Morgunblaðið - 13.05.1976, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAI 1976
Nýr formaður í Náttúruvemd-
arfélagi Suð-Vesturlands
AÐALFUNDUR Náttúruverndar-
félags Suð-vesturlands var hald-
inn I Revkjavlk 11. marz s.l. Frá-
farandi formaður, Sólmundur
Einarsson, flutti skýrslu stjórnar
fyrir sfðastliðið starfsár. Þar kom
fram að unnið var í starfshópum
að eftirtöldum verkefnum:
1. Viðauki og endurbætur á
Náttúruminjaskrá.
2. Oliumengun við hafnir og
aðstaða skipa til að losa oliu og
annan úrgang.
3. Frágangur oliutanka hjá
seljendum og neytendum.
4. Endurvinnsla sorps, einkum
endurnotkun á pappír.
Bráðabirgðaniðurstöður voru
þær að 20—30 milljónir hefði
mátt fá fyrir notaðan pappír á ári,
árin 1971—1974. Var reiknað með
að unnt væri að safna rúmum
20% af innfluttum pappír.
5. Gagnasöfnun í formi ljós-
mynda og ritaðra greina. Tölu-
verðu var safnað af ljósmyndum
um ýmislegt sem miður fór.
Að lokinni skýrslu stjórnar
urðu miklar umræður um starfið
framundan. Núverandi stjórn er
skipuð eftirtöldum: Unnur Skúla-
dóttir formaður, Guðrún Hall-
Hefur áhyggjur
af atvinnuútlitinu
Frá aðalfundi Verka-
lýðsfélags Akraness
AÐALFUNDUR Verkalýðsiélags
Akraness var haldinn 9. maí.
Stjórnin var sjálfkjörin og að
mestu óbreytt frá því sem áður
var. Skúli Þórðarson, form.,
Garðar HalldórsoOn, ritari, en í
stað Guðm. Kristins Ólafssonar,
sem lézt á árinu, kom Steinþór
Magnússon, ssm er meðstjórn-
andi. Aðrir í stjórn eru Bjarn-
fríður Lcósdóttir varaform.,
Gréta Gunnarsdóttir og Herdís
Olafsdóttir. Félagið er deildar-
skipt og hefur /erið öflv-’t starf
innan deilda og í félagsheiidinni
sameiginlega á árinu.
grfmsdóttir varaformaður, An-
drés Kristjánsson ritari, Jóhanna
Axelsdóttir gjaldkeri og Birgir
Guðjónsson meðstjórnandi.
Á næsta starfsári hyggst félagið
auk ofangreindra verkefna snúa
sér í auknum mæli að umhverfis-
verndun í þéttbýli. Reynt verður
að vekja athygli fólks á vandamál-
um þéttbýlisins í þeim tilgangi að
sporna gegn óheillaþróun eins og
t.d. síaukinni notkun einkabíls-
ins.
— 50 félagsmenn
Framhald af bls. 1
framfæri orðsendingu við
íslenzka utanríkisráðherr-
ann vegna atburðarins í
dag, en lét ekki uppi
hversu harðorð hún yrði
0 í umræðunum í þing-
inu í kvöld, þar sem þing-
menn kröfðust þess m.a. að
freigátum yrði heimilað að
skjóta föstum skotum
(ekki sprengikúlum) á ís-
lenzku varðskipin ef þau
létu ekki segjast við við-
varanir, sagði Patriek
Wall, flotamálatalsmaður
skuggaráðuneytis íhalds-
flokksins, að íslenzku varð-
skipin væru sérstaklega
byggð fyrir fshafssiglingar
og hefðu þykkar stál-
plötur, en freigáturnar
væru hins vegar veik-
byggðar, sem sæist bezt á
því að af þeim 16 frei-
gátum sem væru til reiðu,
væru 12 nú skemmdar
eftir árekstra við varð-
skipin. Þá sakaði hann
stjórnina um að bera
ábyrgð á því að orðstír
brezka flotans hefði beðið
hnekki vegna þess að her-
skipunum hefði verið
fyrirskipað að hætta að
vernda togarana.
