Morgunblaðið - 13.05.1976, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐÍÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAl 1976
Eggertsína Eggerts-
dóttir - Minningarorð
Fædd 3. sept. 1890
Dáin 5. maf 1976
I dag verður tíl moldar borin
Eggertsína Eggertsdóttir, sem
andaðist á Landakotsspítala 5.
mai.
Nú er hljótt við húsið á Soga-
vegi 124, það er næstum eins og
vinir hennar fuglarnir hafi þagn-
að lika. Eggertsína fæddist á Hít-
ardalsvöllum i Kolbeinsstaða-
hreppi í Hnappadalssýslu, dóttir
hjónanna Eggerts Eggertssonar
frá Miðgörðum í sömu sveit. og
Elinborgar Magnúsdóttur frá
Bjarnarstöðum í Saurbæjar-
hreppi í Dalasýslu. Að Eggertsínu
lágu traustir stofnar og fannst
það fljótt þegar maður kynntist
þessari góðu konu. Foreldrar
Sínu bjuggu í sveit þar til 1912, að
þau fluttust til Borgarness. Hún
var elst af 6 systkinum og það
kom því í hennar hlut að hjálpa
móður sinni með börnin, þar sem
hún var frekar heilsuveil. Sína
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
móður okkar og systur minnar,
VALBORGAR MARÍU HEIÐBERG.
Suðurhólum 2.
Kristján Karl Heiðberg,
Ámi Marteinn Heiðberg,
Andrea Marfa Heiðberg.
Helga Þórey Heiðberg,
Christa Marfa Heiðberg.
t
Móðir okkar. tengdamóðir og amma,
SÓLVEIG EINARSDÓTTIR.
Háaleitisbraut 117, Reykjavík,
lézt 1 1 maí.
Hrefna Hannesdóttir Jean-Jeanmarie
Heimir Hannesson Bima Björnsdóttir
SigríðurJ. Hannesdóttir Þorsteinn Svörfuður Stefánsson
Gerður Hannesdóttir Marteinn Guðjónsson
og barnaböm.
Eiginmaður minn. +
GÍSLI INGIMUNDARSON.
Stóragerði 34,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 14 maí kl. 13.30
Helga Bjarnadóttir.
t
Þakka innilega samúð og hlýhug við andlát og jarðarför fósturmóður
minnar og mágkonu,
GUÐRÍÐAR JÓNSDÓTTUR,
frá Fljótshólum,
Erna Júlfusdóttir og börn
Anna Jónsdóttir og synir.
t
Móðir okkar,
PÁLMÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Litla-Fjalli
verður jarðsunginn frá Stafholtskirkju laugardaginn 1 5 maí kl 2 e h
Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.15f.h.
Anna Hjartardóttir
Emil Hjartarson
Guðmundur Hjartarson
Guðrún Hjartardóttir
Hugborg Hjartardóttir.
t
Móðir okkar
GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Minnibæ,
sem andaðist 7. mai s I. verður jarðsungin frá Hallgrimskirkju i
Reykjavík laugardaginn 15. mai kl 10 30.
Jarðsett verður að Mosfelli í Grimsnesi sama dag kl 2
Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeir sem vilja minnast hinnar látnu eru
beðnir að láta Hallgrímskirkju njóta þess
Bom hinnar látnu.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa.
BRYNJÓLFS BRYNJÓLFSSONAR,
skósmiðs.
Guðríður Sigurðardóttir,
Hrefna Brynjólfsdóttir, Gisli Ólafsson,
barnaböm, tengdabörn og barnabarnabörn.
minntist oft á æskuárin og með
sérstakri gleði, þrátt fyrir mikla
vinnu og ýmsa erfiðleika eins og
mikið var um í þá daga. Auðheyrt
var hvað hún unni systkinum sín-
um og foreldrum, hjá þeim hafði
lika verið óvenju gott heimilislíf.
Sína var beinvaxin og glæsileg
kona og hélt reisn sinni til siðustu
stundar, þótt hún hefði oft svo
sannarlega vindinn í fangið á lífs-
leiðinni.
Árið 1916 giftist Eggertsína
Guðjóni Þorbergssyni frá ísafirði.
