Morgunblaðið - 13.05.1976, Side 12

Morgunblaðið - 13.05.1976, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAl 1976 Þorskvernd mannvernd EIGUM við að ganga svo úr öltum ham við fisk- vernd, að við eyðum þeirri stétt, sem veiðir fisk? Að hvaða gagni kæmi þá fiskverndin? I vestrænum lýðræðisríkjum er fiskimannastéttin hverfandi stétt. Menn fást ekki á sjð. Sú þjóð, sem á mikið undir þvf, að þessi stétt haldist við lýði og í þjálfun, hlýtur að verða að fara með gát í öllum aðgerðum, sem ýta undir þá þrðun, að menn hætti sjðróðrum. Við lofum þeim gulli og grænum skógum f framtíð- inni. En koma þeir aftur? SJÁLFHELDAN Fiskveiðiyfirvöldum er uppálagt að takmarka sóknina í þorskinn, af þvi að þjóðin hefur nú sárlega uppgötvað tengsl sin við hann, líkt og fálkinn við rjúpuna, þegar hann hefur rifið sig inn að hjartanu. En málín standa svo þannig, að fiskiflot- inn er fjárhagslega vanmegna og vantar þorsk, hluti fiski- mannastéttarinnar iila haldinn i launum og vantar þorsk, fisk- vinnslufólkið vantar meiri þorsk, fiskframleiðslufyrirtæk- in vantar þorsk, því að dýrir og viðkvæmir markaðir eru í hættu, keppinautarnir ryðjast inn á þá, ef við getum ekki fyllt nægjanlega á með þorski og þjóðina alla vantar þorsk til öflunar gjaldeyris. Allt þjóðfélagið æpir á meiri þorsk en lika þorskvernd. Þjóð- in og þorskurinn eru eitt. (Og bæði gjaldþrota). Það er vissu- lega afleit uppákoma að eiga líf sitt undir hvoru tveggja í senn, að vernda þorsk og drepa þorsk. Allt þetta sem lýst hefur ver- ið leiðir af sér þrýsting í þorsk- sókninni, og torveldar ekki að- eins hömlur, heldur mjög lík- lega sprengir þær, nema þeim sé beitt með gát. Almenningi vill gleymast, þegar hann ásak- ar stjórnvöld fyrir að ganga slælega til verks í þorskvernd- inni, að þau gera sér ljóst að róttækar aðgerðir og of bráðar myndu leiða til atvinnuleysis og efnahagslegs hruns og öll stjórn í þorskverndinni fara úr böndunum. Eins verður þjóðin að gera sér ljóst, að það kostar peninga að vernda þorskinn. Mikla peninga. Og það er of þung byrði fyrir eina stétt þjóð- félagsins. Kostnaðurinn af fisk- verndinni verður að jafnast niður á alla þjóðfélagsþegnana. Sá háttur gengur ekki að þjarma þangað til að fiski- mönnunum, að þeir neyðist til að brjóta lög og tugthúsa þá síðan. IROKIVAR SETIÐ VIÐ LAUST Enginn ráð eru mönnum kunn, sem leysi þann vanda sem hér hefur verið rakinn. Þær framtíðaráætlanir um stjórnun fiskveiða, sem nú eru á döfinni, eru bæði umdeilan- legar og langtíma- og áfanga- framkvæmdir, sem leysa ekki hinn bráða vanda stundarinn- ar. Það er varla um annað að ræða, en hafa þann háttinn á, sem mörgum hefur bjargað á hætti’.siglir.gu — að sitja við laust — og slaka á klónni í hviðum en herða ef slotar. Það er ekki hægt að liggja á neinni útreiknaðri kompásstefnu á slíkri sigl- -ingu, heldur verður að víkja bátnum undan eða uppað eftir því sem sjóar rísa og amla þannig í átt tii lands. Slík sigling er taugaslítandi og margur ergist um borð og finnst lítið miða. Það verður því oft að mönnum leiðist þófið, setja út stefnu, hækka seglin, festa klófalinn — og hvolfa undir sér. STÉTTIN, SEM FYRST BRYTUR A... Þó að þjóðarskútan hljóti að taka inná sig mikinn sjó til hlés, þegar henni haliar undan þeim sjóum, sem nú riða á henni, og þeir sem hlémegin' menn af 4500—5000 manna stétt. Mikill hluti stéttarinnar er svo með sæmilegar verka- mannatekjur en nokkur hluti hennar er mjög tekjulágur. Um þessar mundir eru