Morgunblaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1976 3 Bæjarstjórn Vestmannaeyja: Deilur um íbúðakaup bæ j arlögfræðings Greiddi íbúð og opinber gjöld til bæjarins með 10 ára skuldabréfi A BÆJARSTJÓRNARFUNDI hjá hæjarstjórn Vestmannaevja s.l sunnudag þar sem ákveðin var ráðning Páls Zúphonlassonar í starf bæjarstjóra út kjörtfmabilið urðu m.a. miklar umræður um íbúðakaup Georgs H. Trvggvasonar bæjarlögfræðings og varabæjarstjóra f tilefni þess að til afgreiðslu á fundinum voru reikningar bæjarsjóðs Vest- mannaeyja allt frá árinu 1968, en á árinu 1972 kevpti Georg íbúð af bænum með skuldabréfsgreiðslu og einnig greiddi hann 171 þús. kr. af gjöldum sfnum til bæjarsjóðs með sama skuldabréfi sem bæjarsjóður kevpti á nafnverði, en skuldabréfið var upp á 1408 þús. kr. (1,4 millj. kr.) Sigurður Sigurjónsson skip- stjóri i Vestmannaeyjum hafði haustið 1971 boðið Vestmanna- eyjabæ skuldabréf til kaups með afföllum m.a. til greiðslu á skuld- um við bæjarsjóð. Bæjarstjóri og bæjarráð vildu ekki kaupa bréfið, en þann 31. maí 1972 keypti bæjarsjóður 10 ára skuldabréf af Georg Tryggva- syni bæjarlögfræðing upp á 1408 þús. og 800 kr. til fullrar greiðslu á íbúð úr eigu bæjarsjóðs og greiðslu opinberra gjalda bæjar- lögfræðings upp á 171 þús. kr. Skuldabréfið hafði Georg keypt af Sigurði Sigurjónssyni með afföilum að því er segir í bókum Sigurgeirs Kristjánssonar en bæjarsjóður keypti það síðan á nafnverði af Georg. Um þetta mál spunnust miklar umræður og margar bókanir voru gerðar eftir að Jóhann Friðfinns- son og Sigurbjörg Axelsdóttir, tveir af fulltrúum sjálfstæðis- manna, höfðu borið fram tillögu um að Georg yrði sagt upp störf- um bæjarlögmanns. Verður af- greiðslan á fundi bæjarstjórnar rakin hér á eftir með bókunum og tillögum og kemur fyrst tillagan um uppsögn bæjarlög- fræðingsins: „Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að segja Georg H. Tryggvasyni upp með löglegum fyrirvara. Jafnframt þvi fari fram opinber rannsókn á íbúða kaupa- máli bæjarlögfræðings, Georgs H. Tryggvasonar, vorið 1972 i ljósi þeirra upplýsinga sem bæjarfull- trúar hafa nú fengið. Sérstaklega verði könnuð aðild fyrrverandi bæjarstjóra, Magnúsar H. Magn- ússonar, að málinu svo endanlega fáist úr þvi skorið hvort um trún- aðarbrot var að ræða er þessir óvenjulegu viðskiptahættir fóru fram hjá æðstu embættismönnum kaupstaðarins og urðu þess vald- andi að annar þeirra komst yfir fyrrgreinda ibúð úr eigu bæjar- sjóðs.“ Magnús H. Magnússon bæjar- fulltrúi og fyrrverandi bæjar- stjóri bar fram eftirfarandi frá- vísunartillögu: „Þar eð engar sak- ir hafa á bæjarlögfræðing verið bornar og með hliðsjón af miklum dugnaði hans í starfi, samþykkir bæjarstjórn að vísa tillögunni frá og tekur fyrir næsta mál á dag- skrá“. Tillagan var samþykkt með 6 atkvæðum Magnúsar H. Magnús- sonar A., Reynis Guðsteinssonar, A, Jóhannesar Kristinssonar, F, Þórarins Magnússonar, K, Einars Hauks Eiríkssonar, S, og Sigurðar Jónssonar, S. Tveir bæjarfulltrú- ar, Jóhann Friðfinnsson, S, og Sigurbjörg Axelsdóttir, S, greiddu atkvæði á móti og Sigur- geir