Hann var glæsimenni, vel gefinn
og fjölhæfur til allra verka. Þau
hjón eignuðust 5 börn: Elínborgu
Helgu, Guðbjörn Eggert, Áslaugu
og Ágúst Hafstein sem dó 9 ára og
var það mikil sorg hjá þeim öllum
því að hann hafði verið einstak-
lega yndislegt barn. Mann sinn
missti hún 1962 og var henni það
mikill missir, því að hjónaband
þeirra hafði verið sérstaklega
gott, börnin farin og gift og eftir
það var hún alltaf ein í húsinu
sínu á Sogaveginum, þó börn
hennar væru þar að sjálfsögðu
tfðir gestir. Sína var gædd mikl-
um persónuleika, hún var háttvis
og prúð í framgöngu, en þó glettin
og gamansöm. Aldrei æðraðist
hún yfir neinu, en tók öllu sem
fyrir kom með jafnvægi. Aldrei
heyrði ég hana hallmæla neinum,
en alltaf reyna að færa allt til
betri vegar, þó var hún talsvert
geðrík eins og gefur að skilja með
svo atorkusama konu sem hún
var.
Þegar Guðjón maður hennar
fór að missa heilsu setti hann á
stofn litla verzlun í húsinu þeirra,
aðailega voru það blóm. Þessa
verzlun rak Sína til síðustu stund-
ar. Það sýnir best dugnað hennar
að geta 85 ára búið ein og verzlað.
Hún var mjög trúuð kona og sagð-
ist ekkert hafa að óttast, hún væri
aldrei ein. Sína elskaði blóma-
garðinn sinn og fylgdist með
Jörgína Júlíusdóttir
Minningarorð
Fædd 20. október 1933.
Dáin 5. maí 1976.
Þegar mér barst sú sorgarfregn
að hún Gína væri dáin, trúði ég
því ekki. Jú, því miður, þetta var
satt. Hún andaðist í svefni á heim-
ili sinu aðfaranótt miðvikudags-
ins 5. mai s.l. Hún hafði átt við að
striða erfiðan sjúkdóm um nokk-
urt skeið, en allir héldu að hún
væri að mestu búin að yfirbuga
hann. Gína, en svo var hún ætíð
nefnd af vinum og vandamönn-
um, hét fullu nafni Jörgína
Júlíusdóttir. Hún fæddist í Hrísey
þ. 20. október 1933, elst barna
þeirra sæmdarhjóna, Sigríðar
Jörundsdóttur og Júlíusar Odds-
sonar, er þar bjuggu, en hann rak
þar verzlun ásamt mörgum fleiri
ströfum, er á hann hlóðust í fá-
mennu byggðarlagi. Faðir hennar
t
Þökkum innilega auðsýnda vin-
semd við andlát og útför,
EYJÓLFS
GESTSSONAR,
Húsatóftum.
Guðmundur Eyjólfsson,
Helga Eyjólfsdóttir,
Gestur Eyjólfsson,
Gunnar EyjóHsson,
tengdadætur og
bamaböm.
t
Bróðir okkar og fósturbróðir
minn,
STEFÁN SÖLVASON,
frá Skíðastöðum,
sem andaðist 7. maí á Sjúkra-
húsi Sauðárkróks verður jarð-
sunginn frá Sauðárkrókskirkju,
15. rnaíkl 4e.h.
Elln S. Sölvadóttir,
Guðmundur Sölvason,
Jón Sölvason,
Ingibjörg Sölvadóttir,
Sæunn Guðmundsdóttir.
andaðist árið 1949 og fluttist þá
Sigríður ásamt dætrUnum sínum
þremur til Reykjavíkur, en systur
Gínu eru þær Heba og Sigrún,
báðar búsettar hér í borg. Sigrið-
ur móðir Ginu rak hér um árabil
vefnaðarvöruverzlun, þar til hún
hóf störf við verzlun dóttur sinn-
ar og tengdasonar, sem hún starf-
aði við lengi. Dætrum sínum kom
Sigríður til mennta og fór Gína
siðar til náms í Danmörku á hús-
stjórnarskóla. Þegar heim kom,
hóf hún störf við Landssíma ís-
lands og starfaði þar um nokkurt
skeið, einnig aðstoðaði hún móður
sína í verzlun hennar. Árið 1955,
þ. 28. maí, giftist hún eftirlifandi
manni sínum Ólafi Björnssyni
skókaupmanni. Þau eignuðust tvö
börn, Júlíus 19 ára og Ölmu 17
ára, mannvænleg og myndarleg
börn. Árið 1957 stofnuðu þau
hjón skóverzlun hér í borg undir
nafninu Skóbúð Austurbæjar.
Seinna færðu þau út kvíarnar og
ráku um tíma tvær skóverzlanir
og eina fataverzlun og höfðu auk
þess útibú á Akureyri. Eins og
gefur að skilja var mikið að gera
hjá svo umsvifamiklu fyrirtæki.
