Morgunblaðið - 13.05.1976, Síða 14

Morgunblaðið - 13.05.1976, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1976 Frá Bridgefélag; Stykkishólms Nýlega er lokið firmakeppni félagsins og urðu úrslit þessi: (Firmað talið upp fyrst — síðan viðkomandi spilari) 1. Hólmur h.f. Kjartan Guðmundsson 419 2. Bókhald s.f. Magnús Þórðarson 410 3. Bátatrygging Breiðafj. Guðni Friðriksson 410 4. Búnaðarsamb. Snæf. Þórður Sigurjónsson 401 5. Sigurður s.f. Viggó Þorvarðarson 400 6. Hraðfrystihús Sig.Ág. Ólafur Magnússon 393 7. Baldur h.f. Jón Gumundsson 393 8. Björg h.f. ísleifur Jónsson 384 9. Skeifiskvinnsla Sth. h.f. Einar Steinþórsson 381 10. Trésmijan ösp h.f. Sigurbjörg Jóhannsd. 375 11. Verzlun Sig. Ágústss. Valentinus Guðnason 374 12. Oliuverzlun íslands hf. Camilla Kristjánsd. 367 Frá Ásunum Kópavogi Staða efstu sveita að loknum tveimur umferðum, í hrað«'’eitakeppni félagsins er þessi: Sveil stig. 1. Olafs Lárussonar 545 2. Garðars Þórðarsonar 533 3. Jóns Hermannssonar 516 4. Gfsla Isleifssonar 510 Meðalskor er 504 stig. Keppni lýkur hjá félaginu næsta mánudag, en ætlunin er að hefja sumarspilamennsku ef nægilegur áhugi er fyrir hendi og hefja hana mánudaginn 24. maí. Allir þeir spilarar sem áhuga hafa á, eru eindregið hvattir til að mæta, og taka þátt í félags- starfinu Spilað verður á mánu- dögum, í Félagsheimili Kópa- vogs, og hefjast keppnir reglulega kl. 20.00 Veittur verður nemenda- afsláttur, 50% en þátttöku- gjaldi er stillt mjög i hóf aðeins kr. 500.00 pr. par. Frá Kópavogsmóti í tvfmenning Spilamennska hefst á laugar- daginn 15. mai og verður hafin kl. 13.00. Spilað verður i Félags- heimili Kópavogs, neðri sal. Fullskipað er í mót þetta, en 16 úrvaispör hafa tilkynnt þátt- töku og eru þau góðfúslega beðin um að mæta tfmanlega, svo keppni geti hafist á sóma- samlegum tíma, og verði lokið á enn betri tíma. Spilað verður bæði laugardag og sunnudag, 15 umferðir x 4 spil Frá bridgedeild Breiðfirðingafélagsins. Þremur umferðum er nú lokið f hraðsveitakeppninni en þær verða alls fimm. Staða efstu sveita: Sveit Magnúsar Oddssonar 1696 Hans Nielsen 1677 Sigriðar Pálsdóttur 1661 Vibeku Mayer 1648 Jóns Stefánssonar 1621 Elísar R. Helgasonar 1556 Þórarins Alexanderss. 1544 Guðlaugs Karlssonar 1516 Meðalskor 1512 Næsta umferð verður spiluð í kvöld. Lokahóf deildarinnar verður 26. mai og eru allir vinir og vandamenn deildarinnar vel- komnir á skemmtun þessa sem aldin verður að þessu sinni í Hreyfilshúsinu A.G.R. Afli Vestfjarðabáta svipaður og í fyrra STÖÐUGAR gæftir voru hjá Vest- fjarðabátum f aprílmánuði, en afli nokkuð misjafn eftir veiðar- færum. Afli Ifnubáta var góður allan mánuðinn, en hann var nálega eingöngu steinbftur, Iftil- lega þorskblandaður sfðustu dagana. Afli netabátanna tregaðist mjög síðari hluta mánaðarins og skiptu þá nokkrir yfir á línu. Togararnir voru flest- ir með sæmilegan afla í mánuðin- um. I april stundaði 41 (41) bátur róðra frá Vestfjörðum, reru 20 (20) með linu, 12 (13) með net og 9 (8) með botnvörpu, auk nokkurra minni báta, sem voru byrjaðir handfæraveiðar. Heildaraflinn i mánuðinum var 6.550 lestir og er heildaraflinn frá áramótum þá orðinn 25.405 lestir. I fyrra var aflinn í apríl 7.636 lestir og heildaraflinn frá áramót- .um 25.591 lest. Af vertíðaraflan- um er afli togbátanna 10.380 (13.272) lestir eða 41%, línuafl- inn 11,653 (9.390) lestir eða 46% og afli netabátanna 3.372 (2.929) lestir eða 13%. Afli línubátanna í apríl var 2.496 lestir í 348 róðrum eða 7,17 lestir að meðaltali í róðri, en var 2.639 lestir í 429 róðrum eða 6,15 lestir að meðaltali í róðri í apríl í fyrra. Aflahæsti línubáturinn í apríl var Kristján Guðmundsson frá Suðureyri með 223,6 lestir í 22 róðrum, en í fyrra var Orri frá ísafirði aflahæstur línubáta í apríl 208,9 lestir í 25 róðrum. Aflahæstur netabáta í apríl var Garðar frá Patreksfirði með 264,0 lestir í 12 róðum, en í fyrra var Helga Guðmundsdóttir frá Patreksfirði aflahæst í apríl með 299,8 lestir i 15 róðrum. Aflahæst- ur togbátanna nú var Guðbjörg frá lsafirði með 399,6 lestir, en í fyrra var Framnes I frá Þingeyri aflahæst i apríl með 460,8 lestir. Samsöngur á Flúðum FYRIR skömmu héldu Árneskór- inn og Flúðakórinn söngskemmt- un að Flúðum, félagsheimili Hrunamanna. Báðir þessir kórar eru blandaðir og eru um 40 manns i hvorum kór. Flutt voru lög eftir innlenda og erlenda höfunda og voru m.a. sungin lög eftir stjórnendur kóranha. Þá sungu kórarnir einnig saman lag eftir Sigurð Agústsson. 