Morgunblaðið - 13.05.1976, Side 21

Morgunblaðið - 13.05.1976, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAt 1976 21 — Fyrrverandi flugmenn Framhald af bls. 3 eigendur sjái sér hag í að hætta rekstrinum og stinga tugum milljóna króna í vasann." Segja flugmennirnir að við skoðun atburðarásar í máli þessu komi greinilega fram að samn- ingsvilji af hálfu Vængjastjórnar hafi verið í algeru lágmarki. „Fyrrverandi flugmenn Vængja hf. harma mjög hvernig þessu máli lyktaði, en vegna þver- móðsku og óbilgirni fámennrar „hluthafaklíku" í Vængjum hafa þeir verið sviptir atvinnu sinni fyrir það eitt að fela stéttarfélagi forsjá mála sinna, segir í niður- lagi greinargerðarinnar. — Grimond Framhald af bls. 1 búðar svaraði Grimond: „Menn vilja ekki gamlan skarf eins og mig í sjónvarpinu sí og æ. Stjórn- málaleiðtogar, eins og hnefaleika- kappar, eiga alltaf erfitt með að snúa aftur." — Frakki grunaður Framhald af bls. 17 unni sem leiddi til dauða kúbanska byltingarmannsins Ernesto „Che" Guevara 1967 eftir morðið á sendiherranum í París i gær. Sendiherrann er fjórði háttsetti maðurinn er viðriðinn var dauða Che Guevara sem látizt hefur með voveiflegum hætti. Hinir eru Rene Barrentos fyrrum forseti sem fórst í þyrluslysi 1969, yfir- maður leyniþjónustunnar sem beið bana 1971 og yfirmaður her- deildarinnar sem handtók Che Guevara og beið bana eftir upp- reisn gegn Hugo Banzer forseta og yfirheyrslur í innanríkisráðu- neytinu. Innanríkisráðuneytið í La Pas sagði í dag að Zenteno hershöfð- ingi hefði varið fullveldi og þjóðarvirðingu Bólivíu gegn erlendum skæruliðum sem hefðu ráðizt inn í landið. Utanríkisráðu- neytið sagði að morðið væri „Svik- samleg árás alþjóðlegra öfgahópa lengst til vinstri." Yfirmaður landhersins, Raul Alvarez Penaranda, sagði að „ofbeldis- postulum" yrði svarað ,,í sömu mynt". Penaranda sagði að útlægur hershöfðingi, Luis Reque Teran, bæri einn ábyrgð á morði sendi- herrans. Reque Teran hershöfð- ingi hefur skrifað mikið um baráttuna sem leiddi til dauða Ches og varð yfirmaður hersins í forsetatfð Juan Jose Torres sem var vinstrisinni. Zenteno Anaya sendiherra var yfirmaður liðssveitanna sem drápu Che og var einnig um skeið utanríkisráðherra og yfirmaður hersins. Samtök sem kalla sig „Che Guevara herdeildina" hafa lýst sig ábyrga á morði sendiherr ans. Maður úr þessum samtökum segir að sama byssa og sendiherr- ann var myrtur með hafi verið notuð þegar árás var gerð í desember á hermálafulltrúa Spánar í París, Bartolome Plata- Valle höfuðsmann, sem særðist alvarlega í íbúð sinni. Þá sögðust Baskar bera ábyrgðina. I desember 1974 skutu tveir menn hermálafulltrúa Uruguay i París tií bana. Tupamaros- skæruliðar lýstu sig ábyrga. — Forkosningar Framhald af bls. 17 öldungadeildarmanni f forkosn- ingum demókrata í Nebraska, lýsti vonbrigðum sfnum með ósigurinn, sem þó var mjög naum- ur eða 39%:38%. t forkosning- unum í Connecticut vann Carter hins vegar Morris Udall. Þetta voru fvrstu forkosningarnar sem Frank Church tók þátt f, og telja ýmsir sigur hans geta bent til þess að glansinn sé farinn að fara eitthvað af Carter, sem nú stafar einnig ógn af framboði Jerry Brown, rfkisstjóra í Kaliforníu. Carter hefur nú þegar 615 fulltrúa á landsþingi demókrata á bak við sig af alls 1.505 sem þarf til að