Kristjánsson fyrrv. forseti bæjarstjórnar, fulltrúi fram- sóknarmanna, sat hjá. 64% hækkun á saltfiski RÍKISSTJÓRN staðfesti á fundi sínum í gær þá ákvörðun verð- lagsnefndar að heimila 64% hækkun á saltfiski út úr búð. Kostar nú hvert kg af saltfiski 395 krónur en kostaði áður 240 krón- urkg. Sigurgeir Kristjánsson fyrrver- andi forseti bæjarstjórnar lét bóka eftirfarandi á fundinum: „Með hliðsjón af athugasemdum bæjarsjóðs fyrir árið 1972 varð- andi sölu bæjarins og kaupum Georgs H. Tryggvasonar lögfræð- ings á íbúð við Hásteinsveg 60, I.h. t.h., geri ég eftirfarandi at- hugasemdir: 1. Kaupsamningurinn er af- brigðilegur að því leyti að íbúðin er að fullu greidd með 10 ára skuldabréfi. 2. Kaupandi ibúðarinnar sem sér um innheimtu fyrir bæjarsjóð greiðir með sama skuldabréfi gjöld sín til bæjarsjóðs. 3. Umrætt skuldabref var áður eign þriðja aðila, sem hafði boðið bæjarsjóði það til kaups með af- föllum, en þvi var hafnað á sín- um tíma af bæjarráði og þáver- andi bæjarstjóra, Magnúsi H. Magnússyni. 4. Með skírskotun til þriðja liðar tel ég hæpið að þáverandi bæjar- stjóra hafi verið heimilt að festa kaup á umræddu skuldabréfi og það á nafnverði og mótmæii þeim vinnubrögðum sem voru gerð á bak við bæjarráð og bæjarstjórn í þessu tilfelli. Jafnframt leyfi ég mér að benda á, að i þessu máli tel ég að hagsmunir bæjarins hafi ekki verið í fyrirrúmi og minni um leið á samþykkt um stjórn bæjarmála Vestmannaeyjakaup- staðar þar sem fjallað er um réttindi og skyldur bæjarfulltrúa og bæjarstjóra. Með fyrirvara um ofanritað samþykki ég reikning- ana.“ Sigurgeir Kristjánsson. Sigurður Jónsson bæjarfulltrúi lét bóka eftirfarandi um málið: „Vegna athugasemdar kjörinna endurskoðenda fyrir árið 1972 varðandi sölu á Hásteinsvegi 60 I. hæð t.h., fylgiskjöl nr. 5217, 5218, 9578, greiði ég atkvæði á móti þessum lið þar sem bæjarstjóra skorti heimild til sölu á umræddri íbúð og ekki var um eðlilega sölu- hætti að ræða.“ Þórarinn Magnússon lét bóka eftirfarandi: „Mér finnast óeðli- leg kaup bæjarsjóðs á skuldabréf- um Georgs H. Tryggvasonar i sambandi við kaup hans á íbúð á Hásteinsvegi 60, en ég tel málið of gamalt til að elta ólar við það nú Þeir .listamenn sem starfslaun hlutu. T.f.v. Hallsteinn Sigurðsson og samþykki því reikningana." mvndlistarmaður, Sigurður Örlvgsson listmálari, Hringur Jóhannes- Jóhann Friðfinnsson og Sigur- son listmálari, Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur og Ragnar Björnsson björg Axelsdóttir létu bóka eftir- tónlistarmaður. A mvndina vantar Guðberg Bergsson og Gunnar Örn farandi um málið: „Með tilvisun Gunnarsson sem eru erlendis. til tillögu okkar fyrr á fundinum og til að tryggja framgang opin- berrar rannsóknar á misnotkun aðstöu af hálfu fyrrverandi bæj- arstjóra Magnúsar H. Magnússon- ar, og bæjarlögfræðings, Georgs H. Tryggvasonar, vegna ibúða- kaupa síðarnefnda, tökum við þátt í atkvæðagreiðslu um reikn- inga bæjarsjóðs fyrir 1972 og greiðum atkvæði gégn sam- þykkt þeirra." Reikningarnir voru samþykktir með 5 atkvæðum gegn 2 og 1 sat hjá. Sjö listamenn fá starfslaun