það sérstak- lega bátasjómenn, sem stunda þorskveiðar, sem verða hart úti. Þá menn vantar fisk f dag, þeir geta ekki lifað á voninni um fisk á morgun. Þessi staðreynd gleymist almenningi, og hann rankar ekki einu sinni við sér, þegar heil stétt manna fer að brjóta lög, heldur virðist ætla að afgreiða málið með því að mennirnir brjóti lögin af glæpahneigð og því beri að tyfta þá rækilega. Það er víða að koma uppá f hinum ýmsu þjóðlöndum að atvinnustéttir brjóti lög, sem þrengja kosti þeirra. AIIs staðar í lýðræðisríkjun- um er svo leitað ýmissa leiða til að sætta stéttina við hlut sinn, annarra en þeirra að tugthúsa kasta vörpu með möskvastærð, sem komin var úr gildi, veiða fisk innan stærðarmarka nýjustu reglugerðarinnar, villast inná friðuð svæði eða jafnvel inn fyrir landhelgislín- ur. Eru þetta allt glæpamenn svo og þeirra feður (og okkar margra), þvi að ekki er nú þetta í fyrsta skipti, sem fisk- veiðilög eru brotin á Islandi. Þegar nú sú staðreynd blasir við, að fiskimannastéttin er meira eða minna brotleg við reglugerðir, á þá að tugthúsa hana með ótíndum glæpamönn- 8 bátar ^P/ie n-a tekni 8OonJftl<r var ’ landi 3L Vissum ekki ^ friðaða svæðinn f,r Bjorn Ingólfsson skinsHA,; a l_ . .. « ... U S*ks*a J slaPh umbreyting'- 9 9 segir Ingólfsson skipstjóri á Frey KE í bálunum 10. xe~ * • J urðtim jarn 10 hátar með net ■-.-■gT"-.væ»inu á Selvögsbankal ISSFekkiIvona mönnum að tala nm ölöglegar veiíar utlendinga^ -segir Matthías Bjarnason 8e?__..«n--.»2!-alSWS5 vnosK.r.o ur frá 1 Öatum —- svæömu. NoVV^. eru verði þá fyrir einhverjum áföllum, vökni að minnsta kosti, þá fá þeir fyrr á sig sjó- inn, sem eru við vinnu sína á vindborða. Þeir fá hann á sig strax af fullum krafti, þegar hann hvolfist innyfir borð- stokkinn. Það er svo sem hægt fyrir skipstjórann að skipa mönnun- um að standa af sér sjóinn, en það getur reynzt litið hald í slikri skipan og það er eins lík- legt að mennirnir hefði þá skip- an að engu heldur reyndu að forða sér, hver sem betur gæti. Fiskimenn og útvegsmenn eru á vindborða á þessari þjóðarskútu okkar, sem nú ligg- ur undir áföllum. Meðaltekjur fiskimannastéttarinnar eru álíka og verkamanna, en vegna mismunandi aflabragða og veiða, þá er það svo við sjóinn, að nokkur hluti stéttarinnar er með ágætar tekjur en stór hluti hennar með lágar tekjur. Það má taka sem haldgott dæmi og fersktaðáminnigerðskut- togaranna eru tekjur háseta sagðar um 200 þús. krónur á mánuði eða vel það, en hér er ekki um að ræða nema um 600 stéttina. Við erum einir um þá lausn. KROSSFESTUM ÞA Hér mælir nú maður við mann: — Þetta eru glæpa- menn, þessir fiskimenn, veiðiþjófar, þeir virða ekki veiðihömlur og brjóta reglu- gerðir hver sem betur getur... Það er nú sjálfsagt rétt skoð- un, að afbrotin taki til ungans úr stéttinni, svo margir eru tugthúsaðir, og hinir sjálfsagt miklu fleiri, sem vegna anna löggæzlumanna eru ekki komn- ir undir lás og slá. Það er nú svo, að þótt skip- stjórarnir beri að visu ábyrgðina og hafi ákvörðunar- valdið, vita allir yfirmenn skipsins jafnan, hvað er að gerast og hásetarnir oftast líka. Ég held, að það sé Iítið um það, að skipshöfnin kæri skipstjóra sinn, og verður hún þá auðvitað samsek honum, ef hún hylmar yfir brot. Það eru varla margir þeir fiskimenn f brú eða á dekki, sem ekki hafa verið með að hnýta ólöglega fyrir poka, um i áföngum eða á einu bretti? Ég lái sjávarútvegsráð- herra það ekki þótt hann reyni að fara sér hægar en ofstækis- fólk það