Eftirfarandi ályktun gerði
fundurinn varðandi útlit um
atvinnuástand á Akranesi:
„Aðalfundur Verkalýðsfélags
Akraness lýsir áhyggjum sínum
yfir útliti því sem nú er á því að
næg atvinna verði i bænum í
sumar þar sem tveir af togurum
bæjarins hafa horfið frá hráefnis-
öflun fyrir frystihúsin, en öll
skólaæskan er nú að koma til
sumarstarfa, en þar hefur vérið
drýgsta verkefni þeirra yfir
sumarið. Skorar fundurinn því á
atvinnurekendur, bæjarstjórn og
atvinnumálanefnd bæjarins að
láta sér það ekki óviðkomandi ef
atvinna dregst enn saman í hinu
hræðilega dýrtiðarflóði sem yfir
hefur skollið og væntir þess að
hún láti þróun þessara mála til
sin taka svo um muni.“
Þessi kveðja og ályktun var
gerð varðandi landhelgismálið:
„Aðalfundur V.L.F.A. sendir
skipshöfnum á íslenzku varð-
skipunum kveðjur með virðingu
og þakklæti fyrir alla þá karl-
mennsku og þrautseigju sem þeir
hafa sýnt. Fundurinn telur það
augljóst að þeir hafi með starfi
sinu sannað að varnarlið okkar
sé á varðskipunum en ekki á Mið-
nesheiði. Vegna síðustu atburða á
íslandsmiðum og afstöðu Banda-
rikjanna til landhelgismálsins,
skorar fundurinn á stjórnarvöld
að endurskoða afstöðu sína til
herstöðva Bandaríkjanna á ís-
landi og Nató með tilliti til þess að
segja upp samningum við hvoru-
tveggjá.
(Frá Verkalvðsfél. Akraness).
AtJOI.YSINGASIMINN ER:
^22480
j 2h«r0tuti>it)þiþ
Það var Ian Gilmour, talsmaður
íhaldsflokksins í varnarmálum,
sem hóf umræðurnar og sakaði
stjórnina um fálm og afglöp í
meðhöndlun sinni á fiskveiðideil-
unni við islendinga. Menn væru
áhyggjufullir yfir fréttum um lík-
ur á því að ísland segði sig úr
Atlantshafsbandalaginu og rikis-
stjórnin hefði tekið of lítið tillit
til hagsmuna Breta gagnvart
bandalaginu. Gilmour játaði að ís-
lendingar hefðu ekki að öllu leyti
staðið vel að málinu heldur, en
meðferð brezku stjórnarinnar á
því væri algjörlega dæmigerð
fyrir það hvernig James Callag-
han forsætisráðherra hefði haldið
á utanríkismálunum þegar hann
var utanríkisráðherra. „Hann
fálmaði og framdi afglöp
árangurslaust," sagði hann.
„Kominn er tími til að stjórnin
taki nýtt frumkvæði vegna þess
að henni miðar ekkert áfram eins
og staðan er núna.“
„GEFIÐ ÞEIM
DUGLEGA Á’ANN“
Morgan-Giles, aðmíráll og þing-
maður íhaldsflokksins fyrir
Winchester, sagði að svar flota-
málaráðherrans um atburðinn við
island væri „dulítið skrýtið”. Ráð-
herrann yrði að gefa skýrt svar
um það hver hefði heimild til að
bægja uppgöngusveitum varð-
skipanna frá.
Duffy svaraði því til, að það
væri ábyrgð skipstjóra viðkom-
andi togara að tryggja öryggi
áhafnar sinnar og skips er upp-
ganga væri reynd.
Morgan-Giles sagði að togara-
skipstjóri ætti að segja við áhöfn
sína: „Gefið þeim duglega á’ann,
strákar,” ef reynt yrði að komast
um borð, í stað þess að segja:
„Heyriði, dokiði aðeins við á
meðan ég hringi í ráðherrann.”
Morgan-Giles spurði þá Duffy
ráðherra hvert hefði verið hlut-
verk' ‘ Ntmrotl-þotunnar í at-
burðunum í dag. „Var hún í beinu
talstöðvarsambandi við togara
okkar og var hún í beinu tal-
stöðvarsambandi við Ægi? Getið
þér sagt hvort flugvélin var
vopnuð eða ekki?“
Duffy sagði að hann gæti ekki
tjáð sig um spurninguna um það
hvort vélin hefði verið vopnuð
eða ekki. „Samband var haft af
hálfu Nimrodþotunnar við Ægi,
þar sem sagt var að við hefðum
rétt til að grípa til aðgerða í sjálfs-
vörn.”
