Morgunblaðið - 13.05.1976, Síða 11

Morgunblaðið - 13.05.1976, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAl 1976 11 1.2. og 3. verðlaun Japanski verðlaunabíllinn Skipulagsnefnd mótar stefnu um almenningsflutninga og umferð: Samræma ber þarfir einkabíla og almenningsvagna í Reykjavík áfangastað, þægindi meðan á ferð stendur eða meðan beðið er eftir fari en um leið leysir menn undan þeim óþægindum, sem eru samfara einkabilaakstri í miðbæ. Eigi að vera unnt að fullnægja slfkum kröfum verður að veita almenningsvögnum greiðari leið um borgina með ýmsum skipu- lagslegum aðgerðum, sem á ákveðnum svæðum (t.d. miðbæn- um) getur þýtt sérstakar ak- reinar, eða götur fyrir strætis- t GÆR var lögð fram ( borgarráði Reykjavfkur stefnumótandi sam- þykkt um umferðarmál og al- menningsfarartæki frá meiri- hluta skipulagsnefndar borgar- innar, sem er að vinna að nýju aðalskipulagi fyrir tfmabilið fram til 1995. Var hún samþykkt með eínu mótatkvæði. Sigurjóns Péturssonar. Þar segir: „Skipulagsnefnd telur, að gott gatnakerfi sé forsenda góðra fólksflutninga í borginni, hvort sem þeir fara fram með einkabíl eða almenningsvögnum og beri að samræma þarfir þeirra við skipu- lagningu. Enn fremur vill skipu- lagsnefnd undirstrika mikilvægi fullkomins gatnakerfis fyrir at- vinnulffið f borginni. Notkun einkabílsins er nú þeg- ar orðin mjög almenn og fyrirsjá- anlegt er, að svo muni verða á skipulagstimabilinu. Þvf valda gildar ástæður vegna íslensks veðurfars og staðhátta. Er þvf ljóst, að skipulagning gatnakerfis- ins mun taka mið af því með tilliti til fjárhags, hagkvæmni og um- hverfissjónarmiða. Skipulagsnefnd leggur áherslu á þýðingu og mikilvægi góðs al- menningsflutningakerfis í borg- inni. Aukin gæði almennings- flutningakerfisins eru forsenda þess, að nýting þess verði góð en náist það markmið mun það spara fjárfestingar- og rekstrarkostnað á gatnakerfinu. Verði sú aukning á nýtingu almenningsflutninga- kerfisins, sem stefna ber að, mun það hafa veruleg áhrif á umferð- ina á annatímum og auðvelda skipulagningu borgarinnar. Skipulagsnefnd felur Þróunar- stofnun í samvinnu við Strætis- vagna Reykjavíkur eftirfarandi verkefni: I. Gera tillögu að stefnumörkun á hlutverki SVR. II. Gera könnun á þeim aðgerð- um, sem kynnu að leiða til þess að auka farþegafjölda SVR. í þessu sambandi má meðal annars benda á eftirfarandi leið- ir: a. Uttekt á leiðakerfinu, nýting þess á einstökum leiðum og hæfni núverandi kerfis til þjónustu við farþegana. Tony teikn- ar hest Næstkomandi föstudag frum- sýnir Leikfélag Kópavogs brezka gamanleikinn „Tony teiknar hest“ eftir Lesley Storm, f þýð- ingu Þorsteins Ö. Stephensen. Leikrit þetta er samið I hefð- bundnum stíl og dregur upp skop- lega mynd af broddborgaralegum hugsunarhætti segir f fréttatil- kvnningu frá Leikfélagi Kópa- vogs. Leikstjóri er Gísli Alfreðsson, en leikmynd gerði Gunnar Bjarnason. Með stærstu hlutverk- in fara Jóhanna Norðfjörð og Helga Harðardóttir. Leikritið verður sýnt þrisvar nú í vor, en tekið upp aftur í haust og telst því fyrsta verkefni á nýju starfsári. Á sfðastliðnum vetri sýndi Leikfélag Kópavogs þrjú verk. Sú nýbreytni verður tekin upp nú í upphafi starfsárs að selja leikhúsgestum áskriftarkort að sýningum félagsins og er gert ráð fyrir þremur leikritum í hverju köffrr ' b. Tilraun á ákveðnum leiðum með aukinni ferðatíðni og í sam- hengi við það bætt gerð biðskýla. Undir þetta skrifa skipulags- mennirnir Ólafur B. Thors for- maður nefndarinnar, Garðar Hall- dórsson, Magnús Jensson og Helgi Hjálmarsson. Tveir fulltrúar Al- þýðubandalagsins, Sigurður Harðarson og Þorbjörn Brodda- son, skiluðu i skipulagsnefnd sem birt er hér síðar. Þessi stefnuyfirlýsing skipu- lagsnefndar um umferðamál og almenningsfarartæki á sér að- draganda og undirbúning og byggir m.a. á greinargerð frá danska umferðarsérfræðingnum Anders Nyvig, sem hefur verið ráðgefandi um fyrra skipulag og nú aftur skilað skýrslu um al- menningsvagnakerfið í Reykja- vík, á úttekt Þróunarstofnunar Reykjavíkurborgar á árunum 1975 til 1976 og á umræðum f skipulagsnefnd undanfarin tvö ár. Mbl. leitaði nánari upplýsinga um undirbúninginn hjá Hilmari Ólafssyni, forstöðumanni Þróun- arstofnunar. Hann sagði að f árs- byrjun 1975 hefði verið upp tekin umræða í skipulagsnefnd um al- menningsfarartæki í borginni. Var þá farið fram á það við And- ers Nyvig að