gæti veitt einkafjármagni i fjárfrekar framkvæmdir i þróun- arríkjunum til dæmis með sölu á verðbréfum, sem tryggð væru með hráefnavinnslu viðkomandi rikis. Fjármagninu yrði fyrst og fremst varið til námuvinnslu og virkjunarframkvæmda. Bankinn ætti að vera milliliður milli fjöl- þjóða risafyrirtækja ®g þróunar- ríkjanna, vernda risafyrirtækin frá þjóðnýtingu og þróunarríkin frá arðráni. Eftir fundinn í dag hélt Kiss- inger á brott frá Nairobi, og lauk þar með heimsókn sinni til 7 Af- ríkurikja. Á Ieiðinni heim til Bandaríkjanna kemur hann við í París þar sem hann ræðir við Val- ery Giscard d’Estaing forseta á föstudag. augsjáanlega að verða breyting á. ef takast á að tryggja viðunandi hagvöxt næstu árin. Mikilvægasta skrefið I þá átt er að jafna lánskjör milli allra greina atvinnullfsins og samræma þau raunverulegum kostn- aði lánsfjár. Nokkur bót var á þessu ráðin með ákvörðun rlkisstjórnarinnar um breytt lánskjör ýmissa fjárfestingarlánasjóða á síðastliðnu ári, en mikið vantar þó enn á, að aðstöðumunurinn sé úr sögunni bæði að þvi er varðar kjöi og aðgang að fjármagni Með þessu er ég ekki að mæla gegn því, að sérstök fyrirgreiðsla sé veitt, þar sem brýn félagsleg vandamál eru fyrir hendi, en það skiptir miklu, að það gerist með opinskáum hætti og með beinum opinberum framlög- um, svo að það verði ekki til þess að skekkja megin- starfsemi lánakerfisins. AUKIN INNLEND FJÁRMAGNSMYNDUN Annað helzta hlutverk lánamarkaðsins er að hvetja til aukinnar innlendrar fjármagnsmyndunar, er geti verið grundvöllur arðbærrar fjárfestingar Er þetta hlutverk sérstaklega veigamikið nú. ef unnt á að reynast að halda uppi nægilegum framkvæmdum i landinu, jafnframt því sem dregið verði stórlega úr notkun erlends lánsfjár. Það hefur lengi verið skoðun bankastjórnar Seðlabankans, að mikilvægasta skilyrð- ið fyrir auknum peningalegum sparnaði I landinu sé að tryggja eigendum sparifjár, lifeyrissjóðum og öðrum fjármagnseigendum eðlilegan afrakstur af fé sinu með tilliti til verðbólguþróunar og annarra fjárfestingarfyrir- tækja Með upptöku hinna nýju vaxtaaukareikninga innlánsstofnana hefur verið reynt að stefna að þessu marki, en einnig með útgáfu verðtryggðra skuldabréfa á almennum markaði og til sölu lifeyrissjóða Þótt þetta sé vafalaust hvort tveggja skref í rétta átt, svo langt sem það nær, felst óneitanlega i þvi varhugaverð mismunun innan lánamarkaðsins. Vil ég þar sérstak- lega drepa á mismunandi skattameðferð ólikra sparn- aðarforma, en sum þeirra, svo sem innstæður í bönk- um og rikisskuldabréf, njóta algers skattfrelsis, þar sem önnur eru skattlögð að fullu, og má þar helzt nefna hlutabréf og skuldabréf gefin út af einstaklingum eða fyrirtækjum. Er tvimælalaust orðið nauðsynlegt að taka allar reglur um skattlagningu innlána og annarra sparnaðarforma til endurskoðunar, er miði að þvi að tryggja öllum eigendum og notendum fjármagns sem jafnasta aðstöðu á fjármagnsmarkaðnum. Með þvi, sem ég hef nú sagt um æskilegar breyting- ar á fjármagnsmarkaðnum, hef ég aðeins viljað benda á dæmi um aðferðir, sem nauðsynlegar eru til þess, að okkur takist sem bezt að beina fjármagni og starfsorku þjóðarinnar að þeim verkefnum, sem geta fært henni mesta björg i bú Þótt nokkuð hafi vissulega áunnizt að undanförnu, fer þvi fjarri, að enn hafi i fjárfestingar- málum og opinberum framkvæmdum verið tekið nægilegt tillit til þeirrar gjörbreytingar, sem orðið hefur á stöðu þjóðarbúsins á siðastliðnum tveimur árum. Endurskoðun stefnunnar i þessum efnum á grundvelli raunsæs mats á þróunarmöguleikum þjóð- arbúsins er eitt mikilbægasta verkefnið, sem fram- undan biður i stjórn efnahagsmála — Jarðskjálfti Framhald af bls. 1 og í Floerenz en var ekki eins snarpur þar. Ofsahræðsla greip um sig í Fen- eyjum þar sem sjónarvottur sagði: „Ég sá reykháfa hrynja og ekki heyrðist mannsins mál fyrir væli í sírenum lögreglu og slökkviliðs. Enginn man eftir eins snörpum jarðskjálfta í Feneyjum og allir voru skelfingu lostnir." Jarðskjálftinn mældist 4 — 12 stig á Mercalli-skala í Vin. Fréttir um jarðskjálftann bárust einnig frá Tékkóslóvakiu og Vestur- Þýzkalandi. í Prag hristust veggir og glugg- ar og i Pilsen spangóluðu hundar áður en tveir kippir fundust. 1 Vestur-Þýzkalandi var sagt að jarðskjálftinn ætti upptök sín nálægt Stuttgart en i Vín var sagt að of snemmt væri að segja um það en þó gætu þau verið ein- hvers staðar í Júgóslaviu. — Rannsókn Framhald af bls. 2 broti á skýlausri lagagrein og mál- ið því engan veginn flökið eða með þeim hætti, að dráttur sé verjanlegur. Þessi tiltekna grein hegningarlaganna er sett til þess að verja mikilvæga hagsmuni rik- isins og opinbera starfsmenn, einkum á sviði löggæzlu, en em- bætti yðar er skylt að sjá til þess, að opinberir starfsmenn njóti þá í raun þessarar verndar, en laga- ákvæðið sé ekki orðin tóm. Þess er vænzt að ákvörðun yðar sé tilkynnt skrifstofu minni fyrir 20. þ.m. Þegnsamlegast Jón E. Ragnarsson, hrl. Rætt um breytta álagningu VERÐLAGSNEFNDIN ræddi um það á fundi sfnum s.l. miðviku- dag, hvort breyta ætti verzlunar- álagnihgu samfara hækkun vöru- gjalds. Að sögn Georgs Ólafssonar verðlagsstjóra var engin ákvörð- un tekin f málinu, en það mun verða rætt á fundi nefndarinnar eftir helgina. JGLÝSiNGASiMtNN ER: 22480 JHargunblabib

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.