Morgunblaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1976
A hættu-
slóðum í
ísraelE,,lr S
Sigurður
Gunnarsson þýddi
... Og nú heyrði hann líka greinilega
hjartslátt. En hann gat ekki séð neinn.
Ef til vill var þetta hans eigin hjart-
sláttur? Hann gerði sér ekki grein fyrir
því.
Svo skreið hann áfram á ný, Honum
fannst hann hafa skriðið þannig heila
klukkustund. Hann var orðinn svo stirð-
ur og þreyttur, að hann varð að skilja
eftir hluta af skotfærunum. Honum var
fullkomlega ljóst, að ef hann komst ekki í
eitthvert skjól, áður en birti væri lifi
hans lokið, því að hann var hér staddur á
svæði, sem Arabar réðu með vopnavaldi.
Húðin hafði flagnað sums staðar af lík-
ama hans, og það olli honum miklum
óþægindum. Allt í einu straukst eitthvað
mjúkt við maga hans. Ef til vill var það
slanga, — eða var það kannski eitthvað
annað? En hvað um það, . . . áfram varð
hann að halda . . . áfram . . . áfram . . . Og
þó. vissi hann ekki, hvort hann var á
réttri leið.
En svo greip einhver allt í einu föstu
taki um háls hans. Hann brauzt um og
reyndi eins og hann gat að losa sig, en þá
herti maðurinn f myrkrinu tök sín enn þá
meira og hafði hann á valdi sínu. Bjóst þá
Óskar við að heyra skothvell á hverri
stundu, en svo varð reyndar ekki. Hins
vegar heyrði hann manninn tauta eitt-
hvað á hebresku, — og þá varð Óskari
strax ljóst, að hann var einmitt staddur
þar, sem hann átti að vera, og þuldi
eitthvað á norsku. Þá sleppti hinn takinu
samstundis og fór um Óskar mjúkum
höndum. Hann heyrði einhvern tala í
hálfurn hljóðum. Það var rödd Jesemels.
Hann var kominn til ákvörðunarstaðar
síns.
Hér lágu þeir þrír i lítilli gryfju,
vatnslausir, og við hinar verstu aðstæð-
ur. Þeir höfðu skriðið upp úr gryfjunni í
nótt til að sleikja döggina af grasinu og
svala þannig þorsta sínum. Þeir höfðu
ekki þorað að læðast niður að Jórdan til
að drekka, því að þeir gátu búizt við árás
Araba á hverri stundu. Skotfæri þeirra
voru nær alveg þrotin, en stöðu sinni hér
urðu þeir að halda, hvað sem það kostaði,
því að kæmust Arabar hér í gegn, gátu
þeir synt yfir Jórdan og komið íbúum
samyrkjubúsins í opna skjöldu. Míron
var í brúðkaupsfötunum, eins og nærri
má geta, því að enginn tími hafði unnizt
til skipta. Jesemel hafði týnt klæðnaði
sínum og var næstum nakinn, og það
sama mátti raunar segja um prófessor-
inn. Hann var lfka mjög klæðlítill.
Eða mundirðu kannski hafa gert það
öðru sinni?
Hann vissi það ekki.. . hugsaði aðeins
til Maríu. Lagði hann ekki í þessa miklu
áhættu vegna þess, að hann gat ekki
fundió bróður hennar og gerði þetta því í
DRÁTTHAGI BLÝANTURINN
Ungi maður! Þér hafiö hjargað
iffi mfnu. Getið þér skipt 1000
króna seðli?
Það eru engir matarpeningar
til — og komdu með matinn
eins og skot!
— Þér getið ekki fengið þetta
lán. Hafið þér ekki þrjú eldri
lán?
— lú, svo lánsamur er ég.
X
Blaðamaður var í heimsókn í
fangelsi. Hann spurði einn
fangann:
— Fyrir hvað ert þú inni?
— Fyrir það sama og rak þig
til þess að tala við mig. forvitni.
Munurinn er aðeins sá. að þú
komst inn um dyrnar en ég
skreið inn um kjallaraglugga.
X
— Þú ert trúiofaður, heyri ég
sagt. Þú hefur væntanlega valið
þér gott konuefni?
— Já. það geturðu hengt þig
upp á. Ég get mælt með henni
við hvern sem er.
X
— Hvað varð þér að orði, þeg-
ar Pétur strauk burtu með kon-
una þína?
— Það var gott. sagði ég. nú
hef ég náð mér niðri á honum.
Ég átti honum nefnilega grátt
að gjalda. Hann sveik mig í
hestakaupum í fyrra.
X
— Farðu til fjandans. strák-
ur, ég vil ekkert með þig hafa.
— Ég fer ekki fet nema þú
komir með mér.
Arfurinn í Frokklandi 'xzzzzzzz
o
58
— Segið mér söguna, sagði
hann.
Mine Desgranges gaf sér góðan
tfma. Enda var sagan löng og
spannaði mörg ár og við sögu
komu margar persónur. Hún
talaði hátfðlega en sagði ákaflega
skýrt frá og baðaði út höndunum.
