Morgunblaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAl 1976
31
Dnnn hvergi smeyknr
BREZKI Evrópumeistarinn I hnefaleikum, Richard Dunn, er hvergi
smeykur fyrir leik sinn við Muhammed Ali, sem fram á að fara í
Miinchen 24. maf. — Þú getur aðeins sigrað Ali með þvf að sækja gegn
honum eins og Joe Frazier gerði
manna fundi I Miinchen I gær.
Hann sagðist ekki mundu gera
sömu mistök og Jimmy Young,
bandariski áskorandinn, sem tap-
aði fyrir Ali á föstudaginn. Dunn
sagði að Young hefði leyft Ali að
safna stigum með því að taka lif-
inu rólega meðan á keppninni
stóð.
— Ég er kominn til Munchen
sínum tíma, sagði Dunn á blaða-
til að verða heimsmeistari, ég er í
mjög góðri þjálfun og fólk mun
svo sannarlega fá eitthvað fyrir
peningana sina þegar það kemur
til að sjá okkur Ali berjast, sagði
Dunn og bætti við. — Ég mun
berjast til síðasta blóðdropa ef
nauðsyn krefur.
„Körfnknattleiksbærinn” með
beztu liðin á afmælismóti IBK
KÖRFUKNATTLEIKSRÁÐ Keflavíkur hélt afmælismót f körfuknatt-
leik um siðustu páska, en tBK á 20 ára afmæli um þessar mundir. Til
móts þessa var boðið liðum frá Garði, Grindavfk, og Njarðvfk auk
heimamanna. Var leikið f fjórum flokkum, alls 19 leikir-
í 4. flokki sigraði lið UMFN, en
strákarnir frá „körfuknattleiks-
bænum" Njarðvik unnu alla and-
stæðinga sína nokkuð auveldlega.
í 3. flokki sigraði afmælisbarnið
— lið ÍBK, en sigrar Keflvíking-
anna voru naumir og mikil
spenna í leikjunum í þessum
flokki. í 2. flokki sigruðu Njarð-
víkingar lið Keflavikur 51:44
í meistaraflokki var auk fyrr-
nefndra liða Valsmönnum boðin
þátttaka og komu þeir með flesta
sína sterkustu menn. Var keppn-
in með hraðkeppnisfyrirkomulagi
og léku allir við alla. Báru Njarð-
víkingar sigur úr býtum og iögðu
alla andstæðinga sína örugglega.
Til að mynda sigruðu Njarðvík-
ingar Val með 20 stiga mun, 64:-
44, en Valsliðið, varð í öðru sæti í
keppninni.
Í mótslok var öllum sigurvegur-
unum afhentur verðlaunapening-
ur, en ÍBK mun halda afmælis-
mót á árinu i öllum þeim grein-
um, sem stundaðar eru innan vé-
banda þess.
Fjölbreytt
starf UMSE
Ársþing Ungmennasambands Eyjafjarðar, hið 55.
í röðinni, var haldið í Hrísey 24. og 25. apríl sl. Öll
Sambandsfélögin, 15 að tölu, sendu fulltrúa á þing-
ið, nær 60 manns.
í skýrslu UMSE, sem lögð var
fram á þinginu og skýrð af Þór-
oddi Jóhannssyni, fram-
kvæmdastjóra sambandsins,
kom fram að starfið á sl. ári var
umfangsmikið og fjölbreytt.
Stærsti þáttur starfsins var í
sambandi við íþróttir. Stóð
UMSE fyrir um 30 íþróttamót-
um á árinu i hinum ýmsu
íþróttagreinum. Einnig voru
keppendur sendir á mörg mót
utan héraðs s.s. landsmót
UMFÍ. Alls voru sett 18 Eyja-
fjarðarmet í frjálsum íþróttum
á árinu og var Hólmfriður Erl-
ingsdóttir athafnasömust á því
sviði. Þá setti Sigurbjörg Karls-
dóttir m.a. nýtt íslandsmet í
800 m. hlaupi í telpnaflokki.