„LEYFUM FREIGATUNUM
AÐ SKJÓTA“
John Cronin, þingmaður Verka-
mannaflokksins frá Lough-
borough, lagði til að brezku
freigátunum yrði heimilað að
skjóta föstu skoti á íslenzk varð-
skip ef þau virtu að vettugi
viðvaranir um hátalara um að
reyna ekki ásiglingar. Fast skot
myndi valda „slæmu gati“ á varð-
skipinu en varla manntjóni. Það
myndi einníg hræða varðskip frá
því að reyna ásiglingu.
James Johnson, þingmaður
Verkamannaflokksins frá Hull,
kvað sig „hrylla við sjóræningja-
hegðan" NATO-félaga Breta í dag
og líf manna í kjördæmi hans
væri i hættu. Hann kvað bresku
herskipin standa sig frábæriega
vel, en spurði hversu lengi væri
unnt að ætlast til þess af þeim að
þeir ynnu störf sín með hend-
urnar fyrir aftan bak:
Freigáturnar væru ekki vel til
starfans fallnar. Ef á þær kæmi
gat fyrir neðan sjólínu myndu sjó-
liðarnir fara í sjóinn, þar sem þeir
myndu drukkna eftir tvær
mínútur vegna kuldans.
Þetta hefðu íslenzk varðskip
notfært sér á.hættulegan hátt.
— Danskur
gestaleikur
Framhald af bls. 2.
Preben Harris, leikhússtjóri
Fotketeatrets, en hann er einn
kunnasti leikhúsmaður Dana.
Fjórir vel kunnir leikarar koma
fram i sýningunni, þau Anne-Lise
Gabold, Gyrd Löfquist, John
Hahn Petersen og Finn Nielsen.
Undirleik annast Frans H. Ras-
mussen og leikmynd er eftir John
Lindskov.
Sýning Folketeatrets á Stígvél
og skór hefur notið mikilla vin-
sælda í Danmörku. Hún var frum-
sýnd í fyrra en vegna mikillar
aðsóknar var verkið tekið upp
aftur í vetur. Sýningar Dananna
verða á Litla sviðinu í Þjóðleik-
húskjallaranum.
— fþróttir
Framhald af bls. 35
aði ekki sjálfur í leiknum í gær
var hann ógnandi og reyndar
sendi hann knöttinn i net St.
Etienne eftir að leikið hafði
verið stutta stund, en markið
var dæmt af vegna rangstöðu.
Fram yfir miðjan fyrri hálf-
leikinn einkenndist leikurinn
af mikilli baráttu á miðju vall-
arins þar sem Frakkarnir höfðu
i fullu tré við hina sterku Þjóð-
verja. Bezta tækifæri fyrri hálf-
leiksins átti Jaques Santini er
hann skallaði knöttinn í þver-
slána úr góðu færi. Var þetta á
40. mínútu ieiksins og 8 mínút-
um áður hafði Bathenay einnig
skotið í þverslána og Revelli
síðan I fangið á Sepp Maier er
knötturinn hrökk úr á völlinn.
Franz Beckenbauer stjórnaði
sínum mönnum af festu í þess-
um leik eins og svo oft áður og
langar sendingar fram völlinn
komu vörn St. Etienne oft úr
jafnvægi. Það var svo á 57. mfn-
útu leiksins, sem Roth skoraði
markið og eftir varð hlutur
Bayern MUnchen stærri í leikn-
um um tima. Markið kom
reyndar sem köld vatnsgusa á
leikmenn St. Etienne sem
byrjað höfðu seinni hálfleikinn
af miklum krafti og hraða.
Leikmenn Bayern MUnchen
ógnuðu mjög með hraðaupp-
hlaupum. Höness, Rumenigge
og Schwarzenback áttu allir sín
færi, sem ekki nýttust. Þrátt
fyrir að Frakkarnir sæktu
meira í lokin tókst þeim ekki að
skapa sér tækifæri eins og I
fyrri hálfleiknum. Vörn Bayern
MUnchen gaf hvergi eftir og St.
Etienne tókst því ekki að verða
fyrsta franska liðið til að sigra í
Evrópukeppni meistaraliða.
Franz Beckenbauer sagði að
leiknum loknum að sigur Iiðs
hans hefði verið sanngjarn.
Bayern hefði sótt mun meira i
seinni hálfleiknum. Fram-
kvæmdastjóri St. Etienne sagði
að óheppnin hefði elt sína
menn, en þeir hefðu þó staðið
sig vel.