fá útnefninguna. — Vinsæll Framhald af bls. 17 inn leiðtogi Frjálslynda flokks- ins og gegndi því starfi um rúmlega tíu ára skeið. Áður en hann tók við flokknum var stundum látið að þvi liggja að flokkurinn væri eins konar einkastofnun Asquith-fjöl- skyldunnar og raunar var kona hans, Laura Bonham- Carter, sem hann kvæntist 1938, sonardóttir forsætisráð- herra frjálslyndra i byrjun ald- arinnar, Herbert Asquith. Síðan Grimond lét af forystu flokksins hefur hann haldið sig utan við deilumál. Þó studdi hann aðild Bretlands að Efna- hagsbandalaginu. Hann hefur sjaldan tekið eindregna afstöðu í deilumálum á þessum tíma, en barðist þó eindregið gegn hug- myndum sem voru uppi um myndun samsteypustjórnar Frjálslynda flokksins og íhalds- flokksins eftir kosningarnar i febrúar 1974. — Zetan Framhald af bls. 16 runalegt ds, ðs, ts, bæði í stofni og endingum, þar sem tannstaf- urinn d,ð eða t er fallinn burt i skýrum framburði. 4) Rita skal tvöfaldan samhljóða á undan samhljóða, þar sem stofn vísar til (byggð, styggð) — en ein- faldan þar sem uppruni sýnir (sagði, dugði). Þá fjallar frum- varpið um fjölmargar aðrar stafsetningarreglur, sem of langt mál er að gera grein fyrir hér í stuttri fréttafrásögn. # Hitamál á þingi. Nafnakall f neðri deild. Þetta stafsetningarmál er eitt mesta hitamálið á Alþingi, nú sem áður. Ingvar Gfslason (F), Magnús Torfi Olafsson (SFV) og Svava Jakobsdóttir (Alb) fluttu frávlsunartillögu I neðri deild. Fór fram nafnakall um hana. Þar fóru Z-menn með frækinn sigur af hólmi. Tillag- an var felld með 21 atkvæði gegn 11 en 8 voru fjarstaddir. Með frávísun greiddu atkvæði: Svava Jakobsdóttir, Vilhjálmur Hjálmarsson, Þórarinn Sigur- jónsson, Eðvarð Sigurðsson, Garðar Sigurðsson, Ingvar Gíslason, Jón Skaftason, Skúli Alexandersson, Karvel Pálma- son, Lúðvík Jósepsson, og Magnús Torfi Ólafsson. Nei sögðu hins vegar: Sverrir Her- mannsson, Tómas Arnason, Þórarinn Þórarinsson, Bene- dikt Gröndal, Ellert Schram, Eyjólfur K Jónsson, Friðjón Þórðarson, Guðmundur H. Garðarsson, Gunnlaugur Finns- son, Gylfi Þ. Gíslason, Ingólfur Jónsson, Jóhann Hafstein, Lárus Jónsson, Matthías Bjarnason, Matthías A. Mathiesen, Páll Pétursson, Pálmi Jónsson, Sigurlaug Bjarnadóttir og Ragnhildur Helgadóttir. Sfðan voru frumvarpsgreinar þingmanna frumvarpsins (við 2. umræðu) samþykktar með 19 atkvæðum gegn 4 (ein grein gegn 5), sem og breytingartil- laga frá meirihluta mennta- málanefndar deildarinnar, þess efnis, að i stað tzt megi nota tst, til dæmis rita stytstur flutst o.s.frv. Virðist því traust fylgi fyrir frumvarpinu i neðri deild Alþingis. 0 Þóf við þriðju um- ræðu. * Þetta mál er nú til 3. umræðu í deildinni, þar sem fyrrv. menntamálaráðherra, Magnús Torfi Ólafsson, hefur haldið uppi löngum ræðuhöldum. máske til þess að tefja málið. Þess er þó skylt að geta, að málflutningur hans allur er málefnalegur og prúðmannleg- ur sem jafnan áður. Sama má segja um málflutning Gylfa Þ. Gíslasonar og Sverris Her- mannssonar, sem eru helztu talsmenn Z-unnar í deildinni. Umræðurnar hafa verið bæði stórfróðlegar, líflegar og skemmtilegar. Hvort þetta hita- mál hefur fengið afgreiðslu frá neðri deild til efri deildar á kvöldfundi í gær verður að biða frásagnar þingsíðu á föstudag. — Vegaáætlun Framhald af bls. 16 kvæmda með