Morgunblaðið - 13.05.1976, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAI 1976
15
Kápumvndin — prentuð I litum
Ferðasaga frá
íslandi 1857
„UM ÞESS kjör og aldarfar, aðrir
hægt sér láta“ kvað Matthías.
Margir hafa tekið undir þessi orð.
Hinn mikli fjöldi ferðabóka um
Island bendir þó til hins gagn-
stæða, sem sé til þess, að áhugi
annarra þjóða á okkar landi sé í
rauninni hreint ekki svo litill.
Nýjasta bókin af þessu tagi
barst mér nýlega í hendur. Hún
er á sænsku og er víst tuttugasta
og fjórða ferðabókin um ísland á
þeirri tungu, sem komið hefur út
síðustu tvær aldirnar og sú tólfta,
sem komið hefur út eftir að ann-
arri heimsstýrjöldinni lauk. Hafa
ekki aðrar þjóðir gert betur en
Svíar í þessu efni síðustu þrjá
áratugina. Sú bók, sem hér skal
rætt um, er þó ekki ný ferðasaga.
Ferðin, sem hún fjallar um var
farin fyrir tólf áratugum, sumarið
1857. Sá er henni lýsir er Nils
0:son Gadde, síðar læknir og yfir-
maður lénssjúkrahússins í Lundi,
prófessor að nafnbót. Ferðina
sem hann lýsir fór hann, þá 23
ára, sem aðstoðarmaður sænska
dýra- og jarðfræðingsins Otto Tor-
ell, sem var sex árum eldri en
Gadde og hlaut siðar mikla frægð
sem könnuður heimskautalanda,
einkum Svalbarða, og sem einn af
áhrifamestu brautryðjendum fs-
aldarkenningarinnar. Ferðin til
íslands, fyrsta rannsóknarferð
Skólaslit að Hólum
Bæ, Höfðaströnd, 6. maí.
ÞAÐ hefir verið mjög kalt að und-
anförnu, töluvert frost um nætur
og jafnvel um hádaginn. „Sem
betur fer er ekki byrjað að bera
hjá mér,“ sagði bústjórinn á
Hólum, er ég skrapp þangað
uppeftir til að vera við skólaslit
þann 4. maí.
Það er alltaf ánægjulegt að
koma heim að Hólum og víst
vekur það endurminningar
gamalla Hólamanna að vera þar
við skólaslit.
Hóláskóla var slitið með því að
helgistund var haldin í Hóladóm-
kirkju af sr. Sigurpáli Óskarssyni.
Ingimar Pálsson spilaði á
dómkirkjuorgelið en allir kirkju-
gestir sungu. Eftir það var gengið
heim í skólahús þar sem skóla-
stjórinn, Haraldur Árnason, flutti
skólaslitaræðu um leið og hann
afhenti skírteini og verðlaun.
Skólastjóri flutti greinargóða
ræðú um störf skólans þar sem
hann gat um ánægjulegar stundir
með nemendum, sem þó gætu
stundum orðið erfiðleikum
bundnar þar sem mörg ungmenni
ættu sér þörf til að brjóta af sér
fjötra og allan aga. Reynt er nú að
hafa sem fjölbreyttast námsefni
bæði í bóklegu og verklegu námi.
Smiðisgripir koma alltaf ágætir
frá Hólaskóla í járnsmíði eru
nokkrar breytingar þar sem nýr
kennari í þeirri grein, Árni Björn
Haraldsson, kennir meira í véla-
og verkfræði en áður. Annar nýr
kennari, Ingimar Pálsson, kennir
söfig og hefir einnig eftirlit með
skólahúsinu. Stefán Guðmunds-
son, sem áður var járnsmiða-
kennari, hætti störfum á síðasta
hausti.
Eins og alltaf áður voru verð-
laun veitt við þessi skólaslit. Tók
ég þar vitanlega mest eftir glæsi-
legri silfurskeifu frá Morgun-
blaðinu fyrir tamningu. Hlaut
hana Jóhann Tómasson. Verðlaun
frá Búnaðarfélagi Islands hlaut
Ólafur Gíslason. Úr verðlauna-
sjóði Jósefs Björnssonar fyrir
búfjárfræði hlaut Gunní Þóra
Ingólfsdóttir. Frá S.Í.S. fyrir
fóðurfræði hlutu þeir Sverrir
Jónsson og Stefán G. Jósafatsson.
Verðlaun frá Dráttarvélum h/f
hlaut Sverrir Jónsson og úr sjóði
Tómasar Jóhannssonar leikfimis-
kennara Jón H. Guðmundsson.
Eftir að skólastjóri hafði úthlut-
að skírteinum og verðlaunum
talaði hann sérstaklega til þeirra
Hólamanna, sem nú fóru alfarnir
úr skólanum, árnaði þeim heilla
og bað þá að bregðast ekki þeim
vonum sem hann og kennarar
þeirra gerðu til þeirra að reynast
nýtir menn i starfi.
