Morgunblaðið - 13.05.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.05.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. MAl 1976 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Augiýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Geirfinnsmálið enn Ý forystugrein Morg- unblaðsins í fyrradag, var þung áherzla lögð á, að upplýsa yrði hið svonefnda Geirfinnsmál og alla þá opnu enda þess, sem nú blasa við alþjóð. Tor- tryggni og grunsemdum verður ekki eytt, ótta út- rýmt og ró komið á í okkar samfélagi fyrr en þetta, að því er virðist, -víðtæka svika- og giæpamál hefur verió til lykta leitt. Morgunblaóið dregur ekki dul á þá skoðun sína að það er ekki hlutverk fjöhniðla að dæma um það, hverjir eru sekir og hverjir sak- lausir. Hvorki blöð né al- menningsálit geta hreinsað þá, sem liggja undir grun um saknæmt atferli, né dæmt þá eða aðra. Það er dómstólanna einna að ge-a slíkt. Þar sem einungis er á fréttatilkynningu Saka- dóms að byggja og biaða- mannafundi fyrr í vetur verður að sjáifsögðu ekk- ert fullyrt um raunveru- lega stöðu rannsóknar Geirfinnsmálsins en eins og hún blasir viö öllum al- menningi virðist hún aó verulegu leytí hafa siglt í strand — og við það verður ekki unað. Ef marka má fyrrgreindar yfirlýsingar rannsóknaraðila sýnist öll áherzla hafa verið lögð á að upplýsa atvik í sambandi við hvarf Geirfinns Einars- sonar með yfirheyrslum og könnun á sannleiksgildi vitnisburöar ákveðinna einstaklinga. Sé það rétt mat, að í raun hafi skammt verið komizt þrátt fyrir margra mánaða rannsókn- ir og yfirheyrslur er ástæða til að leggja stór- aukna áherzlu á rannsókn málsins eftir öórum leiðum en hingað til sýnast að mestu hafa verið farnar. Hér má nefna til þrennt. Fjölmörg smyglmál hafa verið til rannsóknar og verið upplýst nú um skeið, sum á grundvelli upplýs- inga, sem fram hafa komið við rannsókn Geirfinns- málsins. Hins vegar mun ekki liggja fyrir. hvort þau tengjast á einhvern hátt því máli, eða þeim einstakl- ingum, eóa einhverjum þeirra, sem við sögu þessa máls hafa komið. Aukna áherzlu þauf að leggja á að sannreyna, hvort þarna megi finna tengsl á milli og má ekkert til spara í mann- afla og fjármunum til þess að komast til botns í því. í öðru lagi má nefna rannsókn skattamála þeirra, sem tengzt hafa hinu svonefnda Geirfinns- máli. Hafi Geirfinnur Einarsson verið myrtur er jafn liklegt að fjárhagsleg- ir hagsmunir hafi ráðið þar einhverju um, a.m.k. ligg- ur ástæðan ekki fyrir. Þess vegna gæti skattarannsókn opnað einhverjar dyr til íausnar þessa máls. í þriðja lagi má svo nefna rannsókn á bankaviðskiptum þeirra, sem hér koma við sögu, sem t.d. gæti leitt í ljós, hvort um fjármálatengsl milli einhverra þessara einstaklinga hafi verið að ræða, — og mun Morgun- biaðió ef til vill víkja að því síðar. Vel má vera, að rannsókn þessara þátta málsins hafi þegar farið fram, en sé svo, hefur almenningur ekki fengið upplýsingar um það. Morgunblaðið telur sig hafa ástæðu til að ætla, að slík fjármálatengsl gætu gefið vísbendingu um það, hvort einhverjir þessara einstaklinga hafi átt sam- skipti sín á milli, þótt enn liggi ekki fyrir hvort og á hvern veg leiðir þeirra kunna að hafa legió saman og hverjir voru í dráttar- brautinni þetta nóvember- kvöld. Það er ekki óeólileg krafa almennings í land- inu, að rannsóknaraðilar upplýsi, hvort og þá að hve miklu leyti þessir þættir málsins