óskar, sem vill þyngja viðurlög og fjölga reglugerðum sem mest. Dómsmálaráðherra sagðist helzt telja vænlegast að Þyngja viðurlög i viðtali. Vissu- lega er það aðferð, sem er líkleg til árangurs í fiskvernd að loka fiskimannastéttina inni, það getur varla verið um hald- kvæmari vernd fyrir þorskinn að ræða, en er þessi aðferð ekki nokkuð dýr. Ég ætla nú ekki að ræða þá hlið málsins i einstök- um atriðum heldur aðeins benda á það atriði, sem við blas- ir, en það er hinn alkunni og rikjandi húsnæðisskortur glæpamanna. Það er víst Litla- Hraun, sem dósmálayfirvöld treysta á. En hafa nokkrar ráðstafanir verið gerðar til að stækka það? Það væri nú eftir öðru að dóms- málayfirvöldin lentu i þeirri niðurlægingu, sem ýmsum sýnist nú ærin fyrir, að verða að senda löggæzlumönnum sín- um á miðunum skeyti: — í guðanna bænum komið ekki eftir ASGEIR JAKOBSSON með sökudólgana að landi. Ekk- ert húsnæði... í rifrildi við mann nokkurn á dögunum, hreytti hann því útúr sér, að það ætti ekki að tugt- húsa brotlegu fiskimennina heldur krossfesta þá. Hann hefur sennilega haft húsnæðis- skortinn f huga og páskarnir minnt hann á þessa ódýru lausn. Ég veit ekki hversu margir liggja undir dómi eða eiga óafplánaðan dóm, kannski eru það ekki nema eins og hundrað skipstjórar, sem vió þurfum að festa upp — f bili. Hvað er nú hægt að tína til þessari stétt, sem maður er uppalinn með, til afbötunar á krossinum eða í tugthúsunum meðan þau hrökkva til? ÞEGAR NAUÐSYN BRÝTURLÖG Þegar friðuð eru fiskisvæði, þar sem helzt er fisk að hafa, þá gæti ' almenningur sér til skilningsauka hugsað sér tvö hliðstæð dæmi. Annað væri það, að fyrirtæki eða stofnun segði við launafólk sitt: nú get- um við ekki borgað ykkur nema sem svarar hálfum launum í nokkur ár, af því að við þurfum að endurskipuleggja fyrirtæk- ið, en þá vonum við, að hægt verði að borga ykkur hærra kaup. önnur hliðstæða gæti verið sú, að stjórnvöld fyrir- skipuðu með lögum, til dæmis iðnverkafólki, að ekki skyldi unninn nema hálfur vinnu- dagur næsta ár, og laun þá eftir því, þar sem hráefnin væru að ganga til þurrðar og gæfi þessu fólki svo ekki annað til huggunar en það, að innan nokkurra ára, myndi rætast vel úr með hráefnaöflun. Mér er nær að halda að einhverjum þætti illalega stigið ofan á tána á sér. Það væri sennilega ekki óhugsandi að einhver stælist f verk. Því er sallað á fiskimennina, að þeim sé sjálfum fyrir beztu að virða öll fiskveiðilög, sem miði að fiskvernd og margir taka svo djúpt í árinni að segja að engu sé líkara en fiskimenn séu á móti fiskvernd og móti sjálfum sér. Fiskimaðurinn svarar náttúr- lega því til um framtíðarhag- sældina, að það sé þá svo bezt að hann lifi þessa „framtíð". Það er gott nokk að spjalla fjálglega um glæsta framtíð við fólk, sem á ekki til næsta máls, er á hvínandi hausnum og sér enga leið til að bjarga sér yfir daginn í dag, nema fá einhvern fisk í róðrinum, og fiskimaður- inn getur haldið áfram að spyrja þetta fólk, sem er sífellt að ráðleggja honum að geyma sér fisk úti á miðunum til fram- tíðarhagsældar. Er það eindæma í sögu þess- arar þjóðar að kýrin sé blóð- mjólkuð í harðæri. Eða jafnvel skorin komin að burði? Var það búandfólk á móti mjólk og kálf- um og móti sjálfu sér? Af hverju tekur fátækur maður út sparifé sitt og kaupir fyrir það mat I stað þess að ávaxta það. Er þetta fólk á móti þvi að ávaxta fé sitt og græða? Af hverju ganga forráða- Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.