Það bvrjaði, sagði hún, þegar
hún flutti frá fjölskvldu sinni og
Cafe Lerida og fór til Frakklands
Það var fyrir styrjöldina. Kaffi-
húsið var þá mikið sótt og hún
hafði unnið þar við framreiðslu
frá þvf hún var barn að aldri. Þau
höfðu alltaf haft sæmilegt fyrir
sig að leggja. Hún hafði hitt
margt fólk, þar á mcðal út-
lendinga. Og einn f þeirra hópi
var Marcei Carrier. Hann var
staddur á Spáni f leyfi eða við-
skiptaerindum, hún mundi ekki
hvort heldur var. Það var til hans
sem hún sneri sér, þegar hún varð
þess vfsari að hún áttí barn f
vonum.
— Starfsmaður hjá honum
hafði beðið bana f slysi nokkrum
mánuðum áður. Þessi maður, sem
var ókvæntur, átti enga ættingja.
Hann hét Desgranges. Einhvern
veginn kom Marcel þvf svo fyrir
— og ég skal viðurkenna ég
spurði ekki hvaða brögð hann
hefði notað — hafði hann búið
svo um hnútana og látið útbúa
skjöl sem sýndu að ég var eigin-
kona manns að nafni Desgranges.
Þessi skjöl gerðu mér kleift að
dvelja f Frakklandi og þegar
barnið var fætt, gerðu þau mér
einnig kleift að fá mér vinnu þar
á heimili Herault læknis og ég gat
vegna þess ég hafði góð laun látið
frænku mfna frá Spáni koma til
mfn til að annast drengínn minn
og sjá um heimilið. Þessi skjöl
voru undirstaða lffs mfns og mér
varð sfðar Ijóst að þessi undir-
staða hafði ósköp einfaldlega
verið reist á föiskum forsendum.
Hvenær sem var gat ég búizt við
þvf að vera handtekin og rekin úr
landi. Ég skildi það. Ég hafði
þegið hjálp. Ég var reiðubúin að
greiða hana. Ég greiddi þessa
hjálp dýru verði og ég Ift svo á að
nú sé þeddi skuld að fullu goldin.
Aldrei mun ég snúa aftur til
Frakklands.
Hún þagnaði til að gefa
piltinum við dyrnar bendingu um
að sækja meira vfn. Þau hinkruðu
við á meðan og sfðan tók hún á ný
til máls.
— Ég mun ekki fara nákvæm-
lega út f þau ár sem ég átti sem
aðstoðarstúlka á heimili Herault-
fjölskyldunnar en get fullvissað
ykkur um að það voru góð ár. Ég
mun lfka geta þess hér að
Madeleine Herault var óvenju-
lega töfrandi stúlka og hvers
manns hugljúfi. Og ég mun
einnig telja rétt að taka fram að
allir aðrir en Marcel sáu að henni
gazt ekki að honum. Hann var
hávær og belgingslegur,
skilningslaus, kröfuharður og
reyndi að þvinga unglingstclpuna
til að giftast sér. Faðir hennar
reis öndverður gegn þvf. Að
lokum neyddist hann til að
vernda Madeleine með þvf að
meina Carrier aðgang að heimili
þefrra.
— Ég hef heyrt það svaraði
David. — Systir Marcels sagði
mér frá þvf.
— Sagði hún vður Ifka að hann
reyndi að rvðjast inn f húsið hvað
eftir annað. Hversu ógerlegt var
að koma honum f skilning um að
stúlkan vildí ekki við honum Ifta.
Hann var eins og vitskertur
maður. Það var f fyrsta skipti sem
ég sá hann þannig á sig kominn. I
annað skipti var þegar harm-
leikurinn gerðist.
— Þér voruð hjá Heraultfjöl-
skyldunni f strfðinu?
— Já, að undanskildum sfðustu
mánuðunum. Og ég vissi um allt
sem fram fór f húsínu. Það hefði
verið óhugsandi annað en ég vissi
um hvað gekk fyrir sig.
— Hvernig samdi Marcel við
fjölskylduna á styrjaldar-
árunum?
— Hann lagði sig i framkróka
um að sýna hina mestu velvild.
Hann gekk f skugga læknisins.
Hann bergmálaði orð hans og
hlýddi skipunum hans. Ég efa
ekki að þér hafið heyrt um hina
frábæru framgöngu Marcels
Carrier f strfðinu?
— Svo sannarlega, svaraði
David.
— Það eru sögur sem hann sá
um að bera út sjálfur og þegar
cngínn var til andmæla. Herault
læknir hélt sér f bakgrunninum,
hann notaði Marcel sem tengilið
og sendiboða, en Herault læknir
var f raun og veru sá sem skipu-
lagði allt — hann var heilinn f
öllu þvf starfi andspyrnu-
hreyfingarinnar sem hér var innt
af hendi. Marcel virtist vera sá
hugdjarfi, en það var meira og
mihna vakið af þvf hversu læknir-
inn vildi Iftt hafa sig f frammi.
Það er Ifka öldungis rétt að
Marcel virtist iðulega leggja sig f
gffurlega hættu og aðeins ég vissi
hvers vegna hann gat lagt sig f þá
áhættu og þegar ég komst að þvf
var allt um seinan — og ég gat
engum bjargað.
— Um þetta leyti voru tveir
Englendingar f húsinu og tvö
ástarævintýri voru að gerast þar.
Simone hafði hitt á ný Maurice