hafi verið rannsakaðir. Á fundi, sem dómsmála- ráðherra efndi til í fyrra- dag með helztu rannsóknaraðilum, var þeim heitið allri þeirri aðstoó, sem þörf væri á. í þessu sambandi er ástæða til að benda á, annars vegar að draga verður í efa, að rannsóknarkerfi okkar sé einfaldlega vió því búið að takast á vió svo víðtækt sakamál, sem hér kann að vera á ferðinni, og befa fram þá spurningu hins vegar, hvort tjaldað hafi verið því sem til er? Svo virðist, sem ungur og lítt reyndir menn hafi aðal- lega haft með höndum rannsókn þessa máls. Æsk- una ber ekki að vanmeta en reynslan er líka mikils virði. Hvers vegna hafa þeir sakadómarar og rannsóknarlögreglumenn, sem mesta reynslu hafa að baki, ekki haft með hönd- um meðferð þessa máls? Eru önnur mál mikil- vægari í sakadómi? Tafarlaust verður að gera ráðstafanir, sem sann- færa hvern einasta íslend- ing um, að allt sé gert, sem mögulegt er til þess aó upp- lýsa málið. Eins og nú er ástatt verður ekkert annað þolað. Fyrir liggur, að hér er ekki einungis um svika- mál að ræöa, heldur benda allar líkur til að mál Geir- finns Einarssonar sé, eins og morð Guðmundar Einarssonar, glæpamál af verstu tegund og meira en svo, að lagt hafi verið á íslenzku þjóðina að þola slíkt í landi sínu. Jón Aöalsteinn Jónsson: PðST- ÞJÖNUSTA A ISLANDI HINN 13. maí 1776 — eða fyrir réttum 200 árum — var gefin út konungleg tilskipun um póst- ferðir á íslandi og undirrituð af Kristjáni VII. Danakonungi. Hér var um mjög merkan at- burð að ræða í sögu íslands og íslenzku þjóðarinnar, enda þótt almenningur hafi vart á þeim tíma gefið honum mikinn gaum. Segja má og, að reglu- bundnar póstsamgöngur um landið og svo áfram til Dan- merkur hafi fyrst og fremst verið hugsaðar til þess að greiða fyrir skiptum dönsku einvaldsstjórnarinnar i Kaup- mannahöfn við embættismenn sina á íslandi. Allur borri íslendinga hafði litla þörf fyrir breytingu í þessum efnum, eins og þá var háttað högum lands- manna. Eftir margs konar þrengingar á 17. og 18. öld var svo komið um þær mundir, að ibúatala landsins var komin niður fyrir 50 þúsund. Ástandið versnaði þó enn til muna i þeim ósköpum, sem dundu yfir landsmenn í Móðuharðindun- um 1783 — 1785 eftir Skaftár- eldana, enda komst tala lands- manna þá niður í um 40 þúsund og hefur aldrei lægri verið, síð- an land byggðist. Þannig var þá högum íslendinga háttað, þegar póst- tilskipunin var gefin út árið 1776 og var vægast sagt hvergi glæsilegt um að litast. Ekki verður danska stjórnin sökuð um allt það er aflaga hafði farið um langt skeið, enda hafði hún í reynd gert ýmislegt til við- reisnar í anda upplýsingar- stefnunnar. Má þar nefna ferð þeirra Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um landið til rannsókna á högum lands- manna, svo að gera mætti tillög- ur til úrbóta. Stjórnin studdi einnig „innréttingar" Skúla Magnússonar. Ekki má svo gleyma Jóni Eiríkssyni konferensráði, sem vafalaust átti drýgstan þátt í margs konar viðbrögðum dönsku stjórnar- innar til eflingar mannlífi á íslandi á þessum árum. Er það og hald ýmissa fræðimanna, að hann sé frumkvöðull að póst- stofnun þeirri, sem sett var á fót hér á landi 1776 og við minnumst einmitt um þessar mundir. Raunar hafði Lands- nefndin, sem skipuð var árið 1770 og rannsaka átti ástand og hag þjóðarinnar og gera síðan tillögur til viðreisnar landi og lýð, m.a. rættpóstmáliðviðemb ættismenn á Alþingi 