31. þúsund áhorfendur vantaði
85 þúsund miðar voru seldir á
leikinn en aðeins 54 þúsund
áhorfendur mættu. Lögreglan
sagðist ekki vita hvers vegna hin-
ir 31 þúsund, sem keypt höfðu
miða komu ekki á leikinn, en hins
vegar höfðu fréttir frá Paris um
að sprengja ætti tvær öflugar
sprengjur á vellinum til að hefna
Ulrike Meinhof, sem lézt í fang-
elsi í Vestur-Þýzkalandi um helg-
ina, verið birtar með flenni fyrir-
sögnum í blöðum í Glasgow í gær.
— Var Nimrod
Framhald af bls. 36
ál, um 35—40 sjómílur Norðvest-
ur af Bjargtöngum í gær.
Kl. 6 í morgun kom varðskipið
ÆGIR að 6 brezkum togurum að
veiðum á þessum slóðum, en þeir
náðu allir inn veiðarfærum sinum
áður en varðskipið komst að þeim.
Héldu sumir vestur í átt til Græn-
lands, en aðrir suður og elti varð-
skipið þá.
Einn þessara togara PRIM-
ELLA H-98, gerði tilraun til að
kasta aftur, og gaf varðskipið hon-
um þá stöðvunarmerki með flögg-
um og hljóðmerkjum.
Kl. 10 stöðvaði togarinn og
sendi varðskipið mannaðan bát
yfir að honum, en er hann nálgað-
ist setti togarinn aftur á ferð og
neitaði alveg að hlýða fyrirmæl-
um varðskipsins.
Skaut varðskipið siðan 3 laus-
um aðvörunarskotum að togaran-
um til þess að undirstrika fyrir-
mæli sin, en togarinn hafði aftur
á móti samband við brezku her-
skipin fyrir Austurlandi, sem ráð-
lögðu honum að óhlýðnast varð-
skipinu og halda út, og hétu að-
stoð sinni svo og NIMROD-þotu.
Eftir ítrekaðar aðvaranir til
togaraskipstjórans skaut varð-
skipið síðan um kl. 12.30 föstu
skoti fyrir framan togarann en
því var svarað með hótun frá
NIMROD-þotunni, sem þá var
komin á staðinn um að hún myndi
skjóta á varðskipið ef það hleypti
af fleiri skotum gegn togaranum.
Við þessa beinu og ítrekuðu
hótun NIMROD-þotunnar um að
beita vopnum gegn varðskipinu,
sem ógnaði ekki aðeins því heldur
ekki siður lífi og limum áhafnar
þess, var ekki talið rétt að ganga
lengra í aðförinni að togaranum
en haldið áfram að fylgjast með
ferðum hans.
Rétt fyrir kl. 14 var staður skip-
anna um 23 sjómílur norðvestur
frá Bjargtöngum, á suðlægri
stefnu. Var þá önnur NIMROD-
þota á leið frá Bretlandi til þess
að leysa hina fyrri af, og her-
skipið LOWESTOFT ásamt
birgðaskipi á leið frá Suðaustur-
landi.
— Póstþjónusta
Framhald af bls. 19.
láta af störfum vegna aldurs.
Frá þeim tíma hefur núverandi
póst- og símamálastjóri, Jón
Skúlason, gegnt embætinu.
Þegar 175 ár voru liðin frá
upphafi póststofnunar á tslandi
árið 1951, gaf póststjórnin út
tvö frímerki til minningar um
þann atburð. Eins gaf hún út
lítið rit um póstsöguna eftir
Guðmund J. Hlíðdal. Hefur ver-
ið stuðzt við það að töluverðu
leyti við samningu þessarar
greinar.
Á þessu ári hyggst póst- og
simamáiastjórnin minnast
þessa afmælis síns með ýmsum
hætti. Sérstakur hátíðarstimp-
ill verður notaður í Reykjavik
13. maí, þ.e. á sjálfan afmælis-
daginn, og geta menn fengið
stimplað með honum, ef þeir
óská þess. Héfúr af' þéssu til-
efni verið útbúið sérstakt
myndskreytt kort, en á það geta
menn límt frímerki og fengið
stimpluð með hátíðarstimplin-
um. Síðar á þessu ári koma svo
út hátíðarfrimerki, en þau gátu
því miður ekki komið út á sjálf-
an afmælisdaginn, eins og
hefði auðvitað verið skemmti-
legast.