Þar kom bezt fram sá mikli dugn-
aður og kraftur, sem í Gínu bjó,
þar sem hún stóð við hlið manns
síns í verzlununum og vann
myrkrana á milli við uppbygg-
ingu þessa fyrirtækis.
Ég, sem þessar línur rita, átti
því láni að fagna að starfa við
fyrirtæki þeirra hjóna um tólf ára
skeið. Ég leitaði eftir vinnu hjá
þeim á örlagastundu í lífi minu,
þegar ég mest þurfti á hjálp og
trausti að halda, og þau brugðust
mér ekki. Ég man alltaf eftir fall-
ega brosinu hennar Gínu þegar
hún bauð mig velkominn til
starfa, og fæ ég seint þakkað þeim
það traust og vináttu, sem þau
sýndu mér þá og alltaf siðan.
Gína var glæsileg kona, hávaxin
og ljós yfirlitum. Hvar sem hún
kom eða þegar hún sinnti störfum
í verzlununum, vakti hún eftir-
tekt sakir gjörfileika og höfðings-
legs yfirbragðs. Þegar Ólafur fór
utan til innkaupa, fór hún oftast
með konum, og heyrði ég að tali
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 - Sími 81960
hverri plöntu og hún hlakkaði
alltaf til þegar þrestirnir komu að
byggja sér hreiður. Allt voru
þetta vinir hennar, blómin og
fuglarnir.
Margur mun sakna þess að sjá
ekki lengur myndarlegu konuna
með milda hlýja brosið, ganga um
I garðinum sínum og hlú að öllu
sem vildi lifa. Sína var afar gest-
risin og alltaf var heitt á könn-
unni og margur er búinn að
þiggja góðar viðtökur á heimili
hennar. Hún var æðrulaus og þótt
hún væri stundum lasin þá var
ekkert að, bara svolítið löt, sagði
hún. Hún var einstaklega vinföst
og held ég að ef henni líkaði vel
við einhvern þá breyttist það
aldrei. Ég er þakklát fyrir þau ár,
sem ég naut vináttu hennar.
Hún verður mér minnisstæð
þessi aldurhnigna kona með ró
sína og reisn og þrátt fyrir öldu-
gang lífsins brosandi og sátt við
allt og alla. Ég veit að nú líður
henni vel, nú er hún komin til
ástvina sinna; samt verður alltaf
mikið tóm eftir svona persónu.
Ég votta börnum ættingjum og
vinum hluttekningu.
„Far þú í friði
friður guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
Blessuð sé minning hennar.
Árdfs Pálsdóttir.
þeirra útlendinga, sem hingað
komu til þess að selja vöru sína,
að hann hefði ekki tapað á því að
hafa sína glæsilegu og gáfuðu
konu með sér, þegar gerð voru
innkaup og samið um verð.
Hún var söngelsk og hafði yndi
af hljómlist, Ég minnist margra
skemmtilegra stunda á fögru
heimili þeirra hjóna, þegar hún
greip til gítars sins og söng fyrir
okkur og fékk okkur til að syngja
með. Hún var félagslynd og starf-
aði mikið innan Oddfellow-
reglunnar, en þar hafði hún ein-
mitt verið á fundi með Rebekku-
systrum sínum siðasta kvöldið,
sem hún lifði. Það er svo margs að
minnast frá liðnum dögum, því
Gína verður mér ógleymanleg, en
þetta eru aðeins fátækleg kveðju-
og þakkarorð til konu, sem ásamt
manni sínum varð mér hjálpar-
hella í lífi minu, sem ég mun
aldrei fá fullþakkað.
Ólafur vinur minn hefur misst
mikið, en hann getur yljað sér við
endurminningarnar um góða og
glæsilega konu, sem studdi hann
og styrkti í harðri lifsbaráttu.
Henni datt aldrei í hug að gefast
upp þótt á móti blési og á bratt-
ann væri að sækja. Júlíus og
Alma hafa misst elskulega móður,
sem vildi þeim allt hið bezta, þau
minnast hennar með þakklæti og
virðingu. Móðir hennar hefur
misst elskulega dóttur og systurn-
ar elstu systurina, sem gott var að
leita til í blíðu og stríðu. Ég sendi
þeim öllum minar innilegustu
samúðarkveðjur og bið þann sem
öllu stýrir að hugga þau í sorg
þeirra. Blessuð sé minning henn-
ar.
Jörundur Þorsteinsson.
útfaraskreytlngar
blómouol
Groðjihusið v/S,c,tun simi 36770