Þá var borin fram tillaga á fundinum um ráðningu bæjar- stjóra og var eftirfarandi tillaga borin fram af Einari H. Eiriks- syni, Sigurgeir Kristjánssyni og Sigurði Jónssyni: „Bæjarstjórn samþykkir að ráða Pál Zóphonias- son bæjarstjóra til loka þessa kjörtimabils. Bæjarráði verði fal- ið að semja um laun og starfskjör bæjarstjóra." Var tillagan sam- þykkt með 7 atkvæðum gegn Framhald á bls. 18 1 GÆR var úthlutað starfslaunum til listamanna samkvæmt reglum sem menntamálaráðuneytið setti árið 1969. Launin eru miðuð við byrjunarlaun menntaskólakenn- ara og veitt eftir umsóknum til þriggja mánaða hið skemmsta en tólf mánaða hið lengsta. Að þessu sinni hlutu sjö listamenn þessi starfslaun en umsóknir sem bár- ust voru 67. Tólf mánaða laun fær Guðbergur Bergsson rithöfundur til að vinna að skáldverkum, sex mánaða laun fá Gunnar Örn Gunnarsson listmálari til að vinna að mvndlist, Sigurður Ör- Ivgsson listmálari til að vinna að myndlist og Þorgeir Þorgeirsson Framleiðandi miðanna hættur og því nauð- synlegt að nota tölvu — segir forstjóri eins af stóru happdrættunum LAGAFRUMVARP hefur verið lagt fvrir Alþingi, sem heimilar stóru happdrættunum að hefja tölvudrátt, en til þessa hefur ver- ið dregið upp á gamla móðinn, þ.e.a.s. ung stúlka hefur dregið úr mikilli miðahrúgu sem verið hef- ur í snúanlegri tromlu. Morgun- blaðið hafði f gær samband við einn happdrættisforstjórann, Baldvin Jónsson hjá DAS og spurði hann um ástæður þessa, að happdrættin fara nú yfir 1 sama kerfi og rfkissjóður hefur haft á happdrættisskuldabréfum sfnum. Baldvin kvað ástæður fyrir því að happdrættin þyrftu nú að breyta um kerfi vera það, að fyrir- tækið, sem útbúið hefði miðana, sem .dregið er úr, hafi hætt. Það hafa verið eina fyrirtæki sinnar tegundar í Evrópu, staðsett í Þýzkalandi. Er því ekki lengur unnt að fá nýja miða, en nauðsyn- legt er að endurnýja þá með vissu millibili. Með gamla laginu tekur dráttur venjulega hjá DAS um þrjár klukkustimdir og samlestur og frágangur eftir hann tekur annan eins tíma. Ef númer eru dregin út með tölvu tekur þetta 15 minútur og skilar hún drættinum frá- gengnum og skipulega upp sett- um. Ætlunin er að happdrættin noti öll sama tölvukerfið. Eru menn á vegum happdrættana nú erlendis að kynna sér „prógröm" og velja hvað bezt henti hér. Sagði Bald- vin að vonandi gæti orðið af fyrsta tölvudrætti í lok þessa árs og væri stefnt að því að öll happ- drættin byrjuðu samtimis. Er reiknað með að tölva Háskólans verði notuð við drátt i happdrætt- unum. rithöfundur til að vinna að heim- ildaskáldverki um Sigurð Guð- mundsson málara. Ragnar Björnsson tónlistarmaður hlaut fjögurra mánaða laun til að vinna að tónsmfðum og til tónleikahalds erlendis og þriggja mánaða laun hlutu Hallsteinn Sigurðsson mvndlistarmaður til að vinna að gerð mvndverka úr járni. stein- stevpu og plastefnum og Hringur Jóhannesson listmálari til að vinna að frágangi málverka fvrir sýningu. Á blaðamannafundi sem boðað var til i gær af þessu tilefni kom fram að á fjárlögum 1976 eru veittar 3.3 milljónir króna til starfslaunanna og er það sama