Morgunblaðið - 07.05.1976, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 07.05.1976, Qupperneq 32
AUGI/ÝSINGASÍMrNN ER: 22480 Jfloreunblaöiö tfvpistfrliiifrfö1 AUGLYSINGASIMINN ER: 22480 JB*reunbl«bib FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1976 Sex sinnum siglt á varðskip í gærkvöldi: Týr og Mermaid skemmdust mikið Brezku togararnir byrjaðir veiðar á ný STRAX og brezka ríkisstjórnin hafði ákveðið að fjölga freigátum á fslandsmiðum um tvær og bæta einum dráttarbáti við, hófu freigáturnar fjórar, sem eru á miðunum, aðgerðir gegn fslenzku varðskipunum. Skömmu eftir kl. 23 f gærkvöldi hafði þeim tekizt að sigla alls sex sinnum á varðskipin Baldur, Óðin og Tý. Skemmdir á varðskipunum eru misjafnlega miklar, en samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæzlunnar mun Týr vera mikið skemmdur. Freigátan Mermaid skemmdist einnig mikið er hún sigldi á stjórnhorðsafturhorn Baldurs. Eins og hálfs metra rifa, fimmtíu sm á breidd kom á bakborðsmiðsíðu freigátunnar og hafði hún hægt um sig eftir það. Þá mun freigátan Gurhka hafa skemmzt nokkuð er hún sigldi þrisvar sinnum á varð- skipið Óðin. Eins og fyrr segir var siglt þrisvar sinnum á Óðin, tvisvar var siglt á Tý og einu sinni á Baldur. Freigáturnar gerðu tilraunir til að sigla á varðskipið Ver, en það slapp undan þeim inn fyrir 12 mílna mörkin. Um miðnætti voru öll varðskipin komin inn fyrir 12 mílna mörkin undan Austfjörðum og var strax farið að athuga nánari skemmdir á þeim. Að sögn Gunnars Ólafssonar, talsmanns Landhelgisgæzlunnar, kom tilkynning til brezku togaranna um aukna vernd um kl. 17.30 í gær og var þá sagt að verndin ýrði algjör. Skömmu síðar kallaði skipherra Galatheu til togaranna og sagði þeim að hefja veiðar. Freigáturnar myndu sjá um, að varðskipin kæmust ekki að þeim. Um leið var togurunum skipað að halda sig í einum hóp. Flestir togararnir hófu veiðar, á sama svæði og áður austur af Hvalbak, en einn og einn skipstjóri þráaðist við og sagðist ekki hefja fyrr en búið væri að skýra frá skaðabótaupp- hæðum vegna veiðarfæra og veiðitaps. Um kl. 19.30 kallaði freigátan Mermaid í Baldur, sem var skammt frá togarahópnum og sagðist ekki ábyrgjast af- leiðingarnar ef varðskipið reyndi að nálgast togarahópinn. Skip- verjar Baldurs svöruðu frei- gátunni og litlu síðar lagði Baldur af stað í átt að togarahópnum. Á svipuðum tíma sigldi freigátan Falmouth F-113 á mikilli ferð fram með bakborðssíðu Týs og sló kutnum harkalega í varðskipið. .emmdir á Tý urðu frekar litlar .ema hvað smágat kom ofan- dekks. Þegar þetta gerðist var Týr í töluverðri fjarlægð frá togarahópnum. Þá sagði Gunnar, að Galatea F- 18 og dráttarbáturinn Statesman hefðu gert margar ásiglingartil- raunir á Baldur, en varðskipið slapp undan. Síðan gerðizt ekkert fyrr en rúmlega níu, þá tókst Mermaid F-76 að sigla á Baldur. Ekki tókst betur til hjá frei- gátunni en svo að hún sigldi á stjórnborðsafturhorn varðskips- ins og við það kom eins og hálfs metra rifa á miðsíðu skipsins og er rifan yfir hálfur metri á breidd. Þegar hér var komið Framhald á bls. 2. Myndin er tekin f Kaupmannahöfn f gærkveldi og sýnir tvo námsmenn f glugga sendiráðsins. Kaupmannahöfn: Geirfinnsmálið: Breytti stúlk- an framburði sínum? Var úrskurðuð í 60 daga gæzluvarðhald MORGUNBLAÐIÐ aflaði sér upplýsinga um það f gær, að stúlkan, sem á þriðjudaginn var hneppt f varðhald vegna Geirfinnsmálsins, hafi verið úrskurðuð f allt að 60 daga gæzluvarðhald. Er þetta all- miklu lengra gæzluvarðhald en hjá mönnunum fjórum, sem sitja inni vegna sama máls. Þrfr þeirra voru sfðast úrskurðaðir f 30 daga gæzlu- varðhald. Fulltrúi sá við sakadóm Reykjavíkur, sem stjórnar rannsókn málsins, vildi í gær ekkert láta eftir sér hafa um ástæðuna fyrir fangelsun stúlkunnar eða neitt um önnur atriði málsins. Þá fæst heldur ekkert uppgefið um ástæðuna fyrir hinu langa gæzluvarð- haldi stúlkunnar. