Morgunblaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAl 1976 25 fclk f fréttum Liza Minelli og Jack Haley: Við eigum vel saman. Liza Minelli hefur ekki áhuga á ungum mönnum Forspár gúrú + Andavar, gúrú frá Madras á Indlandi, lét eftir sig skart- gripi, gull og demanta sem met- in eru á tæplega 600 milljónir króna. Fjársjóðurinn fannst þegar grafið var I garði gúrús- ins. Skömmu fyrir andiát sitt hafði hann spáð þvl að „auðæfi kæmu frá jörðu, þegar greftrun mín fer fram“. Indversk stjórn- völd hafa nú hrundið af stað rannsókn á því hvaðan auðæfin eru komin. Ók á bíl foreldra sinna + Söngkonan Marie Osmond, sem er næstum þvf eins fræg og bræður hennar, skarst illa I andliti f bifreiðarslysi þar sem öll f jölskvldan kom reyndar við sögu. Marie, sem ásamt bróður sfnum Donny hafði verið að vinna að gerð sjónvarpsþáttar, var á heimleið ásamt þremur öðrum bræðrum sinum á bíl móður þeirra af Mercedes-gerð. Á undan þeim óku foreldrar þeirra og tveir synir til á fiutn- ingavagni með hljóðfæri hijómsveitarinnar. Þegar bugða kom á veginn hægði faðir þeirra á bílnum en Marie gætti ekki að sér og ók á fullri ferð aftan á bfl foreldra sinna. Marie skarst illa f andliti en móðir hennar kastaðist á mæla- borð fiutningabflsins og braut tvö rif. Sagt er að meiðsli þeirra mæðganna séu ekki alvarleg en hljómsveitin hefur aflýst öllum hljómleikum fyrst um sinn. + „Þegar ég sá Lizu í myndinni „Cabaret" hugsaði ég með sjáifum mér: Skyldi nokkur maður geta tjónkað við þessa stúlku? Hún minnti mig helzt á eldgos. Seinna, þegar ég hafði kynnzt henni, komst ég að raun um að það er aðeins þegar hún er að starfi sem neistaflugið stendur af henni. Heima fyrir getur hún dormað daginn út og daginn inn. Þá er hún að safna kröftum og þegar á sviðið kemur gefur hún sér iausan tauminn.** Þannig lýsir kvikmyndafram- leiðandinn Jack Haley konu sinni, söngkonunni og leikkon- unni Lizu Minelli, sem nú stendur á þrftugu. „Jaek hefur alveg rétt fyrir sér,“ segir Liza. „Ég er ákaf- lega værukær og róleg þegar ég er ekki við vinnu mfna. Það bezta sem ég veit er að vera samvistum við Jack og að bjóða til sfn góðum vinum öðru hverju. Ég elska Jack því að hann skilur mig. Ég er mjög hamingjusöm með að vera gift manni sem er svo miklu eldri en ég. Ungur maður á mfnum aldri sættir sig aldrei við að sitja heima flest kvöld og hafa það huggulegt. Sem sagt, ég hef engan áhuga á ungum mönnum á mfnum aldri,“ segir Liza Min- elli. Liza var áður gift ástralska söngvaranum Peter Allen og stóð það hjónaband f tvö ár. 1 fimm ár bjó hún með Desi Arnaz, syni Lucille Ball, sem var þremur árum yngri. Sam- búð þeirra iauk með þvf að Liza kynntist Peter Sellers f há- degisverðarboði í London og daginn eftir tilkvnntu þau, að þau ætluðu að giftast. Fimm dögum sfðar tók Liza saman pjönkur sfnar og hélt heim til Bandarfkjanna. Sfðan hefur hún ekki haft neitt saman við Peter Sellers að sæida. + Leikarinn Mickey Roonev er nú að vinna að plötu sem ber heitir „Mickev Rooney leiðir þig f allan sannleikann um hamingjusamt hjónaband". Mickev er þó manna ólík- legastur til þess, því að hann er nú á biðilshuxunum í sjöunda sinn. Vorið kallar + Þeir reka sig hvor á annars horn, nashyrningarnir f dýra- garðinum í Kaupmannahöfn, en hér býr þó ekkert illt undir, því aö þelta eru elskendur sem hlýða kalli náttúrunnar á sinn sérstaka hátt. Sagt er að ekki sé mjög bjart yfir framtfð þessar- ar dýrategundar og hrökklast hún úr einu vfginu I annað und- an auknum umsvifum manna og óprúttnum veiðiþjófum. Kristján Jóhannsson, Þingvöllum í Helga- fellssveit, 85 ára I dag, 7. maí 1976, er 85 ára Kristján Jóhannsson bóndi á Þingvöllum í Helgafellssveit. Hann hefur að visu látið af störf- um sem bóndi fyrir 6 árum og selt syni sínum, Hallvarði, jörð og áhöfn. Kristján og María M. Kristjáns- dóttir kona hans, sem verður 87 ára í ágúst n.k., hafa búið á Þing- völlum síðan 1921 og nú i ellinni njóta þau þeirrar óvenjulegu lífs- hamingju að dvelja heima hjá af- komendum sínum, á sinni vel uppbyggðu jörð, njóta ávaxtar erfiðis sfns og sjá son sinn, konu hans og börn þeirra bæta og auka víð þeirra