Morgunblaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAl 1976 19 Kári Þórðarson: Aðild rafveitna á Suðvest- urlandi að Landsvirkjun Á FLESTUM fundum Sambands íslenskra rafveitna, sem haldnir eru tvisvar á ári, miðsvetrarfund- ir og aðalfundir, hefi ég í ein- hverri mynd komið því sjónar- miði okkar Suðurnesjabúa, að, hvað ósanngjarnt væri að láta Rafmagnsveitui- ríkisins leggja á okkur fjarlægðargjald. Auk þess höfum við rafveitustjórnarnir hér á Reykjanesinu, margoft, við ýmis tækifæri mótmælt þessu óréttlæti sem notendur eru hér beittir, við ráðherra o.fl. háttsetta ráðamenn. Eini árangurinn hefur orðið á, að álagning Rarik hefur lækkað smátt og smátt og haldist nú 12—15% hærri en Reykjavíkur kjörin eru hjá Landsvirkjun. Óheppni okkar Suðurnesjamanna var, að við skildum ekki hafa látið eignfæra okkur fyrir háspennu- línunni, sem var lögð árið 1945, taka bara lán með rikisábyrgð. Þetta gerðu Borgfirðingar og Akurnesingar þegar þeir, um sama leiti, virkjuðu Andakil og byggðu tilheyrandi háspennulín- ur. Nú eiga þeir þessi mannvirki, skuldlaus að kalla og hafa þó stækkað þau síðan. Eg hef haldið því fram, á fundum S.I.R., að við hefðum getað verið jafn gjaldgengir ábyrgðarmenn við lántökur til virkjunar fyrir orkuþörf okkar og Reykvíkingar þegar farið var út í Sogsvirkjun eða Búrfellsvirkjun og að höfuð orkuflutningslín- urnar ættu að vera með i stofn- kostnaði svo allar dreifiveiturnar gætu setið við sama borð. Sömu- leiðis hefðu byggðarlögin „austan fjalls“ verið jafn gjaldgeng. I valdatíð vinstri stjórnar féll þetta sjónarmið ekki inn í þeirra plön. Þeir vildu láta Rarik hafa einka aðstöðu til orkudreifingar. Helst vilja vinstri menn, að ríkið eigi allar rafveitur og orku- framleiðsluna. Þessvegna var það nú síðast pólitísk ákvörðun fyrr- verandi iðnaðarráðherra, Magnúsar Kjartanssonar, í sam- ráði við Rariksmenn, að ákveða að fela Rarik að byggja byggðarlínu og einnig samtímis að fara út i Kröfluvirkjun, hvorttveggja án þess, að gerð væri rekstrarafl- áætlun um afkomu þessara mann- virkja eða þörf væri fyrir hvort tveggja fyrst um sinn. Þessi mannvirki eru svo dýr, að ekki verður rifist um, hver eigi að eiga þau, það verður sjálfsagt Rarik, sem aldrei hefur hugsað um rekstrargrundvöll. En hver á þá að greiða reksturskostnaðinn? Á siðasta miðsvetrarfundi S.I.R. mótmælti ég fyrir hönd okkar Suðurnesjabúa, að taka á okkur nokkurn aukakostnað wgna rekstursins á byggðalín- unni. Þetta rökstuddi ég með þvi, að benda á, hvernig við hefðum verið meðhöndlaðir af Rarik með flutning á orkunni til okkar, þar hefði enginn annar orku- markaður greitt fyrir okkur. Fyrsta árið var t.d. heildsölu- verðið haft 106% hærra en Sogs- verð, og þar við bættist gróðinn vegna ósamtíma toppmyndana rafveitna byggðalaganna, sem voru samanlagðir mun hærri heldur en sá toppur, sem Rarik greiddi eftir. Til fróðleiks fyrir ráðherra tók Rithöfundi rænt Buenos Aires 5. mai Reuter. ARGENTÍNSKA skáldsagnahöf- indinum Haroldo Conti var rænt i dag og munu fimm vopnaðir menn hafa