Eftir skólaslit var öllum boðið
Framhald á bls. 27
hans, var farin fyrst og fremst í
þeim tilgangi, að kanna menjar
ísaldar og skoða jökla. Einnig
hugðist hann safna sjávardýrum
og hafði með sér í för til þessa
starfs gamlan sjómann, Anders
Jakobsson. Með í förum var einn-
ig húsvörður frá háskólanum í
Lundi, Cato að nafni.
Þeir fjórmenningarnir fóru frá
Kaupmannahöfn 15. maí, með
seglskipinu Johanne, og fóru i
land á Þórshöfn á Langanesi 30.
maí. Leið þeirra lá síðan suður og
vestur um land, með lengstri við-
dvöl á Svínafelli i Öræfum, en þar
framkvæmdi Torrell fyrstu mæl-
ingar sem gerðar hafa verið á
skriðhraða jökuls hérlendis og
reyndist Svínafellsjökull skríða
um 25 cm á dag. Frá Svínafelli
var haldið til Heklu og Geysis.
Þar skildust leiðir. Torrell og
Anders fóru norður um Kjöl til
Skagafjarðar, en Gadde og Cato
til Reykjavíkur og Gadde siðan
norður um Arnarvatnsheiði og
austur yfir Norðurland til Mý-
vatns, en heim sigldu hann og
Torell frá Akureyri 15. október og
varaði íslandsdvöl þeirra því 5'A
mánuð.
Það sem liggur eftir Torell um
íslandsferðina eru aðallega bréf;
sem hann sendi frægum sænskum
dýrafræðingi, Sven Lovén, og
birtust þessi bréf með titlinum
Bref om Island í ársskýrslu
sænsku visindaakademíunnar
fyrir árið 1857. En Gadde hélt
dagbók um ferð sína og skrifaði
mörg bréf heim meðan hann
dvaldist á íslandi. E.t.v. hefur
hann hugsað sér að gefa út ferða-
bók, en af þvi varð þó ekki. En
Nils 0:son Gadde 1834—1904
hann hreinritaði dagbækur sínar
og það annað sem hann hafði
skráð hjá sér um island og fól
eftirkomendum sinum til varð-
veizlu. Svo var fyrir nokkrum ár-
um, að sonarsonur hans, Nils Carl
Olof Gadde, titlaður tónskáld, lét
fjölrita dagbækur afa síns úr is-
landsferðinni i 30 eintökum, sem
send voru söfnum og einstakling-
um, sem talið var að hefðu áhuga
á þessu efni. Og nú kemur til
sögunnar sá gamli, góði islands-
vinur Einar Fors Bergström, sem
sjálfur gaf út bók um island 1930.
Hann var einn af stofnendum
Samfundet Sverige Island sama
ár og gerir það ekki endasleppt
við ísland, þótt Færeyjar eigi
einnig talsverðan hlut af hjarta
hans. Upp úr dagbókum og bréf-
um Gaddes hefur hann nú unnið
bók með heitinu En fard till Is-
land 1857. Er það ferðalýsing
Gaddes með smá úrfellingum og
nokkrum lagfæringum, kaflar úr
bréfum hans frá islandi, en Fors
Bergström skrifar ítarlegan og
fróðlegan formála. Eftirmála
skrifar forstöðumaður Þjóðar-
sögusafrrsins í Stokkhólmi (Stat-
ens historiska museum) Olov
Isaksson, áhugasamur íslandsvin-
ur, sem þegar hefur skrifað tvær
bækur um Ísland, en útgefendur
eru Þjóðarsögusafnið og Sam-
fundet Sverige — Island, ásamt
bókaforlaginu LT. Útgáfan er
mjög vönduð og prýðir hana fjöldi
mynda úr ferðabókum frá 19. öld-
inni.
Ferðasaga Gaddes er notaleg af-
lestrar og hún lumar á drjúgmikl-
um fróðleik um island. Einna
áhugaverðastur er kaflinn um Ör-
ævasveit. Fróðleg og skemmtileg
er lýsingin á Geysissvæðinu og
stórgosi í Geysi „Sá sem einu
sinni á æfinni hefur orðið svo
hamingjusamur að sjá þvílikt
náttúruundur gleymir því aldrei,
jafnvel þótt hann yrði þúsund
ára“ skrifar Gadde. Hann ber Ís-
lendingum yfirleitt vel söguna.
Nær allsstaðar mætti hann hjálp-
fýsi og gestrisni. En honum þykir
þrifnaðinum sumsstaðar ærið
ábótavant og vart að ástæðulausu.
Vonandi verða einhver bókafor-
lög hér sér úti um þessa íslands-
bók á næstunni. Hún stendur fyr-
ir sínu.
Sigurður Þórarinsson
'
Herrahúsið Aðalstræti4, Herrabúðin við Lækjartorg