stóra starf, í uppbygg- ingu og framkvæmdum. Kristján og María eignuðust 4 börn, sem öll komust til fullorð- insára, og eiga þau 12 barnabörn. Systkini Kristjáns eru 8 á lífi og mun meðalaldur þeirra vera 80 ár, en systkini Maríu eru fjögur, öll á lífi og meðalaldur þeirra er 83 ár. Hér má því sjá að stofninn er sterkur. Bændur sem fleiri muna tím- ana tvenna, og ekki sfst þeir, sem staðið hafa af sér öll vorhret, sem gengið hafa yfir land og þjóð siðan fyrir aldamót. Kristján hefur fylgst mjög náið með þjóð- málum og gerir enn í dag, svo undrum sætir. Það má næstum ganga að því vfsu, að það fyrsta, sem Kristján segir þegar maður kemur f heimsókn til hans, er: „Hvernig lýst þér á útlitið núna, nú held ég að þeir séu að fara með allt til fjandans." Nú, þá dylst engum hvað átt er við, það er auðvitað hið alltof oft ónormala ástand í þjóðmálum, frá sjónarhóli raunsæismannsins, sem veit að öll óstjórn eða van- stjörn hefnir sín fyrr eða síðar. Ekki ætla ég mér að fara að tala mikið um stjórnmálaskoðanir Kristjáns, þær hafa alltaf verið og eru enn skýrt mótaðar og ákveðn- ar, og þar kemur enginn að tóm- um kofanum. Hans eina og rétta stefna er samvinnustefnan þótt hann hafi alla tíð verið afburða einstaklingur. Við, sem höfum aðrar stjórnmálaskoðanir, skulum heiðra og virða þá sem hafa þor og vilja til að halda sinu striki án þess að láta svansa til og frá á stefnunni, og ekki skipta- um skoðun á málefnum ef þeir skipta um stól, eins og við horfum stundum upp á i sjónvarpi, þegar stjórnmálamennirnir teljast fara á kostum. Það sem ég helst ætlaði að minnast á í afmælisspjalli þessu er hvernig Kristjáni og Maríu hef- ur vegnað á sinni löngu og á stundum ströngu leið, þvi oft var gatan grýtt og mörgum steinum hefur þurft að velta úr vegi og flagi. það að sneiða ekki hjá hindrunum heldur ráðast að bjarginu og velta þvi úr vegi. Það var einmitt aðferð þeirra hjóna í lífsbaráttunni. Árið 1921 fluttu þau af Skógar- strönd að Þingvöllum eins og áður sagði. Þrátt fyrir forna frægð Þingvalla þar sem Þórsnesþing var háð áður fyrr, séra Eirikur kúla og frú Þuríður bjuggu og fleiri, var þar engin reisn né höfuðbólstaðareinkenni, allt i lág- marki svo ekki sé mikið sagt, enginn blettur sléttur og hús öll léleg. Nú er þar 40 ha tún, öll hús uppbyggð bæði fyrir menn og skepnur, svo myndarlega að til fyrirmyndar telst. Þá er öll um- gengni úti og inni svo til fyrir- myndar að Þingvellir voru eitt með fyrstu sveitaheimilum sem fengið hafa sérstaka viðurkenn- ingu Búnaðarsambands Snæfells- ness fyrir þrifnað og umgengni, þannig mætti nokkuð fleira telja. „Það skiptir hver á heldur" og það að breyta koti í höfuðból í orðsins fyllstu merkingu er ekki lítið til að gleðjast yfir á 85 ára afmælinu. Ég vona þvi, að af þvi, sem hér hefur verið reynt að segja frá, megi ráða, að hér hefir sannast það, svo ekki verður um villst „að Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur“. Það mættu því margir bændur og aðrir taka mið af slíkum bú- stólpum, sem ekki kikna undir smáerfiðleikum, sem oft eru stundarfyrirbæri, heldur snúa vörn í sókn. Þá munu bætast harma-sár þess horfna, hugsjónir rætast, þá mun aftur morgna." Með þessum orðum Hannesar Hafstein enda ég mínar fátæk- legu línur, og óska að hann, sem veitti frægð til forna, blessi þau hjón og alla afkomendur þeirra á Þingvöllum til hinstu stundar. Guðmundur Runólfsson. Fimm utanlandsferðir meðal 900 vinninga I fréttatilkynningu frá Rauða krossi Isiands segir að i fyrstu viku maí hefjist Smámiðahappa- drættið á þessu ári. I ár verða vinningarnir 900 sem mun vera minna en á liðnu ári en útgefinn fjöldi miða verður 300 þúsund sem einnig er minna en i fyrra. Þannig munu því vinningsmögu- leikarnir ekki minnka. Miðinn mun eins og i fyrra kosta 25 kr. hvéi. Meðal vinninga eru fimm utan- landsferðir til sólarlanda sem hver kostar 50.000 kr. Þá eru djúpsteikingarpottar, vasatölvur. pennasett o.fl. á vinningaskránni. Miðarnir verða seldir út um allt land á vegum deilda Rauða kross- ins og er hagnaði eingöngu varið til innanlandsstarfsemi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.