Að kvöldi fyrri þingdagsins
var haldin kvöldvaka i sam-
komuhúsinu í Hrísey og voru
þar afhentir þrír bikarar. UMF
Reynir hlaut Sjóvábikarinn fyr-
ir flest stig úr öllum mótum
UMSE á síðasta ári og einnig
félagsmálabikar UMSE fyrir
mikið og gott félagsstarf. Þá
var Hólmfríði Erlingsdóttur
veittur eignarbikar, en hún var
kosinn „iþróttamaður UMSE
1975“. Var þetta í fyrsta skipti,
sem íþróttamaður UMSE var
kosinn.
Mikið var fjallað um fræðslu-
og bindindismál á þinginu og í
sambandi við fræðslumálin og
kynnti Jóhannes Sæmundsson,
fræðslufulltrúi ÍSÍ, Grunnskóla
ÍSÍ. Annar gestur var á þing-
inu, Hafsteinn Þorvaldsson,
formaður UMFÍ, og ræddi hann
einkum um félags- og iþrótta-
mál.
i sambandi við bindindismál
var samþykkt tillaga á þinginu
þar. sem UMSE lýsti áhyggjum
sinum á núverandi ófremdar-
ástandi i áfengismálum þjóðar-
innar. Skoraði þingið á UMFÍ
að gera næsta ár, sem er 70 ára
afmælisár UMFÍ að sérstöku
baráttuári gegn áfengisbölinu.
Núverandi stjórn UMSE
skipa Haukur Steindórsson for-
maður, Birgir Þórðarson gjaid-
keri, Magnús Kristinsson ritari,
Halldór Sigurðsson varafor-
maður, Vilhjálmur Björnsson
meðstjórnandi og i varastjórn
eru Jóhannes Sigurgeirsson,
Gylfi Pálsson og Gylfi Baldvins-
son.
Innan UMSE eru nú 1066
meðlimir og hafa ekki áður ver-
ið fleiri. Umf. Narfi í Hrísey
skipulagði undirbúning fyrir
þinghaldið i Hrisey og voru fyr-
irgreiðsla og móttökur allar
með miklum myndarbrag segir
í fréttatilkynningu frá UMSE.
Frá ársþingi UMSE, Birgir Þórðarson flytur ræðu
Síðbúnar
meist ar amy ndir
íslandsmeistarar
KR í 4. flokki
karla. Fremri röS
frá vinstri: Jón G.
Bjamason, Gunn-
bjöm Jóhanns
son, Gisli Felix
Bjamason, Ragn-
ar Hermannsson,
fyrirliði, Qu5-
mundur Flosason,
Ragnar Gunnars-
son og Sæbjöm
Guðmundsson.
Efri röð frá
vinstri: Már Frið-
steinsson, þjálf-
ari, Sigurður Sig-
urðsson, Hilmar
Breiðfjörð, Jón
Guðlaugsson,
Gunnar Guð-
mundsson, Ámi
Kristjánsson og
Gunnar Hjaltalin,
formaður hand-
knattleiksdeildar
KR. Á myndina
vantar Aðalstein
Sigfússon og
Stefán Svavars-
son.
íslandsmeistarar
KR i handknatt-
leik 5. flokks.
Fremri röð frá
vinstri: Hilmar
Sigurbjömsson.
Ólafur Þór Aðal-
steinsson, Guð-
mundur Jó-
hannesson, fyrir-
liði, Einar Örn
Birgisson; Efri röð
frá vinstri: Stefán
Arnarson, Wlllum
Þór Þórsson, Ing-
var Öm Guðjóns-
son, Guðmundur
Albertsson, Vil-
hjálmur Karl
Stefánsson, Þórð-
ur Magnússon og
Kristján Öm Ingi-
bergsson, þjálfari.
Á myndina vantar
Stefán Friðriks-
son og Þorstein
Gunnarsson.
SMIDJUVEGI6 SIMI44544 m KJÖRGARDI SÍMI 16975
Verðlækkun
Vegna hagræðingar og betri aðstöðu í nýjum húsakynnum að Smiðju-
vegi 6 hefur okkur tekist að lækka framleiðslukostnaðinn verulega:
Bergamo
Sófasettið hefur nú lækkað í verði um kr. 53.000
Staðgreiðsluverð í dag kr. 179.000
Bergamo er nýtízku sófasett í „Airliner" stíl.
Traustbyggt, afburða þægilegt og fallegt.
Meiri framleiðsla — betri vara — lægra verð