Morgunblaðið - 13.05.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.05.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAl 1976 Einhugur um stjórnar- samstarf Þórarinn Þórarinsson ritar forystugrein f Tímann í fyrradag, þar sem hann fjallar um stjórnarsamstarfið og við- horf í þjóðmálum og segir: „Hinn nýlokni aðal- fundur miðstjórnar Fram- sóknarf lokksins var á vissan hátt frábrugðinn fyrri fundum. Venjan hefur verið sú, að ræða fyrst og fremst um stjórn- málaástandið og gera ályktun í samræmi við það. Að þessu sinni var þetta gert að vanda, en jafnframt ræddir sérstakir málaflokkar, sem höfðu verið athugaðir og ræddir í starfshópum fyrir fund- inn. Á þennan hátt var fjallað um orkumálin, kjördæmamálið og verk- legt nám. Ályktanir voru gerðar um öll þessi mál og koma þar fram ýms ný viðhorf. Þessar ályktanir verða síðar birtar og verður þá nánar rætt um þær. Umræðurnar um ástand og viðhorf í þjóðmálum settu þó eðlilega mikinn svip á fundinn. Það ein- kenndi mjög þessar um- ræður, að fullur einhugur var um, að núverandi stjórnarsamstarf bæri að treysta og halda því út allt kjörtímabilið. Flokkarnir, sem standa að því hafa löngum deilt hart og eru ósammála um margt. Þeir tóku hins vegar höndum saman á erfiðum tfmum, þegar aðrir flokkar vildu ekki taka á sig ábyrgð, og hafa orðið undanfarin misseri að glíma við vax- andi erfiðleika. Þegar stjórnin tók við, var verð- bólgan í algleymingi, m.a. sökum brotthlaups Björns Jónssonar úr vinstri stjórninni, og var fyrir- sjáanlegt, að því hjóli yrði ekki snúið við á skömm- um tíma. Við þetta bætt- ust svo síversnandi við- skiptakjör næstu misseri. Það hefur því gengið erfiðlega að veita verð- bólgunni viðnám. Hins vegar hefur það tekizt að tryggja næga atvinnu, sem óvíða hefur heppnazt annars staðar á þessum tíma. Þá hefur verið haldið áfram þróttmikilli byggðastefnu og gert meira stórátak I orkumál- um landsins en áður eru dæmi um. Þær fram- kvæmdir eiga eftir að verða metnar í framtíð- inni, þvf að allt bendir til að orkuverð haldi áfram að stórhækka " Önnur stjórn ekki vænlegri Síðan segir Þórarinn Þórarinsson: „Eftir örðugt starf í tæp tvö ár, bendir margt til þess, að starf rfkis- stjórnarinnar sé að bera árangur. Þrátt fyrir verð- hækkanirnar að undan fömu, má gera sér vonir um, að verðbólgan verði verulega minni á þessu ári en í fyrra og þannig takist að draga úr henni í áföng- um. Bersýnilega hafa náðst traustari tök á rfkis- rekstrinum og að afkoma rfkisins verði þvi mun betri á þessu ári en í fyrra. Sömu vonir er hægt að gera sér um viðskiptin út á við. Þá bendir margt til þess, að viðskiptakjörin muni fara batnandi, enda vilja þeir, sem höfnuðu að taka á sig ábyrgð sumarið 1974, nú ómir komast f stjóm. Önnur stjórn en sú, sem nú er, er þó ekki vænlegri til að halda endurreisnarstarfinu áfram. Þvi ber flokkum hennar að treysta sam- starfið og skila sem beztum árangri á kjör- tímabilinu. Þar sem vonir standa til, að efnahagsaðstæður fari batnandi, munu rfkis- stjórnin og flokkar hennar fá betra tækifæri á síðari hluta kjörtfmabilsins en fyrri hluta þess til aðfjalla um fleiri mál en efnahags- málin. Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvörp um endurbætur á dóms- málakerfinu, og hann hefur sem viðskiptamála- ráðherra boðað frjálsari skipan verðlagsmála. Aðrir ráðherrar hafa einn- ig merkar lagabreytingar f undirbúningi/ því má vænta merkilegs lög- gjafarstarfs á sfðari hluta kjörtfmabilsins. Þ.Þ." BLOMAKER GARÐÞREP MOSAIK HF. siTaileo”4 Luxaflex strimlagluggatjöld eru ódýrustu og vönduðustu Strimla glugga- tjöldin. Þér getið valið um tvær gerðir af brautum. Luxaflex Universal brautir Luxaflex Standardbrautir, mjög fyrirferðalitlar Strimlar í öllum tískulitum. Kynniö ykkur verð, gæöi og greiðsluskilmála tryggir gæöin Ólafur Kr. Sigurðsson og CO Suðurlandsbraut 6, sími 83215 Brautryðjendur lækkaðs vöruverðs tilkynna: ÓDÝRT nýreykt trippakjöt Dilkakjöt ÁGAMLA VERÐINU IMw 1 SKEIFUNNI 151 IsiMI 86566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.