1 Árneskórnum er fólk úr Gnúpverjahreppi, Skeiðum og Biskupstungum og er Loftur S. Loftsson stjórnandi hans. I Flúða- kórnum er fólk úr Hrunamanna- hreppi og er stjórnandi hans Sigurður Ágústsson. Leiðrétting ÞAÐ var ekki rétt hermt í Mbl. á miðvikudag, að hið síðara smygl- mál á Sauðárkróki hefði upplýstst vegna gagna, sem fram komu við rannsókn fyrra smyglmálsins. Lykilgögn málsins komu annars staðar frá. Leiðréttist þetta hér með. o Metropolitanstjarnan Anna Aragno dansar með lielga Tómassyni Helgi Tómasson kemur á Listahátíð. S| \ Anna Aragno þykir frábær ballett- dansari Nú er orðið ljóst að Helgi Tómasson balletdansari kemur og dansar á Listhátíðinni í sum- ar. Og að með honum kemur ballettdansmærin Anna Aragno frá balletti Metropoli- tanoperunni í New York. En hún er ein af balletstjörnunum í New York og fær mjög lofsam- lega dóma í heimsblöðunum. T.d. segir Clive Barnes um hana i New York Times að dans hennar sé „hreinn og tær, túlk- unin áreinslulaus og hitti í mark og hreyfingarnar stór- kostlega músíkalskar“. Óþarfi er að kynna hér Helga Tómasson, sem nú er byrjaður að dansa aftur við góðan orðstír í Lincoln Center eftir fráveru vegna veikinda. En Anna Aragno er íslendingum lítt þekkt, þó hún hafi iðulega dansað sem gestur i Evrópu og Amerfku með þekktustu sin- fóníuhljómsveitum, ballett- flokkum og á listahátíðum, svo sem með Bolshoi-ballettinum í Mozkvu, á móti Mureyev með Mont Carlo ballettinum, með New York Fflharmoniuhljóm- sveitinni, Detroit-sinfóníunni undir stjórn Andre Kostelan- etz, Chicagoóperunni i Grant Park, á Blossom hátíðinni með hljómsveitinn i Cleveland, og Cincinatti hljómsveitinni, á listahátíðinni i Spoleto á ítalíu og hátíðum í Ameríku eins og Jacobs Pillow og American Dance Festival. Hún hefur o Lista- hátíð 1976 dansað í sjónvarpi i Sviss og Itaiíu og á hátíðum í Positano og Maggion Musicale í Flórens. Nýlega dansaði hún sem gestur með Maryland Ballettinum og Californíuballettinum í San Diego og með Daphnis og Chloe balletti Scibins opnaói hún frumsýningu Dallas- synfóníunnar á þessu ári. Hún dansar oftast á móti hinum fræga ballettdansara Edward Villella í frægum ballettum eins og Hnetubrjótnum, Svana- vatninu, Don Quixote í Gilselle, við mikla aðdáun hvar sem þau fara. Anna Aragno er fædd í Róm, en byrjaði ung að læra ballett í Lagatskólanum í Englandi. London Times kallaði hana undrabarn eftir sýningu á Gis- elle og 17 ára gömul fékk hún styrk til náms í Bolshoiballett- inum, þar sem hún lærði hjá Messerer Chertd, og Seminovu og Leonid Lavrovsky og Vera Vasilieve voru þjálfarar henn- ar. Seinna hlaut hún Filbright- styrk til framhaldsnáms í Ameríku, þar sem Alicia Mark- ova fékk hana ráðna sem sóló- dansara við ballett Metropoli- tanóperunnar, þar sem hún er nú aðaldansari. Anna Aragno dansar öll stærstu hlutverk hins sígilda balletts, Giselle, Raimundu, Coppeliu, La Sylphide, Júliu o.s.frv. og fær ávallt frábæra dóma. Þess má geta að ítalski balletthöfundurinn Loris Gay samdi nýiega fyrir hana sér- staklega „Dans hinnar óðu Opheliu", og hefur dans hennar í því hlutverki hlotið góða dóma. Anna Aragno er gift hinum fræga bassasöngvara við Metro- politanóperuna, Justino Diaz, og þau eiga tvær tædur, Nat- öskju og Katyu. Helgi Tómasson og Anna Aragno munu dansa með is- lenzka dansflokknum í Þjóð- leikhúsinu helgina 5. og 6. júní.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.