Enginn efi er á þvi, að sú
ráðstöfun dönsku stjórnarinnar
árið 1776 að koma á fót póst-
stofnun á islandi varð smám
saman mikil lyftistöng fyrir
margvíslegar framfarir á is-
landi og átti um leið mikinn
þátt í því að auka og koma á
sambandi islcndinga við um-
heiminn. Þegar þetta er haft í
huga, hljótum við að þakka og
lofa framsýni þeirra manna,
sem áttu hlut að þvi að koma
þessu þjóðþrifafyrirtæki á fót.
— Portúgal
Framhald af bls. 1
Jose Pinheiro de Azevedo, en
hann hefur sagt, að hann taki
ekki þátt I þvi ef um verður að
ræða virkilega keppni milli
margra frambjóðenda. Annar
frambjóðandi, sem einnig hefur
tilkynnt framboð sitt, er kona,
Maria Vieira da Silva, en hún
nýtur aðeins stuðnings tveggja fá-
mennra flokka trotskyista.
Mario Soares, leiðtogi Sósial-
istaflokksins, sagði að Eanes nyti
stuðnings meirihluta herafla
landsins, og hann væri sann-
færður um að Eanes myndi gefa
kost á sér og sigra í kosningunum
27. júní. Soares itrekaði þá stefnu
flokksins að mynda minnihluta-
stjórn á grundvelli þess 35%
fylgis sem hann hlaut i þingkosn-
ingunum, en hann visaði á bug
staðhæfingum um að flokkur sinn
hefði krafizt þess af Eanes að
hann féllist á þetta sjónarmið til
þess að hljóta stuðning flokksins i
staðinn.
— Klausturhólar
Framhald af bls. 3
eftir Snorra Arinbjarnar, málað i
Osló 1929. Verk þessa málara eru
orðin hið mesta fágæti; Heklu-
mynd eftir Kristján Magnússon
verður einnig boðin upp. Kristján
lést fyrir 1940, en þá höfðu lista-
verk hans hlotið margskonar
viðurkenningu á alþjóðlegum
sýningum erlendis. Þá er gamalt
málverk eftir Jón Engilberts. Og
málverk af. Dómkirkjunni I
Reykjavík eftir Jón biskup Helga-
son. Þarna verða líka seld nokkur
málverk og myndir eftir
Jóhannes Kjarval, Guðmund frá
Miðdal, gömul teikning eftir
Benedikt skáld Gröndal (1850).
Af verkum eldri núlifandi lista-
manna má geta sérstaeðs olíumál-
verks eftir Þorvald Skúlason,
danskt mótiv frá Friðriksbergi í
Danmörku, málað á Danmerkur-
árum listamannsins. Líka verða
boðin upp málverk eftir Svein
Þórarinsson, Eyjólf Eyfells, Jón
Jónsson, Sigurð Sigurðsson.
Meðal verka yngri málara vek-
ur athygli verk eftir Erró,
Guðmund Guðmundsson. En þar
eru líka verk eftir Svein Björns-
son, Hring, Valtý Pétursson,
örlyg, Ragnar Pál, Sverri
Haraldsson, Veturliða, Jóhannes
Geir, Gísla Sigurðsson og Alfreð
Flóka. Málverkauppboð Klaustur-
hóla hafa jafnan verið mjög fjöl-
sótt og hafa unnið sér fastan sess i
borgarlifinu, segir i tilkynningu
frá Klausturhólum. Uppboðin
njóta þess, að Sigurður heitinn
Benediktsson hafði byggt fjöl-
mennan hóp listunnenda og list-
kaupenda, sem jafnan kom á upp-
boð hans og er vissulega fengur
að slikri starfsemi sem þessari.
Þess hefur nokkuð gætt á undan-
förnum uppboðum, að fyrirkomu-
lag í salnum er óþjálft. Illa heyr-
ist til fólks utan úr sal og hring-
myndun húsakynnanna hefur
orðið til þess að draga uppboðin
óþarflega á langinn.
Mun það ætlun forráðamanna
uppboðsins að reyna að bæta úr
þeim vanköntum, sem reynslan
hefur leitt í Ijós.
Myndirnar verða til sýnis i
Klausturhólum við Lækjargötu
síðari hluta þessarar viku, þar á
meðal á laúgardaginn kl. 9—6.