fjárupphæð og i fyrra. Þar sem launin miðast við byrjunarlaun menntaskólakennara sem hafa hækkað á timabilinu veldur þetta þeirri breytingu að upphæðin svarar til færri mánaðargreiðslna en áður. Samtals eru á þessu ári veitt laun til 40 mánaða en undan- farin fjögur ár hefur upphæðin nægt fyrir um 50 mánaðarlaun- um. Uthlutunarnefnd skipuðu Olaf- ur B. Thors formaður úthlutunar- nefndar listamannalauna. Thor Vilhjálmsson forseti Bandalags íslenzkra listamanna og Arni Gunnarsson deildarstjóri i menntamálaráðuneytinu og var hann formaður nefndarinriar. Uthlutunarnefndin tók það fram að hér væri um að ræða laun fyrir störf sem viðkomandi lista- menn munu vinna en hins vegar þyrfti fjárupphæðin sem úthlutað er að vera hærri svo hægt væri að greiða fleiri listamönnum slik laun. Eins og áður segir hafa starfs- laun til listamanna verið greidd frá árinu 1969 og er þetta þvi i áttunda sinn sem launin eru greidd. Alls hafa nú 44 listamenn fengið starfslaun umsóknir hafa sjaldan eða aldrei verið jafnmarg- ar og nú. Jóhannes Eðvaldsson í heimsókn: Hefur leikið knattspyrnu í 8100 mín. á síðustu 15 mán. — og hefur alltaf jafn gaman af leiknum „ÞAÐ ER ósköp notalegt að vita til þess að maður getur slappað af á næstunni eftir að hafa leikið knattspyrnu svo til stanzlaust i 15 mánuði eða 90 leiki samtals," sagði Jóhannes Eðvaldsson atvinnuknatt- spvrnumaður hjá Celtie við Mbl. í gær, en Jóhannes er staddur hér á landi I nokkurra daga heimsókn. 90 leikir í 90 minútur hver þýðir að Jóhann- es hefur á þessum tima leikið knattspvrnu t 8100 mínútur. Hann verður því hvildinni feg- inn, en hann segist alltaf hafa jafn gaman af knattspvrnunni. Jóhannes verður hérna fram til laugardagsins en þá fer hann til Sviþjóðar og verður viðstaddur verðlaunaafhend- ingu til íþróttamanns ársins á Norðurlöndum í boði Volvo. Síðan fer hann til Skotlands og leikur með Celtic gegn Manc- hester United 17. maí og tveim- ur dögum síðar verður hann kominn til Óslóar, þar sem hann leikur með islenzka lands- liðinu gegn Norðmönnum. „Þetta er sífelldur þeytingur hjá atvinnuknattspyrnumönn- um og t.d. taldist mér til að i júli í fyrra hefði ég farið um 36 flugvelli," sagði Jóhannes. Jóhannes hóf að leika með danska liðinu Holbæk í febrúar í fyrra. Með því liði lék hann tæplega 30 leiki. Síðan lá leiðin i atvinnumennskuna hjá skozka Iiðinu Celtic og með því liði lék hann 56 leiki í vetur, þar af alla deildarleiki nema einn. Lands- leikirnir fyrir ísland í fyrra voru 6 að tölu. Jóhannes lætur vel af dvöl sinni hjá Celtic. Aðspurður sagðist hann vissulega vera leiður yfir því að Celtic skvldi missa svona af meistaratitlin- um á siðustu stundu. „En svona er knattápyrnan og maður verð- ur bara að bita á jaxlinn og vona að þetta gangi betur næst," sagði Jóhannes. Jóhannes kvaðst ekki verða mikið heima á íslandi í sumar. hann ætlar sér að dvelja á Spáni í 3 vikur sér til hvíldar og hressingar og 19. júlí á hann að vera mættur til æfinga hjá Celt- ic, en hann er þar samnings- bundinn 2 næstu ár. iwarrw-.» vstfszm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.