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst, munu nýjar upplýsingar hafa komið fram eftir helgina og stúlkan breytt að einhverju leyti fyrri framburði, þó ekki i þá veru að það leiði til þess að öðrum gæzluvarðhaldsmönn- um verði sleppt, þvert á móti. Eins og kom fram í Mbl. í gær, rennur á mánudaginn út gæzluvarðhald þeirra þriggja manna, sem fyrstir voru settir inn vegna rannsóknar málsins, og hafa þeir þá setið i gæzlu- varðhaldi í Siðumúlafangels- inu í samtals 105 daga eða 3'A mánuð. 25 íslenzkir námsmenn setjast að í sendiráðinu TUTTUGU og fimm manna hópur fslenzkra námsmanna f Dan- mörku og Suður-Svfþjóð settist í gær að f sendiráði fslands f Kaup- mannahöfn og hyggst dvelja f sendiráðinu f sólarhring eða til klukkan 14 f dag, er þeir hafa boðað til mótmælafundar fyrir utan sendiráðið. Með þessu vill hópurinn vekja athygli á „hags- munamáium sfnum og fslenzkrar alþýðu“, eins og það er orðað f sérstakri orðsendingu tif starfs- fólks sendiráðsins. Agnar Kl. Jónsson, sendiherra í Kaupmannahöfn, sagði í viðtali við Mbl. í gær, að hópurinn hefði komið í sendiráðið um tvöleytið Dr. Jóhannes Nordal: Meiri stöðugleiki fram- undan í efnahagsþróun Þjóðarútgjöld verða að lækka á þessu ári um 4% Sjá ræðu dr. Jóhannesar Nordals f heild á miðopnu □----------------------------□ „ÞEGAR litið er til þróunar efnahagsmála f umheiminum f dag, eru sem betur fer merki þess, að efnahagsstarfsemin sé á leið upp úr öldudalnum og þjóðarbúskapur okkar er þegar farinn að njóta fyrsta vls þessa nýja vors f hægt batnandi við- skiptakjörum og greiðari söl- um á helztu útflutningsafurð- um. Það er þvf ástæða til að vona, að við séum hér við tfma- mót og að framundan sé nokk- urt skeið meiri stöðugleika f efnahagsþróun er veiti stjórn- völdum og fyrirtækjum tæki- færi til þess að veita kröftum sínum f vaxandi mæli að hinum mörgu skipulags- og uppbygg- ingarverkefnum, sem ýta hefur orðið til hliðar f umróti sfðustu tveggja ára.“ Þannig komst dr. Jóhannes Nordal, formaður bankastjórnar Seðlahankans, að orði f ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans, sem haldinn var f gær. Ragnar Ólafsson, formaður bankaráðs Seðlabankans, setti ársfundinn og gat þess, að þá um morguninn hefði verið haldinn 300. fundur bankaráðs Seðlabankans. Viðstaddir voru allir ráðherrar í ríkisstjórninni og fleiri forystumenn í stjórn- málum, bankastjórar, banka- ráðsmenn og fleiri forsvars- menn innlánsstofnana o.fl. I ræðu sinni rakti dr. Jóhannes Nordal í ítarlegu máli þróun efnahagsmála Islendinga á ár- inu 1975 en í lok ræðunnar vék hann að horfunum framundan og helztu verkefnum, sem tak- ast yrði á við. Helztu atriði, sem fram komu í þeim hluta ræðu Seðlabankastjórans voru: 0 Allar horfur eru á, að hag- vexti verði þröngur stakkur skorinn allra næstu ár, ekki sfzt vegna þess, að gengið hefur verið á tvennan hátt á sjóði framtfðarinnar, annars Framhald á bls. 18 og vildi ekki fara. Vildu náms- mennirnir dvelja í biðstofu sendi- ráðsins í 24 klukkustundir. Agnar sagðist hafa borið málið undir utanríkisráðuneytið, sem sam- þykkt hefði að lofa þeim að vera. í sendiráðinu er aðstaða til þess að hita kaffi eða te og gaf sendiherr- ann leyfi sitt til þess að náms- mennirnir fengju að nota hana, en sjálfir eru þeir með te og kaffi með sér. Námsmennirnir hafa boðað til útifundar fyrir framan sendiráðið i dag. Þar ætla námsmennirnir að samþykkja ályktun, sem þegar hefur verið gengið frá og sendi- ráðið hefur þegar sent heim. Hafa námsmennirnir fengið leyfi lögreglunnar til fundarins. Agnar sagði að lögreglan hefði tilkynnt sér í morgun, að lögregluþjónar yrðu viðstaddir fundinn, en hann sagðist hafa óskað eftir við lögregluna að hún yrði ekki við- stödd, þar sem ekki þyrfti að búast við öðru en að allt færi friðsamlega fram. Starfsfólk sendiráðsins hefur tekið að sér að vera á vöktum í sendiráðinu á meðan þetta ástand varir, en til aðstoðar þeim eru 2 verðir frá Det Danske Vagtsel- skap. Munu þeir verða þar til klukkan 10 I dag, er sendiráðið opnar. I orðsendingu til starfsfólksins segja námsmennirnir: „Nú liggur fyrir Alþingi Islendinga frum- varp til laga um námslán og náms- Framhald á bls. 15

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.