tekjuöflunarleið, sem ekki væri farin. en rétt væri að fara: vegskatti. MISTÖK SEM LEIÐRÉTTA ÞARF: NORÐUR—AUSTURVEGUR Evjólfur Konráð Jónsson (S) gerði itarlega grein fyrir lögum. sem sett voru á sl. þingi, um happ- drættislán til Norður- og Austur- vegar. Þau lög segðu ótvirætt að gefa ætti út á fjórum árum slík bréf, til þessarar vegagerðar. að fjárhæð 2000 m.kr. Skyldu % þeirrar fjárhæðar renna til Norðurvegar og H til Austur- vegar. Þessa sæjust ekki skil í framlagðri þingsályktun að vega- áætlun. Hér hefðu átt sér stað mistök, sem þyrfti að leiðrétta og treysti hann ráðherra til að bregða þar skjótt við. Rétt væri að spara þyrfti í þjóðfélaginu, eins * vegagerð sem öðru, og vildi hann sízt draga úr réttmæti aðhalds á slíkum tímum sem nú væru. En ekki væri hægt að ganga fram hjá eða breyta lögum með þingsálykt- un. Lagafyrirmælum þyrfti að hlíta. . . . Aðrir sem til máls tóku voru Jón Ármann Héðinsson (A), sem m.a. tók undir orð Eyjólfs Konráðs og taldi að auki fram- kvæmdarýrnun i vegagerð of mikla, og Páll Pétursson (F) sem gerði samanburð á vegamála- stjórn fyrrverandi ráðherra úr SFV og þess núverandi. . . . Að lokum sagði samgöngu- ráðherra nokkur orð og sagði rangt að nota samanburð á fjár- veitingum milli kjördæma sem al- gildan mælikvarða. Þar sem unnið væri að hinum stærri verk- efnum hlytu fjárveitingar að vera hærri en annars staðar. Minnti hann t.d. á framkvæmdir á Skeið- arár'sandi á sinni tíð. Gildi verk- efna og verkefnaröðun hlyti að koma fram á mismunandi fjár- veitingum og hafa meiri þýðingu en innantóm hreppapólitík sem tilheyrði liðinni tíð. — Þá sagði ráðherra ekki ætlunina að snið- ganga lagafyrirmæli um Norður- og Austurveg. — Deilt um Framhald af bls. 16 þingsins umfram það sem góðu hófi gegndi. ATHUGASEMIIIR SEM ÞARFNASTIHUGUNAR Ellert Schram (S) formaður allsherjarnefndar, sagði um sagnir um umrætt frumvarp, með athugasentdum, sem erfitt væri að ganga fram hjá án frekari skoðunar, ekki hafa legið fyrir fyrr en fyrir u.þ.b. viku eða fáum dögum fyrir þá ráðgerð þingslit (15. maí). Frumvarpið ætti hvort eð er ekki að taka gildi fyrr en um nk. áramót — og þvi hefði nefnd- in einróma talið það til bóta, að nýta tímann til haustsins til að vanda verk sitt betur, þar sem sá frestur seinkaði ekki gildistöku eða framkvæmd laganna. I þýð- ingarmiklum málum væri á stundum hyggilegra að flýta sér ekki um of á kostnað vandvirkni, ekki sízt ef nánari athugun seinkaði alls ekki framgangi máls- ins eða gildistöku eins og gilti um þetta lagafrumvarp. Um þingsályktunartillögu Sighv. Björgvinssonar o.fl. væri það að segja, að hún snerti út- gjaldahlið ríkiskerfisins, og þar Atök harðna á ný í Líbanon Bi-irúl. 12. mai NTB. AP. BARDAGARNIR i Libanon harðna stöðugt þrátt fyrir tilraun- ir Sarkis nýkjörins forseta að bera klæði á vopnin. I dag réðust vinstrisinnar til atlögu í miðborg Beirút eftir nýja sókn hægrimanna í fjöllunum austan við höfuðborgina. Þó virðist hernaðarstaðan þann- ig að hvorugur aðili geti nevtt hinn til að láta undan sfga. Þrátt fyrir kosningu Sarkis virðast deilur kristinna manna og múhameðstrúarmanna hafa harðnað. Bjartsýnismenn hafa talið að kosning hans sýndi að stjórnmálakerfið í Líbanon væri enn starfhæft enda þótt vinstri- menn tækju ekki þátt í kosning- unni. Vinstrimenn