staðið að ráninu. Ruddust þeir inn á heimili hans og ógnuðu fjölskyldunni með byssum. Vinur Contis var einnig numinn á brott. Conti er fimmtug- ur að aldri og er prófessor i bók- menntum. Hann hefur ritað fjöl- margar bækur og hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir ritstörf sín. Kári Þórðarson ég með mér á miðsvetrarfundinn útreikninga á hvað Stór- Reykjavikursvæðið hefði þurft að greiða fyrir orkuna, ef þeir hefði keypt á sama verði og við. Ég fór strax á eftir frummælanda i „pontuna" með þessar upplýs- ingar því af reynslu fyrri funda, þar sem ráðherra mætir, situr hann ekki lengi. Svo var heldur ekki í þetta sinn. En hann hlustaði samt á það sem ég sagði í hátalarakerfi hússins (Hótel Sögu) og þakka ég honum fyrir það: Þetta kom fram: Árið 1975 kaupir Rafveita Keflavíkur afl og orku af Rarik 4,887 MW. og 27,02 GWh. fyrir samt. kr. 67.975 milljónir, en hefði kostað á Landsvirkjunar- verði 60,6 milljónir. Munurinn 7,375 milljón kr. Ef til vill munum við fá nokkurn afslátt vegna mjög mikilla toppmynd- andi rafhitasölu. Rafveita Hafnarfjarðar kaupir 1975 af Landsvirkjun 7,38 MW. og 45.337 GWh. fyrir 93.772 millj. kr., en á Rariks verði hefði það orðið 106,377 millj. kr., munurinn rúml. 12,6 millj. kr. E.t.v. eiga þeir eftir að fá afslátt vegna raf- hitasölu eins og við. R.H. greiðir reksturskostnað „Vífilsstaða- línu“. Rafmagnsveita Reykjavíkur kaupir árið 1975 af Landsvirkjun 68.95 MW og 342,371 GWh. fyrir 822.321 milljón kr., en hefði þurft að greiða á Rarik verðinu 963,832 milljónir. Þess ber þó að geta, að R.R. kaupir nokkuð stóran hluta orku sinnar á 7% lægra verði, þessi afsláttur fæst samkv. gjald- skrá Landsvirkjunar ef orkan er keypt á hárri spennu — 132 kV. Búnaði til þess hefur R. R. komið sér upp. Afsláttinn áætla ég 50 milljón kr. Munurinn verður þá 91 milljón 511 þúsund krónur á ári. Ef við nú leggjum saman töl- urnar hjá R. R. og R. H. 91,5 + 12,6 þá verða það rúmlega 104 millj. króna, sem íbúar þessara byggða- laga þ.a.l. sluppu við að greiða. Þetta eru ekki alveg hárnákvæmar tölur en gefa þó rétta mynd af ástandinu, sem rikt hefur. Og svo hleður ójöfnuðurinn utan á sig með sköttum. Fyrrverandi ráðherra, Magnús Kjartansson, barðist fyrir því að leggja verðjöfnunargjald á raf- orku til bjargar Rafmagnsveitum ríkisins. Stjórnarandstaðan, með okkur, Sveitarfélagsrafveitur að bakhjarli, mótmælti og mótmælti. En þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum, lét hún það verða eitt af sinum fyrstu verkum að leggja 13% verðjöfnunargjald á síðasta sölustigið við hliðina á 20% söluskatti til bjargar Rarik. Svona i leiðinni bað hún rafveit- urnar að sýna hraðfrysti- iðnaðinum mildi í innheimtu- aðgerðum, á meðan verið væri að athuga rekstrarstöðu hans. Okkur hafa samt aldrei verið gefin nein grið með að skila þessum 33% sköttum til fógeta fyrir 25. hvers mánaðar og orkuna verðum við að borga ekki seinna en mánuði eftir úttekt, annars fáum sektarvexti á hvort tveggja. Þær rafveitur sem greiða hærra heildsöluverð verða með þessu kerfi að bæta á sína notendur aukagjöldum. Þannig varð Rafveita Keflavíkur að leggja u.