1770. Aftur á móti tók hún það ekki upp í tillögur sínar, sem hún samdi 1771. Samt sem áður verður að gera ráð fyrir því, að umræður nefndarinnar 1770 hafi komið hreyfingu á málið. En nú skal aftur vikið að sjálfri póststofnuninni. Póststofnunum hafði verið komið á fót víða í Evrópu á 16. og 17. öld. Á Norðurlöndum hafði þetta orðið í Danmörku árið 1624, í Svíþjóð 1636 og árið 1647 í Noregi. Þegar þetta er haft í huga, má einungis furða sig á, hversu seint reynt var að koma skipulagi á póstferðir innan islands og svo þaðan við umheiminn. Ekki verður tilskipunin frá 13. maí 1776 rakin hér nákvæm- lega. Samkv. henni var lagt fyr- ir stiftamtmanninn yfir íslandi, sem jafnframt var amtmaður i Suður- og Vestur- amti, og amtmanninn i Norður- og Austuramti að koma á opin- berum póstferðum þrisvar á ári frá öllum landsfjórðungum til Bessastaða, þar sem stiftamt- maðurinn sat. Þá áttu þeir um leið að undirbúa póstgöngur þaðan út í landsfjórðungana, til sýslumanna. Þessar ferðir skyldu farnar um það leyti, sem skip fóru venjulega frá islandi til Kaupmannahafnar.Var þetta ákveðið með tilliti ti! þess, að bréf bærust þangað sem fyrst hvaðanæva að af landinu. Skyldu póstar því leggja svo tímanlega af stað úr hverjum landsfjorðungi, að þeir væru komnir til Bessastaða í byrjun marz, júní og október ár hvert. Má á korti því, sem hér fylgir, sjá póstleiðir og bréfhirðingar- staði samkv. tilskipuninni. Áður en tilskipunin var sett, höfðu að sjálfsögðu margs konar umræður átt sér stað, bæði munnlega og bréflega. Þáverandi stiftamtmaður var L.A. Thodal (1770—1785). Honum var með bréfi frá rentu- kammerinu 1774 falið að gera tillögu um heppilega og örugga höfn í nágrenni Bessastaða, þar sem skip gæti legið um vetur- inn. Jafnframt átti hann að ákveða þá staði í fjórðungum iandsins, þar sem hagkvæmast væri að safna bréfum saman til flutnings til Bessastaða, svo að þau bærust þangað þrisvar á ári. Thodal stiftamtmaður svaraði bréfi rentukammersins þegar um haustið 1774. Benti hann á, að „Hafnarfjarðar- tjörn" sé eina örugga höfnin á Suðurlandi og áreiðanlega öruggasta vetrarhöfnin, og ber hann ýmsa skipstjóra fyrir þessu. Hann kveður sæmilega höfn á Viðeyjarsundi, en sá ókostur sé á henni, að hana leggi að jafnaði á vetrum og sé komið fram á vor, þegar ísa leysi. Þá bendir stiftamtmaður á ýmis sýslumannssetúr úti á landi, þar sem heppilegt er að safna bréfum saman, en þarf- laust er að rekja það nánar hér. Danska stjórnin eða rentu- kammerið svaraði bréfi stift- amtmanns snemma árs 1775 og taldi málið ekki nægjanlega ljóst. Lagði hún fyrir stiftamt- mann að ræða þessi mál við amtmanninn í Norður- og Aust- uramti, Ólaf Stephensen, og eins andlega og veraldlega emb ættismenn, sem hann næði til á Alþingi þá um sumarið. Skyldi hann svo gera uppkast að reglugerð um póstgöngur, sem yrði siðan lögð fyrir konung til staðfestingar. Með þessu sama bréfi var stiftamt- manni falið að hefja þegar á því ári — 1775 — póstsamgöngur i samræmi við þær niðurstöður sem komizt yrði að á Alþingi. Ekkert varð samt úr því, enda átti málið nokkur ár í land, svo sem síðar kom fram. Thodal stiftamtmaður samdi umbeðið uppkast að reglu- gerðinni með ráði embættis- manna á Alþingi og sendi það til rentukammersins í Kaup- mannahöfn stuttu eftir þinglok ásamt bréfi. I því ræðir hann um vætnanleg burðargjöld, en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.