hafa itrekað kröfu sina um að sýrlenzkir hermenn verði kallaðir burtu frá Líbanon og telja það forsendu þess að borgarastriðinu Ijúki. Leiðtogi þeirra, Kamal Jumblatt, leggur á það áherzlu að Líbanir verði að taka við hlutverki sýrlenzku her- mannanna. Hægrimenn leggja aftur á móti á það áherzlu að nærvera Sýrlend- inga sé- nauðsynleg til þess að unnt sé að halda uppi lögum og reglu í Líbanon þannig að Sarkis geti tekið við forsetaembættinu. Um 80 menn féllu í bardög- unum í dag og 200 særðust. Bardagar blossuðu einnig upp í Norðurhluta Líbanons. bæði í Tripoli og Zagharta. Flestir féllu i bardögunum í fjöllunum austur af Beirút. Falangistar sögðu að þeir ættu eingöngu í höggi við Palestínu- menn. Olíuskip strandar með 100.000 lestir La Coruna. 12. mai. NTB. SPÆNSKT olfuflutningaskip hlaðið 100.000 lestum af hráolíu strandaði f innsiglingunni f höfn- ina í La Coruna á norðvestur- strönd Spánar í dag. Leki kom að skipinu og mikil olíubrák brciðist út meðfram ströndinni. Skipstjórinn og hafnarstarfs- maður fórust þegar reynt var að koma skipinu á flot en öðrum af 45 manna áhöfn skipsins var bjargað. væri ekki óeðlilegt, að ráðherra eða rikisstjórn létu nefndinni í té visbendingar hve langt mætti ganga i útgjaldaaukningu. FRUMVARP UM RtKISBORGARARETT Ölafur Jóhannesson dómsmála- ráðherra nefndi nokkur þingmál frá sinu ráðuneyti komin s.s. um skotvopn og sprengiefni o.fl. sem enn væru óafgreidd. Eitt fyrsta mál þingsins hefði t.d. verið frum- varp um rikisborgararétt. Ekki bólaði á nefndaráliti um það enn. Þar ætti að visu önnur nefnd hlut að máli. Umrædd frumvarp um rannsóknarlögreglu hefði fengið það góðar móttökur hjá þing- mönnum, m.a. Ellerti Schram, að hann hefði vænzt skjótari af- greiðslu á því. rAðherrabað UM UMSAGNIR Friðjón Þórðarson (S) sagði óréttmætt að veitast að Ellert B. Schram i þessu máli, sem nefndin hefði verið einhuga um, enda væri Ellert einn starfsamasti nefndarformaður í þingdeildinni. Skipið var að koma frá Persa- flóa og strandaði á skeri. Leki kom að skipinu og skipstjórinn skipaði áhöfninni aðyfirgefa það. Sfðan urðu nokkrar spreng- ingar og margar rúður í bygg- ingum við höfnina brotnuðu. Svartan reykjarmökk lagði vfir bæinn. Talsmaður eigenda skipsins sagði að allt yrði gert sem unnt væri til að koma í veg fvrir olíu- mengun. Vitnaði hann m.a. til ræðu dóms- málaráðherra, er hann mælti fyrir frumvarpinu, þar sem þess hefði verið sérstaklega óskað, að leitað væri umsagnar þeirra aðila, sem málið hefði nokkuð tafizt hjá. VERULEGT FJARHAGSATRIÐI Gunnlaugur Finnsson (F) sagði tima hafa verið nauman til að afgreiða þetta frumvarp. Hann hefði sem fjárveitingarnefndar- maður tekið þátt í að fækka í starfsliði löggæzlunnar í landinu og ætti þvi erfitt með að standa að fjölgun þess í annarri nefnd. Hér væri á ferð nokkurt fjárhags- atriði, sem stjórnvöld yrðu sjálf að gefa nokkra vísbendingu um. Nánari skoðun málsins, án þess að seinka gildistöku laganna, hefði því naumast átt að saka. Hins vegar hefði hann, sem væri ritari allsherjarnefndar, alls ekki litið svo á, að nefndin hefði tekið af- stöðu til umræddrar þingsálykt- unartillögu Sighvats Björgvins- sonar o.fl. enn, enda ekkert um slika afgreiðslu bókað i fundar- gerð hennar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.