þ.b. 2 millj. kr. á sína notendur vegna rúmlega 7 millj. kr. hærra heildsöluverðs Stór- Reykjavíkursvæðið slapp við að greiða 104 millj. kr. og þurfti því ekki að innheimta til viðbótar 34 millj. vegna 33% söluskatts og verðjöfnunargjalds. Hvað kostar rekstur „byggðalínu“ Ekki er hægt að fá neinar áreiðanlegar upplýsingar, um, hvað byggðarlinan kostar fullbúin, frá Korpu til Akureyrar. Heldur ekki um markað hennar. Ef gerð væri mjög bjartsýn áætlun, um, að markaður væri fyrir 20 MW. með 5000 stunda nýUngartíma þá mundi hún flytja 100 GWh. á ári. Kostnaðarverð linunnar vill enginn gefa upp, en fyrir ári var talan 2000 milljónir. kr. nefnd. Síðan hefur orðið gengissig og aðrar verðhækkanir svo ekki býst ég við að hún fari undir 3000 milljónum fullbúin, 1977. Þetta segir okkur, að bara 15% bankavextir þýða 450 milljónir kr„ fyrsta árið fyrir að flytja 100 millj. kWh = kr. 4,50 kWst. Raunhæfara er þó að tala um 20—30 GWh. sem fjórfaldar verðið pr. .kWstund fyrsta árið. Svo er eftir að greiða Landsvirkj- un framleiðsluverð 3—4 kr/kWh. viðhaldskostnað og afskriftir eða afborganir lána. Hvaða markaður getur borgað þessar dýru kWstundir? Brenndu þeir olíu til raforkuframleiðslu á Akureyri fyrir þær milljónir, sem þetta kostar? Og vitleysan riður sjálf- sagt ekki við einteyming, þvi svo vill ríkissjóður fá 33% ofan á — 13% i verðjöfnunarsjóð og 20% í söluskatt, eins og hann í raun leggur á aukalegan flutnings- kostnað til okkar hingað suður- eftir. Nú nýlega sá ég í dagblaðinu Vísi, að iðnaðarráðherra, Gunnar Thoroddsen, áformaði að skipa nefnd, sem gerði tillögur um, með hvaða hætti sveitarfélagsrafveit- urnar á Landsvirkjunarsvæðinu gætu orðið eignaraðiljar að henni. Þessu ber að fagna, kemur eins og vorþeyr. En þó er eins og mér finnist þetta Svipa til, þegar við fyrst fengum góðan veg hingað suður eftir, þá vorum við látnir greiða vegagjald en þegar góður vegur var lagður austur fyrir fjall eða upp í Kollafjörð, þá varð að leggja vegagjöld niður, gjöldin tekin með skatti eftir öðrum leiðum. Nú hefur Landsvirkjun enn til- kynnt 15% hækkun frá 1. júní n.k. og Rarik hefur tilkynnt okkur, með simtali undirmanns, sömu 15% hækkunina frá sama tíma. Þetta þýðir, að þeir leggja 15% á álagninguna, sem þeir höfðu fyrir og svo kemur ríkið og leggur sínar33% þar ofan á. Finnst nú ekki einhverjum þetta ósanngjarnt. Að láta boltann hlaða svona utan á sig. Að þeir, sem greiddu áður meira til rfkisins fá af þeim sökum aukagjöld — til ríkisins. Vona að vorþeyrinn boði gott og gleðilegt sumar. Kári Þórðarson. Friðrik Árnason áttræður Friðrik Árnason fyrrum hrepp- stjóri og sýslunefndarmaður á Eskifirði er áttræður i dag. Hann tekur á móti vinum sinum i Val- höll á Eskifirði. Eg sendi honum á þessum tima- mótum hjartans kveðjur og árnað- aróskir. Árni Helgason. Al'tíLYSINGA- SÍMÍNN KR: 22480 SM1DJUVEGJ6 SÍMl 44544miKJÖRGARÐI SIMI16975

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.