hann gerði skýrslu um skipulagningu almennings- vagnakerfisins með tilliti til Reykjavíkur. Á miðju ári skilaði hann þeirri skýrslu með tillögum um hvernig hægt væri að standa að þessum málum. Og í byrjun árs 1976 var aftur tekin upp í skipu- lagsnefnd umræða um málið, vegna þess að verið var að ræða gatnakerfið í heild. Frá því skýrsla Nyvigs kom hafði Þróunarstofnun gert í samvinnu við Strætisvagna Reykjavíkur út- tekt á stöðu almenningsvagna- kerfisins. Hann hafði m.a. lagt til að rannsökuð yrði ein strætis- vagnaleið til könnunar á ferða- hraða SVR og hvernig hægt væri að auka hana o.fl. og var það gert. Og f framhaldi var gerð athugun á þróun nokkurra liða SVR 1968—74. Þar kemur m.a. fram, að farþegum, sem ferðast með strætisvögnum, hefur fækkað, einkum börnum. Ef mið væri tek- ið af núverandi fjölda fullorðinna og gert ráð fyrir sama hlutfali milli fullorðinna og barna og var 1962 ætti farþegafjöldinn að vera 6% meiri í dág en hann er. Og ef mið er tekið af nú- verandi fjölda farþega milli kl. 7 og 19 og gert ráð fyrir hlutfallslega sama fjölda far- þega, sem notar SVR á kvöld- vakt, ætti farþegafjöldinn að vera 8% meir en hann er f dag. Til samans gera ofantaldar breyt- ingar rúmlega 14% aukningu, sem ætti að vera umfram núverandi farþegafjölda. En á móti koma þeir, sem skipta um vagn og teljast aðeins einu sinni En um 22% af farþegum skipta nú um vagn. I athugun á skipti- miðahlutfalli kemur fram að það hefur á öllum leiðum í heild vaxið úr 16% er það var upp tekið 1971 og í 22% nú. Skiptimiðar frá SVR voru f talningunni 15. apríl 1975 1,7% af farþegafjölda. I tölfræði- legum upplýsingum má sjá að um 75% af farþegum nota afsláttar- miða. Við athuganir hefur komið í ljós að ein af ástæðum fækkunar farþega er hlutfallslega færri börn og færri farþegar á kvöld- vakt. Þetta gæti útskýrt um 9—10% af 34% fækkun farþega frá 1962 til 1974 segir í skýrslu þróunarstofnunar, miðað við ibúafjölda. Á móti kemur að þeir, sem skipta um vagn, teljast nú einu sinni. Enginn föstudags- t<>RI>ur virðjst, tvera í farþega- fjölda SVR eins og umferðar- þunga bifreiða. Bflaumferð á föstudögum er 10—15% meiri en aðra daga. Virðast vagnarnir þá lítið notaði til innkaupaferða. Tillaga minnihlutans í skipu- lagsnefnd eða tveggja manna er svohljóðandi: I framhaldi af umræðum í skipulagsnefnd um skýrslu Anders Nyvig fyrirtækisins, um notkun almenningsfarartækja í Reykjavik (dags. 21/4. ’75), og m.a. í ljósi niðurlagsorða greindrar skýrslu, þar sem mælt er með þvf að skipulagsstörfum Reykjavíkur verði hér eftir svo háttað að þau „komi eins og framast er kostur til móts við þær sérstöku kröfur, sem umferð almenningsvagna gerir”, leggjum við til að skipulagsnefnd geri svo- fellda bókun: „Eitt meginmarkmið þeirrar endurskoðunar umferðarkerfis borgarinnar, sem nú stendur yfir, er að finna ákjósanlega valkosti gagnvart umferð einkabíla, sér í lagi milli heimilis og vinnustaðar og finna um leið aðrar leiðir til að fullnægja fólksflutningaþörfinni. Með því móti má telja unnt að draga verulega úr þeim.kostnaði, umhverfisskemmdum og slysum, sem fyrirsjáanleg eru miðað við óbreytta stefnu í umferðar- málum. Ljóst er að eðlilegasta leiðin til að ná þessu markmiði er að fá eins marga og hægt er til að nota almenningsvagna til sem flestra ferða innanbæjar. Forsenda þess er hins vegar sú, að almenningsvagnakerfið bjóði upp á þjónustu sem nálgast þá þjónustu, er einkabíll- inn veitir, hvað varðar ferða- hraða, göngufjarðlægð að og frá vagna. Skipulagsnefnd telur að til mikils sé að vinna, ef unnt reynist að draga að ráði úr umferð einka- bila, þar sem slíkt getur seinkað verulega eða jafnvel gert óþarfa byggingu dýrra umferðarmann- virkja, komið f veg fyrir óbætan- legar umhverfisskemmdir og fækkað slysum á komandi árum. Nefndin felur því Þróunar- stofnun eftirfarandi verkefni vegna endurskoðunar aðalskipu- lagt Reykjavíkur: Að gera heild- arúttekt á stöðu og hlutverki SVR í fólksflutningum borgarinnar gera áætlun um hvar og á hvaða tíma sé æskilegt að umferð einka- bila minnki, hver sé umferðarleg- ur og kostnaðarlegur ávinningur miðað við ákveðna minnkun um- ferðar, og gera loks tillögur um skipulagsaðgerðir, er hún telur nauðsynlegar til að ná ofan- greindum markmiðum.” Allt á sama Staó Laugavegi 118 -Simi 15700 EGILL VILHJÁLMSSON HF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.